Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B 9
sem er að skrifa eða þýða leikrit
kemur til að leita ráða hjá leiklistar-
ráðunauti, þá verður hann að vernda
bæði höfundinn og leikritið. Og hver
höfundur og hvert leikrit er sér-
stakt. Leikrit er svo flókið og
margslungið form.“
Heldurðu að þú eigir ekki eftir
að mæta aftur til starfa í Þjóðleik-
húsinu?
„Ég kem auðvitað aftur ef ein-
hver hefur not fyrir mín verk.“
Með kvikmyndahandrit
í Hollywood
Kvíðirðu ekkert öryggisleysi
lausamennskunnar?
„Ekki ennþá. Ég sé fram á verk-
efni í heilt ár, sem ég held að sé
meira en iausafólk býr við almennt.
Og það er ekkert minna starfsöryggi
heldur en að sitja áfram í starfinu
í Þjóðleikhúsinu.
Sá sem situr þar ófullnægður
verður bara smám saman lélegri
starfskraftur og leikhússtjóri hefur
enga ástæðu til að halda
honum í vinnu. Svo ég held
að ég sé ekki að taka neina
áhættu.“
Hvað er framundan hjá
þér á næstunni?
„í haust ætla ég að klára
handritið fyrir Borgarleik-
húsið. Ég ætla einnig að
ganga frá ljóðabókarhand-
Maður er
kominn með
klígju út af
umgengni
valdsmanna
við þjóðina.
riti sem ég er með nánast tilbúið ...“
Einhver sagði mér að þú værir
búinn að skrifa kvikmyndahandrit
sem nú er statt í mekka kvikmynda-
iðnaðarins, Hollywood. Er eitthvað
til í því?
„Já og eitt af verkefnum mínum
í haust er að sinna því að selja þetta
kvikmyndahandrit."
Hvemig kom það til?
„Þáð er þannig til komið að Elín
Karbech Mouritsen, sem er helsta
leikkona Færeyinga og þjóðarger-
semi sem margir íslendingar þekkja,
þar sem hún fæddist hér, ólst upp
á Bókhlöðustígnum, hún keypti kvik-
myndarétt að færeyskri skáldsögu
sem kom' út árið 1980 og heitir
„Rannvá." Það er nafnið á aðalper-
sónunni. Þetta er mjög dramatísk
örlagasaga eftir Dagmar Joensen-
Næs sem nú er látin. Sagan er byggð
á þjóðsögu sem er býsna merkileg
' og lýsir örlögum ungrar stúlku.
Þetta er ein af þeim sögum þar sem
einföld framvinda verður að miklu
stærra tákni. Þetta er ákaflega mór-
ölsk saga og hún hefur allt sem
prýða má góða bíómynd. Hún hefur
átök, spennu, skipsskaða, björgun,
heimilisátök, misbrúkun valds; ótrú-
lega marga þætti sem prýða góða
dramatík.
Elín var búin að leita að handrits-
höfundi í mörg ár. Hún er sjálf ekki
höfundur, heldur leikari og leik-
stjóri. Hún var búin að skrifa kvik-
myndasöguna, það er að segja fram-
vinduna, og hafði lengi leitað að
höfundi þegar Messíana Tómasdóttir
benti henni á mig. Við töluðum sam-
an og hún réð mig strax. Síðan sett-
umst við niður í Kaupmannahöfn og
skrifuðum handrit. Það er skrifað á
ensku og við erum bæði höfundar
að því.“
En hvernig rataði það til Holly-
wood?
„Ég er nú rati í þessum kvik-
myndaheimi en Elín, sem ________________
er frá litlu samfélagi þar cs_.. _s__.
sem menn hóa í nágrann EínU smni
ár að selja þeim Forrest Gump og
þrjú til fjögur ár að selja þeim
Thelma og Louise, svo dæmi sé tek-
ið. En til að reyna að flýta fyrir,
ætlum við að reyna að fara út í
haust til að kynna okkur og reyna
að koma þessu á rekspöl."
Frumsköpunin og
íslenskt þjóðfélag
Nú ert þú rétt að yfírgefa starf
sem hefur veitt þér fjárhagslegt ör-
yggi og ætlar að sinna listsköpun -
og í því felst öryggisleysi hvað fjár-
mál varðar. Er ekki litið á listsköpun
sem raunverulega atvinnu hér enn
þann dag í dag?
„Frumsköpunin er alltaf látin
liggja á milli hluta hér. Ekki bara í
listum, heldur líka í vísindum og í
grunnatvinnugreinunum. Ég get til
dæmis haft það mun betra efnahags-
lega að þjóna listinni, heldur en að
skapa hana. Þó má segja að þetta
hafí lagast á seinustu árum með
eflingu launasjóða listamanna. Þeir
eru betur skipulagðir og
það er nauðsynlegt samfé-
lagi sem vill vera sjálf-
stætt. Við verðum að átta
okkur á því að sem þjóð
verðum við eilíf með því
sem við sköpum, ekki því
sem við étum.
En það er ekki nóg með
að við förum illa með þá
sem vinna að sköpun, heldur er hver
að vinna í sínu horni. Á fjórtán árum
hef ég sent frá mér sjö leikrit, þýtt
25 sem hafa verið sýnd og nokkur
í viðbót sem enn hafa ekki verið
sýnd, þýtt bækur og gefið út - allt
með fullri vinnu og sjálfbirgingi,"
segir Árni og hlær.
Heldur síðan áfram alvarlegri í
bragði: „En sem dæmi um einangrun
listamanna hér, hefur engum kvik-
myndagerðarmanni hérlendis dottið
í hug að fá mig til að vinna með sér
að kvikmyndahandriti. Til þess
þurfti Færeying.
Þetta litla samfélag er svo ber-
skjaldað gagnvart hvers kyns fjöl-
þjóðlegu fóðri. Ég held það sé rétt
að um 90% þess efnis sem er leikið
fyrir þjóðina sé á einhverri amer-
ísku. Meira að segja ríkisútvarpið
er farið að senda út viðtöl á ensku
- aðeins lauslega þýdd. Við verðum
að stuðla að því að hér sé skapað á
íslenska tungu. Og hætta afbrýði-
semi og öfund. Við eigum að vinna
saman. Velgengni eins á erlendum
markaði opnar fyrir velgengni ann-
ars. Ef einum rithöfundi gengur vel
erlendis eru mun meiri möguleikar
á því að áhugi vakni á fleiri íslensk-
um rithöfundum. Hvað þetta varðar
hefur verið of mikið um öfund hér.
- og hún skemmir.“
En þetta er nú lítill markaður og
ekki mikið fjármagn til að moða úr,
eða hvað?
„Það er eitthvað á seyði hér.
Maður er kominn með klígju út af
umgengni vaidsmanna við þjóðina.
Það er alltaf látið eins og rótin að
vanda okkar sé efnahagsleg. En hún
er það ekki, heldur er hún hugarfars-
leg. Það er með ólíkindum hvernig
valdsmenn Ieyfa sér að vaita yfír
þjóðina og gera það sem þeim sýn-
ist. Síðastliðinn vetur kom hér upp
massa höfnunarkennd þegar laun-
þegar fengu þau skilaboð í kjara-
______ samningum að vinna þeirra
skipti ekki svo miklu máli
að taka bæri tillit til krafna
ocui mciui uua í uagicuiu ^ n „ uu vuuu utcii tuuv ui ivi uiuu
ana ef það þarf að gera Sagöl eg Upp þeirra. Þeim var beinlínis
við grindverkið eða eitt- og kom aftur, sagt að þeir bæru ábyrgð á
hvað annað, hafði sam- einu sinni war efnahagsástandinu og svör-
band. Hún talar á sama mér sagt upp 'n sem Þe‘r fengu voru:
hátt við kvikmyndamógúl- Q(. aftUf Annaðhvort verður þetta
ana í Hollywood og ná- 3
granna sína. Hún hefur
einhvern ótrúlegan sjarma og ein-
lægni sem gerir það að verkum að
maður trúir strax á hana og treystir
henni.
Mér er sagt að við séum komin í
gegnum einhveija ótrúlega þétta síu
þarna úti og inn hjá öflugasta um-
boðsfyrirtækinu í greininni CAA, eða
Creative Artists Agency. Samt
finnst okkur þetta ganga ótrúlega
hægt. Þeir eru að leita að framleið-
anda en við Elín erum bara einhveij-
ir „nóboddýs" á hjara veraldar. Þess-
ir karlar fá hundrað hugmyndir á
dag inn á borð hjá sér. En við ætlum
ekki að gefast upp, því umboðsaðil-
inn segir okkur að þetta sé handrit
af þeirri sort sem alltaf sé verið að
leita að og við getum því verið ró-
leg. Mér skilst að það hafi tekið níu
______svona eða þjóðin fer á haus-
inn. En þetta er ekkert
þannig. Ekki nema í munni valds-
manna sém leyfa sér ótrúlegan
hroka og bjóða okkur upp á listilega
útúrsnúninga og orðhengiishátt svo
tilkomumikinn að jaðrar við að vera
listrænt afrek.“
Og þá er ekki annað eftir en að
spyija þennan afkastamikla rithöf-
und, sem reynir að leggja sitt af
mörkum til að viðhalda íslenskri
tungu og að samfélag okkar sé leik-
ið: Langar þig aldrei til að flytja
héðan?
„Jú, ég hugsa oft um það. í fullri
alvöru. Hins vegar veit ég að ég
mundi fljótt sakna tungumálsins
okkar og unaðslega jarðvöðulshátt-
arins í íslenskri hugsun. Það er áreið-
anlega leitun að öðrum eins furðum
á þessari jörð.“
ANNA Bragadóttir á Flúðum
selur andaregg, hreindýraskinn,
kleinur og annað ísienskt á sumr-
in.
Tæpa tíu kílómetra norðvestur
af Egilsstöðum bendir skilti á
stórt hjólhýsi og skúr sem stað-
sett eru rétt fyrir neðan veginn.
Sölumarkaðurinn Við-bót stend-
ur á skiltinu. Hjólhýsið opið,
kaffiilminn leggur út í milt regn-
ið. Fyrir þá sem eru orðnir
þreyitir á hugmyndasnauðri
sjoppufæðu hringvegarins er
Við-bót vin í eyðimörkinni; með
kleinur, rúgbrauð, flatkökur,
ástarpunga, reyktan silung,
andaregg og á sunnudögum er
kvenfélagið með kökur í skúrn-
um. I hjólhýsinu stendur hún
Anna Bragadóttir brosmild bak
við lítið söluborð.
Hjónin á Flúðum, þau Anna
Bragadóttir og Friðjón Þórarins-
Söluskáji 1
„Þörf fyrir
svona
stað“
son, hafa rekið sölumarkaðinn
Við-bót í tvö sumur. Og þau selja
ekki bara kleinur og annað ís-
lenskt gómsæti, aldeilis ekki;
hjólhýsið stóra er fullt af ís-
lensku handverki, austfirsku
handverki: Lopapeysur, lopa-
sokkar - og vettlingar, vesti úr
hreindýraskinni, ýmsir gripir úr
lerki, húsgaflar fyrir smáhýsi í
garðana; grindur til að selja torf-
ið á fylgja með.
„Við hjónin byijuðum á þessu
í fyrrasumar," segir Anna. „Vor-
um að velta fyrir okkur leiðum
til að mæta samdrættinum í bú-
skapnum, og það má segja að því
hafi verið þrýst á okkur að koma
upp svona stað tíl að selja ís-
Ienskt handverk.
Fólk lýsir oft yfir ánægju
sinni að fá íslenskan mat, er
kannski orðið þreytt á hamborg-
urum og sælgætinu. Hreindýra-
leðrið selst vel, og auðvitað ullin
sem útlendingarnir kaupa mikið
af; lopapapeysurnar, sokkana og
aðrar ullarvörur. Svo eru orku-
steinarnir úr Borgarfirðinum
vinsælir. Það er mjög gaman að
selja þessa hluti, maður er virki-
lega stoltur að seija eitthvað al-
íslenskt.
Við höfum iokað yfir veturna
en opnum næsta sumar. Viðtökur
sýna að það er þörf fyrir svona
stað.“
J.K.S.
Soluskáli 2
Sértilboð
til Kanarí
23. október
kr. 49.960
Við kynnum nú nýjan gististað á Kanarí í vetur, Santa Fe,
falleg smáhýsi í hjarta Ensku strandarinnar. Við höfum fengið
8 hús á sérkjörum sem við bjóðum viðskiptavinum okkar í
ferðimar 23. október og 22. nóvember. Falleg smáhýsi á einni
hæð, öli með einu svefnherbergi, baði, stofu og eldhúskrók.
Stór og fallegur garður, móttaka og veitingastaður.
Verð kr.
49.960
m.v. 2 í smáhýsi, 23. okt.
Skattar innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.