Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 25 BÍLATRYGGINGAR saman hafi það verið helsta áhyggjuefni stjórnenda trygginga- félaganna að sitja stöðugt undir gagnrýni Vátryggingaeftirlitsins um að ekki væri lagt nógu mikið til hliðar fyrir óuppgerðum tjónum. „Ég er ekki í vafa um að það átti með öðru þátt í þeim samruna tryggingafélaga sem átt hefur sér stað, að stjórnendur félaganna hafi séð að erfitt væri að koma þessu í lag nema auka verulega hagræð- ingu í rekstrinum. Það er hins veg- ar alveg nýtt af nálinni að við séum gagnrýndir fyrir að vera með of sterka sjóði.“ Viðvíkjandi mun á sjóðum tveggja stærstu trygginga- félaganna segir Ólafur að stjórn- endur Sjóvá-Almennra hafi í ljósi reynslunnar lagt höfuðáhersluna á að koma bótasjóðum í það horf að þeir yrðu yfir gagnrýni hafnir. Hann segist ekki geta svarað fyrir VÍS en bendir á að það félag hafi verið að auka mjög framlög í bóta- sjóði sína og nálgist óðfluga. Örn Gústafsson, framkvæmda- stjóri einstaklingstrygginga hjá VIS, segir að bótasjóðir félagsins hafi lengi verið of litlir. Bendir hann á að árið 1990 sem var fýrsta heila rekstrarár VÍS eftir sameiningu Samvinnutrygginga og Brunabóta- félagsins, hafi félagið verið gert upp með 150 milljóna kr. tapi. Þá hafi komi í ljós að bótasjóðir bifreiða- trygginganna hafi verið stórlega vanmetnir og félagið orðið fyrir miklum búsifjum þess vegna. Ástæðan var m.a. vanmat á áhrif- um breytingar á umferðalögunum frá 1988 þegar bótaréttur var auk- inn. Telur Örn að VÍS sé nú komið með bótasjóðina í eðlilegt horf. Starfsmenn Vátryggingaeftir- litsins segjast ekki sjá teljandi mun á öryggisálagi bótasjóða hjá stærri tryggingafélögunum. Hins vegar leyni sér ekki að mjög lítil fyrirtæki eigi erfitt uppdráttar í bílatrygging- um og almennt í ábyrgðartrygging- um. Þörf sé á meira sveifluálagi en hjá stærri félögunum og þau verði því að byggja upp mjög sterka tjónaskuld. Óskattlagt fé Einn af þeim sem gagnrýnt hefur tryggingafélögin fyrir óhóflega sjóðamyndun heldur því fram að félögin geri það til að mynda skatta- skjól. Ofáætlun bótasjóðanna auki tjónakostnað og fresti skattlagn- ingu hagnaðar. „Ég fullyrði að það eitt hefur vakað fyrir tryggingafé- lögunum að yfirvinna óttann við að vera ekki með bótasjóðina { lagi. Það er einfalt mál,“ segir Ólafur B. Thors um þessa ásökun. Örn Gústafsson hjá VÍS kannast við þessa hugsun. Að sett hafi ver- ið öryggisálag á bótasjóðina til að laga stöðu félaganna á sínum tíma. Þar hafi þau átt óskattlagt eigið fé til nota á mögru árunum. Því sé þó ekki fyrir að fara í bílatrygging- unum. Félögin hafi verið að byggja bótasjóðina upp. Bendir hann á hvað litlu megi muna. Ef starfs- menn VÍS t.d. misreiknuðu bóta- sjóðina um 10% eða 500 milljónir kr., hyrfi helmingur af eigin fé fé- lagsins. Dulin eign Gengi hlutabréfa Sjóvár- Almennra trygginga er hátt og hefur verið svo undanfarin ár. Það hefur verið nefnt sem hugsanleg skýring á háu gengi að félagið eigi dulið eigið fé í bótasjóðum. Verðbréfamiðlari sem rætt var við kannast við þetta. Hann segir að sérfræðiþekkingu þurfí til að meta það hvort dulið eigið fé felist í sjóð- unum sjálfum og vill ekki hætta sér út á þá braut en telur óhætt að ganga út frá því að þeir séu ekki vanmetnir. Hins vegar telur hann það dulda eign að hafa til ráðstöfun- ar þá peninga sem felast í sjóðunum. Það eitt út af fyrir sig auki verð- mæti hlutabréfa fyrirtækisins. Bent til útlanda Sumir þeirra sem gagnrýnt hafa tryggingafélögin fyrir há iðgjöld bílatrygginga hafa bent til annarra landa til sannindamerkis um að sjóðirnir hér væru allt of _ gildir. Árni Sigfússon, formaður FÍB, var nýlega á ferð í Bandaríkjunum og hitti þá tryggingamenn í Hartford í Connecticut sem hann segir mið- stöð tryggingastarfseminnar í Bandaríkjunum. „Ég fékk að leggja fyrir þá þetta dæmi og eftir það sannfærðist ég endanlega um að bótasjóðir tryggingafélaganna eru óeðlilega bólgnir. Og að engin marktæk skýring er til á þeirri miklu aukningu sem orðið hefur,“ segir Árni. Hann telur að svigrúm sé til lækkunar iðgjalda í ljósi þeirra mælinga sem þarna voru gerðar fyrir hann. „Það var meira að segja spurt hvort nokkurt vit væri í því að koma inn á þennan markað því íslensku tryggingafélögin gætu notað sjóðina til að lækka iðgjöldin og útiloka utanaðkomandi sam- keppni," segir hann. Árni segist hafa lagt ýmis gögn fyrir bandarísku tryggingamenn- ina. Segir að þeir hafi getað lesið sig í gegn um margra ára tölur en viðurkennir að þeir hafi ekki haft upplýsingar um áhrif lagabreytinga á þessa þróun. Hins vegar hafi hann fengið ábendingar frá kunn- áttumönnum hér heima um að þess- ar lagabreytingar hefðu ekki haft eins mikil áhrif og tryggingafélögin töluðu um. Óraunhæfur samanburður Ef litið er á íslenska bótasjóðinn í samhengi við áætluð tjón í ábyrgð- artryggingum á síðasta ári sést að sjóðurinn dugar fyrir öllum tjónum í tvö og hálft ár. Samsvarandi bóta- sjóðir eru hærri í Finnlandi og Sví- þjóð, samkvæmt fyrirliggjandi upp- lýsingum. Þannig dugar sjóðurinn í Finnlandi fyrir tjónum í tæplega 4 ár. Hjá sænska tryggingafélaginu Skandia voru tjón í ábyrgðartrygg- ingum áætluð 636 milljónir sænskra króna á síðasta ári en þar af var ekki búið að greiða nema 158 milljónir um áramót. Mismun- urinn fór í bótasjóð. Bótasjóður Skandia samsvarar öllum áætluðum ábyrgðartjónum félagsins í þijú og hálft ár. Aftur á móti koma væntan- lega allt aðrar og lægri tölur út úr samanburði við Danmörku, að því er kunnugir segja, því þar eru tjón- in metin og greidd fyrr út og hlut- fall bóta vegna líkamstjóna lágt miðað við munatjón. Það er annars alveg út í hött að vera með svona samanburð milli landa, vegna þess hvað það er breytilegt hvernig staðið er að mati bóta og greiðslu tjóna og hve stór hluti tjónanna er vegna meiðsla. Hér á landþer hlutfall slysabóta af heildartjónum hærra en í nágranna- löndunum og þar sem þau greiðast síðar út en eignatjón kailar það á hærri bótasjóð en í þeim löndum sem hafa lægra hlutfall slysatjóna. Mismunandi bótasjóðir milli stóru íslensku tryggingafélaganna, sem greint er frá fyrr í þessari grein, sýna hvað erfitt er að bera saman sjóðina hjá einstökum félögum vegna breytilegra aðstæðna, hvað þá milli landa. Við mat á því hvort sjóðimir eru eðlilegir verður að styðjast við íslenskan veruleika. _ „Éf ég hef skilið gagnrýni FÍB rétt þá segja þeir að of mikið hafi verið lagt í sjóðinn síðustu árin og hann sé orðinn of stór,“ segir Erik Elvers, tryggingastærðfræðingur hjá Skandia í Svíþjóð, en hann ann- ast einnig útreikninga fyrir Skandia á íslandi, í Noregi og Danmörku. „Ég get ekki séð að hann sé óhóf- lega stór og vil heldur segja að hann hafi verið allt of lítill fyrir nokkrum árum og það sé verið að vinna upp vanda," segir hann. 3Ví til 5 milljarða öryggi Ljóst er að upplýsingum trygg- ingafélaganna og Vátryggingaeft- irlitsins um hreint öryggisálag á bótasjóði bílatrygginganna ber illa ÖKUTÆKJATRYGGINGAR Hækkun bótasjóðs vegna ytri aðstæðna Tiibúia dæmi: Milljúnir króna Breytingar á lögum og verklagsreglum tryggingafélaganna hafa leitt til þess að bótasjóðir vegna bílatrygginganna hafa stækkaðmjög. Á þessu línuriti er tilbúið dæmi með 1.000 bótaskyldum slysum og sýnd er breytingin sem verður ein- göngu vegna utanaðkomandi atriða. Þessar breytingar eru: Bótaskyldum slysum fjölgaði við breytingar á umferðarlögum 1989 þegar tekin var upp slysatrygging ökumanns og eiganda. ÁæUuð er 15% fjölgun. Uppgjöri slysatjóna vegna varnlegrar örorku seinkaði verulega eftir að tryggingafélögin sameinuðust um nýjar verklagsreglur árið 1991. Á árinu 1994 færðist slysatrygging ökumanns og eiganda alfarið til tryggingafélaganna og vlð það hækkuðu meðaltjón, hér er reiknað með 5%. Allt leiðir þetta til aukningar bótasjóðs, eins og sést á línuritinu. í þessari mynd er ekki tekið tillit til fjölgunar bótaskyldra slysa af öðrum ástæðum eða hækkunar meðaltjóna, en það eykur 1987 1990 1995 2000 enn þörfina á framlögum i bótasjóði. saman. Er það einfaldlega vegna þess að unnið er út frá mismunandi forsendum. Sá sem ekki hefur sér- þekkingu á tryggingamálum hlýtur að taka mark á mati starfsmanna Vátryggingaeftirlitsins þó það verði að hafa bak við eyrað að þeir eru að spá fyrir um framtíðina þar sem margir óvissuþættir geta leynst. En jafnframt verður að trúa fullyrð- ingum þeirra um að þörf sé á þessu öryggisálagi enda styður reynslan frá 1988-1990, þegar gildir sjóðir brunnu upp á stuttum tíma, mál þeirra. Forstöðumaður Tryggingaeftir- litsins hefur ekki gefið upp mat sitt á öryggisálagi tjónaskuldarinnar í krónum eða hlutfallstölum. Hann segir þó að álagið sé verulegt og að ekki sé hægt að tala um öryggis- álag fyrr en það nái þriðjungi skuld- arinnar. Með því að reyna að ráða í þessi orð má ætla að Vátrygginga- eftirlitið meti það svo að þegar búið verði að greiða öll tjón frá síð- asta ári og fyrri árum verði 30-40% afgangur af sjóðnum. Það er kallað öryggisálag og á að vera til að mæta stærri sveiflum í framtíðinni. Ef þetta er rétt tilfinning er verið að tala um að öryggisálagið sé nokkrir milljarðar kr., ef til vill 3 'h til 5 milljarðar, af 11,7 milljarða kr. bótasjóðum. Samsvarar þetta hátt í eins árs iðgjöldum. Sé þetta rétt liggja tryggingafélögin sjálf- sagt vel við gagnrýni, í ljósi umræð- unnar í haust og fullyrðingar FÍB- manna um að svigrúm sé til lækk- unar iðgjaldá á þessum grundvelli. Hins vegar má benda á að mat tryggingamanna er erfítt, þeir bera ábyrgð á því að. eiga nóga peninga til að greiða öllum bætur og það eru einnig hagsmunir þeirra sem greiða iðgjöldin og gætu þurft á bótum að halda í framtíðinni. Um það má einnig deila hvaðan peningamir í bótasjóðina hafa kom- ið. Sá sem heldur því fram að fjár- munirnir hafi komið frá bíleigend- um og sá sem segir að þeir hafi komið frá öðrum tryggingagreinum geta báðir haft rétt fyrir sér. Megin- málið er hvernig peningunum verð- ur ráðstafað. Búast má við að ein- hvers staðar heyrðist hljóð úr horni ef þessir fjármunir rynnu til eigenda tryggingafélaganna í formi arðs eða á annan sýnilegan hátt. Þeir sem lagt hafa þetta fé til hliðar og eiga að hafa eftirlit með starfseminni, það er að segja stjórnendur trygg- ingafélaganna og Vátryggingaeft- irlits, sameinast um þá skoðun að rík þörf sé á þessum fjármunum til að greiða út tjón eða eiga til mögru áranna. Bíleigendur geta því varla vænst þess að fá heils árs frí frá greiðslu tryggingaiðgjaldsins. Nýjar reglur um tak- markanir á ráð- stöfun bótasjóðanna TRYGGINGAFÉLÖGIN eru áberandi á fjármagnsmarkaðnum. Þau hafa verið stórir kaupendur hlutabréfa og barist á neytendalánamarkaði með svokölluð bíla- lán. Með þessu eru þau að ávaxta vátrygg- ingaskuld sína. Félögin hafa haft mikið fjármagn til ráðstöfunar á hveiju ári vegna örrar uppbyggingar bótasjóðanna á undanförnum árum. A næstunni verða gefnar út nákvæmar reglur um eignir á móti vátryggingaskuld, eða með öðrum orðum hvernig þau megi nota sjóðina til fjárfestingar. Tryggingaeftirlitið hefur skilað drög- um að reglugerð um ávöxtun vátrygging- arskuldar til viðskiptaráðuneytisins. Búist er við að reglugerðin verði fljótlega gefin út. Markmiðið er að tryggja eins og hægt er að sjóðirnir haldi verðgildi sínu og félögin geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart tryggingatökum og bóta- þegum. Er það talið mikilvægt öryggis- atriði að á móti vátryggingaskuldinni séu eignir, nægilega dreifðar og fjölbreyttar til að draga úr þeirri áhættu sem fylgir eigninni og ávöxtun þeirra. Reglurnar sem nú eru í undirbúningi miða að því að takamarka áhættusamari fjárfesting- ar meira en aðrar og koma í veg fyrir að of mikið af útistandandi eignum sé á einni hendi. Hámark á einni hendi í reglugerðardrögunum er gert ráð fyrir því að tryggingafélögin megi ekki vera með meira en 40% vátryggingaskuld- ar í markaðsskráðum verðbréfum, þar á meðal hlutabréfum sem skráð eru á Verð- bréfaþingi Islands. Sama hámark er á fasteignuin, öðrum varanlegum rekstr- arfjármunum og verðbréfum með veði í varanlegum rekstrarfjármunum. Undir það síðasttalda falla m.a. bilalán trygg- ingafélaganna. Félögin mega ekki nota nema 10% af tryggingasjóðunum til að kaupa hlutabréf sem ekki eru skráð á Verðbréfaþingi, verðbréf og kröfur sein ekki eru með tryggingu i fasteignum eða öðrum varanlegum rekstrarfjármunum takmarkast við 8% af sjóðunum og verð- bréf og kröfur án sérstakrar tryggingar mega ekki ná 5%. Einnig er takmarkað Iiver má vera úti- standandi eign sjóðanna hjá einum aðila. Aðeins 5% vátryggingaskuldar má vera á einni hendi þegar um er að ræða markaðs- skráð verðbréf, þar á meðal hlutabréf, og innstæður í bönkum, sparisjóðum og öðrum fjármálastofnunum. Við vissar að- stæður má hækka þakið í 10% af vátrygg- ingaskuldinni. Aðeins 5% sjóðsins mega vera á einni hendi þegar um er að ræða fasteignir, aðrar varanlega rekstrarfjár- muni og verðbréf með veði i rekstrarfjár-' inunum. Þakið er 1% þegar um er að ræða önnur verðbréf, meðal annars hluta- bréf sem ekki eru skráð á reglulegum markaði. í lagi hjá Sjóvá-Almennum Meginbreytingarnar frá fyrri reglum felast ef til vill í takmörkun á kaupum á óskráðum hlutabréfum og þaki á útistand- andi eign á einni hendi. Erlendur Lárus- son segir líklegt að einhver tryggingafé- laganna nái ekki að uppfylla þessar regl- ur í upphafi, einkum hvað síðara atriðið varðar, en þau geti fengið fresti til að laga sig að nýju reglunum. Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga, segir að sér virðist núverandi ráðstöfun bótasjóða fé- lagsins falla innan vænanlegra reglna í öllum tilvikum. Á þetta muni þó ekki end- anlega reyna fyrr en reglugerðin kemur út. Þá verði listi um eignirnar afhentur Vátryggingaeftirlitinu. Svigrúm í eigin fé Ekki valda fyrirtækinu erfiðleikum geti þurft að huga að ýmsum þáttum í framtíðinni. Til dæmis sé ekki hægt að auka bílalán nema að ákveðnu marki. Meginhluti hlutabréfa Sjóvá-Almennra er í félögum sem skráð eru á Verðbréfa- þingi íslands. „Við höfum stefnt að því að hafa hlutabréfaeign okkar dreifða. Márkmiðið er að ávaxta sem best bótasjóð- ina og hefur fjárfesting í hlutabréfum reynst gefa okkur góða ávöxtun,11 segir Ólafur. Einnig hefur félagið keypt hluta- bréf til að veija viðskipti, eins og Ólafur orðar það. Ekki var að heyra á öðrum forsvars- mönnum tryggingafélaganna að þeir ótt- uðust þessar nýju og hertu reglur. Gunn- ar Felixson, framkvæmdastjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar, segir að við fjár- festingar hafi verið tekið mið af þeirri hugsun sem reglugerðin byggist á. Hann segir að Tryggingamiðstöðin munu fylla einhverja flokka reglugerðarinnar, til dæmis í bílalánum og lítið tryggðum verðbréfum, en gott svigrúm væri til að leysa allt slíkt á móti eigin fé félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.