Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 30
-30 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Sambýliskona mfn, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA ARADÓTTIR, Grettisgötu 39, sem andaðist laugardaginn 30. september, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 9. október kl. 13.30. Ari Þórðarson, Erlingur Snær Guðmundsson, Svava Gísladóttir, Þórunn Elisabet Stefánsdóttir, Gisli Jensson, Stefán Stefánsson, Linda Arthur, Birna Ríkey Stefánsdóttir, Birgir Eyþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA JÓNSDÓTTIR húsmóðir i Reykjavík, sem andaðist 30. september, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 9. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Viglundsdóttir, Friðrik Ragnarsson, Hrefna Vfglundsdóttir, Viglundur Þór Vfglundsson, Jóna S. Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, BENEDIKT GUNNARSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Vailarási 5, sem lést 30. september, verður jarð- sunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 10. október kl. 13.30. Hólmfríður Valdemarsdóttir, Einar Benediktsson, Ásgerður Jónasdóttir, Sveinn Benediktsson, Arnhildur Árnadóttir, og fjölskyldur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Kleppsvegi 28, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum 3. októ- ber, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 10. október nk. kl. 15.00. Jóhannes Þórðarson, Hulda M. Þórðardóttir, Þorvaldur Þórðarson, Jóna G. Þórðardóttir, Þorsteinn Eyjólfsson, Una Jóhannesdóttír Antrim, William Antrim, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI EINARSSON húsgagnasmfðameistari frá Hróðnýjarstöðum, Sporðagrunni 7, lést 28. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. október kl. 13.30. Edda Helgadóttir, Nikulás Gíslason, Sjöfn Helgadóttir, Hannibal Helgason, Birgir Helgason, Sigrún Guðmundsdóttir, Logi Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför frænda okkar, DIÐRIKS JÓNSSONAR trésmfðameistara, Hofteigi 20. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvítabandsins og deildar 4A, Borg- arspítalanum. Eiríkur Jónsson, Dagbjört Guömundsdóttir, Diðrik Eiríksson, Viktorfa Valdimarsdóttir. ÖGMUNDUR ÓLAFSSON 4- Ögmundur Ól- ' afsson vélstjóri frá Litla-Landi í Vestmannaeyjum fæddist í Deildar- koti á Alftanesi 6. júní 1894. Hann lést í Reykjavík 29. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Stefánsson og kona hans Mál- fríður Loftsdóttir. Systkini hans voru fjögur, öll látin: Margrét, húsmóðir í Noregi, Valgerður, húsmóðir í Flórída í Banda- ríkjunum, Loftur, vélstjóri í Reykjavík, og Valdimar, sem dó ungur. Hinn 26. desember 1923 kvæntist Ögmundur Guðrúnu Jónsdóttur, f. 17.5. 1899, d. 16.3. 1992. Böm þeirra era: Jón Sveinbjöm, f. 3.8. 1924, d. 19.7. 1945; Margrét, f. 9.8. 1925, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Guðlaugssyni bif- reiðastjóra og eiga þau þijú börn; Ólafur, f. 7.11. 1926, lengst af bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, nú búsettur í Hvera- gerði, kvæntur Guðbjörgu Guðlaugsdóttur og eiga þau átta börn; Sigurður, f. 18.12. 1928, d. 25.4. 1987, lengst af skipsfjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Þórunni Traustadótt- ur og eru börn þeirra þrjú; Ágúst, f. 7.4. 1932, vélstjóri og síðar starfsmaður við danska sím- ann, búsettur í Danmörku; Guð- björg, f. 11.10. 1933, húsmóðir og verslunarmað- ur í Vík í Mýrdal, gift Guðna Gests- syni bifreiða- sljóra og eiga þau þrjú böra; Sigur- björn, f. 29.5. 1935, skipsljóri í Hrisey, kvæntur Hrefnu Víkingsdóttur hús- móður og eiga þau þijú börn; Málfríður, f. 25.11. 1939, full- trúi þjá Tryggingastofnun, búsett í Kópavogi, gift Sigur- birni Guðmundssyni stýri- manni og eiga þau fjögur börn; Þóra Björg, f. 16.6.1944, verslunarmaður á Selfossi, gift Sævari Guðmundssyni húsasmið og eiga þau eina dóttur og eina fósturdóttur; Jón, f. 18.9. 1945, vélvirki við Sigölduvirkjun, kvæntur Sig- rúnu Sveinbjörnsdóttur versl- unarmanni og eiga þau tvö börn. Sonur Ögmundar frá því áður var Magnús, sjómaður, nú látinn. Útför Ögmundar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 9. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. ELSKU afi minn. Nú ertu farinn í ferðalagið langa sem þú hefur beðið eftir síðan amma fór fyrir rúmlega þremur árum. Nú er tómleikinn mikill. Því að eiga svona afa eins og þig var alltaf dýrmætt. Af þér lærði mað- ur margt, þú hafðir mikla sjálfs- virðingu, varst hreinskiptinn í öll- um málum, ræddir hlutina og komst að niðurstöðu. Þú varst fljótur að greina hismið frá kjarn- anum og sagðir ævinlega í lokin, eins og vera ber. Þú lofaðir ekki upp í ermina á þér, í sumar þegar við ræddum saman um dauðann sagði ég við þig: Afi, viltu taka á móti mér ef þú ferð á undan mér í hina Víkina? Þá þagðirðu dágóða stund en sagðir svo: „Ef ég hef ekkert annað að gera.“ Að hafa legið á spítala í aðeins tæpan mánuð á 101 árs ævi er fágætt og ekki kvartaðir þú þá frekar en endranær, því það hafð- irðu aldrei lært. Enda þótt þú hefð- ir eiginlega verið fangi í eigin lík- ama þessa síðustu daga og lítið getað tjáð þig og verið upp á aðra kominn með allt hélstu reisn þinn til loka. Þá er þetta búið, elsku karlinn minn, við systkinin frá Vík og fjöl- skyldur okkar þökkum þér fyrir allt það sem þú hefur veitt okkur og það góða veganesti sem þú sendir okkur afkomendur þína með út í lífið. Við biðjum guð að blessa minninguna um góðan mann. Þín dótturdóttir, Sigrún Harpa. Amma og afi. Afi og amma. Samstíga hjón, sem áttu saman hartnær sjötíu ára farsælan bú- skap, ólu upp tíu böm. Það er erfitt að hugsa sér þau öðruvísi en saman. Og núna, rúm- um þremur árum eftir að amma kvaddi, er afi hjá henni aftur. Margs er að minnast. Fjarlægt í bernskuminningunum, heim- sóknir til þeirra að Litla-Landi. Eftir gos, skamman tíma í Hvera- gerði, árin á Sólvallagötunni og loks á Norðurbrúninni. Ávallt jafn hlýjar móttökur. Alltaf jafn gaman að hitta fólkið. Lengi vel kom amma heim á Rauðalæk á hverju hausti til að hjálpa mömmu við sláturgerðina. Enn þann dag í dag fylgir slátur- gerð okkar mæðgna fyrirmælum ömmu. Jólaheimsóknir til okkar, eftir að þau voru flutt upp á land. Hún að hlusta á messuna og sönginn. Hann alltaf tilbúinn að slá í nokkra „manna“. Vann oftast. Þá skein glettnin úr augunum. Þetta verða æ dýrmætari minningar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. 'Briem.) , Valgerður. BJÖRN JÓNSSON -4> Björn Jónsson fæddist á ‘ Ljótsstöðum i Skagafirði 12. október 1919. Hann lést á Hvítabandinu 26. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kristskirkju í Landa- koti 4. október. BJÖRN Jónsson kaupmaður var jarðsettur sl. miðvikudag, 76 ára að aldri, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Við þessa virðulegu útför kom greinilega í ljós, hversu sam- stíga meðlimir kaþólska safnaðar- ins eru þegar félagar og trúbræð- ur eru kvaddir hinstu kveðju. Leyndi sér heldur ekki m.a. í minn- ingarorðum prestsins, að Bjöm Jónsson var mjög heilsteyptur og traustur safnaðarfélagi. FOSSVOGI - Þegar ancíját ber að hönclum Útfararstofa Kirhjugarðanna Fossvogi Stmi SSl 1266 1 ‘------------■— Hér verður hvorki rakin ætt né fjölskyldubönd Björns, enda hefur það verið gert af öðrum sem betur þekkja til þeirra þátta. Hins vegar vil ég sem fyrrverandi kaupsýslu- maður, og mæli þá einnig væntan- lega fyrir munn margra félaga hans frá fyrri tíð, minnast hans sem kaupmanns. Björn ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Kristinsdóttur, var eig- andi verslunarinnar „Halli Þórar- ins“ á Vesturgötu 17, síðar einnig á Hverfisgötu 39 og loks í Ár- bæjarhverfi. Okkur, sem vorum samtíðar- menn hans á verslunarsviðinu, er Bjöm minnisstæður sem táknrænn kaupmaður þess tíma. Þá voru til- tölulega fáir matvörukaupmenn í Reykjavík er virkilega stóðu upp úr sem slíkir og stóðu í harðri samkeppni við samvinnuverslanir, einkum Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Nöfn sem koma fram í hugann í slíkri upprifjun em m.a.: Sigurliði og Valdemar (Silli og Valdi), Kristján í Kidda- búð, Gústaf í Drífanda, Lúðvík i Lúllabúð, Axel Sigurgeirsson, Bjöm hjá „Halla Þórarins" o.fl. Skilgreiningin milli nýlendu- vömverslunar og kjötverslunar var ótvíræð á þessum tíma. Verslunin „Halli Þórarins" var í fyrrgreinda hópnum. Við sem til þekkjum munum Björn Jónsson sem hinn vinnu- sama og ötula kaupmann. Síkvik- an og afkastamikinn afgreiðslu- mann sem var í persónulegu sam- bandi við hina mörgu viðskipta- vini. Þannig voru matvörukaup- menn þess tíma. Þá var Vesturgat- an líka iðandi athafnagata, í nán- um tengslum við hafnarlífið og mitt í gamla Vesturbænum. Reglusemi og áreiðanleiki vora höfð á orði. Síðar hefur mér verið tjáð, sem einnig kom fram við útför hans, að í öllu sínu annríki og þrotlausu vinnu var hann ein- staklega traustur fjölskyldu sinni og lét sig jafnframt varða erfið- leika ýmissa sem stóðu höllum fæti. Þannig em nú oft eðlislægir þættir þeirra sem hafa til að bera ötulleik og dugnað og hafa öðm fremur hlotið menntun sína í skóla lífsins. Sá skóli er mikilvægur. Björn Jónsson tók mikinn þátt í félagsstarfi kaupmanna, reyndist traustur félagsmaður og stéttvís. Fastur á sinni meiningu og fylginn sér ef svo bar undir. Við fráfall Björns sendum við af „eldri skólanum" eftiriifandi konu hans, Guðrúnu Kristinsdótt- ur og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur. Birni Jónssyni biðjum við bless- unar Guðs á nýju tilverustigi. Sigurður Magnússon, fyrrv. form. Kaupmannasamtaka íslands. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.