Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rokkaður Fást BANDARÍSKI popparinn Randy Newman ræðst ekíci á garðinn þar sem að hann er lægstur, því hann hefur sett á svið söngleik sem byggður er á Fást eftir Johan Wilhelm von Goethe. í uppsetn- ingu Newmans er Guð fram- kvæmdastjóri sem hefur glatað tengslum við nútímann, djöfullinn er gamall og getulaus og Fást sjálfur nemandi við Notre Dame sem er sjúkur í tölvuleiki. Þessi nútímalegi Fást var frumsýndur um mánaðarmótin. Fást var settur upp í La Jolla leikhúsinu í Kalifomíu og gaf út- gáfufyrirtækið Warner-brothers út geisladisk með lögum úr söng- leiknum. Um svipað leyti var frum- sýndur söngleikur eftir Paul Simon og nóbelsverðlaunahafann Derek Walcott á Broadway sem nefnist „The Caperman". Hljóti söngleikimir náð fyrir augum áhorfenda og gagnrýnenda markar það tímamót í söngleikjum vestanhafs, að því er segir í Inter- national Herald Tribune en mörg- un þykir tími til kominn að hverfa frá endursýningum á gömlum söngleikjum á borð við „Grease“ og „Tommy“, eða þeim aragrúa sem Andrew_ Lloyd Webber hefur sett á svið. Áratugur er liðinn frá því drög voru lögð að „Fást“ og „The Caperman" en illa hefur gengið að fjármagna verkin. Kennir Newman þeim sem ráða á Broadway þar nokkru um. Fer hann ófögmm orðum um Broad- way og segir þar fátt um fína drætti, ólíkt sem verið hafi fyrr á árum. Nú sé vænlegri kostur að horfa á sjónvarpið en að fara á Broadway-sýningu. Stórfengleg hugmynd Randy Newman las Fást í fyrsta sinn á sjöunda áratugnum og seg- ist hafa heillast af. „Þetta var svo stórfengleg hugmynd, með guði og djöflinum. Mér fannst að ég gæti gert hana að minni, bætt hveiju sem er við hana og segja það sem ég vildi.“ Efasemdir eru um að verkið nái fótfestu, sökum þess hversu drungalegt það er. Hins vegar er talið gulltryggt að tónlistin muni njóta vinsælda en á Fást-geisla- disknum koma m.a. Linda Ron- stadt, James Taylor, Elton John og Bonnie Raitt fram. Brátt birtíst Smilla á léreftinu Bille Augnst leikstýrir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Danski leikstjórinn, Bille August, hefur í höndum handritið að kvikmynd eftir sögu Peter Höegs um hina grænlensku Smillu og þrjátíu milljónir Bandaríkjadala til kvikmyndarinnar. Það hefur hins vegar reynst erfitt að finna hina réttu Smillu, sem bæði höfðaði til þeirra sem fjármagna mynd- ina og félli að persón- unni. Eftir að Jodie Foster hafnaði hlut- verkinu hefur Julia Ormond nú orðið fyrir valinu. Að sögn Bille Augusts er hún ein þeirra ungu leikkvenna, sem hvað mestar von- ir eru bundnar við. Bók Peter Höegs, Lesið í snjó- inn, hefur dvalið langdvölum á metsölulistum austan hafs og vestan og hin hálfdanska og hálf- grænlenska Smilla er mörgum kunn. Nú á að koma sögunni á léreftið og til þess var Bille August fenginn. Höeg hefur verið viðriðinn handrita- gerðina, ásamt Aug- ust. August hefur eins og kunnugt er leikstýrt myndum eins og Pelle sigur- vegara eftir sögu Martin Andersen Nexö, en einnig stórmynd eins og Húsi andanna eftir samnefndri sögu Isabellu Allende. Líkt og Hús andanna á myndin um Smillu að vera stórmynd, bæði dýr, með þekktum bandarískum leikurum, og auðvitað á ensku. Jodie Foster varð fyrir valinu en hún hafnaði hlutverkinu. Ekki vantaði þó áhugasamar leikkonur, en á endanum' varð Julia Ormond ofan á. August segir hana hafa allt sem til þurfi; nærveru á léreft- inu og viðkvæmni, hæfileika og útgeislun, ómótstæðilega fegurð, en jafnframt jarðbundna og óspillta af velgengninni. Hún er nú víða á léreftinu í „The First Knight“, en lék einnig í „The Age of Innocence“. Framkvæmdaáætlun myndar- innar hljóðar upp á þijátíu milljón- ir Bandaríkjadala. Svo dýr mynd þýðir að ekki kemur til greina annað en myndin verði á ensku. Upptökur hefjast í mars á næsta ári. Innahúsupptökur verða í Dan- mörku, rétt eins og við Hús and- anna, en útiupptökur verða gerðar á Grænlandi. Myndin verður vænt- anlega frumsýnd 1997. VERK eftir Kristin Má Pálmason. Skreytikennt MYNPLIST Listhúsið Greip MYNDVERK Kristimi Már Pálmason Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga til 15. október. Aðgang- ur ókeypis. ÞAÐ var með nokkurri eftirvænt- ingu, að rýnirinn nálgaðist sýningu Kristjáns Más Pálmasonar á dögun- um. Og það var ekki að ástæðu- lausu, því listspíran var með dug- mestu nemendum málunardeildar MHÍ er útskrifuðust á sl. ári. Mynd- verk hans einkenndust af mjúku samspili tví- og þrívíðrar strangfl- ataforma, með ríkri áherslu á hið efniskennda og samspil grátóna, en þó með nokkurri tilheigingu til frá- vika og kynlegra vinnubragða. Hafi rýnirinn svo búist við beinni þróun frá þessum vinnubrögðum verður hann að viðurkenna von- brigði sín, því nú eru það kynlegu vinnubrögðin, sem hafa náð yfir- höndinni. Myndheimurinn sem fyrr- um var svo sterkt afmarkaður og rökréttur líkt svífur í tómarúmi, og formanirnar eru eins og í miðri stjömuþoku langt úti í óravíddum geimsins. Grunnvinnan er sem fyrr hnitmið- uð og rökrétt, en hún byggist á sporöskjulaga kúptu formi, sem gerandinn vinnur hugmyndir sínar á. Útfærslan er svo algjör andstæða grunnformsins, laus og flöktandi og minnir á hlutvakin form í tíbrá, eða eigum við kannski að segja mylgr- ingi í björtu veðri. Jafnframt bera þau sterkan svip af hugmyndafræði og því sem á máli fagmanna nefnist „kitsch" og er þá átt við ódýr og yfirborðsleg vinnubrögð, og menn hafa reynt að þýða sem hnoð eða glingurlist, en gengur ekki alveg upg , því hugtakið er svo víðfeðmt. Á þennan hátt leikur Krisján Már sér að andstæðum, en útkoman verður eitthvað svo ósannfærandi og. satt að segja svífandi á líkan hátt og formin á ytra byrði mynd- flatarins. Það er nú fullkomlega réttlætan- legt að ungir rannsaki möguleika myndflatarins á þennan hátt, en sennilega eiga slíkar tilraunir meira erindi sem áfangi í átakamiklu ferli og úrvinnslu á vinnustofu, en á opin- beran vettvang. Kornungum hæfi- leikamanni eins og Kristjáni Má á ekki að liggja neitt tiltakanlega á, og teikningarnar í kjallara sem eru eins konar tímadráp á vinnustað bera vott um að fijáls og óþvinguð vinnubrög og virkjun hugsæisins séu mun frekar styrkur hans. Bragi Ásgeirsson Stríðsherra ger- ist munkur MYND eftir Jóhann G. N áttúrustemmningar KVIKMYNDIR Háskólabíó FREISTING MUNKS „TEMPTATION OF A MONK“ ★ ★ Leikstjóri: Clara Law. Aðalhlutverk: Joan Chen. Sýnd á vegum Hreyfl- myndafélagsins og Háskólabíós í til- efni 100 ára afmælis kvikmyndalist- arinnar. ÖNNUR myndin í 100 mynda flokki Háskólabíós og Hreyfi- myndafélagsins, sem sýndar verða ein á eftir annarri í tilefni eitt hundrað ára afmælis kvikmynda- - kjarni málsins! listarinnar, er kínversk örlagasaga frá sjöundu öld sem heitir Freist- ing munksins og er um stríðsherra sem gerist munkur. Leikstjóri er Clara Law, þekkt fyrir myndina Haustmána, og með aðalhlutverk- ið fer Joan Chen, sem haslað hef- ur sér völl í Hollywood en leikur hér á móðurmáli sínu. Aðalpersóna myndarinnar er hershöfðinginn Shi, einn af stríðs- herrum Tang-ættarinnar, sem svíkur prins sinn í hendur óvinum hans en í stað þess að taka við virðingarstöðunni sem hershöfð- ingjanum og fjölskyldu hans ber í kjölfarið sækir samviskan svo á hann að hann lætur sig hverfa og verður eftirlýstur um landið. Hann leitar athvarfs í klaustri ásamt nokkrum undirmönnum sínum þar sem þeir ráðgera árásir á Tang- veldið en seinna leitar hann innri friðar, sem þó verður ekki fullkom- inn fyrr en hann hefur mætt höf- uðandstæðingi sínum, hershöfð- ingjanum er fékk hann til að bregðast prinsinum. Freisting munksins er tæpir tveir tímar að lengd og Clara Law lætur frásögnina Iíða mjög hægt áfram og er það helsti gallinn við myndina. Hún er ekki laus við góðlega gamansemi þótt viðfangs- efnið sé mikil sálarkrísa stríðsherr- ans sem leitar aflausnar með munklífi en gamansemin tengist að mestu dvöl hans með 100 ára gömlum munki í litlu klaustri þar sem hlutirnir eru ekki teknir sér- lega alvarlega. Bardagasenurnar jafnast fyllilega á við þær í „Braveheart“ hvað blóðsúthelling- ar snertir, höfuð, handleggir og fætur rúlla um jörðina samfara miklum gusugangi, og leikurinn er í flesta staði mjög stílfærður, þungur og alvarlegur á bak við þykka andlitsförðun í einhverskon- ar kabúkístíl. Myndin krefst mikils af áhorf- andanum en það er ekki víst hann fái það endugoldið. Clara Law hefur fundið hijóstruga og ber- angurslega og líflausa tökustaði sem henta ágætlega efniviðnum en einhvern veginn verða persónur myndarinnar og ástarsagan í mið- punktinum alltaf talsvert fjarlæg manni í hinum hæga frásagnar- hætti. Arnaldur Indriðason OPNUÐ verður málverkasýning í Sparisjóðnum í Garðabæ, Garða- torgi 1, á verkum Jóhanns G. Jó- hannssonar, tónlistar- og myndlist- armanns, í dag, sunnudag, kl. 14 til 17. Sýningin verður síðan opin á opnunartíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30 til 16 alla virka daga og alla sunnudaga til 26. nóvember frá kl. 14 til 18. Jóhann G. er fæddur í Keflavík. Tónlist var aðalstarf Jóhanns til 1971, en þá hélt hann sína fyrstu einkasýningu. Upp frá því vinnur hann jöfnum höndum að myndlist og tónlist. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga í Reykjavík og víða og tekið þátt í nokkrum samsýning- um. Á sýningunni mun Jóhann sýna verk sem unnin eru með blandaðri tækni og vatnslitamyndir. Myndirn- ar eru allar unnar á þessu ári og er aðalviðfangsefni hans að mestu náttúrustemmingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.