Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B 11 Kynóðir karlmenn Héma í henni Ameríku eru fjölmiðlar einlægt uppfullir af fréttum um alls konar kynferðisleg afbrot karlmanna. Auðvitað er nóg af nauðgunarfréttum, en söftug- astar þykja sögurnar um frammá- menn í þjóðfélaginu, sem ákærðir eru fyrir alls lags kynferðiskúgun kvenfólks, sem undir þá á að sækja. Ekki eru allir á eitt sáttir, hvort svona hegðun sé nýlegt fyr- irbæri eða hvort hún hafi alltaf viðgengist, en eingöngu á þessum síðustu og verstu tímum séu fjöl- miðlar orðnir nógu frakkir til þess að lofa okkur að kjamsa á þessum sögum. Voldugir stjórnmálamenn, sem staðnir hafa verið að því að vera kræfnari til kvenna en góðu hófi gegnir, eru uppáhalds fórnarlömb fjölmiðlafólksins. Öldungadeildar- þingmaðurinn Robert Packwood lá undir ákæmm fjölmargra kvenna, sem ásökuðu hann um að hafa stundað kynferðislega áreitni í árafjöld. Fyrst, þegar hópur 17 kvenna opinberaði ákær- umar 1992, sagðist hann ekki muna eftir mörgum atvikunum, en baðst samt afsökunar og bar því við, að hann hefði oft verið undir áhrifum víns. Hefir hann eflaust haldið, að þar með yrði þrasinu lokið. En því var ekki að heilsa. Málinu var haldið gangandi og fyrir nokkm kom fram kona, sem sagðist hafa unnið í skrifstofu Packwoods, þegar hún var aðeins 17 ára. Hafi hann þá lagt hana í einelti, króað hana af og náð að kyssa hana á ástríðufullan máta. Héma í villta vestrinu er það talið mjög alvarlegt mál að kássast uppá svo ungar stúlkur. Siðanefnd þingsins fjallaði um málið og fór fljótlega að kvisast, að hún hefði komist yfir dagbækur þingmanns- ins. Það kom öllum á óvart, þegar nefndin kvað upp þann úrskurð, að Packwood skyldi vera brott- rækur gerður úr þinginu. Skömmu seinna sagði hann svo af sér og vörpuðu víst margir kollegar hans öndinni léttar, því þeir vom hræddir um að hann myndi fara fram á rannsókn fyrir opnum dyr- um og atkvæðagreiðslu. Með tárin í augunum kvaddi hann þingheim í síðustu ræðu sinni. Ekki vildi hann viðurkenna, að hann hefði brotið nóg af sér til þess að verð- skulda slíka útskúfun. Hann sagði, að glæpur sinn væri bara að hafa kysst nokkrar konur! Annað sagði formaður siða- nefndarinnar. Hann sagði, að Packwood hefði, samkvæmt hans eigin dagbókarfærslum, haft kyn- mök við 22 konur og ýmiss konar ástarsambönd við 75 aðrar! Þetta hefðu allt verið konur, sem á ein- hvem máta hefðu átt undir hann að sækja, og hann hefði notfært sér vald sitt til þess að komast yfir. Þar að auki var har.n ákærð- ur fyrir fjárhagssvindl í sambandi við kosningar og einnig hefði hann misnotað vald sitt á annan hátt. Líka var hann sakaður um að hafa breytt dagbókarfærslum, en Þórir S. Gröndai augsýnilega gat hann ekki breytt nógu mörgum, því það var líklega af of miklu'að taka. Það er út af fyrir sig stórmerki- legt, að Packwood skuli hafa íjall- að svona skilmerkilega um kven- nafar sitt. í þeim hluta dagbókar- innar, sem siðanefndin biri, eru lýsingar á nokkrum „ævintýrum" hans og eru þar engin smáatriði undanskilin. En það var eðlilega ýmislegt annað, sem á daga Packwood dreif á 26 ára þing- mannsferli. Hann var einn áhrifamesti mað- ur repúblikana, formaður fjár- hagsnefndar og talinn næstum ómissandi í þinginu. Hann er mjög vel gefinn og hefir hlotið afbragðs menntun. Verandi sextíu og tveggja ára að aldri hefði hann auðveldlega getað starfað í þing- inu í mörg ár í viðbót, ef Eros gamli hefði ekki brugðið fyrir hann fæti. Hann er ekki sá eini í hárri stöðu, sem fundið hefir út, að holdið er torvelt að temja, eins og máltækið segir. Einn glæsilegasti, yngri stjórnmálamaður okkar dökku bræðra, Mel Reynolds, þingmaður í fulltrúadeildinni í Washington fyrir Chicago, var nýlega sekur fundinn um að hafa 12 sinnum haft kynmök við 16 ára stúlku, sem var sjálfboðaliði í kosningaherferð hans. Reynolds, sem verið hefir á þingi í þtjú ár og er 43 ára gamall, reif sig upp úr fátækt og er hámenntaður gáfumaður, bíður nú dóms, sem gæti þýtt, að hann kæmi til með að sitja í steininum í 4 ár. I viðskiptaheiminum er ástandið ekkert betra. Næstum á hverjum degi má lesa í blöðunum um kven- fólk, sem stendur í stór-málaferl- um við alls kyns fýrirtæki vegna kynferðislegrar áreitni yfirmanna. Auðvitað finnst sumum, að þetta gangi allt saman út í öfgar, eins og oft vill verða. Sagt er, að það sé orðið hættulegt, að slá sam- verkamanni af kvenkyni gull- hamra fyrir útlit eða klæðnað. Nýlega vann heill hópur starfs- kvenna hjá einkafyrirtæki mál gegn forstjóranum, sem líka var eigandinn. í fimmtán ár var hann búinn að hlaupa á eftir þeim um skrifstofuna, klípa þær, slá í þær, þukla á þeim, króa þær af, reyna að klæða þær úr og kyssa þær. Það var mesta furða, að hann skyldi hafa tíma til að reka fyrir- tækið. Það er freistandi að spekúlera í því, hvernig á því getur staðið að gáfaðir menn koma sér í slíkar kiípur, sem að ofan segir. Efiaust er kynhvötin mismunandi sterk hjá fólki og við vitum, að sjálfsaf- neitun og meinlæti eru ekki í há- vegum höfð á þessum síðustu og verstu tímum. Við það bætist, að kvenpeningurinn er herskár um þessar mundir og ef taka má mark á heimsfréttunum, jafnvel frá kvennaþinginu fræga í Kína, eru konur nútímans frábitnar öllu, sem á nokkurn hátt má flokka undir kynferðislegan þrýsting eða áreitni. Og lái það þeim hver sem vill. Við erum búin að fjalla um stjórnmál og viðskifti. Það eru auðvitað ekki einu sviðin, þar sem kynferðismisferli á sér stað. Skól- arnir hafa ekki orðið út undan í þessum málum, sem reyndar er ekki undarlegt. Ég ætla að enda þetta spjall með því að segja ykk- ur frá máli, sem var verið að útkljá i litlum bæ hérna á miðjum Flórída-skaganum. Þijátíu ára gamall kennari í gagnfræðaskóla var sekur fundinn um að hafa haft kynmök, a.m.k. 81 sinni við fjölda nemenda sinna. Rúsínan í pylsuendanum er sú, að kennarinn heitir ungfrú Karen Roberts og eru öll „fórnarlömb“ hennar svart- ir piltar. Hún bar því við, að ákær- an hefði orðið til vegna þess, að hún hefði gefið einum af „drengj- unum sínum" falleinkunn. Þetta er ekkert grín fyrir kennslukon- una, því hún gæti orðið að eyða næstu 30 árum í fangelsi fyrir að vera svona gjöful á blíðu sína. ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ Ættfræðiþjónustan er nú flutt á nýjan stað í Austurstræti 10A. Ættfræðinámskeið byrja bráðlega (5-7 vikna grunnnámskeið, mæting einu sinni í viku; einnig framhaldsnámskeið). Kennsla í ættarleit og uppsetningu ætta. Þjálfun og aðstaða til rannsókna. Hagstætt verð. Leið- beinandi Jón Valur Jensson. Ættfræðiþjónustan er með á annað hundrað nýlegra og eldri ættfræði- og æviskrárrita til sölu og kaupir slík rit eða tekur í skiptum. Bóksöluskrá send ókeypis. Upplýsingar í síma 552-7100. VtSA Ættfræðiþjónustan, Austurstræti 10A, s. 552 7100. CE) Almennur fundur um geðheilbrigðismál Geðlæknafélag íslands, Geðhjálp og Geðverndarfé- lag íslands boða til almenns fundar á alþjóðadegi geðheilbrigðis þriðjudaginn 10. október 1995 kl. 20.30 í fyrirlestrasal námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eirbergi á Landspítalalóð (gengið inn frá Eiríksgötu). Haldin verða stutt erindi, 10 mínútur hvert. Dagskrá: 1. Ávarp: Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri. 2. Geðlækningar á sjúkrahúsi. Lárus Helgason, yfirlæknir. 3. Geðlækningará einkastofum. Högni Óskarsson, geðlæknir. 4. Geðhjálp. Magnús Þorgrímsson, sálfræðingur. 5. Geðvernd. Jón G. Stefánsson, yfirlæknir. 6. Vísindalegar rannsóknir. Hannes Pétursson, yfirlæknir. 7. Fyrirspurnir og umræður. Fúndarstjóri: Tómas Helgason, prófessor. Allt áhugafók um geðheilbrigðismál er velkomið á fundinn og hvatt til þátttöku í umræðum um þessi mikilvægu mál. Geðlæknafélag íslands, Geðhjálp, Geðverndarfélag íslands. Kansas kr. 6.400 Raven kr. 5.700 Telemark kr. 15.900 ísland jakki kr. 16.900 á ■ ... .'L E I G A Nl ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 551 9800 og 551 3072. loksins FJAtLRAVET á íslandi Hin heimsþekkta sænska hágæ&avara í útivistarfatnaái og vörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.