Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ i DRAUMUR UM FE, FRÆGÐ OG FJARLÆG LÖND F yrir sætur til frásagnar Ásdís María Franklín Bókuð í vinnu fram í tímann ÁSDÍS María Franklín varð í 3. sæti í Elite- keppninni, sem haldin var í Seoul í S-Kóreu í ágúst sl. Síðan þá hefur hún verið á ferð og flugi. Fyrst á íslandi í tíu daga, því næst í Boston, þar sem hún vann fyrir þýska verðlist- ann Otto, aftur heim, þá til Parísar í myndatök- ur fyrir ítalskt tímarit og á 17. afmælisdegi sínum, 26. september, kom hún til Mílanó til starfa á vegum Names-umboðsskrifstofunnar. Fjöldi tilboða „Þetta hefur allt gengið mjög hratt. Ég hef fengið fjölda tilboða og er bókuð í vinnu langt fram í tímann. Höfuðstöðvar mínar verða trú- lega í New York, en Elite er líka með umboðs- skrifstofur í París. Ég sé fram á mikla vinnu og ferðalög á næstunni. Verðlaunin fyrir 3. sætið, rúmar fímm milljónir, eru háð því að ég starfí fyrir Elite næstu tvö árin. Þetta er í raun- inni launatrygging því vinni ég fyrir meiri tekj- um á tímabilinu fæ ég sérstaklega greitt fyrir það. Umboðsskrifstofur hafa samstarf sín á milli, ég held mjög líklega áfram með Names enda er ég ekki skuldbundin til að starfa ein- göngu á vegum E]ite.“ Skjótan frama Ásdísar Maríu i tískuheiminum má rekja til ársins 1993. Kolbrún Aðal- steinsdóttir, umboðsmaður Elite á íslandi og framkvæmdastjóri Johns Casablanca-skólans, fékk Ásdísi Maríu með sér til New York til að taka þátt í alþjóðlegu MAAI-keppninni. „Markmið keppninnar er að koma ungu, hæfíleikaríku fólki á framfæri. Þama var fjöldi umboðsmanna fyrir fyrirsætur, leikara og skemmtikrafta að leita að frambærilegu fólki. Kvöldið fyrir úrslita- kvöldið stilltu keppendur, sem voru nokkur hundruð, sér upp í röð og gengu þvert gegnum stóran sal með umboðsmenn á báða bóga. Ég fékk 23 tilboð en leist best á tilboð frá Names- umboðsskrifstofunni í Mílanó. Ég hef síðan unnið mikið fyrir fyrirtækið og líkað mjög vel.“ Ásdís segir að fyrirsætur þurfi að vera áhuga- samar, hörkuduglegar og gæddar miklum skipulagshæfíleikum. Hvemig til takist sé mik- ið undir hverri og einni komið. Vinnan geti verið misstrembin og sem dæmi segir hún að einn daginn þurfí ef til vill að vakna kl. 3, vera mætt í vinnuna kl. 5, í myndatöku kl. 6-12, aftur í tökur kl. 13-20 og loks í viðtal kl. 21. „Þetta er nú reyndar dæmi frá sjálfri mér, en ég þurfti nýverið að haga verkum þannig til að komast til íslands tiltekinn dag. Margar stelpur gefast fljótlega upp, því mikill sjálfsagi er nauðsynlegur. Mér virðast einu fyrirsæturn- ar sem stunda skemmtanalífið að ráði vera þær sem hafa minnst að gera, enda hafa þær nægan tíma.“ ís á laugardögum Þótt Ásdís María neiti sér ekki um ís af og til á laugardögum segir hún að nægur svefn, hollt mataræði, heilsusamlegt líf og gott orð- spor sé forsenda velgengni í fyrirsætustarfinu. Hún er ákveðin í að halda áfram meðan henni gengur allt í haginn, en hætta um leið og halli undir fæti. Þá ætlar hún að helga sig náminu, sem hún þó sinnir samhliða eins og kostur er. Skyldi sú fegurð sem Venus frú Míló stótar af þykja gjaldgeng i tískuheiminum í dag ÞJÓÐIN fylgist jafnan spennt með þegar íslenskar stúlkur ná góðum árangri í ýmiss konar keppni þar sem útlit og fegurð ræður úrslitum. Sitt sýnist hveijum um ágæti slíkrar keppni, sem þó virðist vísasti vegurinn fyrir þær sem vilja freista gæfunn- ar sem fyrirsætur á erlendri grundu. í kjölfarið fylgir oft samningur við þekktar umboðsskrifstofur í tískuheiminum. Eins og fram kemur í samtölum Daglegs lífs um reynslu og væntingar verðandi, fyrrverandi og núver- andi fyrirsætna er fjarri því að leiðin á toppinn sé bein og greið þótt samningar takist. Þær segja að samkeppnin sé geysihörð og þær sem stefni hátt þurfi að sýna óbilandi áhuga og þrautseigju. Ekkert komi áreynslulaust upp í hend- urnar á þeim og glansímyndin eigi sér enga stoð í raunveru- leikanum. Þeim bar saman um að ytri fegurð dygði skammt, en beinið í nefinu lengra. Þeir sem gerst þekkja til mála segja að andlitsfríðar stúlkur eigi ekkert sérstaklega upp á pall- borðið í fyrirsætustarfinu. Önnur gildi, eins og persónu- leiki, greind og útgeislun, vegi þyngra. Varla fer þó framhjá neinum, sem blaða í tísku- tímaritum, að ákveðið útlit og vaxtarlag er eftirsóknar- verðara en annað hveiju sinni. Starfsævi fyrirsætna er stutt, margar eru kallað- ar en aðeins örfáar útvald- ar. Viðmælendur voru sammála um að upp úr stæði ánægjuleg lífs- reynsla, sem kenndi þeim að standa á eigin fótum og bjarga sér. „Ég lauk fyrsta bekk í MA í fyrra. Núna er ég í skóla h'fsins; læra að bjarga mér og öðlast reynslu á ýmsum sviðum. Á ferðalögum hef ég gott tækifæri til að kynnast menningu og sögu þjóða og Iæra tungumál. Slíkt er ómetanlegt og á við margra ára skólanám. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða læknir og ég er enn sama sinnis, en þó er ómögulegt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Nanna Guöbergsdóttir Stundum tíu viðtöl á dag SAMA ár og Nanna Guðbergsdóttir lauk sam- ræmdu prófunum tók hún þátt í Elite-fyrir- sætukeppninni 1990. Þótt hún bæri ekki sigur úr býtum bauðst henni, fyrir milligöngu Ice- landic Models, að starfa fyrir ítalska umboðs- skrifstofu í Mílanó ári síðar. Tæplega sautján ára hélt hún því utan án þess að óska eftir skriflegum samningi. „Ég vildi hafa allt á hreinu og ekki skuld- binda mig að neinu leyti, borgaði fargjaldið sjálf og einnig húsnæðið, sem umboðsskrifstof- an útvegaði. Sumar stúlkur hafa lent í því að vera rukkaðar fyrir slíkt eftir að heim er kom- ið. Mér fannst ekkert vit í að vera skuldbund- in umboðsskrifstofu, sem ef til vill hefði ekk- ert fyrir mig að gera. Fyrstu fjórir mánuðirnir fóru í myndatökur fyrir möppuna, sem er ómissandi fyrir allar ljósmyndafyrirsætur. Eft- ir smájólafrí hér heima tók alvaran við og þá var að hendast með möppuna í hin og þessi viðtöl, stundum allt að tíu á dag.“ Mörg nei hafa áhrif á sjálfstraustið Nanna segir að ef nei-in verði jafnmörg og viðtölin í langan tíma, sé lítið eftir af sjálfs- traustinu. Hún viðurkennir að eftir slíka töm hafi sér stundum fundist hún bæði ljót og ólán- leg. „Þótt ýmislegt reyndi á þolrifín, var ég heppin með umboðsskrifstofu sem sá til þess að ég hafði nóg að gera. Mér reyndist ekki erfítt að lifa heilbrigðu lífi, enda hef ég aldrei reykt né dmkkið áfengi. Mér brá í fyrstu þeg- ar ég sá hversu sumum bandarísku stúlkunum þótti eðlilegt að fá sér kókaín. Starfíð hefur bæði slæmar og góðar hliða/\ Skemmtanalífíð er töluvert í kringum matarboð og hanastél með viðskiptavinum. Stundum er óhjákvæmi- legt að mæta í slík boð og oft er mjög gaman, en þá er bara að kunna sér hóf. Verst þótti mér horfa upp á sumar stúlkumar, sem féllu fyrir gylliboðum karlanna. Ég held að slíkt hendi ekki íslenskar stúlkur, þær eru skynsam- ari en svo. Mér lærðist fljótt að þeir karlar sem ÁSDÍS María Franklín við tískusýningarstörf. INGIBJÖRG Gréta Gísladóttir í steypuvinnu heima hjá sér. sögðu „treystu mér“ vom varhugaverðastir. “ Eftir nánast tveggja ára starf erlendis með smáhléum, kom Nanna heim, var valin „No name andlit ársins 1993“, kosin besta Ijós- myndafyrirsætan í keppninni um „Ungfrú Reykjavík" og líka í Fegurðarsamkeppni ís- lands 1993. I millitíðinni tók hún þátt í svo- nefndri „Miss Hawaiian Tropic-keppni", sem haldin var í Flórída og fékk í kjölfarið tilboð um starf hjá umboðsskrifstofu í Vín. Eftir stutta dvöl þar og síðar í Mílanó, kom hún heim, kynntist kærastanum, hóf sambúð og starfar nú í skartgripaheildsölu móður sinnar ásamt því að vinna sér inn aukapening með tilfallandi tískusýningarstörfum.. Skemmtilegt og lærdómsríkt „Ég sé ekki eftir neinu. Þetta var óskaplega skemmtilegt og lærdómsríkt, en ekki sá heim- ur sem ég vildi lifa og hrærast í lengi. Þótt mér gengi ágætlega sló ég hvorki í gegn né þénaði milljónir. Ég hafði þó meira upp úr krafsinu, en venjulegur verslunar- eða skrif- stofumaður. Námið sat vitaskuld á hakanum, en ég er óðum að vinna það upp, er núna búin með eina önn í MH og tvær í Iðnskólan- um.“ Nanna er ekki alveg búin að segja skilið við fyrirsætustörf erlendis. Hún íhugar að vinna svolítið í Þýskalandi eftir áramótin áður en hún leggst í nokkurra mánaða bak- pokaflakk um heiminn með kærastanum. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 B 5 NANNA Guðbergsdóttir í skartgripaheildsölunni. IMYND OG AHERSLUR HEIÐAR Jónsson snyrtir sem er með fróðari mönnum um fyrirsætur, útlit og tísku, segir að ímynd fyrirsætunn- ar hafi tekið miklum breytingum í áranna rás. Hann stiklar hér á stóru um helstu „útlitsstaðla" fyrirsætunn- ar síðustu áratugi og nefnir konur sem honum finnst hafa dæmigert útlit fvrir hvert timabil. 1950-60 Oft lágvaxnar, vöxt- urinn perulaga; myndarbossi, brjóst- málið minna en mjaðmamálið (síiikon- ið ekki komið til sögunn- ar). Andlitsfríð, góðleg, kynþokkafull og kvenleg. Marilyn Monroe 1960-70 Twiggy ] Lágmarkshæð yfir- / leitt 170 sm. Grann- 'vaxin, fínleg með. fyrcmur lítil brjóst. Með Twiggy kemur vísir að ofurfyrirsætunni, þ.e. krafan um fegurð er ekki aðalatriðið, heldur sérstakt útlit og fyrirsætan verður þekkt nafn. 1970-80 mjög há og grönn, allt að því horrengla, brjósta- og rasslítil. Ekki sérstaklega and- litsfríð en með karakter- andlit. Svipmótið fremur hörkulegt. Pálína J ó nmu ndsdóttir 1980-95 J Afar hávaxin og ' grönn, en ekki sama horrenglan og ímynd áttunda áratugarins. Na<ya Fegnrð ekki nauðsynleg, Aucrmann en svipmikið andlit eftir- sóknarvert. Ofurfyrirsætan verður til og baðar sig jafnvel í meiri fraegðar- ljóma en kvikmyndastjaman. A síðari árum hefur fyrirsætan fengið mynd- arleg brjóst (oftast sílíkon). Framtíðarsýn: Fyrirsætan verður lág- vaxnari og perulaga vöxtur verður aftur í tísku. DAGLEGT LIF RAGNA Sæmundsdóttir á skrifstofunni. VIGDÍS Másdóttir í skólanum. Ragna Sæmundsdóttir Dýrt að leigja í stórborgum SUMARIÐ 1985 var upphafið að fjögurra ára starfi Rögnu Sæmundsdóttur við fyrir- sætustörf víða um heim. Sautján ára var henni, ásamt fjórum öðrum þátttakendum í Elite-fyrirsætukeppninni, boðið að freista gæfunnar í París undir verndarvæng sam- nefndrar umboðsskrifstofu. „Ég hafði lokið fyrsta ári í Verslunarskól- anum og fannst spennandi að fara utan um sumarið. í upphafi hugsaði ég ekki mikið um framhaldið, naut þess bara að vera í París enda hafði ég nóg að gera. Mér tókst að safna ljósmyndum í frambærilega möppu, sem er nauðsynlegt vegabréf hverrar fyrir- sætu. Eftir sumarið kom ég heim, var í skól- anum og hóf jafnframt að vinna í að koma mér á framfæri; sendi bréf, símbréf og ljós- myndir hingað og þangað. Mig langaði til Bandaríkjanna og þar sem mér leist vel á umboðsskrifstofu í Kaliforníu ákvað ég að slá til og fara út um vorið. Ég hafði ekki hugsað mér langa dvöl þar vestra, enda vissi ég frá upphafi að í Kaliforníu byðust ekki mörg spennandi tækifæri. Þetta var samt mjög skemmtilegt sumar., Ég vann aðallega við augiýsingar, fékk þokkaleg laun og kynntist skemmtilegu fólki.“ Dúkkukeppni Ragna leit Tókýó hýru auga, enda fyrir- hugað að hún tæki þar þátt í „Miss Internati- onal-keppninni 1986“ eftir að hafa hreppt titilinn „Ungfrú Hollywood“ hér heima árið áður. Með hjálp pósts og síma tókst henni að fá vinnu í Japan áður en keppnin var haldin. „Mér fannst keppnin sjálf vera ótta- legur dúkkuleikur. Við þurftum alltaf að vera uppstrílaðar í kjólum og fíniríi og okkur var fylgt eftir hvert fótmál. Slíkt átti afar illa við mig, ég þraukaði þó, komst ekki í úrslit en fékk gott fyrirsætutilboð í Tókýó.“ Þótt Ragna hefði nóg að gera í Tókýó, leið ekki á löngu þar til hún hélt til Parísar. Þar endurnýjaði hún möppuna góðu, gekk allt í haginn og ferðaðist vítt og breitt um heiminn. „Ég var mjög áhugasöm, líkaði vel það sem ég var að gera, tók sjálfa mig ekki of hátíðlega og gat ekki kvartað yfir aðgerð- arleysi. Það var ekkert takmark hjá mér að ná toppnum, en óneitanlega fannst mér gam- an þegar myndir af mér birtust í Vouge, Elle og fleiri þekktum tímaritum. Slíkt gefur ekki miklar tekjur, en er fyrirsætum til fram- dráttar og stundum ígildi ávísunar á vel laun- aða vinnu.“ Safnaði ekki auðæfum Þótt Rögnu vegnaði vel segist hún engum auðæfum hafa safnað. Hún reyndi að kom- ast tii íslands eins oft og hún gat og segir dýrt að vera sífellt á faraldsfæti og þurfa að leigja húsnæði í stórborgum, þar sem leigan er hæst. „Ef til vill var ég ekki nógu skynsöm í peningamálum, en mér tókst þó að haga því þannig að ég gat lokið námi án þess að vera að sligast af peningaáhyggjum þegar ég kom heim.“ Ragna var alltaf ákveðin í að hætta þegar hún yrði leið á starfinu. Þau tímamót runnu upp árið 1989 eftir langa og stranga lotu við myndatökur í Þýskalandi. Ekki spillti fyrir að þá hafði hún kynnst kærastanum. „Ég tók upp þráðinn þar sem frá var horfið, lauk stúdentsprófi frá V.Í., fór með kærast- anum til Parísar, þar sem við dvöldum einn vetur og lærðum frönsku og í vor lauk ég BA-námi í sálfræði frá H.í.“ Ragna er nýkomin úr fríi frá Kalifomíu þar sem hún endurnýjaði gömul kynni og kynnti sér ýmsa námsmöguleika. Hún sér núna um bókhaldið á fjölritunarstofu föður síns, en hún og kærastinn hyggja á fram- haldsnám í Bandaríkjunum að ári. Ingibjörg Gréta Gísladóttir Brjóstagóðar ekki í tísku INGIBJÖRG Gréta Gísladóttir hafði verið í Módelsamtökunum um nokkurra ára skeið þegar hún, tvítug, tók þátt í Elite-fyrirsætu- keppninni árið 1986. Þótt hún þætti fremur „öldruð" af fyrirsætu að vera bauð Elite- umboðsskrifstofan henni og tveimur öðrum þátttakendum til Parísar um sumarið. „Ég nenni aldrei að bíða lengi eftir því sem ég ætla mér og leit bara á þetta sem skemmtilegt ævintýri án væntinga um frægð og frama. Þetta er hörkupúl því samkeppnin er mikil og aðeins örfáum tekst með þraut- seigju að hasla sér völl. Kaupin ganga þann- ig fyrir sig að umboðsskrifstofan aðstoðar við að útbúa möppu með ljósmyndum, útveg- ar húsnæði og reynir að koma skjólstæðing- um sínum á framfæri. Ef vel gengur og fyrir- sæturnar fá nóg að gera, endurgreiða þær skrifstofunni útlagðan kostnað þegar þær komast yfir núllið. Áhættan er öll skrifstof- unnar.“ Söluvaran mæld og vlgtuð Ingibjörg Gréta segist aldrei hafa komist yfir núllið, enda bijóstagóðar fyrirsætur ekki eftirsóttar á þeim tíma. „Þær voru einfald- lega ekki í tísku. Þeirra tími kom þó stuttu seinna og kannski hefði ég gert stormandi lukku hefði ég enst lengur í þessu. Eftir á að hyggja finnst mér margt svolítið fyndið. Þegar ég mætti hjá Elite þurfti ég að ber- hátta mig inn í stóru speglaherbergi og var kerfisbundið mæld eins og hver annar grip- ur. Mér var ekki skemmt, en lítið þýddi að malda í móinn. Fyrirsætur eru í rauninni bara söluvara, sem umboðsaðili fjárfestir í og verður að vita hvað hann hefur að bjóða.“ Þótt Elite hafi staðið við gerða samninga, segir Ingibjörg Gréta að mistök bókara fyrir- tækisins hafi orðið til þess að hún vlenti á hrakhólum í Mílanó í viku. „Húsnæði og starf átti að bíða mín, en þegar til kom stóð ekki steinn yfir steini. Það vildi niér til happs að ljósmyndari, sem ég kannaðist lítillega við, skaut yfir mig skjólshúsi. í Mílanó hitti ég bandaríska stelpu, sem eins var ástatt um, nema hún hafði bara fengið farseðil aðra leiðina. Vitið þvældist ekki fyrir þessari stelpu, og mig grunar að ásetningur hafi ráðið því að henni var bara fenginn farseðill aðra leiðina. Þarna sá ég að fyrirsætur þurfa að vera hörkutól, sem kunna að bjarga sér, en ekki væluskjóð- ur sem enga björg geta sér veitt ef á bjátar.“ Var aldrei í framlínunni Eftir reynsluna í Mílanó kom Ingibjörg Gréta til Parísar, kvaddi starfsmenn umboðs- skrifstofunnar með nokkrum vel völdum orð- um, tók saman föggur sínar og hélt heim. Hún frétti að viðkomandi bókari hafi verið rekinn skömmu síðar, enda uppvís að fleiri mistökum. „Upp úr stendur lífsreynsla, sem var að sumu leyti skemmtileg og verður trúlega enn skemmtilegri í minningunni. Ég var aldrei í framlínunni og kynntist ekki glamúrnum, sem stundum er sagður fylgja starfinu. Mér finnst ekkert að því að ungar stúlkur reyni fyrir sér á þessu sviði svo framarlega sem þær hafa bein í nefinu og ekki of háar hug- myndir um sjálfar sig.“ Reynslan af fyrirstætustarfinu raskaði í engu framtíðaráformum Ingibjargar Grétu, sem hóf nám í Leiklistarskóla Islands og fékk í kjölfarið tækifæri til að reyna fyrir sér á fjölunum. Á sumrin er hún flugfreyja, en heldur senn til Kanaríeyja þar sem hún verður skemmtanafararstjóri á vegum Flug- leiða. Vigdís Másdótfir Fannst ég vera of ung VIGDÍS Másdóttir var á fjórtánda ári þegar hún sigraði í Pord-fyrirsætukeppninni árið 1992. Margir hneyksluðust á að barni skyldi leyft að taka þátt í slíkri keppni.barni, sem ekki var einu sinni komið með allar fullorðinstennurnar.“ Sumum þótti sem sak- leysi bernskunnar væri fótum troðið og ver- ið væri að etja barni inn í gerviveröld fullorð- inna þar sem yfirborðsmennska og markaðs- hyggja réð í ríkjum. Núna er Vigdís komin með allar fullorðins- tennurnar, er á öðru ári í MH og virðist ekki hafa beðið varanlegan skaða af öllu til- standinu. „Skömmu áður en ég tók þátt í keppninni tók hálfsystir mín, Heiðrún Anpa t Björnsdóttir, þátt í Fegurðarsamkeppni ís- lands og lenti' í öðru sæti. Mér fannst þetta allt saman voðalega spennandi. Auðvitað var ég bara krakki, óskaplega barnaleg í mér, þótt mér fyndist ég bæði þroskuð og fullorð- insleg. Um sumarið fór mamma með mér til Los Angeles þar sem ég tók þátt í alþjóð- legri fyrirsætukeppni á vegum Ford-umboðs- skrifstofunnar. Mér leið eins og prinsessu en mömmu stóð ekki alveg á sama um alla athyglina sem að mér beindist. Ég held að ungur aldur hafi ráðið nokkru um að ég komst ekki í úrslit, en flestir keppendur voru 18 ára. Mér var ráðlagt að bíða nokkur ár en halda sambandi við umboðsskrifstofuna ytra.“ Llggur ekkert á Sambandið fjaraði út eftir að tengiliður hennar hætti á stofunni. Vigdís segist ekki hafa nennt að endumýja tengslin, segir að sér liggi ekkert á. Hún hefur enn áhuga á að reyna fyrir sér sem fyrirsæta erlendis, en segir þó ekki útilokað að fara frekar í fram- haldsnám og þá helst í fjölmiðlafræði. Árið eftir Ford-keppnina hafnaði Vigdís tilboði frá ítalskri umboðsskrifstofu og segist ekki harma þá ákvörðun. „Ég man ekki einu sinni hvernig tilboðið var, né hvaða umboðs- skrifstofa átti í hlut. Ég veit bara að það er hörkuvinna að koma sér á framfæri í tísku- heiminum og ég var enn alltof ung til að ' takast á við slíkt. Fyrirsætur geta átt allt sitt undir góðum bókara. Það er ekkert grín að standa uppi með enga vinnu og þurfa að koma heim með skuld fyrir húsnæði og uppi- haldi við umboðsskrifstofuna á bakinu." ■ Valgerður Þ. Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.