Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 Jltotgtttifclftfeife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LAUNAMUNUR AUNDANFÖRNUM mánuðum hefur töluvert verið rætt um launamun hér og í nálægum lönd- um. Þær umræður eru smátt og smátt að leiða fram í dagsljósið skýringar á þessum launamun a.m.k. að hluta til. Á fundi, sem Alþýðubandalagsfélögin, Birting- ur og Framsýn efndu til sl. þriðju- dagskvöld sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambands íslands, að ís- lendingar, sem starfa við fisk- vinnslu í Hanstholm á Jótlandi hafi 160 þúsund krónur á mánuði í laun fyrir dagvinnu. Á sama fundi vísaði Einar Oddur Krist- jánsson, alþingismaður Sjálfstæð- isflokks, til skýrslu frá 1985, sem benti til þess, að norsk fiskvinnsla væri skilvirkari en sú íslenzka og að danskur matvælaiðnaður væri fremstur á öllum sviðum. En jafn- framt kom fram að bæði í Noregi og Danmörku nýtur sjávarútvegur mikilla styrkja frá stjórnvöldum og jafngilda norsku styrkirnir því t.d. að fyrirtæki á borð við UA og Granda fengju hvort um sig 100 milljónir á ári í slíka styrki. Það gefur augaleið, að þeir, sem fá slíka styrki úr almannasjóðum, geta borgað hærra kaup. Arnar Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fisk- vinnslustöðva, skýrði þennan launamun nokkuð nánar hér í blaðinu í gær. Þar kemur m.a. fram, að í dönskum fiskvinnslu- stöðvum fer engin ormaleit fram, en kostnaður við hana er talin nema 400-600 milljónum króna á ári í fiskvinnslu hér. Þá greiði danskar fiskvinnslustöðvar ein- ungis fyrir unnin vinnutíma, en hér eru greiddir 8 tímar, þótt virk- ur vinnutimi sé einungis 7 tímar. Launatengd gjöld í íslenzkri fisk- vinnslu eru 33% á sama tíma og þau eru 20% í Danmörku. Loks er ljóst, að dönsk fískvinnsla fær ekki einungis styrki frá dönskum stjórnvöldum heldur einnig frá Evröpusambandinu. Ennfremur bendir Arnar Sigurmundsson á, að nálægð við markaði hjálpi danskri fiskvinnslu mikið. Þótt alveg sé horft fram hjá ríkisstyrkjum og ESB-styrkjum er auðvitað ljóst, að þau atriði, sem hér voru nefnd, vega þungt i þeim launamun, sem svo mjög hefur verið til umræðu. Þess vegna ligg- ur beint við að skoða þessa þætti og kanna, hvort hægt er að ná fram einhveijum breytingum sem geti stuðlað að hærri launagreiðsl- um beint til launþega. Einkavæðing Pósts og síma ISAMTALI við viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær sagði Halldór Blöndal samgönguráð- herra m.a., í tilefni af mikilli fjar- skiptasýningu, sem nú stendur yfir í Genf og ráðherrann hefur sótt: „Það er mikilvægt að koma á þessa sýningu til að átta sig til fulls á því, sem er að gerast í fjar- skiptaheiminum. Hraðinn í þróun tækninnar er gífurlegur og sífelld- ar nýjungar eiga sér stað. Það er auðveldara að skynja og skilja ný viðhorf í fjarskiptum hér á sýning- unni en úr fjarlægð. Sannfæring mín um að það sé óhjákvæmilegt að breyta rekstrarformi Pósts og síma í hlutafélag í eigu ríkisins hefur til dæmis orðið enn sterkari við að koma til Genf í þetta skipti. Það er athyglisvert, að á sýning- unni fyrir fjórum árum var Eng- land eina landið í Evrópu, sem hafði einkavætt símann, en nú er ísland eitt af örfáum Evrópulönd- um, sem hafa ekki ákveðið að einkavæða fjarskiptafyrirtæki rík- isins. Það er nauðsynlegt að breyta rekstrarformi Pósts og síma í hlutafélag í eigu ríkisins svo að stjórn fyrirtækisins geti tekið þátt í aukinni samkeppni framtíðarinnar á eðlilegum mark- aðsgrundvelli. Þannig er rekstrar- öryggi fyrirtækisins bezt tryggt." Þetta eru athyglisverð ummæli. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að breyta rekstrarformi ríkis- banka í hlutafélög. Væntanlega yrði það fyrsta skrefið í átt til þess að selja hlutabréf í þeim á almennum markaði. Með sama hætti er eðlilegt að breyta Pósti og síma í hlutafélag, sem væntan- lega yrði fyrsta skrefið í átt til þess að einkavæða fjarskipta- reksturinn, sem samgönguráð- herra bendir á að flest Evrópulönd hafi tekið ákvörðun um. f* Q MATTHÍAS OÖ»Viðar Sæ- mundsson safnaði efn- inu í samtalsbókjna Stríð og söng á segul- band og ég varaði við því, en það kom ekki að sök, því hann er vel verki farinn og stjómar segulbandinu, en lætur það ekki stjórna sér. Ég nefni hann sérstaklega vegna þess ég tók þátt í þessu ævintýri með honum og hafði áhyggjur af því í fyrstu, en losnaði við þær, þegar hann kom með hand- ritið til yfírlestrar. Það var fjarska- lega vel unnið, og ég þekkti sjálfan mig, eða taldi mér trú um að ég þekkti sjálfan mig í hverri setningu. Þetta gerðist einnig þegar Ámi Þór- arinsson skrifaði samtal við mig í Vísi og Mannlífí, en þau fjölluðu einn- ig um einkar persónuleg efni og því viðkvæm og mikilvæg, að mér fannst. Galdurinn við samtöl er ekkisízt sá að láta viðmælandann halda að hvert orð sé rétt eftir honum haft, þótt öllu sé umbylt. Raunar er samtölunum í Stríð og söng breytt í eintöl og getur farið vel á því. Samtalið sjálft er þá skrif- að útúr textanum í beina frásögn. I því er fólgin minni áhætta en ella, en það gæti orðið á kostnað fjörsins í góðu samtali, þarsem engin hætta er á því, að lágkúra teygðra sam- ræðna festist í textanum. Freistingin minnkar. Ég hef notað þessa aðferð og kann vel við hana; alfarið í minn- ingum Sverris Haraldssonar og sum- part annars staðar einsog í bókunum um Ásmund og Gunnlaug Scheving, þarsem samtöl eru skrifuð inní annan texta. í Svo kvað Tómas eru samtöl okkar þurrkuð út, en efninu þjappað saman í eitt svar við einni spumingu. Tómas allsráðandi og fer vel á því, enda ekki ijallað um annað en skáld- skap. Lítil sem engin persónuleg reynsla eða upplifun. Engin mannlýs- ing. Textinn einskonar smáritgerðir, enda til þess ætlazt. En upphafíð, hreyfiaflið löng samtöl okkar og skoðanaskipti; mörg viðtöl í sam- þjöppuðu formi; einskonar súputen- ingur. Bókin er eiginlega tilraun í þessa átt, það var við hæfi, þegar HELGI spjall Tómas á í hlut, að leggja ekki áherzlu á neitt annað en hugar- heim hans og skáld- skap einsog vikið er að i formálanurn. En það er auðvitað á' kostnað fjörs og fjölbreytni. Sami háttur var hafður á þegar ég skrifaði bókina um Sverri Haralds- son listmálara sem var sérstæður og eftirminnilegur samstarfsmaður. Þannig urðu þessar bækur ekki tilviljun einber, ^heldur úthugsuð vinna með form og texta; og svó andrúm sem skipt getur sköpum. Það er einnig freistandi að vinna samtöl inní frásagnir og lýsingar ein- sog um sögur sé að ræða, jafnvel inní hugleiðingar einsog ég freistaðist til í hluta af samtölum okkar Hall- dórs Laxness í Skeggræðum gegnum tíðina. Þegar tveir ráðríkir og fyrirferð- armiklir menn eiga í hlut, geta orðið allmiklar sviptingar í samtölum og hvílir þá allur þunginn á þeim sem skrifar, að hann skili sannfærandi samtali sem viðmælandi tekur þátt í af lífí og sál unz textinn er frambæri- leg niðurstaða af miklu starfí - og helzt einhveijum innblæstri. I þessu nána samstarfí er hætta á mistökum sem leyna sér ekki í textanum, jafn- vel einhverjum árekstri. Spyrillinn verður að vera kurteislega ýtinn, en umfram allt nærgætinn. Hann verður jafnvel að tileinka sér auðmýkt, og vera reiðubúinn að fórna sér og leyfa spyrðlinum að blómstra, enda er til þess ætlazt. Þó er rangt það eigi allt- af við að spyrillinn skrifí sig útúr samtalinu, því hlutverk hans sem söguritara getur verið harla mikil- vægt í verkinu sjálfu, ef hann skiptir þá einhveiju máli á annað borð. Uppkastið á aldrei að vera lokaorðið; heldur upphaf langrar torsóttrar ferð- ar. Samtöl Boswells við dr. Johnson eru fléttuð inní ævisögu hans svoað vart er hægt að kalla ritverkið sam- talsbók. Hún snýst ekki um samtöl þeirra heldur ævi dr. Johnsons. En tilvitnanir í samtöl þeirra félaga eru bragðmesta efnið svoog tilvitnanir í bréf og annað þvíumlíkt. En þetta er fyrstogsíðast ævisaga og allsólík þeim samtalsbókum sem nú eru skrif- aðar. (Því má svo skjóta hér inní til gamans að dr. Johnson hugðist fara til íslands en af því varð ekki þvíað fyrirhugaður ferðafélagi lézt óvænt). Ég held beztu samtölin séu einlægt þau sem yngra fólk skrifar um sér eldri og reyndari menn. Gleði sem á rætur í þónokkurri aðdáun er gott veganesti. En hitt er jafnvíst að spyr- ill má aldrei breyta sjálfum sér í seg- ulband, svo mikil getur fórnin ekki orðið. Hann á að vera sjálfur innblásj- urinn, farvegur inní markverðar bók- menntir þótt ekki séu þsér skáldskap- ur. Fornrit íslenzk geta oft vísað veg- inn. f*A ÞEGAR ÉG HAFÐI SKRIF- vItc »að í kompami við alífið, hitti ég Jóhannes Helga í Aðalstræti og hann fór þegar að tala um þessa sam- talsbók okkar Þórbeigs af einhveijum fógnuði sem leyndi sér ekki, og sagði, Ég ætla að skrifa svona bók um Jón Engilberts(I) Það gerði hann líka af ein- lægni og ástríðuþunga, enda er Hús málarans - og raunar sumar aðrar bækur Jóhannesar Helga í þessari grein - meiri bókmenntir en mestur hluti skáldsagna frá þessum árum. En þegar ég hitti Jóhannes Helga allnokkru eftir útkomu bókarinnar, var annað hljóð í strokknum. Jóhannes Helgi hafði ekki skaplyndi til þess að vera einhver stad- isti f þessari sýningu. Ég sagði hann yrði að þreyja þorrann. Þetta væri part- ur af auðmýkt og fómarlund spyrilsins. Hann væri í hlutverki djáknans og yrði að gera sér að góðu það sem á hann drypi. Sá sem skrifaði ekki samtalsbæk- ur af fómfýsi óg ástriðufullri hugsjón, yrði að snúa sér að öðru verkefni. Jó- hannes Helgi tók þessu heldur vel, en kvaðst mundu snúa sér að öðru. Síðar skrifaði hann samt fleiri bækur f þess- ari grein og er framlag hans ómetan- legt. Þar ræður auðvitað úrslitum, að hann er skáld og nálgast verkefni sitt með tilfinningu og nærfæmi skáldsins. íslenzkar bókmennir era auðugri en ella vegna þess ama. Það eru djáknam- ir sem hafa ekkisízt komið guðspjallinu til skila. Þeir hafa hringt klukkunum(!) Án þeirra engin messa. M (meira næsta sunnudag) MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 2 7’ ákveðnum reglum. Þau ummæli hans urðu til þess að Morgunblaðið óskaði eftir sam- tali við hann, sem birtist hér í blaðinu sl. fímmtudag, þar sem hann var spurður um nokkur grundvallaratriði, sem lúta að físk- veiðistjórnun. í samtalinu segir Gary S. Becker m.a.: „Mér sýnist, að í núverandi kerfi ykkar fái þeir tekjumar, sem hafa verið svo heppnir að fá veiðikvóta. Þetta skiptir miklu máli vegna ákvæðisins um,_ að auð- lindin sé sameign þjóðarinnar. Útgerðir, sem uppfylltu þau skilyrði, sem sett voru, þ.e. um veiðireynslu 1981-1983, fá afhent verðmæti. Þetta held ég að sé helzti gall- inn við kerfíð, sé það borið saman við mínar- hugmyndir. Ég legg til að öll þjóðin fái tekjurnar. I íslenzka kerfínu fá útgerðirnar tekjum- ar, að nokkm leyti með geðþóttaákvörðun- um. Kvótahafamir þurfa aðeins að greiða smávægilegt gjald fyrir veiðiréttinn, sem síðan er framseljanlegur á markaðsverði. Ég held að mín jiugmynd sé betri en sú, sem notuð er á íslandi. Það væri auðvelt að nota hana, jafn auðvelt og kvótakerfið." Síðar í samtalinu segir Gary S. Becker: „Ég tel, að þessu tvennu ætti að halda aðskildu, eignarréttinum að auðlindinni og réttinum til veiða. Ef íslendingar vilja greiða ríkisstyrki til að fleiri stundi físk- veiðar en nauðsyn krefur, séu efnahagsleg- ar aðstæður hafðar í huga, þá geta þeir það. Það er á hinn bóginn ekki nauðsyn- legt að vera með kvótakerfí til þess. Við vitum að það er innbyggt í kvótakerfi, að úthlutun kvóta hlýtur alltaf að vera að nokkru leyti háð geðþótta. Þetta er vand- inn, þegar ekki er notast við fijáls mark- aðsöfl og skattlagningu.“ Blaðamaður Morgunblaðsins beindi, þegar hér var komið sögu, eftirfarandi spurningu til Gary S. Becker: „Kvótahaf- arnir greiða hver öðrum fyrir þá kvóta, sem þeir kaupa aukalega, en þá er fjár- magnið að sjálfsögðu áfram innan atvinnu- greinarinnar..." Og Nóbelsverðlaunahafínn svarar: „Ein- mitt, það er innan greinarinnar, svo að þeir, sem upprunalega fengu kvótann fá peningana. Þeir sém reyna að komast inn í greinina verða að greiða fyrir kvótann, færa þeim fé, sem í upphafi fengu hann afhentan frítt. Nýir menn í atvinnugrein- inni borga fyrir réttinn, þeir sem fengu kvótann í upphafí eru þeir einu, sem hlutu ríkisstyrk." Önnur spuming blaðamanns var svo- hljóðandi: „Háværasta gagnrýnin hér er ef til vill sú, að versti galli kvótakerfisins sé óréttlæti, þeir einir fái kvóta, sem fyrir tilviljun stunduðu veiðar á viðmiðunarár- unum. Hvað segirðu um þá gagnrýni?“ Svar Beckers var: „Já, það er rétt og til þeirra, sem hafa mesta þyngd pólitískt séð. Þetta er venjulega vandi við kvóta- kerfí, þetta á ekki aðeins við í fískveiðum, gildir ekki eingöngu á íslandi, heldur er þetta vandamál um allan heim. Með auð- lindaskatti er komizt hjá þessum vanda, því að tekjurnar renna til ríkisins og það er hægt að láta þær koma í stað annarra tekjustofna, það er hægt að lækka aðra skatta. Þetta er réttlátara kerfi, því að allir sem veiða físk eru í sömu aðstöðu, engum er hyglað sérstaklega. Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að stundum er erfítt að koma slíku kerfí á. Sjómenn og útgerðir, sem geta beitt öflugum pólitísk- um þrýstingi, vilja fá stærri hlut af kök- unni. Þetta er það sem mér mislíkar við .öll kvótakerfí. Tökum dæmi af sjónvarps- rásum og réttindum til kapalsendinga, þessu þarf að skipta milli manna. Ættum við að selja þessi réttindi eða einfaldlega gefa vinum stjómmálamanna þau? Ég tel, að við ættum að selja þau.“ Gagnlegt innlegg í umræður hér NÚ ER GARY S. Becker auðvitað enginn hæstiréttur um fiskveiðimál á íslandi. En ummæli hans ættu þó að kveða niður í eitt skipti fyrir öll einn HESTAR á Mýrum við Hornafjörð MorgunDiaoio/ kax þátt þeirrar gagnrýni, sem höfð hefur ver- ið uppi á Morgunblaðið í þessum umræð- um. Því hefur nefnilega aftur og aftur verið haldið fram, að málflutningur blaðs- ins væri í ætt við sósíalisma eða sósíal- demókratisma. Þetta hefur auðvitað alla tíð verið alrangt og hefur Morgunblaðið m.a. kallað til vitnis um það einn helzta frumheija í túlkun fijálshyggjusjónarmiða á íslandi, Ólaf Bjömsson, prófessor. Eftir að Gary S. Becker, prófessor við Chicagoháskóla, forseti Mont Pélerin-sam- takanna í nokkur ár og Nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði hefur lýst nánast sömu sjónarmiðum, geta talsmenn fijálshyggj- unnar á fylandi tæpast haldið þeim mál- flutningi uppi öllu lengur! Nema þeir vilji fullyrða, að hugmyndir Gary S. Becker séu í ætt við sósíalisma! En hvað sem því líður eru ummæli Nóbelsverðlaunahafans gagnlegt innlegg í umræður okkar íslendinga um þessi málefni. Návígið er stundum svo mikið í umræðunum, að menn sjá ekki meginlín- urnar. Auðvitað er það mesti ríkisstyrkur í sögu íslenzku þjóðarinnar að afhenda útgerðum fiskveiðikvóta fyrir ekki neitt, sem hægt er að selja til annarra. Auðvitað er það rétt hjá Gary S. Becker að við út- hlutun kvóta, hvort sem það er innflutn- ingskvóti á búvörum, fískveiðikvóti eða hvers konar annar kvóti, er sú hætta fyr- ir hendi, að geðþótti ráði úthlutun að ein- hveiju leyti, sem hægt er að koma í veg fyrir með því að menn greiði fyrir t.d. samkvæmt útboði eins og fór fram vegna innflutningsleyfa fyrir unnar kjötvörur á dögunum. Morgunblaðið hefur hvatt til þess, að greiðslur vegna afnota af auðlindinni renni í sameiginlegan sjóð landsmanna allra. Þeirri ábendingu hefur verið svarað með stóryrðum um, að blaðið vilji íþyngja út- gerðinni með skattlagningu. Gary S. Beck- er segir: „Ég legg til að öll þjóðin fái tekj- urnar. í íslenzka kerfinu fá útgerðirnar tekjurnar..." Það er óneitanlega skondið, að hinn bandaríski hagfræðingur skuli í samtali við Morgunblaðið nefna sjónvarpsrásir sem hliðstæðu vegna þess, að nákvæmlega hið sama hefur Morgunblaðið gert undanfarin ár og spurt, hvenær ríkisstjórnin ætli að fylgja í fótspor t.d. Margrétar Thatcher, sem beitti sér fyrir útboði á sjónvarpsrás- um og útvarpsrásum í Bretlandi. Það er líka rétt hjá Gary S. Becker, að þegar réttindi af þessu tagi eru afhent endurgjaldslaust er hættan sú, að þau séu gefin „vinum stjórnmálamanna". Þetta var nákvæmlega það sem gerðist á haftaárun- um eftir heimsstyijöldina síðari, sem svo vel er lýst í bók Jakobs F. Ásgeirssonar, Þjóð í hafti. Þeir sem eru andsnúnir þeim sjónarmið- um, sem Morgunblaðið hefur haldið fram í þessum málum, hafa gert tilraun til að saka blaðið um hugmyndafræðilegar villu- kenningar og rugla umræðurnar með þeim hætti. Eftir ummæli Gary S. Becker ætti sá þáttur þessara umræðna að vera úr sögunni. Eftir stendur sú staðreynd, að samtök útgerðarmanna hafa barizt fyrir þröngum sérhagsmunum sínum í þessu máli. Þeir hafa gerzt „vinir“ stjómmála- manna og fengið þá og ýmsa aðra til liðs við sig, sem í raun eru ekki að gera neitt annað en beijast fyrir þröngum sérhags- munum í stað almannahagsmuna, sem þeim hefur verið tniað fyrir með kjöri á Alþingi. Rökin fyrir því að greitt sé •fyrir réttinn til þess að veiða fisk á Islandsmiðum eru orðin svo augljós og sterk, að um þau verður varla deilt öllu lengur. Eftir stend- ur svo sú spurning með hvaða hætti al- mannahagsmunir geta haft betur í viður- eigninni við sérhagsmuni. „En hvað sem því líður eru ummæli N óbelsverðlauna- hafans gagnlegt innlegg í umræð- ur okkar Islend- inga um þessi málefni. Návígið er stundum svo mikið í umræðun- um, að menn sjá ekki meginlínum- ar. Auðvitað er það mesti ríkis- styrkur í sögu ís- lenzku þjóðarinn- ar að afhenda ót- gerðum fiskveið- ikvóta fyrir ekki neitt, sem hægt er að selja til ann- arra.“ REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. október UMMÆLI BANDA- ríska hagfræðingsins og Nóbelsverðlauna- hafans Gary S. Becker um fiskveiðar, kvóta- kerfí og skattlagningu í vikuritinu Business Week, sem gefíð er út í Bandaríkjunum og síðan í viðtali við Morgunblaðið sl. fímmtudag, hafa að von- um vakið mikla athygli þeirra, sem fylgzt hafa með umræðum um þessi málefni hér síðustu ár. Ljóst er, að í öllum meginatrið- um lýsir Gary S. Becker sömu skoðunum og Morgunblaðið hefur gert í þessum umræðum, en sem kunnugt er hefur blað- ið orðið fyrir harðri gagnrýni vegna þeirr- ar afstöðu, jafnvel verið sakað um sósíal- isma (!), og þá ekki sízt frá ýmsum tals- mönnum fijálshyggjusjónarmiða. Gary S. Becker hefur hins vegar verið í hópi fremstu hagfræðinga fijálshyggjunnar á síðari hluta þessarar aldar. Becker hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1992. Þá átti hann að baki glæsilegan feril sem fræðimaður á sviði hagfræði og hafði m.a. lokið doktorsprófi frá Chicago- háskóla á árinu 1955, þá 25 ára gamall. Á námsárum í Princeton-háskóla, þar sem hann lauk fyrri hluta háskólanáms, vakti hann mikla athygli kennara sinna og einn þeirra sagði, að Becker hefði verið bezti nemandi, sem hann hefði nokkru sinni haft. Milton Friedman, sem eins og kunn- ugt er hefur verið einn helzti talsmaður fijálshyggjusjónarmiða undanfarna ára- tugi, hefur haft stór orð um snilli Gary S. Becker. Þegar Becker hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1992 skrifaði Hannes Hólm- steinn Gissurarson, helzti talsmaður fijáls- hyggjuhugmynda hér á íslandi, grein í viðskiptablað Morgunblaðsins þar sem hann sagði m.a.: „Einhvem tíma lét ég í ljós undrun yfír því við Milton Friedman, að sameiginlegur vinur okkar, Gary Beck- er, skyldi ekki hafa fengið nóbelsverðlaun í hagfræði, því að hann væri einn snjall- asti og frumlegasti hagfræðingur okkar daga. „Sannaðu til,“ sagði Friedman bros- andi, „hann á eftir að fá þau“. Spá Fried- mans rættist nú loks í miðjum októbermán- uði árið 1992, þegar tilkynnt var í Stokk- hólmi, að Becker hefði hlotið þau í ár. Becker, sem fæddist árið 1930, var eftir- lætisnemandi Friedmans í Chicagoháskóla á sjötta áratugnum..." Síðar í grein sinni lýsir Hannes Hólm- steinn kynnum þeirra Gary S. Becker og segir: „Ég kynntist Gary Becker fyrst á þingum Mont Pélerin-samtakanna, sem em samtök frjálslyndra fræðimanna úr öllum heimshornum, en þau stofnuðu þeir Friðrik von Hayek, Milton Friedman, Ge- org Stigler og fleiri árið 1947 ... Þess má geta að Becker var forseti Mont Pélerin- samtakanna 1990-1992.“ Af þessu yfirliti má sjá, að Gary S. Becker á að baki óaðfínnanlegan feril, sem einn af fremstu hugsuðum fijálshyggjunn- ar á síðari hluta þessarar aldar. Af grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í við- skiptablaði Morgunblaðsins hinn 15. októ- ber 1992 má jafnframt sjá, að Gary S. Becker hefur ekki verið ókunnugt um þær hörðu deilur, sem staðið hafa hér á ís- landi um fiskveiðistjórnun. Hannes Hólm- steinn segir: „Beckerhefur verið prófessor í hagfræði og félagsfræði í Chicagohá- skóla frá 1970. Ég hef líka kynnzt honum ágætlega í Hoover-stofnuninni við Stan- fordháskóla ... Þegar við snæddum saman hádegisverð þar fyrir nokkmm mánuðum spurði hann mig í þaula um íslenzkt þjóð- líf. Við ræddum þá um hinar hörðu og að sumu leyti furðulegu deilur, sem staðið hafa hér á landi um fískveiðimál." ÞESSI HEIMS- kunni hagfræðipró- . t fessor lýsti í grein urtllkvota- -Í Business Week fyrir skömmu, sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu, hugmyndum sínum um hvernig draga ætti úr ofveiði með því að skattleggja aflann, sem á land berst, eftir Ríkisstyrk- !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.