Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FRETTIR Sviðsverk um Guðrúnu Gjúkadóttur frumsýnt í Danmörku næsta sumar Haukur Tómasson semur tónlistina Kaupmannahöfn, Morgunblaðið. GUÐRÚN Gjúkadóttir verður ein af meginper- sónunum á evrópska menningarárinu í Kaupmannahöfn næsta sumar. Haukur Tómas- son tónskáld semur tónlistina við sviðsverk eftir sögu hennar, því eins og Louise Beck, forstöðukona verksins, sagði í samtali við Morgunblaðið þá eru íslensk tónskáld einu norrænu tónskáldin, sem enn hafa einhveij- ar norrænar rætur. Um er að ræða sviðsverk Haukur fyrir söngvara og leik- ara, hvorki óperu né leikrit, heldur er verkið eigin gerðar. Það verður flutt í gamalli þurrkvi við höfnina og verður siglt þangað með áhorf- endur. Sýningarnar eiga að hefjast kl. 22 og verður frumsýning 26. júlí. Verkið er kostað af hópi velunnara, með Peter Bröste forstjóra í farar- broddi, en það var hann sem á sínum tíma stofnaði til bjartsýnisverðlaun- anna. Vemdari sýningarinnar er Vig- dís Finnbogadóttir forseti. Louise Beck er 29 ára gömul og nam sviðsmyndagerð í London, þar sem hún hefur verið búsett og starf- andi undanfarin ár. Hún fékk hug- myndina að sviðsverki í þurrkví, þeg- ar hún sá slíkt mannvirki í Stokk- hólmi fyrir fjórum árum. Síðan hefur hún leitað að annarri góðri kví, sem fannst svo á Hólmanum í Kaup- mannahöfn, en það er umsvifasvæði hersins, sem verður lagt niður á næstunni. Þá flytja nokkrir listaskól- ar og aðrar menningarstofnanir inn á svæðið. Þurrkvíin er gríðarmikið mann- virki, ristir tíu metra í sjó og hefur ekki verið notuð í nokkra áratugi. Þegar Louise Beck sá þetta yfirgefna mannvirki fór hún að velta fyrir sér hvaða gleymdu sögu hægt væri að segja þar og varð þá hugsað til norr- ænnar goðafræði, sem leiddi hana yfir í Eddukvæðin og sögu Guðrún- ar. Hún ákvað að leiða saman tón- list, texta og leik. Hvað tónlistina varðar varð henni strax hugsað til íslensks tónskálds, því íslensk tón- skáld væru einu norrænu tónskáldin, sem hefðu varðveitt í sér upprunaleg- an norrænan tón. Eftir að hún hafði kynnt sér íslensk verk varð Haukur Tómasson fyrir valinu. Guðrún verð- ur annars vegar túlkuð af söngkonu en hins vegar af leikkonu. Leikstjór- inn er enskur, en Beck gerir leikmyndir og búninga. Sú leið var farin við fjármögnun að hafa samband við fyrirtæki og þeim boðið að kaupa miða á þúsund krónur danskar, um 11.500 ís- lenskar krónur. Miðana geta fyrirtækin svo not- að til að gleðja vini og velunnara og um leið stutt uppsetningu verksins. Ahorfendur verða fluttir með ferju frá Kristjánshöfn og Tómasson Löngulínu, en á báðum stöðum eru góð veit- ingahús, sem samvinna verður við um máltíðir fyrir sýningargesti. Tónsmíðin um Guðrúnu óskaverkefni Verkefni tónskáldsins hljómar eins og óskaverkefni. í samtali við Morg- unblaðið tók Haukur Tómasson und- ir það. Verkefnið væri ævintýralegt, en ýmislegt snúið í útfærslunni. Margir koma við sögu og erfitt væri að samhæfa svo stóran hóp. Nota verður hljóðkerfi til að tryggja að hljóðið skili sér jafnt til allra í því gríðarlega rými, sem þurrkvíin er. í sambandi við sjálft efnið sagði Haukur að í mörg horn væri að líta. Hann sagðist annars vegar vinna út frá Eddukvæðum, en hins vegar vinna að því í samvinnu við leik- stjóra, textahöfund og sviðsmynda- hönnuð að tvinna saman leik, texta og tónlist. Fyrir utan hefðbundna vinnu við tónsmíðarnar sagði Haukur að vinnan fælist einkum í að sam- ræma hugmyndir þeirra sem vinna að sýningunni til að ná fram sem sterkustum áhrifum við samtvinnun listgreinanna. Textinn við tónlistina er brot úr Eddukvæðum, en alls kem- ur Guðrún við sögu í tíu þeirra. Haukur sagði að verkið líktist óperettu að því leyti að þar skiptist á talaður texti og sunginn, en töluðu textarnir væru líka stundum með tónlist og stíliinn væri á engan hátt óperulegur. Enn væri margt óljóst í útfærslunni og sjálfur væri hann rétt hálfnaður með tónsmíðarnar. Hvemig úrlausnin verður kemur svo í ljós 26. júlí og vonast aðstand- endur eftir því að næsta sumar verði þriðja veðursæla sumarið í röð, því veðurguðirnar Ieika ekki lítið hlut- verk í verkinu. kjarni malsins! Sýning Thorvalds- ensfélagsins THORVALDSENSFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur nú upp á 120 ára afmæli sitt. A föstudaginn opnaði borgarsljórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sýningu í Ijarnarsal Ráðhúss Reykjavík- ur. A sýningunni er saga félags- ins sögð í myndum og máli. Sýningin er opin í dag, sunnu- dag 8. október, frá klukkan 12 -18. Rekstur og andleg leiðsögn í Biblíuskólanum BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur námskeið sem ber heitið Rekstur og andleg leiðsögn. Nám- skeiðið verður þijú kvöld, 10.-12. október. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir starfsmenn, stjórnir og nefnd- arfólk, en er öllum opið. Á dagskrá verður m.a. andleg leiðsögn og hlut- verk stjórna í henni. Undirbúning- ur, skipulag og markmiðssetning, samvinna og vérkaskipting. Leiðbeinandi verður norski prest- urinn Harald Kasse Hammer. Kennt verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Innritun lýkur mánudaginn 9. okt. og kostar nám- skeiðið 1.000 kr. Námskeið um rökrænt hugarfar SKRÁNING á námskeið um rök- rænt hugarfar stendur nú yfir á vegum Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings. Kenndar verða aðferðir sem m.a. hafa reynst vel gagnvart kvíða, reiði, sektarkennd og vanmeta- kennd. Með því að vinna markvisst á slíkum tilfinningum hefur mörg- um tekist að tileinka sér árangurs- ríkara og betra líf. Námskeiðið verður mánudags- kvöldin 9., 16. og 23. október frá kl. 20-22 og kostar 5.000 kr. Laddi á Hótel íslandi í vetur SKEMMTUN Ladda, sem verið hef- ur á veitingastaðnum Ömmu Lú, flyst nú í Ásbyrgi, austursal Hótel íslands. Skemmtunin, sem er nú breytt og endurbætt, verður öll föstudags- og laugardagskvöld í vetur. Að lokinni sýningu munu Magn- ús, Jóhann og Pétur Hjaltested sjá um tónlistina í Ásbyrgi. Sýningu Björgvins Halldórssonar, „Þó líði ár og öld“, er fram haldið í aðalsal Hótels íslands á laugardagskvöld- um og þar leikur hljómsveitin Karma að lokinni sýningu. Ganga undir fullu tungli ÚTIVIST fer í sína fyrstu kvöld- göngu í haust undir fullu tungli sunnudagskvöldið 8. október. Lagt verður af stað í rútu frá Umferðar- miðstöðinni kl. 20. Gönguleiðin verður valin eftir því hvort bjart verður af tungli eða ekki. Kveikt verður lítið ijörubál og ýmislegt sér til gamans gert. Kom- ið verður til baka fyrir miðnætti. Engir stórir skellir í 1. umferð SKAK Skákmiðstöðin, Faxaíeni 12: Deildakeppni Skáksam- bands íslands Fyrri hluti, 6.-8. október 1995. Ekkert burst varð í 1. umferð þrátt fyrir að sveitir Taflfélags Reykja- víkur og Skákfélags Akureyrar mættu eigin B-sveitum. ÞAÐ horfir til æsispennandi keppni í 1. deildarkeppni Skák- sambands íslands. Úrslit í fyrstu umferð benda engan veginn til þess að neitt lið verði með ör- ugga forystu eftir fyrri hluta keppninnar. Bæði TR og SA unnu eigin B-sveitir með minni mun en spáð hafði verið. Reglur keppninnar segja að eigi félag tvær sveitir í sömu deild skuli þær mætast innbyrðis strax í fyrstu umferð. Það var greinilegt að B-sveitarmenn í TR og SA voru ekki á þeim buxunum að færa félögum sínum neina vinn- inga á silfurfati. Taflfélag Garðabæjar sem styrkti sveit sína verulega fyrir þessa keppni náði þó aðeins að sigra Taflfélag Kópavogs með minnsta mun. Taflfélagið Hellir hefur ekki staðið undir væntingum eftir að félagið kom í 1. deild en hefur nú einnig styrkt sveit sína mikið og sigraði Skákfélag Hafnar- fjarðar mjög örugglega, 5 V2— 2'/o. Það eru því allar líkur á að Iiellir verði loksins í toppbarátt- unni. Úrslit 1. umferðar: 1. deild: Tf. Kópavogs — Tf. Garðabæjar 3 'A-4'A Sf. Akureyrar, A — Sf. Akureyrar, B 6-2 Tf. Reykjavíkur A — Tf. ReykjavíkurB 5 'A—2‘A Hellir —Sf. Hafnarfjarðar 5 'A—2‘A Staðan í 1. deild 1. Skákfélag Akureyrar, A 6 v. 2.-3. Taflfélag Reykjavíkur, A 5 'A v. 2. -3. Taflfélagið Hellir 5‘A v. 4. Taflfélag Garðabæjar 4‘A v. 5. Taflfélag Kópavogs 3'A v. 6.-7. Taflfélag Reykjavíkur, B 2'A v. 6.-7. Skákfélag Hafnarfjarðar 2‘A v. ^8. Skákfélag Akureyrar, B 2 v. Úrslit í 2. deild: UMSE, A — Tf. Akraness A 3-3 Tf. Reykjavíkur C — Tf. Reykjavíkur D 4-2 Tf. Vestmannaeyja A — Tf. Kópavogs, B 4 ‘A-l ‘A Sf. Akureyrar C — Skáksb. Vestfj. 3- 3 Staðan í 2. deild: 1. Taflfélag Vestmannaeyja 4'A v. 2. Taflfélag Reykjavíkur, C 4 v. 3. -6. UMSE A, Skákfélag Akureyrar C, Skáksamband Vestfjarða A og Tafl- féiag Akraness A 3 v. 7. Taflfélag Reykjavíkur D 2 v. Jh Taflfélag Kópavogs B 1 'A v. Úrslit í 3. deild: Tf. Reykjavíkur G — Tf. Reykjavíkur F 4 'A-l 'A Skáksb. Austurlands — Sd. Keflavíkur A 2 'A—3 'A Sf. Selfoss og nágr. — U SAH 2-4 Tf. Hellir B — Tf. Hólmavikur 1 'A-4 'A Staðan í 3. deild: 1.-2. Taflfélag Reykjavíkur C ogTafl- félag Hólmavíkur 4'A v. 3. USAH 4 v. 4. Skákfélag Keflavíkur A 3'A v. 5. Skáksamband Austurlands 2 'A v. 6. Skákf. Selfoss og nágrennis 2 v. 7.-8. Taflfélagið Hellir B og Taflfélag Reykjavíkur F 1 'A v. Úrslit í 4. deild, A riðill Sf. Keflavíkur B — Tf. ReykjavíkurH 4 ’A-1'A Tf. Garðabæjar B — Tf. Kópavogs C 5-1 Úrslit í 4. deild, B riðill: Tf. Hellir C — Tf. Reykjavíkur I 3 '/2-2 ‘A Tf. Reykjavíkur E — Tf. Garðabæjar C 4 'A—1 'A Keppni í C riðli 4. deildar fer fram á Akureyri. Anand gefst upp Áskorandi Kasparovs, heims- meistara, Indveijinn Anand, hef- ur í raun gefist upp í einvígi þeirra í New York um heims- meistaratitil atvinnumanna. An- and hafði hvítt í 15. skákinni og féllst á jafntefli eftir aðeins 16 leiki. Sextándu skákinni lauk einnig með jafntefli eftir aðeins 20 leiki. Það er greinilega allur vindur úr Anand og Kasparov þarf aðeins hálfan vinning til viðbótar til að tryggja sér titil- inn. Staðan er orðin 9 'A-6 'A og aðeins á eftir að tefla fjórar skákir. Fimmtándu skákinni var fre- stað um tvo tíma vegna bilunar í loftræstingu. Anand vildi að skákin hefðist þrátt fyrir þetta á réttum tíma, en Kasparov vildi frestun. Vilji heimsmeistarans náði fram að ganga. Atvinnu- mannasamtökin PCA hafa verið gagnrýnd fyrir það að Kasparov fái öllu því framgengl sem hann vill. Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.