Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 17 DAGUR IÐNAÐARINS Evrópubúar á Eyrarbakka ALPAN hf. á Eyrarbakka hef- ur framleitt potta og pönn- ur allt frá 1986. Fyrirtækið selur 98% af framleiðslu sinni til 23 landa utan íslands. Lárus Elías- son framkvæmdastjóri greindi frá því helsta sem um er að vera hjá fyrirtækinu og hvað verður kynnt á Degi iðnaðarins. Lárus sagði að fyrirtækið fram- leiddi um 350.000 gripi á ári, en afkastageta verksmiðjunnar væri nokkuð meiri, eða um hálf milljón. Sagði hann fyrirtækið vera að rétta úr kútnum eftir áfall sem á því dundi árið 1991, en þá kom fram galli í vöru þeirra sem varð til þess að sala dróst mjög saman. „Það var gölluð húð á tækjunum og það hafði slæm áhrif. Við höfum verið að vinna okkur út úr vandanum og sem dæmi má nefna að söluaukningin á þessu ári stefnir í 20 prósent, en það má skoðast sem teikn um kú- vendingu. Þrátt fyrir áfallið 1991 hefur Alpan á sér ímynd stórfyrir- tækis í þessari grein og þó við séum raunar mjög lítil á heimsmæli- kvarða erum við í hópi gæðaleið- toga,“ segir Lárus. 80% til EES-landa Eins og fram kom í upphafi, sel- ur Alpan framleiðslu sína til alls 23 landa. Hvaða lönd eru það sem versla við fyrirtækið? „Við seljum 80 prósent af okkar vöru til EES-landa og helming af allri framleiðslunni til Þýskalands. Við höfum verið að bæta við við- skiptalöndum jafnt og þétt, yfirleitt svona tveimur á ári, en það sem af er þessu ári hafa fjögur bæst við, Portúgal, Chile, Kórea og Saudi Arabía. Þannig má sjá að auk EES- landa þá eru þetta alls konar lönd í ýmsum heimshornum. Það mætti einnig nefna Sameinuðu arabísku furstadæmin og Nýja Sjáland. Nafnið Alpan kemur þó alls ekki alltaf við sögu, því við framleiðum ýmsar línur undir ýmsum nöfnum. Sú algengasta er Look,“ segir Lár- us og heldur áfram: „Fólki hér heima finnst sumu undarleg tilhugsun að 45 manna fyrirtæki á Eyrarbakka skuli vera stórt nafn í sinni grein erlendis, en ytra finnst mönnum ekkert tiltöku- mál þótt varan komi frá Eyr- arbakka. Fólki hér er orðið ljóst að við erum íbúar í stóru samfélagi. Þetta er eins og stór fjölskylda. Við sýnum árlega okkar framleiðslu á 50 fermetra sýningarsvæði í 270.000 fermetra sýningarhöll í Frankfurt. Þar sýna allir í þessari grein og það þekkjast allir. Við sitj- um kannski á Eyrarbakka, en finnst við vera Evrópubúar.“ Hvaða nýjungar hafa helst litið dagsins ljós hjá Alpan og hvað munið þið leggja áherslu á í tilefni dagsins? „Alpan framleiðir fargsteypta potta og pönnur úr áli. Helsta nýj- ungin okkar ber heitið rafbrynjun, en með henni þvingum við fram áloxíðhúð til vamar gegn tæringu. Það er erfitt að útskýra það nánar og þess vegna verður gestum okkar á Degi iðnaðarins boðið upp á að kynnast tækninni. Við sýnum einn- ig dýpri potta sem við erum að kynna. Ætlunin er að setja upp Kjarni málsins! Frankfurt-básinn okkar og fleiri aðilar verða einnig með til þess að gera daginn sem glæsilegastan og má þar nefna Sjóminjasafnið, „Hús- ið“ og Kjörís. Þá verður þarna kokkur sem sýn- ir eldamennsku í Alpanpottum og pönnum. Við ætlum sannarlega að nota þetta tækifæri til að reka af okkur slyðruorðið á heimavígstöðv- unum. Hlutur okkar dalaði þar mjög eftir áfallið 1991, en við erum að framleiða hágæðavöm sem stenst fýllilega samanburð við það besta sem gerist í öðrum löndum," sagði Láms Elíasson að lokum. Morgunblaðið/Óskar Magnússon LARUS Elíasson, framkvæmdastjóri Alpan. Landssamband Bakarameistara í dag, á Degi iðnaðarins, bjóða eftirtaldir félagar i Landssambandi bakarameistara viðskiptavini sína sérstaklega velkomna. Miðbæjarbakarí Háaleitisbraut 58-60, Reykjavík. Bakaríið Austurveri Háaleitisbraut 68 og Rangárseli 6,Reykjavík. Bakarameistarinn Stigahlíð 45, Reykjavík. Bæjarbakarí Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Bakaríið Neskaupstað Hafnarbraut 2, Neskaupstað. Hverabakarí Heiðmörk 35, Hveragerði. Mosfellsbakarí Urðarholti 2, Mosfelisbæ. Geirabakarí hf. Borgarnesbraut 57, Borgarnesi. Bernhöftsbakarí Bergstaðastræti 13, Reykjavík. G. ÓÍafsson og Sandholt Laugavegi 36 og Grafarvogi, Reykjavík. Breiðholtsbakarí Völvufelli 13, Reykjavík. Brauðgerð Kr. Jónssonar Hrísalundi 3, Akureyri. Björnsbakarí Austurströnd 14, Seltjarnarnesi, Hringbraut 35 og Fálkagötu 18, Reykjavík. Komið og sjáitt faglegt handbragtt og bragðið ilmandi sýnishorn hjá bakaranum ykkar. DAGUR IÐNAÐARINS sunnudaginn 8. október Landssamband Bakaramcistara Opið til kl. 17.00 í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.