Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 8. OKTÖBER 1995 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Veghús 23 - með bílskúr Vönduð 152 fm 7 herb. íb. á efstu hæð í 3ja hæða fjölb. 5 rúmg. svefnherb., rúmg. stofa og sjónvhol. 20 fm suðursvalir. 26 fm bíl- skúr með öllu. Áhv. 5,0 millj. Verð 10,9 millj. Verið velkomin til Bjargar í dag milli kl. 14 og 17. Húsið, fasteignasala, Opið í dag kl. 12-14. Sími 5684070. ATVINNUHÚSNÆÐIHAFNARFIRÐI Strandgata - Hfj. - skrifstofuhúsn. Til sölu eða leigu bjart og skemmtil. skrifstofuhúsn. 2 hæðir 400 fm hvor hæð. Mögul. á lyftu. Sérinng. á jarðh. Næg bílastæði. Góð staðsetn. í hjarta Hafnar- fjarðar. Laust fljótl. Verð: Tilboð. Stapahraun Gott 900 fm atvinnuhúsn. með góðum innkdyrum auk ca 350 fm skrifstofuhúsn. á 2. og 3. hæð. Góð lóð. Hagstætt verð og kjör. Drangahraun Gott 1100 fm húsnæði á tveimur hæðum. Kj. ca 500 fm með nokkrum innkdyrum. Ca 650 fm jarðh. með innkdyrum. Selst í einu lagi eða einingum. Stapahraun Gott ca 600 fm atvinnuhúsn. á tveimur hæðum. Að hluta til í leigu. Um er að ræða 1. hæð ca 400 fm og kj. ca 200 fm. í dag er eigninni skipt upp í nokkur bil og getur því auðveldlega selst í ýmsum stærðum. Innkdyr á öllum bilum. Verð: Tilboð. Hvaleyrarbraut Gott nýtt ca 2000 fm húsnæði sem er í dag fokh. Sem skiptist í 1. hæð (neðan götu) 1000 fm með innkdyrum, ' 2. hæð (við götu) 1000 fm með innkdyrum, auðveldlega hægt að skipta niður í nokkur bil. Selst í því ástandi sem það er í dag eða lengra komið. Hagstætt verð. Kaplahraun Mjög gott 2x120 fm atvinnuhúsn. með góðum innkdyr- um. Nýl. hús í góðu standi. Góð lóð. Selst í einu eða tvennu lagi. Skútahraun Gott 60 fm húsnæði auk 20 fm millilofts, innkdyr. Stapahraun Gott 85 fm atvinnuhúsnæði með góðri lofthæð og innk- dyrum. Hagstætt verð. Dalshraun 60 fm kj. með innkdyrum. Hagstætt verð. Bæjarhraun Mjög góður 367 fm kj. á þessum vinsæla stað með innkdyrum. Tilvalið sem lager eða fyrir trésmíðaverk- stæði, geymslur o.fl. 3ja fasa rafmagn. Eign sem býður upp á mikla möguleika. Skipti mögul. Hagstætt verð. Sóleyjarhlíð 1 - Hfj. Glæsilegar 3ja herb. íbúðir á góðu verði Eigum til afh. strax nokkrar glæsil. 90,4 fm brúttó íb. sem afh. tilb. u. trév. eða fullb. án gólfefna. Sameign og lóð frág. Teikn. á skrifst. Verð frá kr. 6,4 millj. Bygg- ingaraðili Magnús Guðmundsson. SKÁK Umsjnn Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í hol- lensku deildakeppninni í haust í viðureign tveggja stórmeistara. Rússinn Piskov (2.535) hafði hvítt og átti leik, en Van der Sterren (2.545), Hollandi, var með svart. 37. Bxb4! - Hxb4 38. Bxe6 - Hxe6 39. Hxf7 - Be7 40. Dh3 og svartur gafst upp því hann ræður ekki við tvö- földu hótunina Dxe6 og Dxh7 mát. 4. umferð í Deildakeppni Skáksam- bandsins hefst í dag kl. 10 árdegis í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12. Aðalvið- ureign dagsins er keppni stigahæstu sveitanna. Taflfélag Reykjavíkur, A sveit, mætir Taflfélagi Garðabæjar. Einnig tefla saman í 1. deild: Taflfélag Kópavogs - Hellir, Skákfélag Akureyrar, A sveit - Skákfélag Hafnar- fjarðar, Skákfélag Ak- ureyrar, B sveit-Tafl- félag Reykjavikur, B sveit. Teflt er á sunnu- dagsmorgni til að landsbyggðarsveitir komist örugglega heim til sín í kvöld. Aðrir keppendur og áhuga- menn eru hins vegar lítt hrifnir af þessu, auk þess sem liðsstjórar lenda stundum í vandræðum með heimtur liðs- manna sinna. Skákþátturinn varpar fram þeirri spumingu hvort ekki sé hægt að breyta þessu næst. Rök: Vinsældir deildakeppninnar hafa stór- aukist og samgöngur batnað. BRIPS Umsjón Guðm. Páll Arnarson EFTIR tvö pöss opnar suð- ur á fjórum hjörtum. Það er enginn á hættu og þú átt þessi spil í vestur: Norður ♦ ÁG642 ¥ 3 ♦ DG1087 ♦ Á2 lega sá að farsælt sé að melda fjóra spaða yfir fjór- um hjörtum á fímmlit, ef skiptingin er ekki jöfn til hliðar. Norður ♦ D95 y 42 ♦ K92 + 97654 Vestur Austur ♦ ÁG642 ♦ 10873 ♦ Á2 ♦ DG3 Hver er sögnin? Þessi sagnþraut blasti við keppendum á síðasta spila- kvöldi Bridsfélags Reykja- víkur. Keppnisformið er tví- menningur, en það ætti ekki að hafa afgerandi áhrif á ákvörðun vesturs. Frá hans bæjardyrum kemur þrennt til greina: Pass, fjór- ir spaðar eða dobl, sem væri þá til úttektar fyrst og fremst. Er ein sögn áber- andi best eða er um hreina ágiskun að ræða? Reynslan er ólygnust. Hennar dómur er einfald- Suður ♦ K ¥ KDG9865 ♦ Á3 ^ ♦ K108 Það þarf lítinn tígul í byijun til að hnekkja fjórum spöðum, en það útspil er vonlaust að finna við borð- ið. Fjögur hjörtu fara hins vegar einn niður. Báðir samningar byggjast á stað- setningu laufkóngsins. Ef hann er í norður, tapast fjórir spaðar, en fjögur hjörtu vinnast. Fjögurra spaða sögnin borgar sig því í báðum tilfellum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Atvinnuum- sóknir á glámbekk KONA hringdi til Veí- vakanda og var mjög óánægð með framkomu margra þeirra sem aug- lýsa eftir starfskrafti. Fyrirtæki og stofnanir auglýsa iðulega ekki undir nafni, sagði hún, en þó er beðið um mjög nákvæmar upplýsingar um umsækjendur og jafnframt sagt að öllum umsóknum verði svarað. Hún segist oft og iðulega hafa sent inn umsóknir með persónulegum upp- lýsingum en oftar en ekki hvorki fengið svar við umsókninni né upp- lýsingamar sendar til baka. Henni finnst þetta ótrúlegur dónaskapur og virðingarleysi við þá sem senda inn umbeðnar upp- lýsingar. Eins og málin standa núna er ógerlegt að fá upplýsingamar til baka því sendandinn hef- ur ekki hugmynd um hvert hann sendi um- sóknina. Þá lagði hún til að Morgunblaðið gæfi fólki hreinlega upp nöfn þeirra fýrirtækja sem auglýsa svona, en standa svo ekki við sinn hluta í auglýs- ingunni, þ.e. að svara umsókninni. Ann Lena leitar Elísabetar UNDIRRITUÐ var beðin að reyna að fmna ís- lenska stúlku sem var skiptinemi í Kanada fýrir u.þ.b. 10 áram. Mér hef- ur ekki tekist að finna hana í þjóðskrá né hjá stærstu skiptinemasam- tökum hér innanlands. Ég fer þess á leit við Morgunblaðið að það að- stoði mig við þessa leit. Þær upplýsingar sem ég hef eru eftirfarandi: Norsk stúlka, Ann Lena, leitar að ísienskum skiptinema sem var með henni í Kanada fyrir um 10 áram síðan. Stúlkan sem hún leitar að heitir Elísabet og er líklega Gunnarsdóttir og bjó á þeim tíma í Hafnariírði. Hún er núna á aldrinum 27-28 ára og er ljóshærð með blá augu. Þeir sem gætu gefíð einhveijar upplýsingar eru beðnir að hringja í Hrönn Petersen, vs. 551 1570 hs. 568 3118. Með morgunkaffinu HELDURÐU að ég borgi þér tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir að koma með hugmyndir sem eru betri en mínar? Víkveiji skrifar... * OLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, setti fram góða hug- mynd á dögunum. Hann leggur til að Alþingi verði framvegis sett á Þingvöllum við Öxará um svipað ieyti árs og gert var til foma. Það fer vel á því að þjóðin rækti tengslin við uppruna sinn með þess- um hætti. Alþingi var háð á Lög- bergi við Öxará frá stofnun þess, 930, allar götur til ársins 1798. Þar var þjóðríkið stofnað. Þar kvað Þorgeir Ljósvetningagoði upp þjóð- arsátt árið þúsund, þess efnis, að íslendingar skuli hafa ein lög og einn sið [trú] og varðveita þann veg frið með þjóðinni. Á þessum fornhelga stað standa rætur þjóðríkis okkar. Það er vel við hæfi að tengja hann betur sam- tíð og framtíð þjóðarinnar. xxx IÞESSU sambandi má gjaman minna á baráttu Fjölnismanna á síðustu öld gegn því að flytja Alþingi frá Þingvöllum til Reykja- víkur. Hver þekkir ekki tilfinninga- hitann og tregann í ljóði Jónasar Hallgrímssonar: Nú er hún Snorra- búð stekkur og lyngið á Lögbergi helga blánar af berjum hvert ár, börnum og hröfnum að leik. Setning Alþingis á Þingvöllum tengdi þingið og þjóðina betur þús- und ára íslandssögu, sem samfélag okkar er vaxið úr. Þingsetning á þessum stað gæti og, ef rétt væri að málum staðið, skapað hefð, sem í senn yki á samkennd þjóðarinnar og tryggði þessum fomhelga stað á nýjan leik verðskuldaðan sess í vitund hennar - og umheimsins. xxx EGAR um 965 var landinu skipt í fjórðunga til dómsagn- ar og fjórðungsþingum komið á. Á fjórðungsþingum starfaði fjórð- ungsdómur, sennilega skipaður ein- um fulltrúa fyrir hvert goðorð. Sam- kvæmt Járnsíðu (1271) og Jónsbók (1281) var landinu skipt í 12 um- dæmi sem kölluð voru þing og runn- in voru frá hinum fornu vorþingum og leiðarþingum (haustþingum). Sýsluskipan, síðar til komin, var m.a. byggð á landfræðilegum mörk- um þessara þinga. Ekki er fullvíst hvar fjórðungs- þingstaðir hafi verið. Líkur hafa verið leiddar að því að Austfirðing- ar hafi þingað í landj Víkur í Lóni, Sunnlendingar að Ármannsfelli í Þingvallasveit, Vestlendingar að Þórsnesi á Snæfellsnesi og Norð- lendingar í Hegranesi í Skagafirði. Skrifandi um hugmynd Ólafs G. Einarssonar veltir Víkveiji fyrir sér, hvort tímabært sé að fjórðugs- samtök tengi með einhveijum hætti samtíð og framtíð við þessa fornu fjórðungsþingstaði, sem voru horn- steinar íslenzka þjóðríkisins með og ásamt Alþingi hinu foma. xxx KJÖR forsetá íslands fór í fyrsta sinn fram á fundi Sameinaðs Alþingis á Þingvöllum 17. júní 1944, eftir að lýst hafði verið yfir gildistöku stjórnarskrár lýðveldis- ins. Fyrsti forseti þess var þannig þingkjörinn, Sveinn Björnsson, er gegnt hafði starfi ríkisstjóra. Þjóðkjör forseta átti síðan að fara fram sumarið 1945. Sveinn Björnsson var einn í framboði og sjálfkjörinn. Ásgeir Ásgeirsson, annar í röð forseta, var þjóðkjörinn. Einnig sá þriðji, Kristján Eldjám, og sá fjórði, núverandi forseti, Vig- dís_ Finnbogadóttir. í hugum Islendinga á seinni ára- tugum liðinnar aldar og langt fram á líðandi öld tengdist forsetaheitið einum einstaklingi, öðram fremur, Jóni forseta Sigurðssyni, sem fór fyrir landsmönnum í sjálfstæðisbar- áttunni. Hann var fyrsti forseti Hins íslenzka Þjóðvinafélags, sem stofnað var 1869. Þangað var titill hans sóttur. Meginmarkmið félags- ins var að „halda uppi landsréttind- um og þjóðréttindum íslendinga, efla samheldni og stuðla til fram- fara landsins og þjóðarinnar í öllum greinum . . .“ - I lokin: Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.