Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 DAGUR IÐNAÐARIIMS MORGUNBLAÐIÐ Sérhæfing í pústkerfum Morgunblaðið/Áslaug Jónsdóttir GUNNLAUGUR Steingrímsson, framkvæmdastjóri Stuðlabergs hf. STUÐLABERG HF. á Hofsósi er framleiðandi pústkerfa og veitir fyrirtækið allt að 15 manns atvinnu. Það er 30 ára á þessu ári, en Gunnlaugur Stein- grímsson framkvæmdastjóri hefur verið þar innanbúðar í 25 ár. Stuðlaberg hf. verður opið almenn- ingi í dag. Gunnlaugur segir að fyrirtækið hafi byggst upp úr vél- og málm- smiðju og smáþróast síðan í þá átt að framleiða pústkerfi undir algengustu gerðir bifreiða. „Sem hliðarbúgrein höfum við framleitt sterkar steypuhjólbörur, sem reynst hafa vinsælar meðal iðnað- armanna, múrara, hestamanna og bænda. - En hver er hlutdeild fyrir- tækisins í pústkerfamarkaðnum? Og hver selur kerfin? „Það eru ekki fyrirliggjandi töl- ur um hlutdeild okkar í markaðn- um, en hún er nokkuð góð. Sam- keppnin harðnaði mjög í fyrra, við gildistöku EES-samningsins, þeg- ar tollar af slíkum vörum voru felldir niður. Svo virðist sem staða okkar sé sterk eftir sem áður. Við höldum góðu verði, erum með kerfi sem passa undir flestar algeng- ustu gerðir bíla. Að auki erum við með gott fyrirtæki í aðaldreifmgu, Bílanaust hf. í Reykjavík.“ - Er hægt að lýsa því hvernig pústkerfi verður til? „Ég get reynt, en sjón er sögu ríkari. Efnið í byrði og botna fáum við í plötum. Það er klippt niður í plötusaxi, höggvið og mótað í pressum. Rörin koma í 6 metra lengjum. Þau eru efnuð niður í sjálfvirkri sög í þær lengdir sem nota þarf. Botnar og rör sem inn í hljóðkútinn fara eru pressuð og soðin saman og þrýst inn í byrði. Útbotn^r loka síðan hljóðkútnum. Sumir hljóðdeyfarnir eru „filterað- ir“ með steinull. Púströrin eru beygð í rörbeygjuvél. Flansar eru höggnir úr flatjárni í 150 tonna pressu, eða höggnir og formaðir úr þynnra efni. Festingar eru formaðar í lofttjökkum. Rör, flans- ar og festingar eru soðin saman í uppstillingum og síðast er varan húðuð áður en henni er komið fyr- ir á lager fullunninnar vöru,“ segir Gunnlaugur. Vöruþróun í fyrirrúmi LJÓMI, Trópí, Svali, Brazzi, Létta, Sólblóma, Topp og Aldin grautar eru meðal þekktustu vörumerkja Sólar hf., en fyrirtækið framleiðir rúmlega 50 vörutegundir í 100 mismunandi umbúðaútfærslum. Sól var fyrst stofnað árið 1939 sem framleiðandi smjörlíkis, en framleiðsla og pökkun á safa hófst svo árið 1972 og varð fljótlega einn af burðarásum starfseminnar. Síðan hefur fjöldi nýrra vöruteg- unda bæst við og verður frekari vöruþróun í fyrirrúmi eftir sem áður, að sögn Páls Kr. Pálssonar, framkvæmdastjóra Sólar. Fyrir- tækið hefur oft komið með merkar nýjungar í matvælaiðnaði. M.a. má nefna þróun plastdósa og sjálf- virkni í lagerhaldi. í ágúst 1994 tóku nýir aðilar við rekstri Sólar hf. og var þá ráð- ist í endumýjun á öllum vörulínum Morgunblaðið/Kristinn Páll Kr. Pálsson, fram- kvæmdasljóri Sólar hf. fyrirtækisins og nú, rúmu ári síð- ar, er búið að breyta nær öllum vöruflokkum í framleiðslulínu fyr- irtækisins á einn eða annan hátt. Ýmist hefur útliti umbúða eða inni- haldi verið breytt og í nokkrum tilvikum hefur allri gerð og útliti vöru verið gjörbreytt. Það á t.d. við um Svala ávaxtadrykki. Páll segir að fyrirtækið sé að þreifa fyrir sér á mörkuðum er- lendis. „Við sjáum t.d. möguleika á útflutningi smjörlíkis til Rúss- lands og sömuleiðis áformum við markaðsátak í Bretlandi á næsta ári þar sem við munum kynna Svala, en nýlega náðum við samn- ingum við fimmtán ensk fyrstu deildar lið um sölu Svala á leik- vöngunum og búið er að gera samninga við áttatíu skoska skóla, sem ætla að bjóða skólabörnum sínum upp á sama drykk. Okkar vara var valin eftir bragðprófanir og út frá hollustusjónarmiðum þrátt fyrir að vera dýrari en aðrar drykkjarvörur, sem einnig voru prófaðar." Kynna Folda Natura Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson ÁSGEIR Magnússon, framkvæmdastjóri Foldu. FOLDA hf. á Akureyri er stærsta fyrirtækið í ullar- iðnaði á íslandi. Nær öll framleiðslan fer úr landi, eða 75%, og megnið af sölu innanlands er til erlendra ferðamanna. í dag kynnir Folda nýja línu í tískufatn- aði, sem Eva Vilhelmsdóttir hefur hannað. „Nýja línan heitir Folda Natura. Þetta er afrakstur þróunarverkefn- is, sem fyrirtækið hefur unnið að á undanförnum misserum og er fullkomlega vistvæn framleiðsla,“ segir Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Foldu. „Það er ekk- ert launungarmál, að ullariðnaður- inn hefur átt undir högg að sækja hin seinni ár, en það er ekki hægt annað en að reyna að vinna sig út úr vandanum og það höfum við verið að gera með þessari vöruþró- un._ íslensk ull er mikil gæðavara og hún nýtur sín best létt og laust spunnin. Það hefur ekki verið hægt í vélum, en með nýjum vélum og nýrri tækni er nú verið að ná því besta út úr hráefninu. Útkom- an er ný og algerlega vistvæn framleiðsla. Það eru engin litar- eða bleikiefni notuð við framleiðsl- una og því er þetta eins ómengað og hugsast getur. Fötin eru líka ný og skemmtileg. Aðalatriðið er að fólk sjái að það eigi sér stað þróun í ullariðnaðinum, að hann sé ekki dauður og grafinn. Þá erum við bæði að horfa til yngri hóps með nýju hönnuninni auk þess sem við gerum okkur vonir um að ná betri fótfestu á innan- landsmarkaði, en til þessa hafa ullarvörurnar meira og minna streymt úr landi. Það eru tískusveiflur í þessu og samkeppnin við annan fatnað er hörð,“ segir Ásgeir. „Það verður því að bregðast rétt við, gera sér grein fyrir breyttum tímum og for- sendum og leita nýrra leiða sem uppfylla vonir og þarfir viðskipta- vina.“ Plastprent hf. Plastprent framleiðir plastumbúð- ir og prentar á þær. Fyrirtækið er með um 65% hlutdeild í inn- anlandsframleiðslu. Gestum verð- ur boðið að ganga í gegnum verk- smiðjuna til að sjá hvernig um- búðaframleiðslan fer fram, allt frá því að hráefnið er brætt og þar til umbúðimar koma úr prentun. Af forvitnilegum þáttum má nefna endurvinnslu á plasti og litmynda- prentun á plast með ljósmynda- gæðum. Vöxtur fyrirtækisins hef- ur verið mikill undanfarin ár. Frá 1989 hefur salan nær því tvöfald- ast. Hampiðjan hf. Hampiðjan er eitt stærsta og elsta iðnfyrirtæki á Islandi, stofnað árið 1934 í miðri kreppunni, en á 60 ára afmæli þess í fyrra námu sölu- tekjur einum milljarði króna. Gest- ir fá m.a. að skoða þráðafram- leiðslu, kaðladeild, röragerð og netahnýtingar á ferð sinni um níu þúsund fermetra húsnæði fyr- irtækisins. Fyrir utan verður efnt til kynningar á svonefndu ofur- tógi. Bö'm fá tækifæri til að sippa og gestir verða leystir út með gjöf- um. Hampiðjan framleiðir trollnet og ýmsar gerðir af gami og köðl- um til veiðarfæragerðar. Um fjórð- ungur framleiðslunnar er seldur til útlanda. Auk verksmiðju Hamp- iðjunnar í Reykjavík rekur hún verksmiðju í Portúgal sem fram- leiðir fléttað gam. Netin em síðan hnýtt úr þessu garni á íslandi. Prentsmiðjan Oddi hf. Prentsmiðjan Oddi er stærsta prentsmiðja landsins með um 33-36% markaðshlutdeild og 270 starfsmenn í tíu þúsund fermetra húsnæði. Oddi starfar undir ein- kunnarorðunum „þar sem prentun er list“ og annast nær allar tegund- ir prentþjónustu, frá gerð nafn- spjalda til prentunar símaskráa. Gestum verður boðið að skoða prentsali, bókband, filmugerð, setningu og hönnun. Framfarir em sérstaklega miklar í hönnun prent- gripa og verður hægt að skoða það allra nýjasta í þeim efnum. Oddi tekur einnig virkan þátt í þróun upplýsingamiðlunar á borð við út- gáfu geisladiska. Sjóklæðagerðin hf. Framleiðsluvörur Sjóklæðagerð- arinnar verða til sýnis í rúmgóðu verslunarhúsnæði hennar í Faxa- feni. Þar verða tískusýningar all- an daginn og gestir geta fengið nöfnin sín bróderuð í fatnað í sér- stökum bróderingavélum. Velta Sjóklæðagerðarinnar hefur aukist um 65% á sl. 5 árum og er það til vitnis um vaxandi vinsældir innlends útivistar- og vinnufatn- aðar. Meðal vörumerkja má nefna Kraft kulda- og vinnufatnað, Six- tex útivistarfatnað, Eðal-flís og Vinyl-húðaða sjóvettlinga, sem er eina framleiðsla sinnar tegundar hér á landi. Sjóklæðagerðin starf- ar á fimm stöðum í Reykjavík, á Akranesi og Selfossi. Gúmmívinnslan hf. Auk þess að reka alhliða dekkja- verkstæði, hefur Gúmmívinnslan á Akureyri með höndum fjöl- breytta framleiðslu á gúmmívör- um fyrir sjávarútveg og landbún- að. Fyrirtækið er þekkt fyrir framleiðslu á öryggishellum úr gúmmíi, en ferfætlingar njóta einnig góðs af fyrirtækinu því það framleiðir básamottur. Þá sólar fyrirtækið dekk af öllum stærðum og gerðum. Gúmmívinnslan er sömuleiðis Ieiðandi í endurvinnslu á gúmmíi og umsvifamikið í fram- leiðslu bobbinga, jafnt úr gúmmíi sem og stáli og hefur sem slíkt haslað sér völl í sjávarútvegi hér- lendis og erlendis. Allir fram- leiðsluþættir fyrirtækisins verða til sýnis og geta gestir þar með séð hvernig endurvinnsla nýtist til aukinnar verðmætasköpunar. Víking hf. Gestum bruggverksmiðjunnar Víking á Akureyri gefst kostur á að fræðast um hvernig hægt er að greina mun á milli bjórteg- unda. Helstu tegundir Víking í sterkum og léttum bjór verða kynntar, en Víking annast ein- göngu ölgerð. Auk bjórsins er þar bruggað maltöl. Bjórgerð hófst í þessari ölgerð fyrir rúmum 30 árum, en árið 1988 var verksmiðjan stækkuð og búin betri tækjum. Afkastageta hennar er sjö milljónir lítra á ári; en nú eru framleiddar þrjár millj- ónir lítra. Markaðshlutdeild Vík- ing bjórsins er um 27% í sterkum bjór. íslensk sjóefni hf. Þessi eini framleiðandi á íslensku salti tók við rekstri Saltverksmiðj- unnar á Reykjanesi fyrir rúmu ári og er nú unnið að uppbyggingu fyrirtækisins. Helsta markaðsvar- an er Eðalsalt, heilsusalt sem er bæði selt hér á landi og erlendis. Auk þess eru framleiddar ýmsar aðrar gerðir af söltum. Jarðhiti á Reykjanesi er notaður við fram- leiðslu saltsins. Saltverksmiðjan er skammt frá Höfnum á Reykja- nesi og þaðan er stutt að fara út á Reykjanesvita og skoða háhita- svæðin og hverina. Miðás hf. Miðás hf. smíðar og selur innrétt- ingar fyrir heimili undir nafninu Brúnás-innréttingar. Smíðin fer fram á Egilsstöðum en sala fer að mestum hluta fram í gegnum verslun í Reykjavík. Opið verður í dag á báðum stöðum. Framleiðsl- an verður sýnd á Egilsstöðum og í Reykjavík verður kynnt ný lina í baðinnréttingum sem innanhúss- arkitektarnir Oddgeir Þórðarson og Guðrún Margrét Ólafsdóttir hafa hannað. Gestir geta einnig fengið faglega ráðgjöf um innrétt- ingar. Hjá fyrirtækinu hefur áhersla verið lögð á vöruvöndun og hafa Brúnás-innréttingar hlot- ið vöruvottun Iðntæknistofnunar, einir islenskra innréttingafram- leiðenda. Velta fyrirtækisins er á bilinu 70-100 milljónir króna á ári og starfsmenn eru 16, þar af 3 í söludeild í Reykjavík. Póls-rafeindavörur hf. Póls-rafeindavörur hf. á ísafirði framleiða rafeindavörur fyrir matvælaiðnað, sjávarútveg og fleiri. Gestir fá að kynnast leynd- ardómum rafeindatækninnar og prófa það, sem kynnt verður, und- ir handleiðslu tíu starfsmanna. Fyrirtækið var stofnað árið 1991. Fyrirrennari þess var Pólstækni hf., en frá árinu 1991 hefur velta hjá Póls-rafeindavörum rúmlega tvöfaldast. Helstu framleiðsluvör- ur eru flokkarar fyrir fiskvinnslu, samvalsvélar, sem velja saman einingar í pökkun, vigtunarkerfi, vogir og tímaskráningarstöðvar. Rúmlega tveir þriðju hlutar fram- leiðslunnar eru seldir til útlanda, bæði til meginlands Evrópu og til Asíulanda. Starfsmenn eru 25, en auk verksmiðjunnar á ísafirði er starfrækt söluskrifstofa í Reykja- vík. Landssamband bakarameistara Fjölmörg bakarí í Landssambandi bakarameistara verða með sértil- boð og sýningar á handverki bak- ara á degi iðnaðarins. Bakara- meistarar verða frammi í af- greiðslu og veita upplýsingar uin efni og innihald í framleiðsluvör- um sínum. Brauða- og kökugerð er umfangsmikil iðngrein á Islandi með heildarveltu upp á tæpa fjóra milljarða króna og 832 ársverk. Félag hárgreiðslu- og hárskerameistara á Norðurlandi Stofur í Félagi hárgreiðslu- og hárskerameistara á Norðurlandi verða opnar í dag og er öllum velkomið að líta inn til að fá per- sónulega ráðgjöf um hársnyrt- ingu, notkun hársnyrtivara eða um iðngreinina sjálfa. Næstu daga á eftír, það er frá mánudegi til miðvikudags, verða stofurnar með sértilboð á vöru og þjónustu fyrir viðskiptavini sína. f - I I r 1 t «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.