Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 1
Kínverjar héldu heims- meistara- titlinum KÍNVERJUM tókst að halda heimsmeistaratitlinum í liða- keppni karla í fimleikum sem lauk í Japan i gær. Heima- menn náðu forystu í gær en frábær frammistaða Li Xia- oshuang í lokagreininni tryggði Kínverjum sigur. Jap- anir, sem höfðu nokkuð ör- ugga forystu eftir skyldu- æfingaraar, urðu í öðru sæti og Rúmenar í því þriðja og er það besti árangur þeirra á HM karla. Rússar, sem voru í 11. sæti eftir skylduæfing- arnar, náðu sér í íjórða sætið, en þeir höfðu verið taldir sig- urstranglegastir. Sigurður Lár. í við- ræðum við Völsung SIGURÐUR Lárusson hefur ekki verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Völsungs, eins og sagt var frá í gær. Sigurður, sem stýrði Völsungi til sigurs í 3. deild í sumar, hefur verið í viðræðum við Völsunga, en ekki hefur verið gengið frá samningi. PliOír0MittIþfe&Íí> 1995 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER BLAD Valur á góða möguleika á að komast áfram í Evrópukeppninni | Jafntefli við rússnesku meistarana ISLANDSMEISTARAR Vals komu svo sannarlega á óvart í gærkvöldi með því að gera 23: 23-jafntefli við rússnesku meist- arana úr CSKA Moskvu ífyrri leik liðanna í Evrópukeppninni, en leikurinn fór fram í Liibeck í Þýskalandi. Valsmenn sömdu um það við Rússana að leika báða leikina í Þýskalandi og var leikurinn í gær heimaleikur Vals. Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, var að vonum ánægður eftir leikinn. „Það má eiginlega segja að við höfum verið klaufar, því við komumst í 19:16 en þeir náðu síðan að jafna þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og tíminn var ekki nægur fyrir okkur til að knýja fram sigur," sagði Jón eftir leikinn. Valsmenn voru fyrirfram ekki taldir líklegir til afreka gegn rúss- nesku meisturunum, enda er hér á ferðinni eitt frægasta félagslið heims. „Jú, við bjuggumst frekar við að það hallaði á okkur, enda eitt frægasta félagið í heimi sem við erum að leika við. Við könnuðumst við nokkra leikmenn úr rússneska landsliðinu sem lék á HM, en liðið hefur samt misst nokkra leikmenn vestur yfír,“ sagði Jón. Hann sagði að leikurinn hefði ver- ið í járnum mest allan tímann, CSKA verið með undirtökin í fyrri hálfleik, en Valur í þeim síðari. Staðan í leik- hlé var 12:12. „Þetta er tvímæla- laust besti leikur okkar á tímabilinu, enda þarf slíkt á móti svona liði. Nú er það bara allt eða ekkert í síðari leiknum," sagði Jón. Þess má geta að leikurinn var harður, en engu að síður voru Vals- menn aðeins reknir tvívegis af velli og þeir rússnesku aldrei. Valsmenn fengu ekki eitt einasta vítakast í leiknum. / Bestu menn Vals að sögn Jóns voru Dagur Sigurðsson og Guðmund- ur Hrafnkelsson. „Þetta var allt ann- ar leikur en við höfum verið að leika heima í deildinni," sagði Guðmund- ur. „Vörnin var fín hjá okkur én það var helst að sóknin væri að klikka hjá okkur í fyrri hálfieik og þá voru þeir fljótir að refsa okkur með hraða- upphlaupum, en þeir erú fljótir í þau og það er í raun þeirra sterkasta hlið,“ sagði Guðmundur. Dagur Sigurðsson lék ótrúlega vel að sögn Jóns og var markahæstur með 8 mörk. Ólafur Stefánsson .skoraði fímm, Valgarð Thoroddsen og Sigfús Sigurðsson gerðu þijú mörk hvor, Júlíus Gunnarsson tvö og þeir Jón Kristjáns- son og Valur Amarson eitt mark hvor. Kemst Valur áfram? DAGUR SigurAsson lék mjög vel með Val í gær og gerðl átta mörk. Hann og félagar í Val elga góða mögulelka á að kom- ast áfram í Evrópukeppninni, en það er nokkuð sem menn bjuggust ekkl vlð. UEFAdæmir tvo Búlgari í tveggja ára keppnisbann TVEIR leikmenn Lokomótív Sófíu í Búlgaríu, Simeon Tchilibonov og Adalbert Zafirov, voru í gær dæmdir í tveggja ára bann frá knattspyrnu fyrir að ráðast á dómara i leik liðsins við Halm- stad í Evrópukeppni bikarhafa. Þeir réðust að hinum úkraínska dómara undir lok liksins er þeir töldu hann sleppa augljósri vítaspyrnu sem liðið átti að fá. í kjölfarið rak dómarinn þá tvo útaf og nú hafa þeir fengið refsingu. Þrír aðrir leikmenn liðsins voru settir í bann vegna þessa, en aðeins í tveggja leikja hver og félaginu var gert að greiða rúmlega 1,3 miHjónir króna í sekt. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Sviss fær skammir UEF A fundaði í gær vegna mót- mæla svissneska landsliðsins fyr- ir leikinn gegn Svíum í Evrópu- keppninni á dögunum, en þar héldu leikmenn á borða á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Á borðann var letrað „Hættu þessu Chirac!“. UEFA gaf Svisslend- ingum góðlátlega áminningu, en varaði þó við að næst þegar eitt- hvað í líkingu við þetta gerðist yrði beitt meiri hörku. íslensku strákamir áfram ÍSLENSKA landsliðið f knatt- spyrnu leikmanna 16 ára og yngri tryggði sér í gær rétt til áframhaldandi keppni í Evr- ópukeppninni. Liðið sigraði lið Norður-íra 3:2 og komst þar með áfram. Þorbjörn Atli Sveinsson kom ís- landi yfir með marki á 22. mínútu en Norður-írar jöfnuðu að- eins 6 mínútum síðar og komust síðan 1:2 yfir á 35. mínútu. Annar Framari, Valur Fannar Gíslason, jafnaði úr vítaspyrnu á 40. mínútu og þannig var staðan allt þar til á 73. mínútu að ívar Ingimarsson tryggði íslendingum sigur og áframhaldandi þátttöku með skallamarki. Framkvæmdaaðilar mótsins völdu Val Fannar Gíslason besta mann leiksins og einnig töldu þeir hann besta leikmann mótsins. Sigurinn þýðir að íslenska liðið kemst áfram og þarf að leika við sigurvegara úr öðrum riðli þar sem leika írland, Wales og Finn- land. Munu Iiðin leika tvo leiki sem skulu fara fram fyrir 15. maí í vor. Það lið sem sigrar í þessari viðureign kemst í átta liða úrslita- keppnina í Frakklandi í lok júlí. Islenska liðið í gær var þannig skipað: Ólafur Gunnarsson, Rúnar Ágústsson, Sigurður Elí Haralds- son, ívar Ingimarsson, Njörður Steinarsson (Edilon Hreinsson 46.), Árni Ingi Pétursson, Jóhann Guð- mundsson, Heiðar Sigutjónssson, Arnar Viðarsson, Valur Fannar Gíslason og Þorbjörn Atli Sveins- son. ÓLAFUR ÞORÐARSON ST1GAHÆSTUR í EINKUNNAGJÖF MORGUNBLAÐSINS / D2 f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.