Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 C 3 KORFUKNATTLEIKUR URSLIT KR-ingar stöðvuðu sigurgöngu Þórsara KR-INGAR sigruðu Þórsara í nokkuð fjörugum leik á Seltjarnar- nesi í gærkvöldi, með 103 stigum gegn 89. Það var einkum góð- ur leikur ífyrri hálfleik sem tryggði KR-ingum sigurinn. „Ég er mjög sáttur við leikinn, sérstaklega fyrri hálfleikinn. Við misstum þetta þó aldrei frá okkur í síðari hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu. Við erum að leika vel og ég skora á Vesturbæinga að mæta á leikina og styðja við bakið á okkur, ég lofa góðri skemmt- un," sagði Lárus Árnason fyrirliði KR eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu nokkru forskoti strax í byrjun. Það hvarf þó fljótlega og ^^^^«h leikurínn jafnaðist Stefán u^- Um miðjan fyrri Eiríksson hálfleik var Banda- skrifar ríkjamaðurinn í liði Þórs, Fred Williams, kominn með þrjár villur, og ákvað Jón Guðmundsson þjálfari Þórs að taka enga áhættu og setti hann á bekkinn það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. KR-ingar nýttu sér það vel, juku forskotið jafnt og þétt, náðu á tímabili rúmlega 20 stiga forskoti og leiddu með 18 stigum í hálfleik, 60:42. Þórsarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að saxa á forskot KR-inga jafnt og þétt. Þeg- ar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn kominn niður í sjö stig, 72:65, og Þórsarar virtust vera að snúa leiknum sér í hag. En þá kom rothöggið, Konráð Óskarsson fór út af með sína fimmtu villu, klaufalega sóknar- villu, og við það hrundi leikur Þórs- ara. KR-ingar gengu á lagið og gerðu tíu stig í röð og sigldu skút- unni í höfn í kjölfarið. Það má segja að villuvandræði Þórsara hafi leikið stórt hlutverk í þessum leik. Það verður þó ekk- ert af KR-ingum tekið að þeir léku lengst af vel, sérstaklega varnar- leikinn í fyrri hálfleik en klaufa1 skapur var oft á tíðum það sem einkenndi sóknarleik þeirra. Lárus Árnason átti mjög góðan leik, mataði félaga sína á stoðsending- um og var duglegur í vörninni. Bow var traustur, stigahæstur með 34 stig, og Ósvaldur lék vel í fyrri hálfleik og Hermann var mikilvæg- ur í þeim síðari. Williams var stiga- hæstur Þórsara með 26, aðeins 4 af þeim í fyrri hálfleik, en Krístinn Friðriksson gerði 25. Upp úr stend- ur þó að breiddin í liði Þórs virtist mun minni en hjá KR; sex leik- menn skoruðu fyrir Þór meðan all- ir leikmenn KR, tíu stykki, komust á blað. • Kef Ivíkingar lögðu meistara UMFIM skrífar frá Keflavík Það var fyrst og fremst góður varnarleikur sem skóp þenn- an sigur og eins vorum við oft að leika mjög vel, þannig að mhm|H| ég get varla verið Björn annað en ánægð- Blöndal ur," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflavík- ur eftir að lið hans hafði sigrað nágranna sína og íslandsmeistar- ana frá Njarðvík 98:84, í Keflavík í gærkvöldi. í hálfleik var staðan 49:41 fyrir Keflavík. Þetta er ann- ar tapleikur Njarðvíkinga í röð og ljóst er að hjá þeim verður á bratt- ann að sækja á næstunni. Keflvíkingar tóku frumkvæðið ]5egar í byrjun og héldu því allt til leiksloka. Munurinn á liðunum að þessu sinni var einfaldlega sá að Keflvíkingar léku mun betur bæði í vörn og sókn á meðan Njarðvík- ingar gerðu sig seka um ótímabær skot og annað í þeim dúr. Smá spenna skapaðist þó um miðjan síðari hálfleik þegar Lenar Burns fékk sína fjórðu villu og var rekinn útaf. Njarðvíkingum tókst þá að minnka muninn í 5 stig en í kjölfar- ið mistókust einar 7 sóknir hjá þeim í röð og Keflvíkingar gerðu út um leikinn. „Mér fannst þetta góður leikur hjá tveimur góðum liðum, en Kefl- víkingar voru sterkari að þessu IR í kennslu hjá Haukum Hafi áhorfendur komið í íþrótta- húsið á Strandgötu í gær- kvöldi á leik Hauka og ÍR til að sjá ¦¦HHH jafnan leik urðu þeir ívar fyrir vonbrigðum. Benediktsson Hafi þeir mætt á skrífar staðinn til að sjá ÍR liðið leika við hvern sinn fingur fóru þeir vonsviknir heim. Hafi þeir hinir sömu viljað sjá Hauka leika við hvern sinn fingur gátu þeir glaðst allan tímann og ekki síst að leikslokum þegar örugg- ur 87:59 sigur Hafnfirðinga var í höfn. Leikmenn Hauka tóku leikinn strax í sínar hendur og léku mjög ákveðna vörn og hraðan og skemmtilegan sóknarleik. ÍR-ingar lentu strax utan veltu í leiknum og komust aldrei í taktinn. Mikil stemmning var í Haukaliðinu og það hélt sínu striki allt til leiksloka þrátt fyrir að Reynir Kristjánsson þjálfari hafi gefið öllum leikmönnum sínum tækifæri til að spreyta sig þá virk- aði það fremur á hinn verri veg fyrir Breiðhyltinga fremur en hitt. Eftir ellefu mínútna leik höfðu Haukar náð tuttugu stiga forskoti, 27:7 og þrátt fyrir að ÍR sýndu örlítið lífsmark rétt upp úr því sótti fljótlega í sama farið og í leikhléi munaði átján stigum, 48:30. „Haukarnir spiluðu miklu betur en við alveg frá upphafi og það virt- ist sem þeir hefðu miklu meiri sigur- löngun en við. Við höfum ekkert til afsaka okkur á, en þetta tap undir- strikar það að við verðum að fara að rífa okkur upp," sagði Jón Örn Guðmundsson, leikmaður ÍR. Seinni hálfleikurinn var spegil- mynd þess fyrri. Haukar réðu lögum og lofum á vellinum og einbeiting og lánleysi IR var algjört. Þeim gekk illa að skora úr þeim erfiðu færum sem þeir fengu gegn sterkri Hauka vörn og varnarleikur þeirra var yfir hðfuð losaralegur. „Sterk vörn okkar frá upphafi til enda skóp sigurinn og það var afrek að ná að halda þeim undir sextíu stigum. Þetta var fyrsti heimaleikurinn okkar á tímabilinu og við vorum staðráðnir í því að koma ákveðnir í hann til að skemmta áhorfendum okkar og okkur sjálfum og það tókst," sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, brosmildur að leiks- lokum og hafði efni á því. sinni. Það var erfitt að vera undir allan leikinn og það kostaðj of mikinn kraft að ná þeim. Við gerð- um okkur seka um of mikla fljót- færni í sókninni þar sem menn léku oft af meira kappi en forsjá," sagði Hrannar Hólm þjálfari Njarðvíkinga. Bestu menh Keflvík- inga voru þeir Guðjón Skúlason, Lenear Burns, Davíð Grissom, Fal- ur Harðarson, Albert Óskarsson og Jón Kr. Gíslason. Teitur Örlygs- son var aðalmaðurinn í Njarðvík- urliðinu en hann og Rondey Robin- son voru þeir einu sem eitthvað höfðu 5 Keflvíkinga að gera að þessu sinni. Létt hjá Grindavík Frímann Ólafsson skrífar frá Gríndavík Það var snemma ljóst hvert stefndi í leik Grindvíkinga og Akurnesinga í Ieik þeirra í gær- kvöldi. Heimamenn léku einfaldlega á öðrum hraða en gestirnir og það dró í sundur með liðun- um upp úr miðjum fyrri hálfleik. Grindvíkingar léku meira saman sem liðsheild meðan einstaklingsfram- takið réð ríkjum hjá Akurnesingum. Leikurinn var jafn framan af en í stöðunni 17:16 fyrir heimamenn skildu leiðir og Grindvíkingar breyttu stöðunni í 31:18. Unndór Sigurðsson kom heitur inn á og bytj- aði á að raða niður þremur þriggja stiga körfum. Helgi Jónas og Marel voru einnig drjúgir. í byrjun seinni hálfleiks byrjuðu heimamenn miklu betur og Akurnesingar sáu ekki til sólar eftir það. Herman Meyers átti mjög góðan leik með Grindavíkurliðinu og réðu Akurnesingar illa við hann. Hann reif einnig niður 15 fráköst í vörn- inni. Guðmundur, Helgi Jónas, Unndór og Marel áttu einnig góðan leik en það sem kannski réð úrslitum í leiknum var hve menn lögðu sig fram í vörninni. Milton Bell og Brynj- ar Karl áttu skárstan leik gestanna og Bjarni Magnússon átti ágæta spretti en ljóst að þeir eiga langt í land ætli þeir sér að standa uppí hárinu á hinum liðunum. KR-Þór 103:89 íþróttahúsið Seltjamarnesi, íslandsmótið í körfuknattleik - úrvalsdeild, 3. umferð - fimmtudagur 5. október 1995. Gangur leiksins: 2:0, 12:6, 23:21, 30:27, 43:34, 57:35, 60:42, 62:42, 64:49, 70:54, 72:65, 76:67, 86:77, 92:81, 98:86, 103:89. Stig KR: Jonathan Bow 34, Hermann Hauksson 25, Ósvaldur Knudsen 15, Lárus Árnason 7, Óskar Kristjánsson 7, Atli Ein- arsson 4, Arnar Sigurðsson 4, Finnur'Vil- hjálmsson 3, Baldur Ólafsson 2, Lárus Val- garðsson 2. Fráköst: 15 í sókn - 28 í vörn. Stig Þórs: Fred Williams 26, Kristinn Frið- riksson 25, Konráð Óskarsson 16, Kristján Guðlaugsson 14, Björn Sveinsson 5, Einar Valbergsson 3. Fráköst: 13 f sókn - 24 í vörn. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson, dæmdu í öllum aðalatrið- um vel. Villur: KR 22 - Þór 26. Áhorfendur: Um 150. UMFT-Breiðablik 94:75 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 2:0, 5:2, 17:11, 32:19, 46:27, 57:37, 59:48, 72:52, 81:60, 89:69, 94:76. Stig Tindastóls: Torrey John 38, Ómar Sigmarsson 20, Hinrik Gunnarsson 9, Lárus Dagur Pálsson 6, Pétur Guðnason 6, Baldur Einarsson 6, Arnar Kárason 6, Atli Björn Þorbjörnsson 3. $_ Fráköst: 18 í sókn - 21 í vörn. Stíg Breiðabliks: Michael Thoele 19, Birg- ir Mikaelsson 17, Einar Hannesson 9, Hjört- ur Arnarson 8, Agnar Ólsen 8, Daði Sigur- þórsson 7, Atli Sigurþórsson 4, Erlingur Erlingsson 4. Fráköst: 4 í sókn - 18 í vörn. Dómarar: Leifur Garðarson opg Einar Skarphéðinsson, dæmdu þokkalega. Villur: Tindastóll 18 - Breiðablik 13. Áhorfendur: Um 500 og voru vel með á nótunum. Valur-Skallagr. 49:78 Hlíðaœndi: Gangur leiksins: 5:2, 5:8, 14:10, 15:24, 25:28, 28:38, 31:41, 34:60, 45:64, 47:71, 49:78. Stig Vals: Ragnar Þór Jónsson 25, Bergur Már Emilsson 16, Ivar Webster 4, Bjarki Guðmundsson 2, Bjarki Gústafsson 2. Fráköst: 4 í sókn - 28 í vörn. Stíg Skallagríms: Alexander Ermolinski 18, Grétar Guðlaugsson 12, Ari Gunnarsson 11, Sveinbjörn Sigurðsson 11, Tómas Hol- ton 9, Sigmar Egilsson 7, Gunnar Þorsteins- son 5, Hlynur L. Leifsson 3, Bragi Magnús- son 2. Fráköst: 10 í sókn - 33 í vörn. Dómarar: Þorgeir Jón Júlíusson og Georg Þorsteinsson komust vel frá leiknum. Villur: Valur 19 - Skallagrímur 12. Áhorfendur: Um 140, að meirihluta komn- ir frá Borgarnesi. UMFG-ÍA 103:82 fþróttahúsið í Grindavík: Gangur leiksins: 4:0, 4:4, 15:8, 17:16, 31:18, 37:26, 53:36, 60:40, 69:42, 80:51, 85:60, 95:63, 99:79, 103:82. Stig UMFG: Herman Meyers 35, Guðmund- ur Bragason 19, Marel Guðlaugsson 18, Unndór Sigurðsson 14, Helgi Jónas Guð- finnsson 13, Páll Axel Vilbergsson 2, Árni Stefán Björnsson 2. Fráköst: 17 í sókn, 22 í vörn. Stíg ÍA: Milton Bell 20, Brynjar Karl Sig- urðsson 19, Bjarni Magnússon 13, Brynjar Sigurðsson 9, Guðmundur Sigurjónsson 6, Jón Þór Þórðarson 5, Haraldur Leifsson 4, Dagur Þórisson 4, Sigurður Elvar Þórólfs- son 2. Fráköst: 19 í sókn, 25 í vörn. Dðmarar: Kristján Möller og Rögnvaldur Hreiðarsson. Dæmdu vel. Villun UMFG 19 - ÍA 18. ÁSorfendur: Um 200. Keflavík- Njarðvík 98:85 íþróttahúsið í Keflavík: Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 15:6, 23:15, 30:26, 30:31, 49:41, 57:43, 71:59, 76:71, 87:80, 95:80, 98:84. Stíg Keflvikinga: Guðjón Skúlason 26, Davíð Grissom 18, Falur Harðarson 15, Lenear Burns 15, Jón Kr. Gíslason 10, Al- bert Óskarsson 9, Sigurður Ingimudnarson 5. Fráköst: 10*í sókn - 20 í vörn. Stig Njarðvíkinga: Teitur Örlygsson 38, Rondey Robinson 13, Jóhannes Kristbjörns- son 9, Gunnar Örlygsson 8, Friðrik Ragn- arsson 7, Kristinn Einarsson 7, Jón Júlíus Árnason 2. Fráköst: 8 í sókn - 20 i vörn. Dómarar: Helgi Bragson og Einar Einars- son. Villur: Keflavík 22 - Njarðvík 20. Áhorfendur: Um 500. Einarsson 4, Bioddi Sigurðsson 2, Eggert Garðarson 2. Fráköst: 10 í sókn - 16 í vörn. Dómarar: Jón Bender og Bergur Stein- grímsson, ágætir. Villur: Haukar 21 - ÍR 15. Áhorfendur: 220 greiddu aðgangseyri. Haukar- IR 87:59 A-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig TINDASTÓLL 3 3 0 264: 234 6 HAUKAR 3 2 1 254:211 4 KEFLAVI'K 3 2 1 276: 258 4 UMFN 3 1 2 271:262 2 IR 3 1 2 226: 261 2 BREIÐABUK 3 0 3 217:282 0 B-RIÐILL FJ. leikja U T Stig Stig PÓR 3 2 1 298: 227 4 UMFG 3 2 1 271: 247 4 KR 3 2 1 236: 268 4 SKALLAGR. 3 2 1 223: 223 4 ÍA 3 1 2 255: 274 2 VALUR 3 0 3 181:275 0 Ikvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: KA-hús: ÍBA - ÍBV........20.30 2. deild karla: Höllin: Ármann - BÍ............20 Strandgata: ÍH - Reynir.....20 Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Kennaraskóli: ÍS - UMFT ...20 1. deild kvenna: ísafjörður: KFÍ - ÍH............20 Boccia íslandsmótið í boccia hófst á Húsavík í gær og verður fram haldið í dag og lýkur á morg- un. í dag verður keppt í 1. til 4. deild auk rennuflokks og á morgun hefjast úrslitin í deildarkeppninni klukkan 13. LEIÐRETTING ÞAU mistök urðu í gær hjá okkur að stöðurnar í handboltanum voru ekki réttar. í 1. deild karla vantaði leik ÍBV og ÍR og hjá konunum voru úrslit leiks Fylkis og Fram röng, Fram var sagt hafa sigrað 13:14, en vann 13:23. í stöðuna í 2. deild karla vantaði lið ÍH, en Hafnfirðingar hafa ekki leikið í deildinni ennþá þannig að staðan breytist ekkert. Hér á eftir birtum við stöðuna í 1. deild karla og 1. deild kvenna á ný. 1.DEILDKARLA Fj. leikja U J r Mörk Stig KA 3 3 0 0 97: 81 6 STJARNAN 3 3 0 0 75:63 6 FH 3 2 0 1 87: 73 4 IR 3 2 0 1 58: 60 4 HAUKAR 2 1 1 0 40: 39 3 VALUR 3 1 1 1 63: 63 3 VI'KINGUR 3 1 0 2 69: 69 2 ÍBV 3 1 0 2 69: 70 2 GRÓTTA 3 1 0 2 64: 65 2 SELFOSS 3 1 0 2 67: 69 2 UMFA 2 O 0 2. 44: 57 O KR 3 0 0 3 64: 88 0 1.DEILDKVENNA Strandgata: Gangur leiksins: 2:0, 0:2, 14:4, 27:7, 33:18, 42:25, 48:30, 56:36, 71:47, 79:53, 87:59. Stíg Hauka: Jason Williford 17, Sigfús Gizurarson 16, ívar Ásgrímsson 15, Pétur Ingvarsson 12, Bergur Eðvarsson 10, Björg- vin Jónsson 6, Þór Haraldsson 6, Jón Arnar Ingvarsson 5. Fráköst: 13 í sókn - 28 í vörn. Stig ÍR: Herbert Arnarson 15, John Rho- des 11, Jón Örn Guðmundsson 10, Márus Arnarson 9, Eiríkur Önundarson 6, Guðni Fj. leikja U J T Mörk Stig HAUKAR 2 2 0 0 63: 33 4 FRAM 2 2 0 0 46: 30 4 FH 2 2 0 0 46: 41 4 KR 2 1 0 1 56: 44 2 STJARNAN 1 1 0 0 21: 16 2 FYLKIR 2 1 0 1 36: 43 2 VALUR 2 O O 2 41: 46 O IBV 1 0 0 1 17:23 0 VÍKINGUR 2 0 0 2 36: 44 0 ÍBA 2 0 O 2 28: 70 O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.