Morgunblaðið - 08.10.1995, Side 22

Morgunblaðið - 08.10.1995, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR KENNARA- HÁSKÓU ISLANDS Kennaraháskóli íslands auglýsir eftir starfsmanni til starfa við nem- endaskráningu og aðra tölvuvinnslu á skrif- stofu skólans. Um er að ræða 50% starf sem ráðið verður í frá 1. nóvember nk. Vinnutími er fyrir hádegi. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 15. október. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík. 7 3 K I P U L A G R f K I S I N S Mat á umhverfis- áhrifum Skipulag ríkisins óskar eftir að ráða starfs- mann til að vinna við framkvæmd laga nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum. Starfið erfjölbreytt og krefjandi og felst eink- um í umfjöllun um framkvæmdir samkvæmt ofangreindum lögum. Umsækjendur þurfa að hafa lokið M.S. há- skólaprófi, eða sambærilegri menntun og er þekking og reynsla af framkvæmdum, skipu- lagi og/eða mati á umhverfisáhrifum æski- leg. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynleg og þarf umsækjandi að vera vel ritfær. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf jDurfa að berast Skipulagi ríkis- ins ekki síðar en 23. október 1995. Nánari upplýsingar fást hjá Halldóru Hregg- viðsdóttur hjá Skipulagi ríkisins. Skipulag ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Nýtt og spennandi starf! Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða til starfa forstöðumann á nýtt sambýli f Garðabæ. Um er að ræða nýtt sambýli sem mun taka til starfa síðla þessa árs og verða heimili fólks sem býr nú á endurhæfingardeild Land- spítalans í Kópavogi. Nýr forstöðumaður mun taka þátt í fram- sæknu starfi í málefnum fatlaðra á vegum Svæðisskrifstofunnar með öflugum fagleg- um stuðningi í formi handleiðslu og nám- skeiða. Hann mun einnig taka þátt í víðtæku fagiegu samstarfi með öðrum stjórnendum hjá Svæðisskrifstofunni. Óskað er eftir þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun á sviði uppeldis- og fé- lagsvísinda. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samstarfshæfileika og reynslu af stjórnunarstörfum. Umsóknarfrestur er til 20. október nk. Framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjan hf. óskar eftir að ráða framleiðslustjóra. Starfssvið framleiðslustjóra: 1. Skipulagning framleiðsluferlis, sem og aðföng til framleiðslu innanlands og er- lendis. 2. Stjórnun og starfsmannahald í löndun, framleiðslu og pökkun. 3. Skipulagning og samskipti við skipstjóra og sláttumenn vegna hráefnaöflunar. 4. Gæðaeftirlit og vinna að úrbótum til auk- inna gæða og hagkvæmni í framleiðslu. Vinna að tæknilegum endurbótum. 5. Vinna að og viðhalda fyrirhugaðri lífrænni vottun, sem verksmiðjan mun leitast við að fá innan 2ja ára. Við leitum að manni með tæknimenntun af framleiðslusviði eða annað sambærilegt. Þekking á algengum forritum s.s. Excel og Word nauðsynleg. Vinnuvélaréttindi þ.m.t réttindi á krana æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framleiðslustjóri 331 “ fyrir 14. október nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra Sálfræðingar! Lausar eru tvær stöður sálfræðinga við Ráðgjafar- og greiningardeild Svæðisskrif- stofu. 1) Forstöðumaður/yfirsálfræðingur. Starfssyið felur m.a. í sér: Yfirumsjón og skipulag starfa deildarinnar, starfs- mannastjórnun, sálfræðilegar athuganir og prófanir, ráðgjöf og handleiðslu til starfsmanna, margvíslega fræðslu og námskeiðahald. Þekking á sviði fötlunar- sálfræði og reynsla af stjórnunarstörfum er nauðsynleg. 2) Deildarsálfræðingur. Starfssvið felur í sér sálfræðilegar athuganir, eftirfylgd úr- ræða, ráðgjöf til foreldra og starfsmanna og þátttöku í teymisvinnu með öðru fag- fólki deildarinnar um margs konar verk- efni s.s. fræðslu og þróun þjónustu. Leitað er að umsækjendum sem auk fag- legrar hæfni hafa góða færni f mannlegum samskiptum, eru liprir í samvinnu og hafa áhuga á fjölbreyttu þróunarstarfi í lífiegu starfsumhverfi. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Svæðisskrifstofu Glerárgötu 26, 600 Akureyri, fyrir20. okt. nk. Nánari upplýsingar fást á sama stað í sfma 460-1400. Svæðisskrifstofan óskar að ráða fólk með fagréttindi til að starfa að málefnum fatl- aðra. Boðin er góð starfsaðstaða og áhuga- verð viðfangsefni í fjöbreyttu umhverfi. Við leitum að fólki, sem vill takast á við ný verkefni og stuðla að þróun innan málaflokksins. Um eftirfarandi störf er að ræða: Forstöðumaður fyrir sambýli í lok þessa árs tekur til starfa á Akureyri nýtt sambýli fyrir þá íbúa, sem síðastir flytja frá vistheimilinu Sólborg. Forstöðumaðurinn þarf að geta hafið störf sem fyrst og verður hlutverk hans til að byrja ' ' V \ l\ I I •! I \ », \ K 1W0IJ174 !0S RIYKJAVIK SlMI S881933 ->B8 Wf Innanhússhönnun! Hlutastarf Miðás hf. sérhæfir sig í framleiðslu og sölu innréttinga undir vöruheitinu Brúnás-lnnrétt- ingar. Fyrirtækið selur framleiðslu sína jafnt til einstaklinga og verktaka. Fyrirtækið býður þér starf í glæsilegri versl- un sinni, Ármúla 17a, Reykjavík, þar sem veitt er fagleg þjónusta um hvaðeina sem lýtur að innréttingum. Þú ert innanhússhönnuður að mennt og leitar að skemmtilegu og skapandi starfi í góðu starfsumhverfi þar sem vörugæði og vöruþróun eru í fyrirrúmi. Starfsreynsla er æskileg. Þú þarft að geta starfað sjálfsætt og hafa ánægju af mannlegum samskiptum. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Þér býðst að sækja um ofangreint starf hjá Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „372“ fyrir 12. október nk. með það, að undirbúa starfsemi sambýlisins í samstarfi við Svæðisskrifstofu og væntan- lega íbúa þess og aðstandendur þeirra. Til forstöðumanns eru gerðar eftirtaldar kröfur: Hann þarf að hafa menntun sem nýtist í starfi með mikið þroskaheftu fólki. Það er æskilegt að hann hafi stjórnunar- reynslu og hann þarf að eiga auðvelt með að starfa með öðrum. Hann þarf að geta leiðbeint öðrum starfs- mönnum um meðferð, þjálfun og umönnun mikið þroskahefts fólks. Aðrar stöður forstöðumanna Þroskaþjálfa eða annað sérmenntað starfs- fólk óskast í stöður forstöðumanna við tvö sambýli fyrir þroskahefta. Stöðurnar eru lausar frá og með janúar nk. eða síðar eftir samkomulagi. Stöður þroskaþjálfa á hæfingarstöð í byrjun ársins 1996 tekur til starfa á Akur- eyri ný hæfingarstöð fyrir þroskahefta. Hún leysir af hólmi dagdeild sem áður starfaði á vistheimilinu Sólborg. Á stöðinni verða fjórar þjónustudeildir, sem hver um sig getur tekið við 6 til 10 manna hópum í senn. Heildar- fjöldi þjónustuþega stöðvarinnar er áætlaður um 50 manns. í þessar stöður verður vænt- anlega ráðið frá janúar 1996. Tvær stöður deildarstjóra á vernduðum vinnustað Iðjulundur er verndaður vinnustaður, þar sem þroskaheftir eru í miklum meirihluta. Fyrirhugað er að taka upp deildaskiptingu, er felur í sér skiptingu milli nýliðadeildar og framleiðsludeildar. Að deildunum verða ráðnir deildarstjórar sem annast verkstjórn og skipulagningu hvor innan sinnar deildar. Umsækjendur skulu hafa menntun þroska- eða iðjuþjálfa. Skriflegar umsóknir um stöður þessar skal senda Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Glerárgötu 26, 600 Akureyri, og er umsókn- arfrestur til 27. september nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.