Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B 31 WtÆkWÞAUGL YSINGAR tæk, ég man að það voru árhringir á buxunum okkar bræðranna. Við áttum brúnar buxur úr Álafossga- berdíni. Þær voru síkkaðar smám saman eins og hægt var og það sást sannarlega á skálmunum. Ég hef ekki viijað ganga í brúnum fötum síðan,“ segir Sæmundur. „Það var nú ekki bara vegna fá- tæktar sem fólk var lengi í sömu fötunum, það bara fékkst ekkert á þessum árum. Ég man að mamma okkar var að fara um miðjar nætur til þess að standa í biðröð ef fréttist af nýjum vörum í búðum,“ segir Dagbjört. „Maður gekk alltaf í gúm- mískóm á þessum árum og maður átti þá svo lengi að tærnar voru orðnar krepptar og bera þess enn minjar," bætir Sæmundur við. „Ég lenti aldrei í þessu," segir Guðmund- ur. „Það var af því pabbi þinn var skósmiður," segir Borghildur. Faðir Guðmundar var Bjamleifur Bjarn- leifsson skósmiður og ljósmyndari. „Hann gerði við skóna af öllum í Höfðaborginni, skósmíði var hans aðalstarf,“ segir Guðmundur. Það var ekki ofsögum sagt að húsin í Höfðaborginni væru lítil. Þau voru nánast lítil raðhús, um 30 fermetrar að stærð hvert, og skiptust í litla stofu, herbergi, eld- hús, pínulítið klósett og örlitla geymslu, sem sumir tóku innrétting- ar úr og létu börn sofa í. En þar gátu aðeins lítil börn sofið, rúmin voru svo stutt. í þessu litla plássi voru iðulega barnmargar fjölskyld- ur. „Plássið var lítið, satt er það, en við lærðum líka fljótt að sýna tillitssemi og að ganga vel um. Það herti okkur líka að fá aldrei að vera inni. Við fengum ekki að vera inni nema að við værum veik, annars komum við bara inn til að borða og sofa. Ég átti vinkonu í næsta húsi og einu sinni vorum við báðar veik- ar. Hún var í boltaleik heima hjá sér, hinu megin við þilið þar sem ég lá. Ég kallaði til hennar að hætta en hún vildi það ekki. Þá varð ég svo reið að ég sparkaði í þilið og það var svo ónýtt í því að hællinn á mér fór í gegn,“ segir Villa. „Það var bara trétex í milliveggj- unum, það muldist niður ef það var komið við það, og það kom fyrir að það var gert, þetta voru svo mikil þrengsli. Við flugumst stundum á bræðurnir, því er ekki að neita,“ segir Sæmundur. „Á veturna var kalt í húsunum, bara einn kolaofn til upphitunar. Stundum voru mjólkurflöskumar sprungnar þegar maður kom fram í eldhús á morgnana, þá var kannski 12-15 stiga gaddur úti og nærri því eins kalt inni. Það var einfalt gler í gluggunum og gardínurnar voru beinlínis láréttar ef það var hvasst úti, það gaus svo inn,“ segir Sæ- mundur. „Oft fóru öryggin og allt varð rafmagnslaust. Þá var maður sendur til Símonar „borgarstjóra", sem kallaður var, hann var umsjón- armaður allra húsanna, til þess að sækja „sikkringu", segir Villa . Ekk- ert bað var í Höfðaborginni, en allir eru sammála um að það hafí ekkert ANDRÉ Bachmann og Gerður Benediktsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR Bjarnleifsson, Dagbjört og Borghildur Flórentsd- ætur og Sæmundur Pálsson. ÞAÐ VAR mikið um kossa og faðmlög á skemmtikvöldi gamalla íbúa Höfðaborgarinnar á dögunum. SÆMUNDUR veislustjóri og Guðmundur J. Guðmundsson, sem var heiðursgestur á skemmtikvöldinu, sem fulltrúi þeirra aðila sem leystu húsnæðisvanda Höfðaborgarbúa á sínum tíma. gert til. „Við fórum bara í gömlu sundlaugarnar eða þá að það var hitað vatn í bala til að þvo okkur upp úr,“ segir Guðmundur. „Við fór- um bræðumir með mömmu klukkan fjögur á nóttunni til þess að þvo. Það var þvottahús niður við Borgart- únið. Hún þvoði þvott fyrir marga nágrannana og gekk frá honum, setti hann svo í kassa sem við fórum svo með. Fyrir þetta fékk hún greitt tólf til fimmtán krónur. Hún komst ekki að með allan þennan þvott nema að fara svona snemma, hún þvoði allt á bretti og það þurfti að kynda undir þvottapottinum með kolum," segir Sæmundur. Þær áttu sannar- lega ekki sjö dagana sæla, konurnar í Höfðaborginni, það er augljóst af lýsingum „krakkanna". „Þær voru alltaf að þvo og skúra, meira að segja dyrapallurinn var skúraður með sandi svo hann yrði hvítur," segir Dagbjört. „Samt voru þær allt- af kátar og glaðar, dmkku kaffi hver hjá annarri á morgnana og spáðu í bolla. Sumum þeirra kom fátt á óvart sem gerðist. Þær hugs- uðu vel um sitt, börnin í Höfðaborg- inni vom ekki með lús og það sáust ekki betur stífaðar eldhúsgardínur en fyrir gluggunum þar, eða hvítari þvottur á snúmm,“ segir Borghildur. Krakkarnir í Höfðaborginni báru út blöð til þess að vinna sér inn peninga svo þeir gætu farið í bíó stundum á sunnudögum. „Á morgn- ana bárum við út Morgunblaðið en seldum svo Vísi niðri í bæ á dag- inn,“ segja þau. „Seinna gerði maður við hjól og saumaði saman bilaða fótbolta til þess að ná sér í aura, pabbi Guðmundar kenndi mér að sauma fótbolta," segir Sæmund- ur.„Við strákarnir vomm fljótir að þefa uppi þegar rafgeymaverslunin Pólar, sem þá var í Borgartúni, fór að borga tíu krónur fyrir hvem raf- geymi. Við fundum fjölmarga slíka og seldum, þeir vom oft skildir eftir á víðavangi," segir Guðmundur. Þegar unglingamir í Höfðaborg- inni voru að byrja að draga sig sam- an eins.og gengur þá bagaði þá óneitanlega aðstöðuleysið. „Oft hitt- umst við í hópum, t.d. í Höfða. Svo var hægt að hittast þegar verið var að passa fyrir nágrannana. Allt var þetta þó í miklu sakleysi. „Maður þorði varla að koma nálægt stelpun- um, hvað þá að kyssa þær,“ segir Guðmundur. En kom aldrei neitt alvarlegt upp á í Höfðaborginni? „Auðvitað kom ýmislegt upp á sem miður fór, sumt alvarlegt," svarar Sæmundur. „Einn maður var t.d. barinn svo illa að hann lést skömmu síðar. Annar skaut á fólk með riffli og allt lögregluliðið elti hann uppi þar til hann náðist í port- inu hjá Nýja bíói. Einn framdi rán, rændi peningakassa úr Gólfteppa- gerðinni. Einn stal strætó og keyrði hann útaf upp á Kjalamesi..." „Nú ertu farinn að segja frá alltof miklu, Sæmi,“ segir Dagbjört. „Það verður að segja hveija sögu eins og hún er. Höfðaborgin ól upp hörkutól. Flestir nýttu sér það innan ramma laganna og komust vel áfram en þeir fáu sem lentu hinum megin við strikið sýndu sömu hörkuna þar. Þess ber þó að geta að það sem mönnum varð á var yfirleitt fram- kvæmt undir áhrifum áfengis. Lög- reglan hefði lítið að gera ef áfengi væri ekki haft um hönd,“ segir Sæmundur. En þótti ófínt að búa í Höfðaborg- inni? Allir hafa „krakkarnir" þá sögu að segja að þeim hafí verið strítt á því að vera úr Höfðaborginni. „Það orð lá á að í Höfðaborginni byggi fólk sem orðið hefði undir í lífsbar- áttunni. Því fór víðsfjarri að þannig væri það í reynd. Þvert á móti var þetta duglegt fólk, langflest var fjöl- skyldufólk - það vantaði bara hús- naeði. Höfðaborgin var byggð um 1940 sem bráðabirgðahúsnæði og átti bara að standa í fjögur ár. En svo fór að Höfðaborgin var ekki rif- in fyrr en árið 1968. Flestir þeirra sem þama ólust upp hafa spjarað sig vel í lífinu og komist vel af,“ segir Sæmundur. A áranum í kring- um 1964 var flest af því fólki sem „krakkarnir" muna eftir úr Höfða- borginni að flytja burt þaðan. Þá voru byggðar margar félagslegar íbúðir, bæjarblokkir og verkamanna- bústaðir. Bæjaryfirvöld og verka- lýðsfélög beittu sér fyrir þeim fram- kvæmdum. Þá leið undir lok það samfélag sem hér hefur verið sagt frá. Eftir lifa minningarnar sem hér hefur verið stiklað lauslega á. „Krakkarnir" eru öll sammála um að þær séu þeim dýrmætar og lífíð í Höfðaborginni hafi orðið þeim gott veganesti fyrir lífsbaráttuna. Bleikjueldi-fiskeldi Eigandi fiskeldisstöðvar vill ná sambandi við áhugamenn, sem vilja leggja fram fagþekk- ingu, vinnu og fjármagn til fiskeldis. Upplýsingar: Verðmat hf., sími 588-0088, fax 588-0085. Permanentmódel óskast Wella á íslandi óskar eftir módelum fyrir permanentnámskeið, sem verður haldið 18. október. Vinsamlega hafið samband í síma 568 6066 milli kl. 9-5 virka daga. Skráð verður til 13. október. Halldór Jónsson, Skútuvogi 11, Reykjavík. Hverfafélag sjálfstæðis- manna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfi Fundur verður hald- inn í Valhöll, Háaleit- isbraut 1, mánudag- inn 9. nóv. og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: 1. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi, ræðir viðhorfið f borgarmálum. 2. Kosning fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður 3. til 5. nóv. 3. Önnur mál. Fundarstjóri: Jóna Gróa Siguröardóttir, borgarfulltrúi. Stjórnin. Sjálfstæðisfélagið í Hóla- og Fellahverfi Félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 11. október kl. 20.30 í Félagsheimili sjálfstaeðisfélaganna í Breiðholti í Álfa- bakka 14A, 3. hæð. Dagskrá: Kjör fulltrúa á landsfund 2.-5. nóvember. Stjórnin. HÚSNÆÐI í BOÐI Raðhús í Grafarvogi Nýlegt 140 fm raðhús, ásamt bílskúr, til leigu sem fyrst. Frágengin lóð. Stórt leiksvæði. Stutt í skóla og dagheimili. Upplýsingar í síma 555 1567 eftir kl. 14.00 í dag, sunnudag. ÓSKASTKÉm Punktsuðuvél Óska eftir að kaupa 250 KVA punktsuðu. Upplýsingar í síma 421-5238.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.