Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 1
LÆQSTA-VERÐ ABYRGÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM FLORIDA 7.590 BRETLAND 13.020 KANARÍ 11.690 TÚNIS 29.900 MAROKKÓ 24.700 MALAGA 9.980 BAHAMAS 21.060 Innifalið í verði er: kaskótryngina, lækkun sjólfsábyrgi trygging g. stuldl og allir staðbundnir skattar. 011 verð i Islenskum krónum og eru vikuverð.Florida: ótakmarka |ðar, ... ....... eru I ótakmarkaður 588 35 35 Oplð mán-fös 9-18 lau 10-14 Morgunblaðið/BT LÍFVERÐIR Bretadrottningar við Buckingham-höll í Lundúnum. Mikil asókn í stuttar ferðir til Lunduna UM 1.600 manns hafa bókað sæti í haustferðir Heimsferða til Lundúna. Þar af seldust um 1.200 sæti í ág- úst, þegar ferðaskrifstofan auglýsti fyrst ódýrar ferðir þangað. Uppselt var í fyrstu ferðina, sem farin var í gær, en flogið verður tvisvar í viku í leiguflugi með Boeing 737-vélum frá breska félaginu Sabre Airways. Að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða eru fyrirhugað- ar 18 haustferðir til Lundúna með leiguvélum frá Sabre Airways. „Eft- irspurn er mikil og ég er að kanna möguleika á að fá stærri flugvélar fyrir ferðir sem farnar verða í nóvem- ber.“ Verð á Lundúnarferðum Heimsferða er misjafnt og kosta ódýrustu farseðlar tæplega 17 þús- und krónur. Er þá miðað við að flog- ið sé út á mánudögum og komið heim á fímmtudögum. Verð er nokkru hærra sé flogið út á fímmtu- dögum og heim á mánudögum. Einnig er hægt að kaupa flug og gistingu í þrjár nætur og kostar slík- ur pakki tæpar 20 þúsund krónur í október, miðað við að farið sé á mánudegi og komið heim á fimmtu- degi og að tveir deili herbergi. Andri Már segir gistingu á Great Eastern Hotel á óvenju ódýra. „Hópur fólks átti bókuð herbergi á hótelinu í októ- ber en hætti við og því gátum við fengið herbergi á mjög góðu verði.“ Astæðu þess að verð á flugfari til Lundúna er ódýrara á mánudögum en fimmtudögum segir Andri Már vera einfalda: „Eftirspurn er meiri í helgarferðir en ferðir í miðri viku og verð er einfaldlega hærra þegar eftir- spurn er meiri." ■ Eins og greifar |] með leigubíl í skólann t. * ia___i„_ X ÞAÐ er óneitanlega sérstakt að sjá nemend- ur Menntaskólans við Sund mæta í fyrstu kennslustundina þessa dagana. Þeir koma nefnilega eins og greif- ar í leigubílum í kjölfar samnings nemendafé- lags skólans og BSR. Nemendurnir eru eðli- lega ánægðir með samninginn, enda þægilegt að vera sóttir heim í hlað. Þeir greiða eitt hundrað krónur hver fyrir akst- urinn, eða tuttugu krónum minna en fyrir farið með strætó. Upphæðin er óháð því hve margir eru í leigubílnum hverju sinni. Þannig fóru Guðjón Magn- ússon og Hallgrímur Orn Arn- grímsson tveir saman í leigubíl á miðvikudag og greiddu samtals fyrir túrinn frá Álftalandi í Foss- voginum 200 krónur. Guðjón sem er nemandi í 1. bekk MS, gat ekki notfært sér þjónustuna fyrsta daginn sem hún var veitt þar sem hann þurfti að mæta á æfingu vegna stærðfræði- keppni framhaldsskólanna sem verður haldin innan fárra vikna. Hann fékk hins vegar leigubíl að Morgunblaðið/Þorkell HALLGRÍMUR Örn Arngrímsson, t.v., og Guðjón Magnússon borga Mikael Einari Reynis hjá BSR. heimili sínu á miðvikudagsmorgun í fyrsta skipti, og var ánægðúr með þjónustuna. Guðjón veit ekki hversu lengi nemendur skólans eiga kost á að fá far með leigubíl í skólann en vonast til að svo verði áfram. Hallgrímur sem einnig er í 1. bekk, býr við hliðina á Guðjóni og voru þeir samferða í skólann. Hann segir að fólk sé ánægt með leigubílaaksturinn. „Við getum til dæmis hlustað á útvarpið,“ segir hann og bætir við að þeir félagar hafi hlustað á X-ið. Þeir hafi þó verið ánægðastir sem fengu far með límósínu í skólann. ■ Spiladósatónlist sem ætti að vera við hæfi jafnt yngri sem eldri fjölskyldumeðlima ALLIR sem hafa eignast börn vita hvað spiladósatónlist, þar sem sama lagið er leikið aftur og aftur og spannar ekki meira en eina áttund, getur verið þreyt- andi. Nú geta foreldrar hins veg- ar varpað öndinni léttar því loks- ins er hægt að fá spiladósatónlist sem allir aldurshópar geta notið. „Um daginn kom til dæmis fullorðin kona sem hafði heyrt þessa tónlist spilaða í húsi þar sem hún var gestkomandi og hún keypti eina geislaplötu fyrir sjálfa sig,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, eigandi Englabarnanna, en hún hefur frá því í byrjun september haft til sölu geislaplötur og snældur þar sem sígild tónlist og önnur vinsæl tónlist er útsett fyr- ir spiladós og sinfóníuhljómsveit. „Pabbarnir eru yfirleitt ekki mjög virkir þegar foreldrar koma hing- að saman, en þeir skoða geisla- plöturnar og það eru þeir sem ákveða að kaupa plöturnar." Vlldi láta barniA hlusta á sígilda tónlist Aðalheiður segir að þýskur tónlistarmaður, Achim Perleberg, hafi fengið hugmyndina að út- setningunni þegar hann eignaðist barn fyrir fjórum árum. Hann hafði sjálfur leikið sígilda tónlist í sinfóníuhljómsveitum og vildi gjarnan að barnið hans hlustaði á slíka tónlist. Hann tók hins vegar eftir því að barnið hafði meira gaman af að hlusta á spila- dós. Þá datt honum í hug að slá tvær flugur í einu höggi og út- setja sígilda tónlist fyrir spiladós. Þar sem spiladósir hafa venju- lega mjög lítið tónsvið var honum vandi á höndum því hann varð að finna rétta dós sem gæti náð yfir margar áttund- ir. í Sviss er sterk hefð fyrir spila- dósum og þar hafði hann upp á fólki sem gat búið til dós sem uppfyllti kröfur hans. Nú er búið að gefa út á plötum og snældum, almenna sígilda tón- list, tónlist eftir Mozart, fræg evrópsk þjóðlög, tónlist þar sem kýr, sauðfé og önnur dýr taka undir, lög eftir Bítlana, ástarlög, vögguljóð og lög sem er þægilegt að hlusta á í morgunsárið, svo það ætti að vera hægt að finna eitthvað við hæfi allra í fjölskyld- unni, stórra sem smárra. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.