Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bókín er enn bestí miðillinn BÓKIN í SÓKN í BANDARÍKJUNUMI Þannig ver Bandaríkjamaðurinn aurum í. Bækur Sjónvarp* Myndbönd Tónlist Dagblöð Tímarit Kvikmyndahús Tölvuleikir Bókasala á mann 1990-94 1$ = 65 kr. ' Hér er átt við afnotagjald þús. kr. 1990 1991 1992 1993 1994 Hetmild: The Economist, 30. sept 1995 EINS OG hér á landi hafa bókaútgefendur í Bretlandi löngum bundist böndum um að bækur væru seldar á sama verði í öllum búðum. Nýlega hafa útgefendur þar rofið þetta sam- komulag í kjölfar minnkandi sölu og aukins útgáfukostnaðar. Ástæðan er einföld; forlögin vilja hafa svigrúm til að veita afslátt af bókum sínum í vissum tilvikum og auka þannig söluna. Fyrirmynd- ina sækja forlögin til bandarískra útgefenda sem hafa hagnast mjög á því að lækka verð á bókum, selja ódýrar bækur í miklu magni í gegnum klúbba og stórar bókabúð- ir sem eru eins konar afsláttar- markaðir. Þar hafa bækur jafnvel verið á boðstólum í stórmörkuðum. Þeir sem hafa þó hagnast mest á þessu fýrirkomulagi eru kaupend- umir og smásalarnir. Bandaríkjamenn eyða mestu í bækur í The Economist segir að í Bandaríkjunum hafi lækkað verð á bókum aukið sölu þeirra gríðar- lega. Er nú svo komið að af því fé sem varið er til afþreyingar þar er mestu eytt í bækur eins_ og sjá má á meðfylgjandi mynd. Á sömu mynd má einnig sjá að á síðasta ári keypti hver Bandaríkjkamaður bækur fyrir um 5.800 krónur og hefur sú upphæð farið ört hækk- andi síðastliðin ár. Einnig sést að í Bretlandi er sú upphæð talsvert lægri og eins og áður sagði er það ástæðan fyrir breyttum vinnu- brögðum útgefenda þar. Sambæri- legar tölur um ísland em ekki til- tækar en samkvæmt heimildum frá Hagstofu íslands hefur sala á ýmiss konar lesmáli, svo sem bók- um, blöðum og tímaritum, dregist saman hérlendis á síðustu tíu árum um 6%. Þess ber að minnast að sala á bókum hefur aukist í Bandaríkjun- um þrátt fyrir að nýir miðlar hafi rutt sér braut inn á markaðinn, svo sem margmiðlun. Á síðasta ári keyptu Bandaríkjamenn bækur fyrir um 1.540 milljarða króna en í The Economist segir fjölmiðla- fræðingurinn Arthur Gruen að sú upphæð muni að öllum líkindum hækka um 7% á hveiju ári fram til aldamóta. Bækur eru enn besti miðillinn til að koma á framfæri nýrri hugmynd eða góðri sögu. Samruni og afslættir Á síðasta áratugi varð mikill samruni á meðal útgáfufyrirtækja á hinum enskumælandi markaði. Gömul og gróin forlög voru innlim- uð í stórar samsteypur eins og HarperCollins. Ekki eru allir á einu máli um hvort þessi samruni hafi skilað einhveiju. Anthony Cheet- ham, stofnandi bresku útgáfunnar Orion, segir ti.l dæmis að sjálf rit- og útgáfustjórnin gangi betur í litl- um fyrirtækjum þótt þau stærri séu hagkvæmari í rekstri. Fyrir vestan haf hafa stóru for- lögin líka tekið saman höndum við smásala til að rétta við bágan efna- hag sinn. Smásalarnir hafa þó átt í mikilli samkeppni við stórmarkað- ina sem hafa tekið til sín um 18% markaðarins. Stóru afsláttarmark- aðirnir hafa samt slegið nokkuð á söluna í stórmörkuðunum en auk þess hafa þeir gætt bókamarkað- inn nýju lífi. Með því að selja nýjar bækur með afslætti eru innbundn- ar bækur til dæmis orðnar að metsöluvamingi í Bandaríkjunum. Ný verðstefna fallvölt Ólíkt bandaríska markaðnum einkennir áhugaleysi og deyfð þann breska. Þar hafa útgefendur verið að fara á hausinn hver á fætur öðrum, ekki ósvipðað því sem hefur verið að gerast hér á landi. Bretar hafa hins vegar áttað sig á því nú að lækkað verð eykur sölu. Það var forlagið Hodder He- adline sem reið á vaðið síðastliðið haust með því að ryfta verðsam- komulaginu áðurnefnda og segir að í kjölfarið hafi salan aukist um 80%. Nú hafa forlög eins og Ran- dom House, HarperCollins og Penguin farið að dæmi þess. Hin nýja verðstefna forlaganna kann þó að vera fallvölt. Smásal- arnir standa betur og verða sjálf- stæðari. Þeir geta því þrýst meira á forleggjarana og kreijast þess til dæmis að þeir auglýsi vömna betur. Um leið er alltaf að verða dýrara að framleiða bækur og höf- undarlaun verða sífellt hærri - og þá ekki síður fyrirframgreiðslumar eins og dæmin sanna. Tilkoma stóm afsláttarmarkaðanna hefur líka orðið til þess að algengara er að miklu magni bóka er skilað aft- ur til forlaganna; ef sendar em 20.000 bækur í slíka verslun er ekki ólíklegt að forlagið fái 8.000 til baka. Aðeins Penguin-forlaginu hefur tekist að semja þannig við smásalana að þeir geta ekki end- ursent óseldar bækur en það á ein- ungis við um hinar geysivinsælu smákiljur þeirra. Engu að síður er augljóst að lækkun verðs hefur hleypt nýju lífi í bóksöluna. Hvort það hafi hins vegar skilað sér í útgáfu betri bóka skal ósagt látið. Alþýðu- fræðarínn BANDARÍSKI rithöfundur- inn Michael Crichton ber höfuð og herðar yfir kol- lega sína í tvennum skilningi. Hann er 2,06 metrar á hæð og hefur slegið hvert sölumetið af öðru með bókum sínum og sölu á kvikmynda- rétti þeirra. Allt sem hann snertir verður að gulli. Vinsælasta bók hans og kvikmynd gerð eftir henni er Júragarðurinn og nú hefur Cric-, hton sent frá sér framhald hennar, „The Lost World“ (Hin horfna ver- öld). Er ekki að efa að aðdáendur Crichtons munu gleypa hana í sig, enda verður hún þýdd á 27 tung- mál á næsta ári. Velgengni Crichtons byggist á þekkingu hans og áhuga á vísind- um og tækni, listum, skemmtun og hæfilegum skammti af við- skiptaviti. Honum er gefið, að því er virðist óendanlegt ímyndunar- afl, hæfileikinn til að sjá hlutina fyrír sér í öðru samhengi en venju- lega og tengja það þeim straumum og stefnum sem helst eru áberandi í samfélaginu. Þetta nær hann að sjóða saman í bækur og efni fyrir sjónvarp og kvikmyndir, sem al- menningur kann vel að meta að því er segir í Time. Afkastamikill Crichton er athafnasamur mað- ur. Hann hefur skrifað 24 bækur, þar af átta undir dulnefninu John Lange, leikstýrt sjö kvikmyndum, rekið hugbúnaðarfyrirtæki, samið tölvuleik, skrifað greinar fyrir tölvutímarit og bók um málarann Jasper Jones. Hver bók er að meðaltali 18 mánuði í smíðum. Crichton skrifar ekki á hveijum degi, segist aldrei hafa gert það. Vaninn skiptir öllu á meðan skrifunum stendur og á það ekki sísfvið um hádegismat- inn. Þegar hann skrifaði „Congo“ borðaði hann ævinlega kalkúna- samloku í hádeginu, en heilhveitin- úðlur þegar „Rising Sun“ varð til. í lok áttunda áratugarins varð hann skyndilega gripinn rithöf- undateppu og gat ekkert skrifað í tæpan áratug. Hann greip til ýmissa ráða, ferðaðist víða og próf- aði óteljandi óhefðbundnar lækn- ingaaðferðir án árangurs. Árið losnaði skyndilega um teppuna og Crichton sneri sér að skriftunum að nýju án þess að vita hvað gerst hafði. Samkvæmt Forbes-tímaritinu námu tekjur Crictons á síðasta ári um 22 milljónum dala og er þá einungis átt við tekjur af sölu bóka og kvikmynda. Bækur hans hafa selst í yfir 100 milljónum eintaka, hann á hugmyndina að vinsælustu framhaldsþáttunum í bandarísku sjónvarpi, Neyðarvaktinni,og tókst að hrinda af stað risaeðluæði, svo fátt eitt sé nefnt. Æðstiprestur heildarhugmyndarinnar Crichton hefur verið gagnrýndur fyrir að skrifa bækur sínar með það í huga að gerð verði kvikmynd eftir þeim en vinir hans hafa risið upp honum til varnar. „Ég lít á Michael sem æðstaprest heildar- hugmyndarinnar,“ segir kvik- myndaleikstjórinn Steven Spiel- berg. Ágætt dæmi um það er hug- myndin að baki Júragarðinum: Eyja, skemmtigarður, risaeðlur, VELGENGNI Crichtons byggist á þekkingu hans, áhuga á visindum og tækni, listum, skemmtun og hæfilegum skammti af viðskiptaviti. RISINN í Hollywood: Crichton ásamt Steven Spielberg og Michael Ovitz. Bækur fárra höfunda hafa selst eins vel og reyfarar Michaels Crichtons. Hann hefur nú sent frá sér nýja bók, framhald hins geysivinsæla Júragarðs fólk gleypt í einum bita og skelf- ingu lostin börn. Virðist einfalt. En í kaupbæti fást saga tölvunn- ar, óreiðukenningin, rúmfræði Ev- klíðs, líkamsstarfsemi kambeðl- unnar og heil ósköp af DNA. „Hann er eini maðurinn sem ég þekki sem skrifar neðanmálsgrein- ar í bækur sínar,“ segir leikstjórinn Frank Marshall og Spielberg bætir því við að hann þekki engan mann sem búi yfir eins ríku hugmynda- flugi og Crichton. En ekki eru allir hrifnir af Cric- hton. Bókagagnrýnendur kvarta yfir því að persónusköpunin sé ekki upp á marga fiska, hann sé lítill rithöfundur en ágætur upp- fræðari. Vísindamenn eru heldur ekki ánægðir, segja hann „stepp- dansara með ritvinnsluforrit". Crichton kveðst löngu vanur þessu. „Mér var einu sinni líkt við leður- blöku,“ segir hann. „Setji maður leðurblöku innan um fugla er hún spendýr en í hópi spendýra telst hún fugl. Hjá fræðingunum og gáfumennunum er ég álitinn vin- sæll afþreyingarhöfundur en í þeim geiranum er ég talinn of fræðilega sinnaður. Ég virðist hvergi eiga heima.“ Varðandi það að persónu- sköpunin er ekki betri en raun ber vitni segir Crichton að hann leggi sig allan fram. „í öðru lagi er oft erfítt að gera sér grein fyrir því hvað rekur menn áfram. Ég tel ekki að maður geti vitað það og því hika ég við að festa það á blað. Og í þriðja lagi hef ég ekki sérlega mikinn áhuga á persónunum.“ . Þrátt fyrir að Crichton hafi ver- ið sagður nær ótæmandi hug- myndabrunnur, viðurkennir hann fúslega að fyrsta framhaldssagan sem hann skrifar beri ekki merki um hugmyndaauðgi. „Staðreyndin er sú að það er ekki hægt að fá alltaf nýjar og ferskar hugmyndir. Væri það svo, væru engar fram- haldssögur og -myndir gerðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.