Morgunblaðið - 08.10.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 08.10.1995, Síða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 229. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/RAX NAUTAAT Á MÝRUM Hæstiréttur Belgíu vill ákæra framkvæmdastjóra NATO Háværar kröfur um afsögn Willy Claes Brussel, Williamsburg. Reuter. Islamskir tölvuleikir ÍRANIR hafa ákveðið að snúa vörn gegn innrás amerískra tölvuleikja í sókn. Nú er að hefjast framleiðsla á íslömskum tölvuleik sem „leggur áherslu á íslömsk gildi og trú“. Unnið er að þróun leiksins í tölvurannsókna- veri í íslömskum fræðum í íran, að sögn íranska sjónvarpsins. Þar sagði einnig að fjöldaframleiðsla á honum myndi hefjast innan skamms, en eng- ar nánari upplýsingar voru gefnar. Nú þegar hefur rannsóknaverið gefið út Kóraninn og rit Ayatollah Kho- meinis á geisladiski fyrir tölvur. Vekjaraklukk- ur handa öllum BÖRN í breskum skóla hafa fengið að gjöf vekjaraklukku svo að þau geti mætt á réttum tíma í skólann. „Þau sem koma of seint í skólann segjast yfirleitt hafa sofið yfir sig. Nú geta þau ekki lengur borið því við,“ sagði Sheelagh Clement-Jones, skólastjóri í Newcastle. Mörg barn- anna eiga heima í hverfum þar sem fátækt og atvinnuleysi er mikið. Segir Clement-Jones að mörg barnanna þurfi sjálf að koma sér á fætur, þar sem foreldrarnir sofi fram á miðjan dag. Var því ákveðið að færa öllum 230 nemendunum í ellefu ára bekk vekjaraklukkur til að bæta úr þessu. Styrktu fyrirtæki á svæðinu vekjara- klukkukaupin. Eldur í far- þegarými BRESKUR námsmaður sem kveikti óvart í dagblaði sessunautar síns hef- ur verið sektaður um 25.000 kr. Óhappið varð er Richard Draycott, 21 árs, dró kveilgara sinn .upp og skemmti sér við að kveikja á honum í sífellu. Svo óheppilega vildi til að neisti fór í dagblað sessunautar Dray- cotts og varð af mikið bál. Þar sem þeir voru um borð í flugvél, olli atvik- ið miklu írafári, enda fylltist farþega- rýmið af reyk. Töldu flugstjórarnir um tíma að kviknað væri í einum hreyflinum og einn farþegi fékk astmakast. Var vélin kyrrsett í nokkr- ar klukkustundir vegna atviksins og Draycott færður til yfirheyrslu þar sem hann játaði að hafa stefnt öryggi allra sem um borð voru í hættu. MIKIL óvissa ríkir um framtíð Belgans Willy Claes í embætti framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, eftir að hæstiréttur Belgíu ákvað á föstudag að kreijast þess að hann yrði ákærður vegna spillingarmála. Claes er sakaður um spillingu og skjalafals í tengslum við kaup belgíska hersins á ítölskum Agusta- þyrlum árið 1988. Hann var þá efnahags- málaráðherra Belgíu. Belgísk dagblöð spáðu því í gær, laugar- dag, að Claes myndi segja af sér embætti. „Ef honum stendur ekki á sama um ímynd NATO ... lætur hann sjálfviljugur af emb- ætti,“ sagði De Gazet van Antwerpen. Og í grein í Het Laatste Nieuws sagði: „Claes verður að segja af sér. Getur einhver komið honum í skilning um það?“ Hæstiréttur Belgíu mun í næstu viku fara þess á leit við belgíska þingið að Claes verði sviptur þeirri þinghelgi, sem hann nýtur enn vegna þess tímabils er hann var ráðherra. Þingnefnd verður afhent niðurstaða hæsta- réttar á mánudag og mun hún líklega taka ákvörðun um framhald málsins á þriðjudag. Samkvæmt belgískum réttarhefðum getur einungis þingið tekið ákvarðanir um máls- höfðun á hendur stjómmálamönnum. Fýrrum varnarmálaráðherra Belgíu, Guy Coeme, verður væntanlega einnig sóttur til saka á svipuðum forsendum. Claes segist saklaus Sjálfur vísar Claes öllum ásökunum á bug og segist vera saklaus. „Ég hef ekki gert neitt af mér,“ sagði Claes á blaðamanna- fundi í Bandaríkjunum og bætti við að hvorki hann né lögmaður hans hefðu fengið neinar upplýsingar um ákvörðun hæstarétts. Hann sagðist bera fyllsta traust til réttarkerfisins og væri reiðubúinn að eiga samstarf við rann- sóknarnefnd þingsins vegna málsins. Aðspurður um framtíð sína sem fram- kvæmdastjóri NATO sagðist hann telja að hann væri rétti maðurinn til að veita banda- laginu áfram forystu. Hann sæi enga ástæðu til afsagnar. Fréttaskýrendur sögðu þetta enn einu sinni sanna hversu viðkvæmt væri að Claes gegndi embætti framkvæmdastjóra á meðan verið væri að rannsaka mál hans. Fjórir belgískir ráðherrar hafa sagt af sér embætti frá því í byrjun síðasta árs vegna málsins. ítalski þyrluframleiðandinn neitar að hafa greitt mútur vegna þyrlusölunnar. Simpson-málið DAGUR IÐNAÐARINS >000 % 1,A| # *■ \ \ ^FERÐ B

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.