Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 23 BÍLATRYGGINGAR Þegar mappan er opnuð áætlar starfsfólk tjónadeildar viðkomandi tryggingafélags tjónið út frá meðal- tali síðustu ára. Hjá Sjóvá-Almenn- um tryggingum er tjónið í upphafi áætlað 1,3 milljónir ef um slys á fólki er að ræða en það er meðaltal áranna 1990 til 1993 hjá félaginu. Hjá VÍS er slysatjón þar sem líkur eru taldar á varanlegri örorku áætl- að 1,5 milljónir en 300-500 þúsund ef meiðsli eru lítil. Munatjón er í upphafi áætlað 120 þúsund þar til betri upplýsingar fást um tjóna- kostnaðinn. Upphaflega áætlunin er færð sem áætlað tjón félagsins og vá- tryggingaskuld á móti. Eftir því sem nákvæmari upplýsingar fást, til dæmis læknisvottorð, bótakrafa og örorkumat þegar um líkamstjón er að ræða, og t.d. mat tjónaskoðun- arstöðvar varðandi skemmdir á bíl- um, er upphaflegu áætluninni breytt og kemur mismunurinn þá til hækkunar eða lækkunar á vá- tryggingaskuld og áætluðum tjón- um, eftir því í hvora áttina breyting- in verður. Slysatjón eru yfirleitt ekki gerð upp á fyrsta ári og geta liðið mörg ár þar til niðurstaða fæst um það hvað tjón kostar trygg- ingafélagið í raun og veru. Sem dæmi má nefna að flest líkamstjón- in sem gerð voru upp á síðasta ári voru frá árunum 1991 og 1992, en það elsta frá árinu 1983. Megin- hluti tjóna á bifreiðum er hins veg- ar gerður upp á fyrstu fyeimur ár- unum, aðallega tjónárinu. Þegar tjón er gert upp er skuldin endan- lega felld niður. Álög vegna ótilkynntra tjóna og öryggis Ávallt er fyrir hendi töluverður fjöldi tjóna sem ekki hefur verið tilkynntur til tryggingafélags við lok reikningsárs. Getur það dregist af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna þess að viðkomandi veit ekki fyrr en síðar um bótarétt sinn. Tryggingafélögin þurfa því að áætla fyrir ótilkynntum tjónum um áramót. Telja þau sig geta áætlað fjölda þessarra tjóna af töiuverðri nákvæmni út frá reynslu undanfar- andi ára. Kemur sú fjárhæð til við- bótar óuppgerðum tjónum ársins. Loks er sett sérstakt öryggisálag ofan á vátryggingaskuldina. Það er gert til að mæta sveiflum í tjóna- tíðni, tjónsupphæðum og óvissu í mati tjóna. Öryggisálag þetta getur verið mismunandi eftir því hvernig starfsmenn félaganna meta óviss- una. Tryggingastærðfræðingar fé- laganna telja sig í ljósi reynslunnar geta metið kerfisbundin frávik frá áætlunum en öryggisálag verði einnig að brúa aðra ófyrirséða hluti. j Nefna þeir sem dæmi áhrif af dómi Hæstaréttar fyrr á þessu ári þar * sem breytt var forsendum vaxtaút- reiknings slysabóta sem kosta mun tryggingafélögin nokkur hundruð milljónir kr. Bótasjóðirnir hafa margfaldast \ Bótasjóðir bifreiðatrygginganna hafa margfaldast á síðustu árum, eins og FIB hefur bent á. Sjóðirnir ) stóðu í 2,1 milljarði í árslok 1988 og voru komnir í 11,7 milljarða sex árum síðar, eða í lok síðasta árs. Á síðasta ári bættust tæplega 1,6 milljarðar við bótasjóðina en liðlega 2 milljarðar á ári í þijú ár þar á undan. Talsmenn FÍB segja að trygg- ingafélögin eigi að vera fjárhags- lega sterk og með bótasjóði sem geti mætt fjárhagslegum skuld- bindingum þeirra vegna óuppgerðra tjóna. Þeir telja hins vegar að sjóð- irnir séu orðnir allt of stórir. „Við höfum horft á þessa þróun það sem af er þessum áratug. Bætt hefur verið í bótasjóði 2 milljörðum á ári vegna lögboðinna ökutækjatrygg- inga,“ segir Runólfur Olafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Vekur hann athygli á því að helstu liðir í yfirliti tryggingaeftirlitsins um öku- tækjatryggingar, aðrir en bótasjóð- irnir, hafi verið í nokkru jafnvægi undanfarin ár, til dæmis áætluð tjón, bókfærð tjón, iðgjöld og rekstrarkostnaður. Bótasjóðirnir hafi hins vegar rokið upp úr öllu valdi. „Við teljum að þetta séu vinnu- brögð í anda verðbólgutímans þeg- ar nauðsynlegt var að mæta óstöðugleikanum sem nú er ekki lengur fyrir hendi. Við bendum einnig á að eftir að skaðabótalög tóku gildi hér á landi hefur óvissan um uppgjör slysabóta hjá fólki minnkað. Samt bólgna bótasjóðirn- ir. Ekki er lengur þörf fyrir svona gífurlega mikla bótasjóði," segir Runólfur. Hann bendir á að á ein- hveijum tímapunkti sé jafnvægi náð en segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvenær það hafi verið. Breytingar á lögum og vinnureglum Ýmsar ástæður virðast vera fyrir þessari miklu stækkun bótasjóð- anna á síðustu árum. Sumt af því hefur gerst með lagabreytingum og breytingum á vinnureglum trygg- ingafélaganna. Bótaréttur jókst í kjölfar breytingar á umferðarlögum 1988 vegna slysatryggingar öku- manns og eiganda. Tryggingafélög- in vanmátu almennt afleiðingar þessarar breytingar, samkvæmt upplýsingum Vátryggingaeftirlits- ins, og lögðu of lítið fé í bótasjóði til að mæta tjónum. Hafa félögin síðan verið að auka framlög í bóta- sjóði sína til að bæta sér þetta upp. Félögin tóku upp nýtt samræmt verklag við uppgjör slysatjóna og seinkaði það greiðslu bóta og hund- ruð mála fóru fyrir dómstólana. Þetta atriði eitt útaf fyrir sig hafði mikil áhrif til hækkunar bótasjóð- anna því slysin héldu áfram að ger- ast þó uppgjörum væri frestað og bilið milli greiddra t>g óuppgerðra tjóna jókst mikið. Þriðja atriðið af þessu tagi er breyting á almanna- tryggingalögunum þar sem felld er niður slysatrygging ökumanns og eiganda sem að hluta hafi verið hjá Tryggingastofnun og hún alfarið færð til tryggingafélaganna. Þessu til viðbótar nefna trygg- ingamenn að fjölgun bótaskyldra slysa á undanfömum árum leiði til stækkunar bótasjóða og svo hækk- un kostnaðar við hvert slys að með- altali. Einnig að ákveðin óvissa um bótafjárhæðir samkvæmt skaða- bótalögum hafi leitt til þess að menn hafi orðið að hafa borð fyrir báru í þessum efnum. Sú óvissa mun minnka á næstu mánuðum, þegar meiri reynsla verður komin á uppgjör tjóna á grundvelli nýju laganna. Loks ber að geta þess að slysatjón eru greidd út með vöxtum og því þarf að hækka bótasjóðinn á hveiju ári sem því nemur. Einfaldasta skýringin á aukningu bótasjóðanna er margföldun í fjölda óuppgerðra tjóna, m.a. af þeim ástæðum sem lýst hefur verið hér að framan. Örn Gústafsson, fram- kvæmdastjóri einstaklingstrygg- inga hjá VÍS, bendir til dæmis á að um síðustu áramót hafi verið yfir 3.000 tjón óuppgerð hjá VÍS vegna umferðarslysa á árunum 1990-1994. Félagið eigi eftir að fá á sig milljarða kröfur vegna þess- arra mála og verði því að eiga fjár- muni á móti. Hvenær er hámarki náð? Hvenær verður jafnvægi náð og sjóðimir hætta að stækka? Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur í Talnakönnun hf. og ráðgjafi Sjóvár- Almennra við mat á bótasjóðum, segist ekki geta svarað því. Telur þó að ekki sé langt í það. Bendir hann á að með dómum sem fallið hafi í eldri skaðabótamálum sé að liðkast um stífluna í uppgjörum slysabóta sem varð við upptöku verklagsreglna tryggingafélag- anna. Þá ætti það að skýrast í lok þessa árs hver verði raunveruleg áhrif skaðabótalaganna. Á móti komi að dómur Hæstaréttar um hækkun vaxta af skaðabótum leiði til aukinna framlaga í bótasjóð og vond teikn séu á lofti um fjölgun slysa á þessu ári. Bótasjóður Tryggingamiðstöðv- arinnar hefur stækkað um 250 milljónir það sem af er þessu ári, að sögn Gunnars Felixsonar fram- kvæmdastjóra. Telur hann að helm- ingur af aukningunni felist í fram- lögum í bótasjóð vegna vaxta af óuppgerðum slysatjónum. Þá bendir hann á að Tryggingamiðstöðin hafi verið að auka markaðshlutdeild sína og því fylgi fjölgun tjóna og stærri bótasjóður. Hann segist ekki vera viss um að sjóðurinn sé búinn að ná hámarki og bendir á í því sam- bandi að slysatjónum hafi fjölgað fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Oryggið að aukast Runólfur Ólafsson heldur því fram að búið sé að gera upp mikinn hluta þeirra mála sem fóru í bið á árunum 1991-93 þegar trygginga- félögin hófu að vinna eftir nýjum verklagsreglum. Þetta skýri hluta af stækkun bótasjóðanna en ekki nærri því til fulls. Og við gildistöku skaðabótalaganna hafi aukist ör- yggið við útreikning líkamstjóna. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, segir að uppgjörum hafi ekki fjölgað og fjöldi óuppgerðra mála fari enn vaxandi. Á meðan svo sé fari sjóður- inn vaxandi, þar til komi að því að útgreiðslur tjóna verði í takt við það sem bætist við. Runólfur leggur á það áherslu að fyrirkomulagið hér á landi sé þannig að tryggingafélögin sjálf áætii tjónin og þar með stærð bóta- sjóðanna. Hann segist vita til þess að þetta sé unnið öðruvísi í Svíþjóð. Þar hafi tryggingafélögin tölulegar staðreyndir um muna- og slysatjón og geti á grundvelli þess áætlað tjón ársins með tryggingafræðileg- um aðferðum. „Hér hafa félögin tilhneigingu til að hafa bótasjóðina vel í lagða fremur en að leggja út í stóra vísindalega rannsókn til að áætla tjón ársins." Telur Runólfur að mikil óvissa sé í grunninum, það er skýrslufjöld- anum sem lagður er til grundvallar áætlun tjóna. Nefnir sem dæmi að ef bíll með til dæmis fimm manna fjölskyldu lendi í árekstri og einn kvarti undan eymslum sé ekki ólík- legt að öll íjölskyldan fari með hon- um á slysadeild. Dæmi séu um að tryggingafélög skrái slíkt sem slys á fimm manneskjum og áætli þá bætur þeirra í upphafi á sjöttu millj- ón til að leggja í bótasjóð. Aðrar aðferðir einnig notaðar Benedikt Jóhannesson segir að við mat á vátryggingaskuld Sjóvár- Almennra sé ekki aðeins litið á áætlanir um einstök slys. Aðrar tryggingastærðfræðilegar aðferðir séu að hluta til notaðar. Forsenda þess að þær komi að fullu gagni sé að umhverfið breytist ekki stöð- ugt eins og hér gerist stöðugt. Benedikt kannast ekki við að öll fjölskyldan sé skráð slösuð þó farið sé með einn á slysadeild til rann- sóknar. Aðeins sé stofnuð mappa fyrir upplýsingar um fólk sem til- kynnt er að sé slasað og áætlaðar meðalbætur í upphafi. Síðan geti það auðvitað gerst að viðkomandi jafni sig strax og geri ekki kröfur um bætur. Áætlunin sé leiðrétt þeg- ar það liggi fyrir. Starfsmenn Tryggingaeftirlitsins segjast ekki hafa neina ástæðu til að efast um að áætlanir félaganna um óuppgerð tjón standist. Störfin séu unnin jafnóðum af starfsmönn- um tjónadeilda félaganna og skyndikannanir hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Félögin hafi jafn- framt möguleika á að áætla ótil- kynnt tjón út frá reynslu liðinna ára. Þeir segja erfiðara að meta hvað sveifluálagið þurfi að vera mikið. Erlendur Lárusson, forstöðumað- ur Vátryggingaeftirlitsins, segir að framkvæmdin þar sem hann þekkir til erlendis sé víðast hvar með svip- uðum hætti og hér. 20% álag Vátryggingaskuld vegna öku- tækjatrygginga félaganna sex sem tryggja bíla nam 11,7 milljörðum kr. um síðustu áramót. Samkvæmt skýrslum tryggingafélaganna til Vátryggingeftirlitsins skiptist sjóðurinn þannig að áætluð óupp- gerð tjón eru 9,2 milljarðar, álag vegna ótilkynntra tjóna 1,8 millj- arðar og öryggisálag 700 milljónir kr., samkvæmt upplýsingum Helga Þórssonar, tölfræðings hjá Vá- Ólafur B. Thors segir að það hafi verið keppikefli Sjóvá-Almennra að tryggja að sú staða kæmi ekki upp að sjóðurinn yrði tæmdur þegar síð- asta tjónið yrði greitt. ---------—------------------------------— Gert við bílinn. Kostnaður varð 550.000 kr. Vanáætlunin, 50.000 kr.,lögð í bótasjóð og sá hluti sjóðsins sem stóð á móti munatjóninu jafnaður út með greiðslu reikningsins Hinir slösuðu 1 hafa samband við m BMIi tryggingafélagið til að ræða um bætur í- .: - • | Eiii 00: O cz 1000 1.800.000 kr. Tryggingafélagið fær læknisvottorð trá f slysadeild um öku- fyfy manninn og fleiri gögn. F"® Slysið er alvarlegt og útlit fyrir að það kosti félagið 5.000.000 kr. Bætt í bótasjóð 3.500.000 kr. ,* r;J Tjón farþegans gert upp með greiðslu miskabóta, fatnaðar og tleira, kr. 100.000 kr. Ofáætlun, kr. 200.000, færð til baka úr bótasjóði 5.300.000 kr. ____ 1 5.000.000 kr. _____________í-----<------ ‘rr^rrrriiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiniiiiiiniiii \ Tryggingafélagið greiðir vinnutap ökumanns, kostnað við læknismeðferð, sjúkraþjálfun og fleira,1.000.000 kr. Eftir þrjú ár er örorka öku- mannsins metin og bætur þeiknaðarút. Gertuppvið manninn með greiðslu, kr. 3.500.000.-. Bakfærð ofáætlun í bótasjóði, kr. 500.000.- hMMMMMMWMM 4.000.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.