Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Sturlaugnr Kristinn Daniv- alsson fæddist 30. apríl 1932. Hann lést 29. september síastliðinn í Sjúkra- húsi Suðurnesja, Keflavík. Hann var einkasonur hjón- anna Ólínu Vilborg- ar Guðmundsdótt- ur, f. 15. nóvember 1894, d. 26. mars 1983, og Danivals Danivalssonar, f. 13. júlí 1893, d. 6. nóvember 1961. Systkini hans, samfeðra, voru: Jóhanna, f. 2. febrúar 1920, d. 16. september 1968, Guðmund- ur, f. 15. júní 1923, d. 24. desem- ber 1950 og Halldór Arinbjarn- ar, f. 6. nóvember 1926, d. 4. júní 1982. Bróðir, sammæðra, er.Stefán Stefánsson, f. 28. ág- úst 1921. Eftirlifandi eiginkona Kristins er Vilhelmína Hjaltalín, f. 20. janúar 1928. Foreldrar hennar voru: Ingileif Hjaltalín og Jakob Gunnar Hjaltalín. Böm Vilhelmínu em: 1) Inga Ragnarsdóttir, f. 14. desember 1947, gift Eyjólfi Kristjánssyni. Þau eiga tvær dætur, Guðrúnu Ögmundsdóttur, f. 3. október 1969 og Ingibjörgu Eyjólfsdótt- GÓÐUR vinur minn og félagi til margra ára, Kristinn Danivalsson, er látinn fyrir aldur fram. Kynni okkar Kidda Dan, eins og hann var kallaður, hófust fyrir um það bil þrjátíu árum, er leiðir okkar lágu saman í félagsstarfi Framsóknar í Keflavík. Það var á heimili föður hans, Danivals Danivalssonar, sem einn af forystumönnum Framsókn- ar, að við náðum saman. Óhætt er að segja að skoðanir okkar í þjóð- málunum hafí verið nær þær sömu í öljum meginþáttum. Á þessum árum var Framsóknar- fiokkurinn í mikilli sókn á Suður- nesjum og var Kiddi Dan þá upp á sitt besta. Félagshyggjan var þá Iq'aminn í stefnu hans og naut flokk- urinn þess. Mikið mannval var þá í forystu flokksins og má nefna til sögunnar Valtý Guðjónsson, Daniv- al Danivalsson, Margeir Jónsson og fleiri. Þetta átti vel við Kidda Dan. Hann var einlægur samvinnu- og félagshyggjumaður, með öðmm orðum vinstri maður. Kristinn var potturinn og pannan í öllu starfi flokksins á þessum tíma. Um tíma lagði hann alla sína orku til félags- starfa í þágu flokksins. Hann var í miklu og góðu sambandi við ótrú- lega marga og hafði óvenjulega hæfileika þegar segja átti fyrir um skoðanir kjósenda á mönnum og málefnum. Óhætt er að segja að fá mál hafi verið leidd til lykta án hans ráða. Kristinn var óvenjulegur maður. Hann skaraði ekki eld að sinni köku. Hann hefði getað óskað eftir opin- berri upphefð eins og sæti á fram- boðslista flokksins eða embættum sem flokkurinn hafði yfir að ráða, en þeim embættum hefði hann gegnt með sóma. Kristni stóð þetta oft til boða en tilnefndi alltaf ein- hvem sem hann taldi að væri væn- legur til að vinna flokknum fylgi og tryggja framgang málefna flokksins. Þannig var Kristinn. Hann var hugsjónamaður og drengur góður. Þrátt fyrir flokkslegan aðskilnað okkar Kristins, þ.e. þegar ég hélt til liðs við Alþýðubandalagið, hélst samband okkar óbreytt. Flesta daga höfðum við samband, í það minnsta í gegnum síma, og var þá alltaf rædd pólitík. Við Kristinn vorum yfirleitt sammála um þjóðmálin, við höfðum áhyggjur af þróun mála og vorum enn sammála um það að bestu lausnir á vandamálum þjóðfé- ur, f. 7. ágúst 1975. 2) Sigursteinn Jóns- son, f. 14. septem- ber 1949. Hann eign- aðist eina dóttur, Heiðbjörtu Hörpu, f. 13. júní 1978, d. 17. júní 1992.3) Rud- olph B. Þórisson, f. 11. ágúst 1953, kvæntur Stefaníu B. Bragadóttur. Þau eiga einn son, Krist- in Braga, f. 10. maí 1976. Kristinn var börnum hennar sem faðir. Dóttir Krist- ins er Aslaug Stm*laugsdóttir, f. 20. janúar 1957. Hún á einn son, Daníel Grímsson, f. 6. jan- úar 1990. Móðir hennar er Steinunn Karlsdóttir. Börn Kristins og Vilhelmínu eru: 1) Guðmunda, f. 15. janúar 1962, gift Ómari Ingvarssyni. Þau eiga þrjár dætur: írisi, f. 10. mars 1984, Guðrúnu Maríu, f. 8. mars 1986 og Eydísi, f. 8. júni 1991. 2) Ólína, f. 14. april 1968, gift Oskari Val Óskars- syni. Þau eiga einn son, Óskar Frey, f. 5. maí 1992. Útför Sturlaugar Kristins fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 9. október og hefst athöfnin kl. 14. lagsins væri að finna innan félags- hyggjunnar. Að lokum vill ég þakka Kristni samveruna, hún var ánægjuleg og er mikil eftirsjá að honum gengnum. Ég votta Vilhelmínu og dætrum þeirra hjóna innlega samúð mína. Eyjólfur Eysteinsson. Þegar laufin fóru að falla og veðrabrigðin gerðust sterkari minnti haustið á sig. Eins og annað í þessu lífi tekur allt enda. Sumarið kveður og næsta árstíð tekur við með litum sínum og háttalagi. Lífsganga manna er ekki ósvipuð þeim svipt- ingum náttúrunnar er eiga sér stað með reglubundnu millibili en mis- munandi mynstri ár eftir ár. Leikurinn er rétt hafinn er flauta dómarans gellur. Á hvað var dæmt núna? Þegar ég kom auga á mann- inn var það allnokkru eftir að leikur hans hófst. Hann hafði átt á bratt- ann að sækja og var orðinn illa leik- inn eftir harðar og ójafnar glímur við Bakkus. í öllum Ieikjum verða kaflaskil, ekki hvað sízt er menn eru orðnir undir og þeim hleypur kapp í kinn til að bæta eigin stöðu. Ég var varla seztur til að fylgjast með er minn maður bætti stöðu sína og sneri leiknum sér í hag. Sturlaugur Kristinn Danivalsson hét maðúrinn sem mig langar að kveðja og þakka samfylgdina í gegnum árin. Kidda Dan kynntist ég sem unglingur, eftir að hann hóf störf hjá Sérleyfisbifreiðum Kefla- víkur. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnu og fylgdist grannt með þeim sem þá léku fyrir yngri flokka ÍBK. Við vorum margir ungu leikmennirnir í þá daga sem fengum hvatningu frá honum, með léttu klappi á öxlina og hvísl í eyra að það væri ekki langt í meistaraflokk- inn. Þegar sú draumastaða gekk upp hjá nokkrum okkar var enginn kátari en hann. Kiddi varð einn af traustustu stuðningsmönnum meist- araflokks ÍBK á uppgangstimabili félagsins. Þegar íslandsmeistaratitl- ar unnust var hann sem einn okk- ar. Á þessu tímabili voru margar utanlandsferðar farnir og Kiddi Dan auðvitað með. Sérstaklega var honum minnis- stæð ein ferð okkar, þegar við lékum við Everton árið 1970. Hún var sér- stök að því leytinu til að félagið tók á leigu flugvél, sem þótti mikil ný- lunda þá og bauð hörðustu áhang- endum að fylgja liðinu. Þegar lent var í Manchester og við gengum fyrst út landganginn, þijú ungmenni ásamt Kidda, voru fyrir nokkrir brezkir þar fyrir neðan og hlógu að okkur. Við vorum eitthvað við- kvæmir fyrir þessu og létum þau orð falla í okkar hópi að þeir skyldu ekki gera gys að stærð okkar né liðskipan. „Þeir hlæja ekki á morg- un,“ varð síðar að orðtaki okkar í millum. Því okkur datt helst í hug að þeir væru að hlæja að smæð okkar-og rengluvexti. En ástæða hlátursins var farkostur okkar, DC-6, sem þá var nokkuð kominn til ára sinna. í þessari ferð reyndi töluvert á Kidda Dan, ekki hvað sízt þegar alls staðar var boðið upp á glímur við Bakkus. Þessa raun stóðst Kristinn Danivalsson, en þama var spunninn annar vefur sem síðar fangaði hann svo um munaði. Ferðabakteríuna fékk hann ólækn- andi á þann hátt að hann varð sem gangandi ferðaskrifstofa og víst má teija að enginn einn einstakur mað- ur á Suðurnesjum hafí selt eins margar utanlandsferðir og hann. Kiddi Dan kom mörgum manninum út fyrir landsteinana bæði fljótt, ódýrt og án þess að sumir ætluðu sér það nokkum tíma. Með þessu minningarbroti og í leikslok þakka ég Kidda Dan sam- fylgdina, Keflavík er einum syninum fátækari í dag. Megi minning hans lifa, hann var drengur góður. Vilhjálmur Ketilsson. Fallinn er frá fyrir aldur fram ein kunnasta og mætasta persóna Keflavíkur, Kristinn Danivalsson, betur þekktur sem Kiddi Dan. Þar með er horfinn af sjónarsviðinu sá einstaklingur sem hvað þekktastur var í keflvísku bæjarlífi. Fróðlegt er að velta fyrir sér fyrir hvað menn verða kunnir. Hvorki var Kiddi knattspymuhetja né poppari. Vin- sældir hans og rómur byggðust á persónunni sjálfri - skopskyni með því beittasta, hnyttnum tilsvörum og framlegum ábendingum. Þegar færðust viprar yfir augu Kidda vissu menn að í uppsiglingu vora einhveij- ar af hans annáluðu athugasemd- um. Spennu á viðkæmum fundum gat Kiddi oft leyst með einni stuttri og hnitmiðaðri athugasemd sem kallaði á hlátur og létti. Þannig var Kiddi. Háðið og grínið var aðal hans, enda vinamargur og vinsæll hvár er fór. En léttleikinn einn dugir skammt. Hjarta Kidda sló ávallt með þeim sem stuðning þurfti. Að baki léttleikanum bjó m.ö.o. mann- kærleikur og væntumþykja. Fór Kiddi þar hvorki í manngreinar- né flokkaálit þó stórpólitískur væri. Manneskjan í honum réð för. Bæjar- lífið er fátækara nú eftir að Kiddi er horfínn. Mér er til efs að til hafi verið harðari framsóknarmaður en Kiddi Dan. Ekki var hann alltaf sammála forystu en lét skoðanir sínar ávallt í ljósi með þeim hætti sem honum einum var lagið. Fór þar saman sá eiginleiki hans að vera fljótur að greina á milli aðal- og aukaatriða sem og hitt að koma þeim hugsun- um af hreinskilni fram með gaman- ið að vopni. Fyrir vikið varð hann virtur innan raða sinna flokksmanna en ekki síður af pólitískum andstæð- ingum. Á fundum minnti Kiddi mig stundum á órólegan nemanda í skóla. Hann kaus fremur að ganga um með sína Camel fremur en að sitja hreyfingarlaus og hlusta á ræður manna. Á þessum „göngu- ferðum" heyrðist einmitt hin frægu gullkom Kidda með viðeigandi hlátri og ókyrrð. Sló hann þannig með prakkaraskap sínum margan góðan ræðumann út af laginu án þess að illindi byggju á bak við. Enda hefði engum öðram en Kidda verið liðinn slíkur óróleiki á fundum. En málefni flokksins setti hann ávallt öðra ofar og hafði dýpri skilning á framtíðinni en margur annar. Framsóknarmenn kveðja sinn ötulasta liðsmann með söknuði en munu halda uppi merki hans í starfí sínu. Sjálfur naut ég í nýju starfi sér- legs „aðhalds" frá hinum mikla sómamanni, Kidda Dan. Þetta að- hald birtist einatt í stuttum sím- STURLA UGJJR KRISTINN DANIVALSSON tölum á ólíklegustu tímum. Vora þá engar vöflur á mínum heldur skaut hann beint hugsunum sínum og aðfínnslum - hvort heldur var um að ræða föðurlegar ábendingar til þingmannsins um afstöðu eða aðgerðir ellegar þá þörf Kidda að deila með öðrum skemmtilegri hugs- un. Ekki var verra þegar hann greindi frá hinu nýjasta á sviði prakkarastrika. Símtölunum lauk jafn skyndilega og þau hófust og oftast með þessum orðum: „Jæja, vinur, þú segir þetta, mér datt þetta bara svona í hug. Vertu sæll.“ Og svo var lagt á. Oftar en ekki átti maður bágt í fyrstu með að skilja hvað Kiddi hefði átt við með samtal- inu og ekki fyrr en löngu seinna skildi maður hina djúpu hugsun hans. Fyrir hefur komið að maður hafi skellt upp úr löngu síðar og við óheppilegar aðstæður. Ég á eftir að sakna þessara skemmtilegu og þörfu símtala en segi að lokum: „Jæja, vinur. Mér datt þetta svona í hug. Vertu sæll og þakka þér fyrir að lífga upp á tilverana." Fjölskyldu og ástvinum Kidda sendi ég dýpstu hluttekningu. Megi blessun hvíla yfir minningunni um Kidda Dan. Hjálmar Árnason. Eftir nána vináttu og jafnframt náið samstarf við fjölda ára, er það óraunveralegt að komið sé að kveðjustund. Samskipti okkar Kidda vora mjög mikil í meira en þijá áratugi. Við áttum samleið á svo mörgum svið- um. I pólitísku starfí lágu leiðir okkar saman, en Kiddi var ákaflega ötull talsmaður Framsóknarflokks- ins og lá yfírleitt ekki á liði sínu á þeim vettvangi. Enda verður því tæpast haldið fram, að hann hafi farið dult með pólitískar skoðanir sínar. Þvert á móti minnist ég hans lengst af sem nokkurskonar gang- andi kosningaskrifstofu. Stjórnmál vora nefnilega Kidda einstaklega hugleikin og hann var mjög næmur fyrir öllum pólitískum hræringum, eða með öðram orðum, hann hafði „pólitískt nef“. Það var því ekki ónýtt fyrir mig og aðra þá sem hafa verið fulltrúar flokksins í bæj- arstjóm að eiga Kidda Dal sem ráðgjafa og náinn samstarfsmann. Kiddi var kosningastjóri fyrir marg- ar kosningar og stóð að mínu mati öllum framar í því starfí og í hugan- um eru geymdar . ævintýralegar minningar af störfum hans á þeim vettvangi. Kiddi var áhugamaður um ferða- mál, og starfaði lengi að þeim mál- um. Hann var umboðsmaður Ferða- miðstöðvarinnar og síðar Sam- vinnuferða-Landsýnar. Ég átti því láni að fagna að starfa nokkuð með honum á þessum vettvangi og ég fullyrði að engan öflugri sölumann hef ég hitt. Þeir eru enda ófáir Suðumesjamenn sem ferðast hafa til Benidorm eða annarra staða á hans vegum. Söluumboð Kidda var lengi það lang söluhæsta á landinu og vakti árangur hans verðskuldaða athygli. Vinir hans kölluðu stundum umboð hans „Ferðaskrifstofu göt- unnar“, vegna þess að það var í raun alveg sama hvort menn hittu hann heima hjá sér, akandi í bíl eða á gangi niður Hafnargötuna, alltaf var Kiddi að selja. Ég held því fram, að mestum árangri hafí Kiddi í raun náð í sölu sólarlandaferða og í að flytja boð- skap Framsóknarflokksins. Stund- um gat þetta jafnvel farið saman. Á þessum sviðum báðum stóð hann flestum öðrum framar. Við Kiddi áttum einnig samleið í störfum fyrir Sérleyfisbifr. Kefla- víkur, en hjá SBK starfaði hann yfír 30 ár og stóran hluta þess tíma var ég stjómarmaður í fyrirtækinu. Það fór því ekki hjá því að við skipt- umst oft á skoðunum um málefni þess og það fór ekki leynt, hversu mjög Kiddi bar hag fyrirtækisins og starfsmanna þess fyrir brjósti. Að lokum vil ég minnast áhuga Kidda á starfsemi Kaupfélagsins. Hann fylgdist alltaf ákaflega vel með því sem var að gerast hjá félag- inu og átti sæti í deildarstjóm um langt árabil. Hann sat einnig alla aðalfundi félagsins svo lengi sem ég man. Það vora því æði mörg tilefnin sem við höfðum til að lyfta símtóli eða hittast og spjalla saman. Næg voru umræðuefnin og mörg mál krafum við til mergjar á þessum fundum okkar. Það er erfítt að sætta sig við að þessir fundir verði ekki fleiri að sinni. Það er líka erfítt og mikill missir að sjá á bak tryggum vini og góðum dreng, sem ætíð var gott að vera samvistum við og fá ekki lengur að heyra glettna og gaman- sama rödd hans í síma. Það kom oft fram hjá Kidda hversu mjög hann bar hag fjöl- skyldu sinnar fyrir bijósti. Missir fjölskyldunnar er mikill. Við hjónin vottum þér, Mína mín, og fjölskyldunni allri innilega sam- úð okkar. Guðjón Stefánsson. Mig langar til að minnast látins vinar og frænda, Kristins Danivals- sonar, eða Kidda Dan, en undir því nafni gekk hann alltaf meðal okkar. Fyrsta heimili, sem ég kom á hér í Keflavík, þegar ég fluttist hingað úr Skagafírði fyrir nær 50 áram, var á heimili móðurbróður míns, Danivals heitins Danivalssonar og eiginkonu hans, Ólínu Guðmunds- dóttur, sem einnig er látin. Danival rak verslun við Hafnargötu hér í Keflavík, eins og margir Suður- nesjamenn muna. Þessi litla verslun frænda míns var nokkurs konar fundarstaður margra Keflvíkinga. Þangað komu menn til að ræða ýms þau málefni, sem þá vora efst á baugi hveiju sinni í þjóðfélaginu. Ég man að stjómmálin voru þá oftast efst á blaði. Danival varð þá oft að standa í ströngu í þeim um- ræðum, því ekki átti hann marga jábræður í Keflavík í þá daga. Verslunin sjálf vildi þá stundum verða afskipt í hita leiksins. í þessu umhverfi ólst frændi minn og vinur upp. Hann varð snemma pólitískur og hélt sinni framsóknarlínu ótrauður til ævi- loka. Sem ungur maður lenti hann í stríði við Bakkus konung, sem gerði honum lífíð erfítt og raunar oft óbærilegt. Um þrítugt gjörsigr- aði Kiddi Bakkus og vann gegn honum alla tíð síðan. I fáum orðum sagt, varð Kiddi eftir þetta nokkurs konar áfengisráðgjafi hér í Keflavík og nágrenni. Margir sóttu til hans í erfiðleikum sínum. Lagði hann mikla vinnu í þessi líknarstörf, var mjög oft milligöngumaður við að koma fólki í meðferð og fylgjast svo með því, oft í langan tíma á eftir. Hvenær sem var, var hann tilbúinn að liðsinna fólki, alveg fram á síð- ustu ár var hann í sambandi við fólk og reyndi að hjálpa því eftir bestu getu. Kiddi var afar greiðvikinn og hjálpsamur maður, hafði mikla ánægju og þörf fyrir að hjálpa fólki. Var í sambandi við fólk, sem þarfn- aðist aðstoðar og reyndi að liðsinna þvi, eins vel og hann gat hveiju sinni. Kiddi hafði mikinn áhuga á ferðalögum, var lengi umboðsmað- ur Samvinnuferða í Keflavík og Njarðvík. Var þá með skrifstofu heima hjá sér. í ferðamálum var hann einstaklega duglegur. Fólk sóttist eftir að hafa viðskipti við hann, þar naut sín vel meðfædd hjálpsemi hans. Kiddi var alltaf til- búinn. Ákveðinn opnunartíma á skrifstofu sinni hafði hann ekki, hann ræddi við fólk, hvar og hve- nær sem var. Oft kallaði hann þessa starfsemi sína „Ferðaskrifstofu göt- unnar" í gríni, en húmoristi var Diddi góður, hafði fast samband við vini og kunningja og sagði þeim fréttir i léttum dúr, sem engan skemmdi. í mörg ár talaði frændi minn við mig daglega i sima eða heimsótti mig á skrifstofu mína, sagði mér fréttir og pólitíska stöðu hveiju sinni, enginn fylgdist betur með í þeim efnum en hann. Hann sá vel broslegu hliðina á tilverunni. Þessi i í ( ( I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.