Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 B 7 ÁVAXTASÖLUMENN á Zanzibar. Morgunblaðið/JK SILFURBAKUR kom eins og górilla úr heiðskíru lofti. um tágum. í vatninu olíur svo mér leið eins og afslappaðri ilmsprengju þegar ég sté upp úr baðinu. Á efstu hæð er morgunverðar- stofa og á kvöldin sælkeramatstað- ur. Verðið var hóflegt og þjónustan hlý og persónuleg. Það var gott að sitja þarna á kvöldin og horfa inn í ljósin í steinbænum og útsýnið er ekki síðra í morgunbirtunni. Augnablikið Ferðalög byggjast á augnablikinu. Að njóta ferðar meðan hún er en vera ekki alltaf með hugann bund- inn við það sem gæti verið betra, það sem maður skoðaði í fyrra eða gerir kanriski næsta ár. Að njóta án þess að vera alltaf að rifja upp og segja frá einhverju sem maður gerði áður. Þá upplifir maður aldr- ei neitt fyrr en eftir á. En það er það besta við ferðalög. Eins og þegar ég kom upp í morgunverð í Emersonhúsi að morgni afmælis- dagsins míns fyrir tveimur árum. Og þjónarnir tveir, Múbarak og Omar, sungu fyrir mig afmælis- sönginn. Þeir höfðu hist kvöldið áður heima hjá Múbarak til að æfa. Það var augnablik í lagi. ■ Jóhanna Krístjónsdðttir é FERÐALÖG 79 ára gamall og hjölaði 450 kmumhrjú lönd á 12 dögum GUNNLAUGUR Bjömsson trésmið- ur hefur farið sex sinnum í hjólreiða- ferðalög um Evrópu. Hann er nú 79 ára gamall og hjólaði í sumar um 450 kílómetra í Þýskalandi, Austurríki og Tékklandi. Þau hjól- uðu þrjú saman í blíðskaparveðri allan tímann nema í tvær klukku- stundir, þá varð skýfall: Kona hans Jarmíla, sem er fædd og uppalin í Þýskalandi, og sonurinn Hermann sem stundar nám í landslagsarki- tektúr í Miinchen. Gunnlaugur segir að hjólreiðar séu feikilega skemmtilegur ferða- máti og bæði ódýr og gefandi. „Á hjóli hefur maður landið fyrir fram- an sig og getur ráðið ferðinni sjálf- ur, en á bíl á hraðbraut sér maður aðeins landið í móðu. Konunni minni fínnst leiðinlegt að ferðast um á bíl. Og svo er það kyrrðin! Við höf- um alltaf verið heppin með veður á ferðalögum. í sumar fengum við 26-30 stiga hita.“ Þau voru 12 daga á hjólreiða- ferðalaginu og lögðu af stað með lest frá Munchen 30. júlí til Múhldorf og hjóluðu þaðan um 30 kílómetra til Eggenfelden. 10. ágúst fögnuðu þau svo vel heppnaðri ferð í Bjórgarðinum í Múnchen. „Við hjóluðum meðfram ánni Inn þar sem hún rennur í Dóná og fyld- um svo Dóná. Það eru hjólreiðastíg- ar á árbakkanum og engar brekk- ur,“ segir Gunnlaugur. „Þriðja fljót- ið sem við hjóluðum meðfram var Moldá. Þijú lönd og þijú fljót á 12 dögum.“ Hann segir að það sé mjög þægi- legt að hjóla í Þýskalandi, hjólreiða- stígarnir eru góðir og tjaldstæði með reglulegu millibili. „Þetta er falleg- asta leiðin sem við höfum farið á hjól- um: Gróðurinn, landslagið, kastalar og kirkjur. Á öðru hjóiaferðalagi með- fram Rín, þurftum við á hinn bóginn að hjóla innan við gijótgarð og sáum þar af leiðandi ekki mikið. Passau er ofsa- lega falleg borg en þar er að finna stærsta pípuorgel í heiminum. Hún stendur á nesi og eru margar brýr beggja vegna við hana. Landslag Tékklands er fallegt og matur og drykkur ódýr. Þar er ekki mikið um hjólreiðagötur en sveita- vegirnir henta ágætlega." Gunnlaugur segir að í Þýskalandi geti fólk einfaldlega leigt sér hjól á lestarstöðvunum sem eru með sam- eiginlega hjólaleigu. Það er hægt að leigja hjól í Munchen og skila því í hvaða annarri þýskri borg sem hentar. „Það mikilvægt þegar hjólaferða- lag er undirbúið að hafa eins lítið með sér og hægt er. Bara nauðsynj- ar, því að á flestum tjaldstæðum eru þvottavélar og jafnvel eldavélar. Á ferðalaginu í sumar vorum við vön að vakna milii hálfátta og átta á morgnana og við vorum komin af stað um níu- eða hálftíuleytið. Upp úr fímm á daginn könnuðum við á vegakortinu hversu langt væri í næsta tjaldstæði. Það má ekki vera mikið seinna þvi tjaldstæðin eru fljót að fyllast á kvöldin af hjólreiðafólki. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir og borða, hjóluðum við inn i borgirnar sem voru yfirleitt ekki nema í 3-4ra kílómetra fjar- lægð frá tjaldstæðinu. Við lentum ekki í neinum óhöpp- um og óttuðumst ekki stuld, því það en það V V ■ JARMÍLA og Gunnlaugur á ferju yfir vatnið frá Horni Planá til Frymburg í Tékklandi. EINA óhappið í ferðinni. Gunnlaugur og Hermann gera við sprungna hjólaslöngu. mmmmmmm. Frymburg í Tékklandi. Jar- míla og Gunnlaugur í þorpi í Tékklandi sem er fallegt land að þeirra mati. var samt ekki dýrt að leigja stæði. Það sprakk að vísu einu sinni á hjóli en það var nú ekki mikið mál að gera við það,“ segir Gunnlaugur að lokum og bætir við að þau hjón- in séu byijuð að ræða um næsta hjólareiðaferðalag, sem yrði þá á áttræðisafmælisárinu. ■ Hjólreiða- ferðalagið: 30. júlí: Lestarferð frá Múnchen til Múhldorf,um 70 km. Hjólað til Eggenfelden, um 30 km. 31. júlí: Hjólað frá Eggen- felden til Braunau, um 35 km. 1. ágúst: Dvalið í Braunau 2. ágúst: Hjólað frá Brau- nau til Schárding, um 40 km og þaðan áfram með skipi til Passau. 3. ágúst: Þýska borgin Passau skoðuð. 4. ágúst: Hjólað meðfram Dóná og tjaldað í Kaiser á Dónárbökkum, um 60 km. 5. ágúst: Hjólað frá Kaiser til Linz, um 35 km. Lestar- ferð frá Linz til Summerau. Hjólað áfram yfir landamæri Austurríkis og Tékklands til Rosenberg. 6. ágúst: Hjólað meðfram Moldá til Ceský Krumlov sem er gömul miðaldaborg sem verið er að lagfæra fyrir til- stilli Unesco, um 30 km. Le- starferð frá Ceský Krumlov til Horni Planá. 7. ágúst: Horni Planá til Frymburg, yfir vatnið með feiju. Hjólað að Kirkju Heil- ags Tómasar en hún er í endurbyggingu sem kostuð er af Þjóðverjum og Austur- ríkismönnum, um 50 km. 8. ágúst: Hjólað frá Horni Planá til Nová Pec og Svart- fjallaskurðurinn skoðaður. Rigndi! 9. ágúst: Lestarferð frá Horni Planá til Nova Udoli. Hjólað yfir til Þýskalands og niður til Passau, um 50 km. 10. ágúst: Lestarferð til Munchen og hjólað í bjórgarð- inn þar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.