Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 13 LISTIR 3-5 HÓPURINN er skipaður níu hljóðfæraleikurum. Morgunblaðið/Sverrir 3-5 HÓPURINN efnir til kamm- ertónleika á Litla sviði Borgar- leikhússins næstkomandi þriðju- dag klukkan 20.30. Verða þetta fyrstu tónleikarnir í nýrri Tón- leikaröð Leikfélags Reykjavíkur. 3-5 hópurinn er nýr af nálinni en hann dregur nafn sitt af þess- um tríó- og kvintettsamsetning- um. Hópinn skipa níu góðkunnir hljóðfæraleikarar: Elísabet Wa- age hörpuleikari, Laufey Sig- urðardóttir fiðluleikari, Sigur- laug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Sesselja Halldórsdóttir víólu- leikari, Richard Talkowsky sellóleikari, Asdís Arnardóttir sellóleikari, Lovísa Fjeldsted sellóleikari, Ólöf Sesselja Ósk- arsdóttir sellóleikari og Guðrún Birgisdóttir flautuleikari. A efnisskránni kennir margra grasa. Fyrst verður boðið upp á Tríó fyrir fiðlu, selló og hörpu eftir J. Ibert. Þá verður flutt Musica Notturna a cinque op. 90 fyrir fjögur selló og hörpu eftir L.V. Daldeu. Síðasta verkið Fyrstu tón- leikar 3-5 hópsins fyrir hlé verður Divertimento fyrir hörpu og strengjakvartett eftir S. Natra. Að loknu hléi flyt- ur 3-5 hópurinn verkið Voyage au „Pays du Dentre" fyrir flautu, fiðlu, víólu, selló og hörpu eftir G. Pierne. Tónleik- unum lýkur síðan á Quintette fyrir hörpu og strengjakvartett eftir P. Houdy. Sjaldgæf hljóðfæraskipan Elísabet Waage segir að þetta sé skemmtileg blanda af róman- tískum og nútímalegum verkum. Verkin eru samin á árunum 1936-1984 og eru tónskáldin frá Frakklandi, Hollandi, ísrael og Kanada. „Við erum mjög ánægð með þessa efnisskrá og það er til dæmis mjög skemmtilegt að geta flutt verk fyrir hörpu og fjögur selló en sú hljóðfæraskip- an er mjög sjaldgæf." Elísabet lýkur lofsorði á fram- tak Leikfélags Reykjavíkur. Forvitnilegt verði að sjá hvernig salir Borgarleikhússins reynist sem tónleikasalir. „Við völdum Litla sviðið. Við höldum að það henti okkur best. Salurinn er notalegur og síðan er nálægðin við áheyrendur alltaf mikil- væg.“ 3-5 hópurinn var myndaður fyrir tónleikana á þriðjudags- kvöldið en Elísabet vonar að framhald verði á samstarfinu. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en við höfum ekki gert neina áætlun ennþá. Þegar tónlistarfólkið er svona margt er mjög erfitt að finna æfinga- tíma sem hentar öllum. Vonandi gefst okkur þó tækifæri til að koma saman aftur.“ Tónlist fyrir alla hljómar á ný NÚ hljómar Tónlist fyrir alla á ný fjórða veturinn í röð og fyrstu þrír tónlistarhóparnir að fara á kreik. Enn bætast nú við skólar sem taka þátt í Tónlist fyrir alla, fleiri nem- endur og fleiri flytjendur. Alls munu 50 tónlistarmenn flytja á þrettánda þúsund nemendum tónlist sína á 250 tónleikum í vetur, í Kópavogi og Árnessýslu, á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum, auk tónleika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í mars á næsta ári. Strax nú í byijun október verða 50 tónleikar, Blásarakvintett Reykjavíkur leikur fyrir grunn- og framhaldsskóla- nemendur á Suðurnesjum, Sverrir Guðjónsson, Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason flytja nem- endum í Kópavogi tónlist sína og flautuleikararnir Guðrún S. Birgis- dóttir og Martial Nardeau ásamt Pétri Jónassyni gitarleikara leika fyrir nemendur i Borgarnesi, á Stykkishólmi og Grundarfirði. Veigamikill þáttur í þessu starfi hefur verið opinbert tónleikahald í tengslum við skólatónleika, þar sem m.a. foreldrum gefst færi á að njóta góðrar tónlistar með börnum sínum. Þessir almennu tónleikar verða sem hér segir í tengslum við skóla- tónleikana 6.-13. október; Grindavíkurkirkja mánudag 9. október kl. 20. Flytjendur: Blásara- kvintett Reykjavíkur. Borgarneskirkja miðvikudag 11. október kl. 20.00. Flytjendur: Guð- rún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau, flautur, og Pétur Jónas- son, gítar. Ytri-Njarðvíkurkirkj a fimmtudag 12. október kl. 20.00. Flytjendur: Blásarakvintett Reykjavíkur. Stykkishólmskirkja fimmtudag 12. október kl. 20.00. Flytjendur: Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau flautuleikarar og Pétur Jónasson gítarleikari. Digraneskirkja laugardag 14. október kl. 17.00. Flytjendur: Sverrir Guðjónsson kontratenór. Camilla Söderberg, blokkflautur, og Snorri Örn Snorrason, lúta. Auk hópanna þriggja sem hér er nefndir taka þessir þátt í Tónlist fyrir alla í vetur: Tjarnarkvartett- inn, Djasskvartett Reykjavíkur, Hljómskálakvintettinn, Bernardel- kvartettinn, Hrólfur Vagnsson harmóníkuleikari og Pétur Grétar Grétarsson slagverksleikari, söng- konurnar Ágústa S. Ágústsdóttir og Harpa Harðardóttir ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleik- ara; Guðni Franzson klarinettuleik- ari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og blásarakvintett skipaður Hall- fríði Ólafsdóttur, sem leikur á flautu^ Hólmfriði Þóroddsdóttur, óbó, Ármanni Helgasyni, klarinett, Brjáni Ingasyni, fagott, og Emil Friðfinnsyni, horn. Leirlist MYNPLIST Stöðlakot LEIRLIST Margrét Salóme Guimarsdóttír. Opið frá 14-18 alla daga til 15. október. Aðgangur ókeypis. ÞÆR eru óneitanlega dugmiklar valkyijurnar sem standa að Art Hún, því ekki er ýkja langt síðan þær sýndu í Listhúsi í Laugardal, og nú hefur ein þeirra, Margrét Salóme Gunnarsdóttir, opnað sína fyrstu einkasýningu í Stöðlakoti. Jafnframt geta áhugasamir nálgast gripi listakvennanna og myndverk í hinu glæsilega húsi þeirra að Stangarhyl. Margrét Salome er öðru fremur þekkt fyrir stór og ábúðarmikil verk, þar sem blái liturinn og skreytið eru í öndvegi, og þótt hún rói á svipuð mið núna eru formin í verkum hennar mun efnismeiri og jarðbundnari, svo sem við gestinum blasir um leið og hann gengur inn í hið vinalega listhús. Þar taka á móti honum sex íhvolf ker á stalli og ytra byrði þeirra er grófara og upprunalegra en áður hefur sést til listakonunnar. Tilhneiginguna til skreytisins hefur hún jafnframt flutt yfir á innra byrði þeirra, sem telst um sumt sérstæður gjörning- ur. Sjálf uppsetningin verður sterk- ari og óvenjulegri við þessa innsetn- ingu í rýmið, en aftur á móti er erfiðara að gera sér grein fyrir formrænum styrk hvers fyrir sig. Kerunum sem öll nefnast „Dýpt“ er svo trúlega síður ætlað nytsemis- hlutverk en að standa ein og sér, og vega þannig salt á milli hins hagnýta og að vera frístandandi myndverk. Er komið er niður stig- ann að ofan blasir miðsvegar við stakt ker á hvítum stalli og tekur sig mun betur út. Háir og aflangir stjakar, sem bera réttilega samheit- ið „Drangar“ virka meira sem hlut- ir notagildis, en teljast þó mun nær skúlptúrhugtakinu. En svo eru á sýningunni nokkur verk sem nefnast „Tónbrot“ og sem eru ekkert annað en hreint og ótví- rætt skúlptúrform, en bera þó meira svip af því að vera mótuð af leirlist- arkonu en myndhöggvara, því hér skortir nokkuð á ótvíræða mótunar- lega undirstöðu. Er um að ræða fiðluform, sem gerandinn með- höndlar mjög fijálslega, en dregur þó fram heildarform hljóðfærisins, þótt stundum.sé það einungis hálf- mótað og sveigt. Hér höfðuðu verk- in niðri, „Þögn“ (5) og „Minning" (15) einkum til mín fyrir hina möttu og jafnframt fögru áferð brennda leirsins. Styrkur sýningarinnar felst ótví- rætt í því, að Margrét Salómé vinn- ur af meiri formrænum krafti, hef- ur nálgast náttúrulega eiginleika leirsins, og er því öllu jarðbundnari í listsköpun sinni en áður. Bragi Ásgeirsson Það er allt á floti KVIKMYNPIR Iláskólabíó, Bí ó hö11 i n , Borgarbíó Akurcyri VATNAVERÖLD(WAT- ERWORLD) + +Vi Leikstjóri Kevin Reynolds. Kvik- myndatökustjóri Dean Semler. Tón- list James Newton Howard. Aðalleik- endur Kevin Costner, Dennis Hopp- er, Jeanne Tripplehom, Tina Major- ino. Bandarísk. Universal 1995. FÁAR myndir hafa fengið jafn- mikið, og oftar neikvætt umtal og Vatnaveröld enda gekk á ýmsu á meðan tökur stóðu yfir. Hún nýtur þess vafasama heiðurs að vera dýr- asta mynd kvikmyndasögunnar, ólánið elti kvikmyndagerðina, risa- vaxnar sviðsmyndir uppá milljónir dala sukku til botns, leikstjórinn, Kevin Reynolds, var rekinn, svo mætti lengi telja. Það kemur svo á daginn að Kevinarnir hafa gert hressilega afþreyingu sem er betri en maður þorði að vona. Okkur er skellt inní framandi, forvitnilega framtíðarveröld þar sem hafið er umhverfis og allt um kring. Menn eru búnir að fordjarfa Jörðinni svo hún liggur undir vatni en sögur herma að þurrlendi sé að finna en enginn veit hvar. Lykillinn skráður í húðflúri á unglingsstúlku. Ævintýralegur efnisþráður en samtölin eru furðulega veikbyggð miðað við allan fjáarausturinn. Sem betur fer eru stór nöfn hér innan- borðs, kvikmyndatökustjórinn Dean Semler, sem vann með Costner við gerð Dansar við úlfa og tónlistar- maðurinn James Newton Howard. Báðir þessir frábæru listamenn eiga bestu þættina í Vátnsveröld. Hins- vegar er leikurinn upp og ofan. Costner siglir lygnan sjó í heldur léttu hlutverki einfarans „Sæfara", stökkbreytts (er komihn með tálkn) skipstjóra á tvíbytnu sem verður þungamiðja atburðarrásarinnar. Je- anne Tripplehorn er glæsileg kona en afleit leikkona og Dennis Hopper stendur sig lítið skár í enn einu óþokkahlutverkinu. Þrátt fyrir bærilegan árangur og góðan á sumum sviðum vefst það þó tæpast fyrir neinum að hér hefur verið mikið bruðlað með fé. Nokkrar sviðsmyndir hafa greinilega kostað aurinn sinn annars kemur maður ekki auga á hvað orðið hefur af á annað hundrað milljónum dala. Sæbjörn Valdimarsson Útgáfuröðin Pottþétt SPOR hf. og Skífan hf. hafa sam- starf um útgáfu nýrrar útgáfuraðar. Nafn útgáfunnar er „Pottþétt" og er áætlað að hún komi út u.þ.b. árs- íjórðungslega auk þess sem úrval laga hvers árs kemur út í nóvember- lok hvert ár, sem sagt fimm útgáfur á ári. Það sem eftir lifir þessa árs munu koma út „Pottþétt 1“ og „Pott- þétt 2“ auk þess sem úrval ársins kemur út á „Pottþétt 95“. Fyrirtæk- in munu skiptast á um að sjá um dreifingu útgáfanna og hefur það komið í hlut Spors hf. að sjá um fyrstu útgáfuna. I kynningu segir: „Útgáfu safn- platna, sem innihalda vinsælustu lögin á hveijum tíma, hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu og hefur þróunin orðið sú að í flestum löndum Evrópu hafa slíkar útgáfur jafnan náð metsölu. Safnplötur eiga langmestan þátt í því að veruleg aukning hefur orðið á sölu hljóm- platna í Evrópu undanfarin ár og er það von útgefendanna að með útgáfu á „Pottþétt" röðinni verði einnig stigið afgerandi skref í þá átt hér á landi.“ Okkar árlega BORÐDUKA UTSALA hefst mánudag - Opnum kL 9.00 Straufríir matar- og kaffidúkar, allar stæröir - Kínverskir handunnir dúkar - Blúndudúkar - Flauelsdúkar - Jóladúkar smáir og stórir Ódýr, straufrí borðdúkaefni 6 UppsetningaSúðin, Hverfisgötu 74, sími 552 5270.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.