Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Æviog ástir Deilt hefur veríð um hvort o g hvemig eigi að fjalla um kynhneigð í ævisögum merkra karla og kvenna. Blossaði sú deila upp vegna nýlegrar ævisögu Tsjaikovskíjs, þar sem flallað er ítarlega um samkynhneigð hans reyna að sjá inn í einkaveröld hugs- ana minna og tilfinninga, inn í allt það sem ég hefi svo vandlega falið allt mitt líf, er afar sorgleg og óþægileg." Anthony Holden, sem nýverið sendi frá sér ævisögu Tsjaikovskíjs, birtir bréf þetta fremst í ævisög- unni, í nokkurs konar afsökunartóni en einnig til að réttlæta skrifin. Því Tsjaikovskíj hafði margt að fela, hann var samkynhneigður og vera kann að hann hafi svipt sig lífí eft- ir að réttur í Pétursborg úrskurðaði óformlega að eina leiðin til að binda endi á hneykslið, sem hegðan Tsja- ikovskíjs hafði valdið, væri að hann fremdi sjálfsmorð. Spurningin er í raun hvort réttlætanlegt sé að fjalla um tónskáldið á þennan hátt eða hvort reyna eigi að halda í horfi mannorði mikilmennis, eins og margir sérfræðingar í verkum Tsja- ikovskíjs hafa farið fram á. Kynlíf selur Það vefst ekki fyrir útgefendum, því reglan er sú að því dýpra sem kafað er ofan í kynhneigð þess sem skrifað er um, því betur selst bókin og því líklegra er að hægt verði að selja kvikmyndaréttinn að henni. Þetta á m.a. rætur sínar að rekja til þess að fólk furðar sig enn á því MÆTUR maður skrifaði eitt sinn að ævisaga væri svæði sem tak- markaðist í norðri af sagnfræði, í suðri af skáldskap, í austri af minn- ingargrein og í vestri af lang- drægni. Þessi orð eiga vart lengur við um ævisögur, að minnsta kosti ekki í hinum enskumælandi heimi, því þær eru sjaldan langdregnar og í þeim gætir nær aldrei þeirrar virð- ingar gagnvart viðfangsefninu sem einkennir minningargreinar. Æ vin- sælla verður að kafa ofan í innstu leyndardóma þeirra sem skrifað er um og kynhneigð þeirra verður oft- ar en ekki að aðalatriði. Líklega hefði enginn sem uppi var á síðustu öld, getað séð fyrir þá gríðarlegu vinnu sem margir höfundar leggja í að grafa upp hvert smáatriði í barnæsku þeirra sem skrifað er um og það hverjir áttu viðdvöl í rúmi viðkomandi. Þá er afar ólíklegt að þeir sem þá voru uppi, hefðu getað gert sér grein fyrir því hvaða áherslu bókarhöf- undar myndu leggja á að sýna fram á hvaða vísanir líf þeirra hefur í nútímanum. Þó kann að vera að rússneska tónskáldið Tsjaikovskíj hafi rennt í grun hvað framtíðin bæri í skauti sér því hann skrifaði eitt sinn: „Sú tilhugsun að dag einn muni fólk TSJAIKOVSKÍJ ANTHONY Holden kannaði samkynhneigð hans og hvort hann hefði framið sjálfsmorð vegna hennar. hversu líflegu og fjölbreytilegu kyn- lífí fólk lifði áður en 20. öldin gekk í garð. Menn hafa gleypt í sig frásagnir af því að rithöfundurinn George Eliot hafi átt í fjölmörgum hneyksl- anlegum ástarsamböndum og að myndhöggvarinn Eric Hill hafi mis- notað börn sín kynferðislega. Hvaða áhrif hefur slíkt á þá sem njóta verka þeirra? Vilja þeir síður vita svo óþægilegar staðreyndir um listamenn sem þeir dá? Vissulega kunna að vera rök fyr- ir því að reynt verði að vemda einka- líf þekktra manna og kvenna en hætt er við því að útgefendur og ævisagnahöfundar taki slíkum til- raunum fálega. í nýlegum bókadómi D.H. LAWRENCE Skrif Brendu Maddox um ást- arlíf Lawrence voru byggð á verkum hans. um ævisögu segir Bretinn Michael Shelden: „Hún [bókin] verður án efa gagnrýnd fýrir að vera æsifengin og að um of sé kafað ofan í einkalíf- ið. Einhverra hluta vegna er talið að of mikil umfjöllun um kynlíf sé til marks um þankagang höfundar- ins. En séu menn ekki að skrifa bók um Móður Theresu, hlýtur kynlíf að vera hluti hennar." Antony Holden ver skrif sín með svipuðum rökum: „Ég heillaðist af ævisögu Tsjaikovskíjs, sem fjallaði að stærstum hluta um dauða hans og það hvað leiddi til hans, sem var samkynhneigð. Hún hafði áhrif á tónlist hans og var það sem líf hans snerist um. Hvernig gat ég komist hjá því?“ En kúnstin að skrifa góða ævi- sögu felst ekki aðeins í því að greina á milli staðreynda og þeirra sögu- sagna sem tengjast lífi þess sem um er rætt. Einnig þarf að koma til hæfíleikinn til að túlka. Þegar Brenda Maddox tókst á hendur að skrifa ævisögu skáldsins D.H. Lawrence hvöttu útgefendur hana til þess að kanna ástarlíf Lawrence og að hún skyldi fyrst og fremst byggja þá athugun sína á verkum hans. Til að það mætti takast þurfti víða að geta í eyðurn- ar en Maddox ver engu að síður þessa aðferð. „Ef einhver hefur skrifað um kynlíf á þann hátt að það hefur breytt lífi okkar, eða ef höfundur byggir mjög á eigin lífi, er það við hæfi. James Joyce sagði að ímyndunin væri minning. Hann endurvakti aðeins smáatriðin úr eigin lífi.“ Sérlega ógeðfelldur maður Ævisöguhöfundar standa frammi fyrir verulegum erfiðleikum þegar staðreyndimar sem í ljós koma hafa áhrif á mat manna á verkum viðkomandi. Andrew Moti- on, sem hlaut mikið lof fyrir bók sína um skáldið Philip Larkin, var á báðum áttum um hvort hann ætti að segja frá því sem hann vissi um Larkin og hætta þar með á eyðileggingu á Larkin og verkum hans. I ljós hafði komið að Larkin var kynþáttahatari og sjálfsflekk- ari, sérlega ógeðfelldur maður. Motion gætti þess að upplýs- ingarnar yfírgnæfðu ekki umfjöll- unina um verk Larkins. „Ég vissi af sögusögnum sem ég hafði ekki kannað nánar. En ég hafði tilfínn- íngu fyrir því hvernig landið lá. Vissulega eru þættir í persónuleika Larkins sem virðast ósmekklegir og ógeðfelldir flestu fijálslyndu fólki, en hann drap engan. Hver er þess umkominn að segja að hann hafi lifað lífí sínu á skammarlegri hátt en við? Listin er nefnilega ekki krampakennd tjáning á persónu- leikanum. Menn geta ekki bara hent út öllum soranum, rakið at- burði og búist við því að þar með sé öll sagan sögð. Lífíð er miklum mun flóknara en það og ævisagan verður að taka mið af því.“ Byggt á: The Daily Telegraph. GERGÍJEV hefur orð á sér fyrir að tví- og þríbóka sig - og standa við gefin loforð. Haft er á orði í tónlistarheiminum að dæmigerður dagur Gergíjevs hefjist á því að hann stjórni æfíngu hjá Fílharmón- íunni í Rotterdam, fljúgi svo til Kölnar þar sem hann stjórni ann- arri æfingu eftir hádegi og skelli sér að endingu til Vínar þar sem hann stjómi tónleikum um kvöldið. Vera kann að hér sé krítað liðugt en það breytir því ekki að Gergíjev er afar upptekinn maður. Blaða- manni The Sunday Times tókst engu að síður að eiga við hann við- tal fyrir skömmu. Gergíjev er 42 ára, tveimur árum eldri en breski stjórnandinn Simon Rattle og jafnaldri hins ítalska Ricc- ardo Chailly, sem stýrir Royal Conc- ertgebouw í Rotterdam. Saman mynda þeir kynslóð „stjömustjóm- enda“ ef kalla má þá svo. Öllum hefur þeim tekist að vekja eftirtekt og aðdáun tónlistarmanna og -unn- enda um allan heim. Þeir hafa engu að síður kosið að eiga sér eina ákveðna bækistöð, sem er Kírov- óperan í tilfelli Gergíjevs. Þar þreytti hann frumraun sína sem stjómandi er hann var 25 ára gam- all og stýrði flutningi á stórvirkinu „Stríði og friði“ eftir Sergej Pro- kofíev. Agaður Gergíjev vakti geysilega athygli er hann kom í fyrsta sinn fram á Vesturlöndum. Þykja hreyfingar hans á stjómendapallinum, agaðar og lausar við öfgar, sýna það og sanna að þar fari nemandi llija Músín, hins mikla stjómanda í Len- íngrad, sem þá var. Gergíjev er sagður ná einstöku taki á hljómsveitum sem hann stýr- ir og að hann hafi augu hins mikla stjómanda, full eldmóðs og að sama skapi heillandi. Það hafi t.d. komið Rússnesk harka og rómantík berlega í ljós árið 1993 er hann stýrði Konunglegu fílharmóníunni í Lundúnum í fyrsta sinn. Vinnu- brögð hans þykja bera vott um vandlegan undirbúning en að hann búi einnig yfir þeim hæfileika að láta hlutina gerast af sjálfu sér ef svo býr undir. Sterkasta hlið Gergíjevs er sögð rómantíska tíma- bilið, sér í lagi það rússneska, svo og óperuflutningur. Hann eigi hins vegar enn eftir að sanna sig í flutn- ingi sinfónískra verka. Gergíjev hefur verið listrænn stjórnandi Maríjinskíj leikhússins í átta ár. Hann hefur á þeim tíma stjómað fjölmörgum ópemupp- færslum og stýrt hljómsveitinni á upjitökum Philips-útgáfunnar, m.a. á Igor prins eftir Borodín og nokkr- um verkum Rimskíjs-Korsakovs, sem sjaldan hafa verið flutt. En aðalstarf Gergíjevs hefur verið hjá Kírov, sem hefur verið mikið á ferðinni. Hefur því verið haldið fram að hljómsveitin verði að vera á sí- felldum ferðalögum á Vesturlöndum til að komast af. Þessu neitar Gergíjev. „Þarf Vínarfflharmónían að ferðast til að eiga aur? Nei. Því skyldi fólk halda að við séum sýknt og heilagt á ferð eins og hver önnur sígaunahljómsveit?" Eftirsjá í Sovéttímanum? En því verður ekki neitað að fjár- hagur Kírov er þröngur og Gergíjev hefur lagt kapp á að afla hljómsveit- Rússinn Valeríj Gergíjev hefur á fáum árum orðið einn eftirsóttasti stjómandi heims. Getur stjómandi Kírov staðist ásóknina úr vestri? inni írjár til að tryggja og styrkja rekstur hennar. Eftir hrun Sovétríkjanna hefur fjárhagur fjölda tón- listarhúsa hrunið og þúsundir tónlistar- manna flutt til Vestur- landa, sem hefur valdið því að erfiðara hefur reynst en áður að manna tónlistarhúsin með hæfileikafólki. En Gergíjev hefur að minnsta kosti tekist að bjarga Kírov-óperunni með baráttu sinni inn- anlands og utan. „Það skiptir óskaplega miklu máli að rússnesk yfírvöld styrki rekstur Kírov og Bolshoi. Ég sagði forsætisráðherra okkar, Tsjemomyrdín, að ef menn hefðu milljónir dala til að kaupa skrið- dreka og byssur fyrir stríðið í Tsjetsjníju, hlytu menn að eiga fé til að veita til menningar." Gergíjev var skipað- ur stjórnandi Kírov áður en jámtjaldið hrundi og hann segir að ekki hafi allt verið slæmt á tímum Sovét- stjómarinnar, að minnsta kosti ekki hvað listirnar varði. „Mestu uppgangs- tímar óperu i Sovét- ríkjunum vom í Bols- hoi fyrir og eftir heimsstyijöldina síð- ari. Eins einkennilegt og það kann að virð- ast, þá tókst Bolshoi æ betur upp, eftir því sem Stalín herti tökin. Staða menningar í Sovétríkjunum skipti miklu máli, hún varð að bera af í augum heimsins. Laun- in í Bolshoi á þessum tíma voru ótrúlega há, fjórum til fimm sinnum hærri en hjá færum verkfræðingum og visindamönnum." Gergíjev nefnir söngvara á borð VALERÍJ Gergíjev: Hefur augu hins mikla stjórnanda, full eldmóðs. við ívan Koslovskíj og Sergej Le- meshev, sem hann segir hafa verið á heimsmælikvarða og án efa hafa orðið alþjóðlegar stjörnur ef þeir hefðu sungið utan Sovétríkjanna. „Ég þekkti Koslovskíj vel. Hann óskaði mér til hamingju með árang- urinn hjá Kírov og sagði að hljóm- sveitin minnti hann á Bolshoi fyrir 40 árum. Mér þótti vænt um það.“ Skrímsli Á meðal þeirra sem verið hafa undir verndarvæng Gergíjevs má nefna Galínu Görtsjakovu, Olgu Borodínu og Vladimír Galúsín. Gagnrýnendur á nýliðinni Edin- borgarhátíð fundu Gergíjev því til foráttu að hann keyrði tónlistar- menn sína áfram, greinileg þreytu- merki hefðu verið á hljómsveitinni og söngvurum, sérstaklega Gort- sjakovu. Umboðsmenn söngvara hafa sagt hann „skrímsli" sem sýni tón- listarmönrtunum of mikla hörku við æfingar og hann hefur verið gagn- rýndur fyrir að vera fullur fyrirlitn- ingar í garð þeirra sem yfirgefið hafa Kírov og hafið nýjan feril utan heimalandsins. Rök Gergíjevs eru þau að til að halda þeim sessi sem Kírov hafi náð á alþjóðavettvangi, verði að leggja hart að sér. Eftir því sem staða Kírov hefur styrkst, þykir hann hafa náð að slaka að- eins á gagnvart þeim sem horfið hafa á brott og í sumar tók hann sér meira að segja sumarfrí, sem ekki hefur gerst í fjöldamörg ár. Gergíjev segir að ekki sé lengur hægt að saka sig um að flengjast um heiminn þveran og endilangan, hann hafni nú stærstum hluta þeirra beiðna sem honum berist um að stjórna. Hann ætlar sér að stjóma í Kírov fram til ársins 1999 en hvað þá gerist er aldrei að vita. Gergíjev á að minnsta kosti framtíð- ina fyrir sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.