Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 1
*«0MiiWbifeife Skálddrottning fallin/2 Konan kokhraust, karlinn kveif/3 Œrótík í óperunni/i MENNING USTIR C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1995 BLAÐ Áratugur síðan söngleikurinii Vesalingarnir var frumsýndur í London RÍFLEGA 250 listamenn koma fram á tónleikunum í The Royal Albert Hall annað kvöld. Seamus Heaney Karl Guðmundsson Ljoð Heaney á íslensku Egill Olafsson syngur í afmælis- uppfærslu BÓKAÚTGÁFAN Bjartur hyggst gefa út eins fljótt og auðið verður og ekki seinna en í næsta mánuði ljóðasafn með úrvali ljóða Nóbels- skáldsins Seamus Heaney í þýðingu Karls Guðmundssonar. Að sögn Snæbjörns Arngríms- sonar útgefanda hefur bókin verið í undirbúningi í fjögur ár. „Þetta er texti sem ekki verður hlaupið í, þarf sínn tíma; ýmis smáatriði í þýðingu eru eftir," sagði Snæbjörn. Bókin var á útgáfuáætlun hjá Bjarti fyrir tveimur árum að sögn Snæbjörns og hann kveðst ekki hafa beðið eftir Nóbelsverðlaunum til Heaneys. Skáldið lætur ekki allt uppi Karl Guðmundsson birti fyrstu þýðingar sínar á ljóðum Heaneys í Lesbók Morgunblaðsins 1984. Það var ljóðið Lögreglumaður kveður dyra og er honum minnisstætt. „Það var aðeins stytt í þýðingu minni," sagði Karl, „og mér er það hugleikið; það fjallar um mann sem telur ekki rétt fram, reynir að sleppa við skattinn. Það er gamla sagan." Karl sagði um ljóð Heaneys að þau gætu verið margræð, létu ekki allt uppi en gæfu ýmisíegt í skyn. Karl sagðist hafa fimm daga til að ganga frá handriti. Hann reiknar með að í bókinni verði um 40 þýð- ingar og bókin 80 síður. Nokkrar gerðir væru til af sömu ljóðunum í þýðingu sinni og hann yrði að velja og hafna. Hann kvaðst ætla að forð- ast að birta keimlík ljóð, en af nógu væri að taka. EGILL Ólafsson verður á meðal söngvara í tónleikauppfærslu á söngleiknum Yesalingunum í The Royal Albert Hall í London annað kvöld. Liðlega 250 listamenn, þeirra á meðal níu erlendir söngvarar, munu koma fram, en tíu ár eru síðan þessi feikivinsæli söng- leikur Boublils og Schönbergs var frumsýndur í Lond- on. Er þeirra tíma- móta minnst með þessum hætti. „Þetta verður ör- ugglega skemmti- legt," segir Egill en erlendu söngvararn- ir níu eiga það sam- eiginlegt að hafa sungið í uppfærslum á Vesalingunum utan Bretlands. Mun EgiII, sem var í aðalhlut- verki í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum ártini, syngja bæði á íslensku og ensku. „Það mun ekki mæða mikið á mér, en ég kem einungis fram í upphafi tón- leikanna og undir lokin." Breski söngvarinn Colm Wilk- inson verður í broddi fylkingar annað kvöld, en hann fór upphaf lega með aðalhlutverkið í Lond- on og síðar í New York. Egill Ólafsson Söngleikurinn Vesalingarnir er byggður á sígildri skáldsögu Victors Hugo. Hann var frum- sýndur í París en sló fyrst í gegn í London í uppfærslu Cameron Maclntosh. Síðan hefur sigur- ganga söngleiksins verið óslitin um allan heim. Forsvarsmenn Ca- meron Maclntósh sáu sýninguna f Þjóðleik- húsinu um árið, en það voru þeir sem óskuðu eftir nærveru Egils annað kvöld. Honum hefur reynd- ar nokkrum sinnum verið boðið að spreyta sig í prufum fyrir uppfærslur á söngleiknum erlend- is. „Sem betur fer hef ég aldrei komið því við, enda mjög heimakær maður. Það er meira en að segja það að búa á hótelum í erlendum borgum og syngja nokkrum sinnum í viku." Konunglega fílharmóniusveit- in mun leika undir á tónleikun- um annað kvöld. Stjórnandi verður David Charles Abell. Þá verða tónleikarnir, sem ekki verða endurteknir, hljóðritaðii* með plötuútgáfu í 1 íuga og tekn- ir upp fyrir sjónvarp. Bókmenntaverð- laun Laxness Engin verðlaun veitt í ár BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness, sem Vaka- Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða ekki veitt í ár. Dómnefnd hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra handrita er send voru til keppni verðskuldi verðlaunin. Bfnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða smásagnasafni og var skilafrestur til 1. september 1995. Alls barst á fjórða tug handrita í keppnina. Formaður dómnefndar var Pétur Már Ólafsson, en með honum i nefndinni voru Ástráður Ey- steinsson og Guðrún Nordal. Samkvæmt upplýsingum frá dómnefnd voru nokkur hand- ritanna mjög álitleg en höf- undar höfðu greinilega ekki haft nægan tíma til að full- vinna þau. Af þessum sökum meðal annars, er nú efnt til nýrrar keppni og þeir sem tóku þátt að þessu sinni eru hvattir til að nýta sér frestinn en að sjálfsögðu er samkeppnin öll- um opin. Frestur til að skila inn hand- ritum í samkeppnina fyrir árið 1996 er til 1. apríl næstkom- andi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.