Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 C 5 Stund og stað- ur ljóðsins Morgunblaðið/Halldór g-unni og Ijáir sig ekki einungis með söng heldur jafnframt með dansi og látbragðsleik. tíkí unni ýnir í kvöld Carmina ;rk fyrir leiksvið eftir ástríðuórar saurlífís- tmingjunnar voru ofar- ‘i Páll Ormarsson leit i, sem verkið er samið inkvæði frá 13. öld. DIDDÚ kveðst búa yfir meiri þroska sem söngvari í dag og því ráði hún betur við hlut- verkið en fyrir fimm árum. samin fyrir kór, einsöngvara, tvö píanó og stóra slagverkssveit. Á þenn- an hátt er verkið sett upp hjá ís- lensku óperunni að þessu sinni í stað hinnar hefðbundnu uppfærslu með stórri hljómsveit. íslenska óperan hefur áður sett upp Carmina Burana, árið 1990, en Garð- ar Cortes leggur áherslu á, að ekki sé um endurtekningu á þeirri sýningu að ræða. Miklar breytingar hafi verið gerðar. Ódrepandi kór Kór íslensku óperunnar er sem fyrr burðarásinn í sýningunni en að þessu sinni felst tjáning hans ekki einungis í söng heldur jafnframt dansi og látbragðsleik þar sem dansararnir, sem tóku þátt í sýningunni fyrir fimm árum, eru nú á bak og burt. Garðar segir að kórinn sé fýllilega vandanum vaxinn. „Það er alltaf álag á kómum en hann virðist hins vegar vera ódrepandi. Hann er skrautfjöður og stolt hússins og hefur aldrei brugð- ist okkur. Ég hef því ekkert að óttast." Bretinn Terry Etheridge, sem fær- ir verkið í leikrænan búning með dansi og látbragðstjáningu, tekur í sama streng. „Kórinn er eins og hug- ur manns; ósérhlífínn, duglegur og kvartar aldrei. Það er nánast hægt að biðja hann um hvað sem er. Þetta er einstakt fólk.“ Ágúst Guðmundsson, einn kórfé- laga, segir að kórinn sé í góðri söng- þjálfun og því tilbúinn að takast á við verkefni sem þetta. „Við erum ýmsu vön enda hefur kjami kórsins tekið þátt í fjölbreyttum sýningum. Hjá íslensku óperunni fær kórinn að taka virkari þátt í sýningum en tíðk- ast í óperum erlendis og við erum því vön að syngja og leika. Reynslan hefur líka kennt okkur að ótrúlegustu hæfileikar koma jafnan í ljós þegar á reynir.“ Ágúst hefur tekið þátt í fjölmörg- um sýningum og tónleikauppfærslum á tólf ára ferli með kórnum og er þetta í þriðja sinn sem hann syngur í Carmina Burana. „Þetta er heilmik- ill páfagaukslærdómur enda er text- inn á latínu og að hluta á miðalda- þýsku. Þegar maður skilur ekki orðin reynir maður að styðjast jafnframt við hreyfingarnar á sviðinu og þannig raðast þetta saman eins og púsjuspil." Klám þess tima Einsöngvarar í sýningunni em Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Þorgeir J. Andrésson. „Mér finnst þetta verk mjög spennandi og seiðmagnað. Tónlistin er kraftmikil og aðgengileg,“ segir Diddú og Berg- þór tekur í sama streng: „Tónlistin er einföld og grípandi en bætir samt við sig við hverja hlustun." Bergþór segir að textinn sé afar erótískur þótt skáldin tali á köflum undir rós. „Þetta eru erótísk kvæði — klám þess tíma — og það er virkilega gaman að fá tækifæri til að syngja svona „sexí“ texta.“ Diddú segir að tónlist Orffs taki mið af textunum og sé því erótísk en um leið angurvær. Þá em þau Bergþór á einu máli um, að tónskáld- ið geri miklar kröfur til söngvaranna enda spanni hlutverkin mjög vítt raddsvið. Bergþór hefur ekki í annan tíma sungið í Carmina Burana en Diddú tók þátt í sýningunni 1990. Kveðst hún búa yfir meiri þroska sem söngv- ari í dag og fyrir vikið ráði hún betur við hlutverkið. „Þessi uppfærsla er líka miklu meira á iði. Nú fáum við söngvararnir loksins að hreyfa okk- ur,“ segir hún og Bergþór bætir við að það hafi verið mikil áskomn. Bera þau lof á Etheridge og segja að hann hafi einstakt lag á að draga fram það besta hjá hveijum og einum. Etheridge stjórnaði einnig upp- færslunni á Carmina Burana árið 1990. Að hans mati er sýningin í ár betri. „Þar sem við ákváðum að breyta til og sleppa dönsurunum að þessu sinni mæðir meira á kórnum og ein- söngvurunum. Þau verða að hreyfa sig mun meira og það kemur skemmtilega út. Þá er lýsingin mun viðameiri en áður. Annars er best að segja ekki of mikið; ég er með ýmis- legt uppi í erminni." Etheridge kveðst vinna dansana og hreyfingarnar út frá tóniistinni. „Það getur ært óstöðugan að fylgja textanum, Íiann er svo umfangsmik- ill. Hann hefur þó áhrif.“ Nicholas Dragan gerir leikmynd og búninga og Jóhann B. Pálmason hannar lýsingu. Carmina Burana verður frumsýnd í íslensku óperunni í kvöld klukkan 21. BOKMENNTIR Ljóö HJARTARÆTUR í SNJÓNUM eftir Þór Stefánsson. Myndir eftir Helga Gíslason. 77 bls. Útg. Goðorð. Prentun: Prentþjónusta OSS. Reykja- vík, 1995. Verðkr. 1.920. STILLT og milt andrúmsloft leik- ur um ljóð Þórs Stefánssonar. Hljóðl- át tilfinning og yfírlætislaus tjáning einkennir ljóðlist hans. Hvort tveggja fer ljóðum hans vel. Stundum mætti skáldið þó kveða fastar að orði, sýna af sér snarpari tilþrif. Hjartarætur í snjónum skiptist í fimm kafla auk eins konar inngangs sem skáldið kallar Til þín og hefst á þessum orðum: Það eru engar líkingar í ljóði mínu. Hógværlega mælt. En kannski ekki alveg rétt. Til dæmis heiti bók- arinnar — felur það ekki í sér nokkra líking? Sönnu nær er að segja að texti ljóðanna sé þónokkuð viða myndrænn. Þór kann og að tjá sig með léttum og auðskildum orðaleikj- um. Og þeir geta falið í sér bæði myndhverfingar og líkingar. Sömu- leiðis tvíræðnin í inngangsljóðinu. Einnig hún getur flokkast undir lík- ingamál. Alvarlegur er undirtónninn í ljóð- um þessum. Heimspekilegur mundi ef til vill einhver segja. Skáldið brýt- ur upp viðtekin sannindi til að finna á þeim nýja fleti. Minnt er á goðsögu- persónuna Janus sem gat horft bæði aftur og fram. Þannig leitast skáldið við að skyggnast um þegar það skoð- ar tilvist sína í tíma og rúmi. í ljóði um nautaat, sem Þór kallar / hringnum, segir hann að »dýrið hafi sigrað okkur«. Með þversögninni eru framkölluð geðhrif sem falla skáhallt á hina algengu skoðun á nautaati. Áhorfandinn sér hlutskipti hetjunnar, nautabanans, snúast upp í andstæðu sína. Um Ijóðið er það annars að segja að texti þess er of orðmargur og fiatur til að það megni að vekja sterk hughrif. Nautaat er athöfn sem lætur engan ósnortinn, hvort heldur hann hrífst með stemm- ingunni ellegar finnur sig knúinn til andsvara. í hringnum er nálægt því að vera rétt og slétt hugleiðing sem KYNNINGARVERK Benjamin Britt- ens fyrir börn um sinfóníuhljómsveit og leyndardóma hennar, „The Young Person’s Guide to the Orchestra" verð- ur hálfrar aldar gamalt á næsta ári. Af því tilefni pantaði breska ríkisút- varpið, BBC, nýtt kynningarverk fyrir böm og valdi danska tónskáldið Poul Ruders til að semja verkið. Verkið var frumflutt í vor, en er væntanlegt á næsta ári á geisladiski og meðfylgj- andi barnabók. Bridge Records í Bandaríkjunum hefur gefið út verk eftir Ruders og hefur það beint at- hygli að danskri samtímatónlist. Disk- um Bridge Records er dreift á íslandi og það vekur athygli forsvarsmanna fyrirtækisins hve salan þar er mikil. Ruders er fæddur 1949, er píanó- og orgelleikari að mennt, en nánast sjálfmenntaður í tónsmíðum. Ekki hefur það þó staðið í vegi fyrir vel- gengni hans, því bæði heima og heim- an eru verk hans bæði flutt og gefín út. Hann sækir iðulega innblástur í barokktónlist og eldri tónlist. 10. októ- ber frumflytur til dæmis London Phil- harmonic Orchestra píanóverk eftir hann í Royal Festival Hall. Fyrir vest- bútuð hefur verið niður í ljóðlínur. Annars yrkir Þór lítt um framandi efni; heldur sig meira á heimaslóð- um. Rætur hans liggja í landinu, sögunni, ættjörðinni. í kaflanum Áfangar fléttar hann saman stað- fræði og endurminning. Í vitundinni verður svipmót landsins jafnframt minnisvarði um örlög genginna kyn- slóða. Hugstæðastir eru Þór staðir þar sem skáld hafa þjáðst, elskað og ort. Landslagið þiggur þá líf af tilfinningum þeirra sem þar þreyðu sítt hérvistarskeið. Samanber ljóðið Hvalsnes svo dæmi sé tekið: Hönd skáldsins ristir einfalda stafi í stein. Andinn svífur ýfir. Einnig í ljóðinu Hvassahraun minnist Þór séra Hallgríms og segir að fáir hafi nógu breið bök til að bera þung orð skáldsins gegnum aldimar Kaflinn Vetur er einnig athyglis- verður en þar veltir Þór fyrir sér spurningunni um tímann og verðand- ina með víðtæka skírskotun í sjón- máli. Ljóðin eru nafnlaus en tölu- sett. Skal eitt þeirra tekið hér sem dæmi þess hvernig Þór getur best tekist upp: Ég stend föstum fótum í storminum albúinn til vetursetu í myrkrinu og læt mig dreyma að ég sofi til vors. Hjartarætur í snjónum er bók sem vekur notalegar kenndir þó sitthvað megi að henni finna. Þór veit hvar hann stendur og stígur eitt skref í einu. Miðað við það sem hann gerir best má telja líklegt að hann geti enn betur. Én þá þarf hann líka að vera strangari við sjálfan sig, einkum með hliðsjón af orðavali. Með það skýlausa sjónarmið að leiðarljósi að kveðskapur sé ljóð en ekki laust mál má ætla að hann geti stígið fleiri og stærri skref fram á við. an haf eru verk Ruders eftirsótt, auk þess sem hann er gestakennari við Eastman School of Music, þar sem margir íslenskir hljóðfæraleikarar hafa numið. Bandaríska plötuútgáfan Bridge Records sérhæfír sig í nýrri tónlist og vönduðum útgáfum eldri verka og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir útgáfur sínar. Bridge hefur gefíð út þijá geisladiska með verkum Ruders, meðal annars fiðlukonsert, sem kemur nú út í annað sinn, en sjaldgæft er að verk samtíma- tónskálda séu gefin út tvisvar. Tveii diskarnir eru með verkum Ruders ein göngu, en sá þriðji, „The New Danes" er með verkum eftir Ruders, Karl Aage Rasmussen, Bent Sörensen og Hans Abrahamsen. Útgáfur Bridge eru seldar á Is- landi. í samtali við Morgunblaðið sagði Hanne Nebeling, dreifíngarstjóri Bridge Records á Norðurlöndum, að það vekti athygli hve áhugi á sam- tímatónlist og vandaðri tónlist vær mikill á íslandi, því salan á íslandi og í Svíþjóð væri nokkurn veginn sú sama. Erlendur Jónsson Nýtt danskt hljóm- sveitarverk fyrir böm íslenskur tónlistaráhugi vekur athygli Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.