Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skálddrottning fallin Lífið var þess virði að lifa því Norska skáldkonan Halldis Moren Vesaas er látin. Jóhann Hjálmarsson minnist skáld- drotfcningarinnar eins og Norðmenn kölluðu hana. Útför Halldis Moren Vesaas var gerð frá Vinjekirkju á vegum norska ríkisins. H 'ALLDIS Moren Vesaas kom til ís- lands í maí 1985 og las úr Ijóðum sínum og spjallaði við áheyrend- ur í Norræna húsinu. Fleiri þekktu til verka manns hennar, Taijei Vesaas, en þeir sem voru að heyra ljóð hennar í fyrsta sinn áttuðu sig á að hér var mikilhæft skáld á ferð. í útvarpsþætti las skáldkonan úr ljóða- bókum sínum, en kynnti sig fyrst m_eð nokkrum orðum. Eg var fenginn til að íjalla um skáldskap hennar og byggir það sem hér fer á eftir á þeirri viðleitni auk þess sem ég hef áður ritað hér í blaðið. HALLDIS Moren Vesa- as fékk margar viður- kenningar og mörg verðlaun fyrir skáld- verk sín og þýðingar. með bréf til digterparet erapparatet Umhverfi bókmennta Halldis Moren Vesa- as fæddist inn í um- hverfi bókmennta árið 1907. Faðir hennar, Sven Moren, var rit- höfundur. Hún ólst upp á menningarheimili. Heimili hennar og Tarjei Vesaas var líka menningarreitur, at- hvarf sífelldrar sköpunar. Halldis Moren Vesa- as sagði frá því í Nor- ræna húsinu að lítil dóttir þeirra hjóna, sem var rétt byijuð að stafa, hafi einu sinni komið sigrihrósandi þeirra. í staðinn fyrir Vesaas las hún digt- Vesaas. Þetta uppnefni SKÁLDKONAN borin til grafar. Fremst á myndinni eru dóttir hennar og sonur. an. En einhvern veginn tókst það hjá þeim Halldis og Taijei. Stúlka og kona Fyrsta ljóðabók Halldis Moren Vesaas nefndist Harpe og dolk (1929). Ljóð þessarar bókar túlka kvenleik með einkar næmum hætti. Þar er ort um stúlkuna sem leggst til svefns og vaknar kona. í Harpe og dolk er Halldis Moren Vesaas trú þeirri skoðun sinni að það sé tilgangslaust að sýnast annar en urðu þau hjón að að sætta sig við lengi. Um föður sinn, Sven Moren, hef- ur Halldis skrifað bók. Hún hefur einnig samið bók um ævi skáldanna tveggja: Halldis og Taijei. Það var merkileg reynsla að heyra Halldis Moren Vesaas segja frá hjónabandi sínu, daglegu lífi þeirra hjóna. Það var frásögn um tillitssemi og gagnkvæma virðingu tveggja manneskja. Mörgum þykir ótrúlegt að tvö skáld geti búið sam- maður er. Trúverðugleiki, einlægni og hreinskilni eru orð sem leita á hugann þegar lýsa skal skáldskap hennar. Ástin og skáldskapurinn í inngangsorðum að ljóðaúrval- inu Ord over grind (1969) gerir Halldis Moren Vesaas orð danska skáldsins Poul la .Cour að sínum: „Aðeins tvennt gaf lífinu gildi: Ást- in og þau augnablik þegar skáld- skapurinn sótti þig heim.“ En hún bætti við: „Listi yfir það sem gaf lífi mínu giidi yrði svo langur að það fer best á því að forðast mála- lengingar: Lífið hefur verið þess virði að lifa því.“ Að heyra skáldkonuna lesa ljóð sín sannfærði enn betur um mýkt þeirra og innileik. Meðal merkari verka Halldis Moren Vesaas er I ein annan skog (1955). Mörg ljóða hennar frá síð- ustu áratugum vitna um aukna hlutdeild í í mannlegu félagi og þar með áhyggjur af öðru fólki. Grund- vallarstefið er alltaf það að vera kallaður til að veija hið smáa og vamarlitla gegn aðsókn hins illa. Halldis Moren Vesaas vegsamar náttúruna og venjulegt mannlegt líf. Leiðarstjarna æskunnar Það var vel til fundið hiá mennta- málaráðherra Noregs, Ase Kleve- land, að líkja Halidis Moren Vesaas við leiðarstjörnu og leggja áherslu á hana sem skáld æsku og ástar. Halldis var afar geðfelld kona og ljúf í viðkynningu þótt hún virtist ekki sérstaklega málgefin. Otto Hagerberg segir frá því (Norwegian Literature 1995) að Halldis Moren Vesaas-hafi löngum verið önnum kafin við að þýða verk eftir Shakespeare, Goethe, Moliere og ýmsa samtímahöfunda. Síðasta stóra leikverkið sem hún þýddi var Jóhanna af Örk eftir Jean Anouilh. Þegar hún var beðin að taka að sér enn eina Moliereþýðingu var svarið: „Ég er ekki viss um að ég hafi tíma til þess. Ég er farin að yrkja aftur og í mínum augum er það enn mikilvægara.“ Þetta voru orð 87 ára gamallar skáldkonu. Fljótandi form, litir og rými BJÖRG Þorsteinsdóttir við eitt verkanna á sýningunni í Norræna húsinu. Guy Barker á Verve BJÖRG Þorsteinsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á verkum sínum _ í Norræna húsinu kl. 14 í dag. Á sýningunni verða olíu-, akrýl- og vatnslitamyndir unnar á síðustu tveimur árum. „Maður kemst aldrei burt frá sjálfum sér og ég held áfram að þróa það sem ég hef verið að vinna að á undanförnum árum,“ segir Björg. „Ég vinn mikið með fljótandi form, liti og rými og margir segjast skynja landslagsáhrif í verkum mín- um.“ Björg segir að helsta breytingin á verkum hennar felist ef til vill í því að formin séu smærri en áður. Þá glími hún meira við láréttan flöt. Vatnslitamyndir eru áberandi á sýningunni en Björg segir að þær renni oft á tíðum fram í pensilinn. „Annaðhvort heppnast þær eður ei.“ Björg segir að aðrar myndir á sýningunni séu margar hveijar málaðar með vatnslitakenndri áferð - litirnir séu gagnsæir. Hún kveðst nota olíu- og akrýlliti til skiptis í stærri myndum sínum en gerir ekki upp á milli þeirra. „Olían er erfið- ari en bæði efnin hafa sína sérstöku eiginleika." Listakonan segir ennfremur að mörg verk á sýningunni séu ein- tóna. Litaskalinn sé stuttur. Framandi þjóðfélag Björg sótti Kína heim á liðnu ári í tengslum við samsýningu félaga úr íslenskri grafík í Peking. Segir hún að sú heimsókn hafi haft mikil áhrif á sig. „Þetta er framandi þjóð- félag sem hefur leitað töluvert á hugann eftir heimkomuna og ég held að þessi ferð hafi stuðlað að einhveijum breytingum í listsköpun minni.“ Að sögn Bjargar hafa ferðalög haft ámóta áhrif á hana áður og sakir þess reynir hún annað veifið að skipta um vinnuumhverfi, hafi hún tök áþví. Björg Þorsteinsdóttir stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla íslands, Akademie der bildenden Kunste í Stuttgart, Myndlistaskólann í Reykjavík og „Atalier 17“ í París. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga frá árinu 1971 og tekið þátt í mörgum sam- sýningum. Síðast var hún á ferð í Hafnarborg fyrir tveimur árum. Björgu langar að útfæra fjöl- margar hugmyndir í framtíðinni en fer sér í engu óðslega. „Það er erf- itt að lofa því hvað maður ætlar að gera á morgun. Myndirnar koma nefnilega frekar til mín en ég til þeirra." TONLIST J a % i INTO THE BLUE Hljómsveit Guy Barkers. Flytjend- ur: Guy Barker trompet, Sigurður Flosason, altsaxófónn, Bernardo Sassetti píanó, Alec Dankworth kontrabassi og Ralph Salmins trommur. Útgefandi Verve, 1995. GUY Barker er íslendingum að góðu kunnur. Hann er listamaður fram í fingurgóma og hefur djúpa tilfínningu fyrir viðfangsefninu. Það sýnir hann á fyrstu geislaplötu sinni fyrir Verve útgáfuna sem er eitt rótgrónasta og kunnasta plötuforlag djasstónlistar. Platan heitir Into the Blue og hlaut nýlega hin eftirsóttu Mercury verðlaun í flokki djass- platna sem Englendingar veita ár- lega til þarlendra listamanna. Land- ar Barkers hafa greinilega fallið marflatir fyrir plötunni. Enda þótt platan marki engin tímamót í djasstónlist er á henni margt mjög vel gert, ekki síst frum- samin lög Barkers, sem eru fimm af alls tíu lögum. Tónlistin er að uppistöðu sveifla með stórum ein- leiksköflum fyrir trompett, píanó og altsaxófón, sem Sigurður Flosason blæs listilega í, en á milli slæðist hreinræktað bíbopp og einstaka ball- aða, eins og hin tregablandna Low Down Lullaby. Barker hefur mjög tæran og stundum hvellan tón og frábæra tækni, eins og þegar hann hleypur upp og niður tónstigann í klemmdum flaututónum í lagi sínu Oh, Mr. Rex!. Lagið samdi Barker til minningar um trompettleikarann Rex Stewart, (dáinn 1967), sem á fjórða áratugn- um lék í stórsveit Duke Ellingtons. Ytri bygging lagsins er einföld, nokkurs konar göngumars sem Salmins og Dankworth kyija á strengi og húðir. Barker blæs í því svalt og yfirvegað sóló, mestmegnis í sextándu parts nótum með klemmdum og tærum tónum á víxl. Líklegt má telja að Barker hafi eitt- hvað af kunnáttu sinni í klemmdum tónum frá Stewart sem er sagður hafa þróað þessa tækni betur en flestir aðrir trompettleikarar. Alls þessa minnast menn reyndar af spili Barkers á Sóloni íslandusi í hitteðfyrra og geislaplötu Jazzkvart- etts Reykjavíkur, Hot House, sem tekin var upp í djassklúbbi Ronnie Scotts og markaði upphafið að sam- starfi Sigurðar Flosasonar og Bark- ers í hljóðupptökum sem vonandi verður lítið lát á. Sveitin á Into the Blue er reyndar dálítið sérstök því auk Sigurðar leik- ur portúgalski píanóleikarinn Bern- ardo Sassetti og á hann auk þess ágætt lag á disknum, Enigma. Alec Dankworth, sonur hljómsveitarstjór- ans John Dankworths sem lék í Háskólabíói ásamt eiginkonu sinni Cleo Laine fyrir næstum 20 árum, leikur á bassa og Ralph Salmins á trommur. Þetta er þétt sveit og píanóleikur Sassettis er sérstaklega áhugaverður. Sigurður Flosason kemur sterkur út á geislaplötunni, fyrstur íslenskra djasstónlist- armanna til að leika inn á plötu fyr- ir Verve. í heildina tekið er Into the Blue fjölbreytileg og umfram allt skemmtileg plata með rífandi góðum og ferskum hljóðfæraleik. Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.