Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sýning á yfir 200 verkum Pauls Cézannes í París „BAÐIГ frá 1906. stundum ómögulegt að um- bera hann,“ segir um Cézanne í Newsweek. „Hann missti flesta nánustu vini sína, þeirra á meðal æskuvininn og stuðningsmann til margra ára, rithöfundinn Emile Zola. Hann sótti innblástur sinn ævinlega í það sem næst var, landslagið í Provence, fjöl- skylduna, nokkra vini og hina ófríðu og feitlögnu eiginkonu, Hortense. Siðferðiskennd hans var viðbrugðið, í fimm- tán ár sagði hann föður sínum ekki frá hjákonu og syni af ótta við að verða gerður arf- laus. En Cézanne var auðvitað einnig snillingur. Þegar hann leysti vandamál, ruddi hann braut sem fjöldi annarra lista- manna fór síðar inn á. Hann var tengiliður 19. aldarinnar, sem náði hámarki í impres- sjónismanum, og nútímans, sem lá í allar mögulegar áttir og hann varðaði brautina í helmingi tilfella. Hann var afar mannlegur, maður mik- illa sigra og skelfilegra ósigra. Það er sá Cézanne sem birtist svo ótrúlega skýrt á þessari frábæru sýningu." í dómi um Cézanne-sýning- una í International Herald Tribune segir að sjá megi merki um andlega erfiðleika Cézannes I mörgum verka hans, ekki síst þeirra fyrstu, er málarinn var á þrítugs- aldri. Verkin séu ofsafengin, litirnir dökkir og myndirnar óljósar. Sum verkin séu ein- faldlega ljót. Síðar hafi Céz- anne ýtt þessum tilfinninga- þrungnu verkum sínum til hliðar og einbeitt sér að verk- um sem aðeins eru að hluta jarðnesk, hvort sem hann málar fjöll, tré eða epli. Hann hafi verið knúinn ástríðunni að lýsa heiminum, sem hann hafi nálgast af óvenju mikilii hlédrægni. „Cézanne þótti snemma sérkennilegur og ósveigjanlegur, en ástæða þess var þörf hans til að brjóta í bága við listhefðina og reyna að átta sig á því í hverju hún fólst raunverulega.“ KÓR íslensku óperunnar gegnir lykilhlutverki í sýnin] Það besta ogþað versta Á sýningunni í París eru um 220 málverk og teikningar Cézannes sem fengnar hafa verið að láni frá sautján lönd- um, aðallega öðrum söfnum í Frakklandi^ Bandaríkjunum, Rússlandi, Ástralíu og Japan. Sýningin í Grand Palais stendur fram í janúar á næsta ári en verður þá send til Tate- gallerisins í Lundúnum og þaðan til Bandaríkjanna. Spannar sýningin allan fer- il málarans, frá því að hann var ungur áhugamaður í læri hjá sveitamálara. Sýnd eru verk frá því að hann hóf list- nám fyrir alvöru í París og heillaðist af verkum Delacro- ix, Rubens og Veronese, myndir frá þeim tíma er hann var undir áhrifum impres- SJÁLFSMYND Cézannes sem var máluð um 1870. sjónista upp úr 1870 og loks hvernig hann fór að endingu sínar eigin leiðir, sem leiddu hann á vit undanfara kúb- isma, ijástefnu og konstrúkíf- isma. Lagt hefur verið kapp á að sýna það besta og það versta í verkum Cézannes, hversu vinnusamur hann var og sífellt að reyna að bæta sig. Erfiður snillingur „Hann var haldinn þrá- hyggju, hann var erfiður og ÞETTA er ásláttarverk með unaðslega fallegum melód- íum. Hrynjandin er skörp og textinn, sem er á mörkum velsæmis- ins, fjallar um fallega og hömlulausa ást ungs fólk í bland við ástríðuóra og girnd saurlífisseggja úr munka- reglu,“ segir Garðar Cortes hljóm- sveitarstjóri um kórverkið Carmina Burana sem Þjóðverjinn Carl Orff samdi fyrir leiksvið. Carl Orff fæddist fyrir réttum hundrað árum. Hann var Bæjari í húð og hár og bjó nær alla ævi í Miinchen en hann lést árið 1982. Ungur gerði hann uppreisn gegn ríkjandi tónlistar- hefðum og vildi hverfa aftur til upp- hafsins og skoða alit að nýju í hljóm- kennd gregorísks söngs. Stofnaði Orff í kringum sig öfluga hreyfingu. Samkvæmt kenningum sínum samdi hann nokkur leikhústónverk og er Carmina Burana þeirra þekkt- ast. Verkið var frumflutt árið 1937 og þótti merki þess að leit Orffs að eigin stíl væri á enda. Einkennist það af löngum laglínum sem eru lausar við harðneskju og ómstríðni en gædd- ar óendanlegum breytingum í takti og styrkleika. Carminu Burana hefur verið lýst sem blöndu af gáska, spennu, einfaldleika þjóðlagsins, ástríðu, háði, dulúð, hnitmiðuðu máli, þýðleika og tilfinningum. Forboðin kvæði Texta kórverksins sækir Orff í frægt kvæðahandrit frá fyrri hluta 13. aldar, sem varðveitt var um aldir ásamt öðrum forboðnum bókum í Benediktínaklaustrinu Benediktbau- ern í Bæjaralandi. Handritið inniheld- ur fjölda kvæða og söngva sem samd- ir höfðu verið af farandskáldum mið- alda, sem flest höfðu gefist upp á formfestu skólans og aga klausturs- ins. Nöfn þeirra eru hins vegar Iöngu gleymd. Kvæðin 25 sem Orff valdi úr hand- ritinu fjalla um breyskleika mannsins og eru mörg hver uppfull af brenn- andi þjóðfélagsádeilu. Setti tónskáldið saman úr þeim syrpu og ber ýmislegt á góma. Má þar nefna hverfulleika hamingjunnar, vorið, fegurð náttúr- unnar, saurlífi erkiskáldsins, stjórn- lausar ástríður, siðsemi og að sjálf- sögðu ástina. Upprunalega var Carmina Burana YFIRGRIPSMIKIL sýning á verkum Pauls Cézannes í Grand Palais í París hefur vakið mikla athygli í Frakk- landi og þó víðar væri leitað. Hefur hún hlotið mikið lof listrýnenda, enda einstakt tækifæri til að sjá svo margar myndir þessa áhrifamikla málara á einum stað. Paul Cézanne (1839-1906) hefur oft verið talinn faðir nútímamálaralistar. Fyrstu verk hans eru átakamikil og máluð í dökkum litum með þykkri áferð en upp úr 1870 tók hann að tileinka sér litróf og tækni impressjónismans. Höfðu landslagsmyndir, port- rett og uppstillingar sem hann málaði I Aix-en-Pro- vence mikil áhrif á þróun myndlistar. Cézanne hefur m.a. verið kallaður „listamaður lista- mannanna“ og vissulega er enginn vafi um áhrif hans á listamenn á borð við Picasso, Kandinsky og Matisse. Céz- anne hefur verið eftirlæti list- fræðinga og listamanna en hefur hins vegar ekki skipað þann sess í huga almennings, þar eiga málarar á borð við Matiesse, Van Gogh og Gauguin mun greiðari að- gang. Erói óper íslenska óperan frurm Burana, sem er kórve Carl Orff. Ósvikin ást, seggja og hverfulleiki hc lega á baugí þegar Orr inn á æfíngu en textini við, er sóttur í forboð BERGÞÓR Pálsson: „Það er virkilega gaman að fá tæki- færi til að syngja svona „sexí“ texta.“ Lista- maður lista- mann- anna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.