Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 1
SJOTTA KYNSLOÐHONDA CIVIC - BENZ FÆR TOPPEINKUNN ÍÁREKSTRARPRÓFUN- SUZUKIX-90 TIL BANDARÍKJANNA - ÍSLENSKAR VINDSKEIÐAR SMÍÐAÐARIBANDARÍKJUNUM - fltargimlftifeifr •• Ordiska- spilarar í stað kass- ettutækja MARGIR telja að svonefndir ör- diskaspilarar með með stafrænni endurupptöku verði næsta bylting í bílahljómtækjum. Hefðbundnir geislaspilarar eru í mörgum bílum og orðnir meðfærilegri en áður en ördiskaspilararnir eru lausnarorðið þar sem allt ræðst af sem bestri nýtingu í rými. Ford er þegar farið að bjóða ördiskaspilara með staf- rænni endurupptóku sem valbúnað í Mustang. Sony Electronics hefur framleitt ördiskaspilara í bíla fyrir Ford frá því í nóvember 1993 en um svipað leyti kynnti fyrirtækið ördiskaspil- arann í Japan í gegnum Toyota. Ördiskurinn er svipaður og venju- legur geisladiskur hvað varðar geymslu hljómgagna en frábrugð- inn að því leyti að hann er mun minni og hægt er að taka upp á hann og geyma á honum stafrænar upptökur. Sony, Sanyo Fisher Corp. og Kenwood Electronics framleiða ördiskaspilara fyrir bílavörumark- aðinn en aðrir stórir hljómtækja- framleiðendur hafa hikað við að fara inn á þennan markað. Hljómgæði i ördiskum eru ögn lakari en í venjulegum geisladiskum en mun betra en á snældum. Búnað- urinn er mun minni og gæti hæg- lega leyst bæði venjulega geislaspil- ara og kassettutæki af hólmi í bíl- um. Ördiskaspilari með fjögurra diska hólfi kemst fyrir í mælaborði bíls en diskageymslan í venjulegum geislaspilara hefur yfirleitt hafnað í farangursrýminu vegna pláss- leysis. ¦ l Morgunblaðið/Árni Sæberg ÖRDISKASPILARAR eru nú fáanlegir í Ford Mustang og sumir trúa því að þeir verði næsta bylting í bílahUóm- tækjum. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 BLAÐ c SJOVADPALMENNAR MERCEDES-Benz SL 280 er með nýjum hliðarlínum og stuðurum. ALTOPPUR staðalbúnaður með SL-línunni en glertoppur er valkostur. Mercedes-Benz með ál- eða glerþaki MERCEDES-Benz hefur nýlega kynnt endurbætta SL-línu, sem eru sportbílar. BUarnir eru með nýjum stuðurum og hliðarlínum og nýr valbúnaður er glertopp- ur í stað áltopps. Meðal tækninýjunga í bílnum má nefna fimm þrepa sjálf- skiptingu, xenon- framlugtir og hraða- stilli sem takmarkar hraðann við 30 km á klst í þéttum íbúðar- hverfum. AHar út- færslur SL eru búnar tölvubúnaði sem nem- ur og leiðréttir skrtð hjóla og auk þess er spólvörn og hemlalæsivörn staðalbúnaður. Þá hafa verið gerðar endurbætur á V8 og VI2 vélunum sem skila 10% minni eldsneytiseyðslu. Staðalbúnaður í nýju bílun- um verðUr líknarbelgir í hliðum auk hefðbundinna líknarbelgja í stýri og við hanskahólf og sjálfvirkt loftræstikerfi. 4 litaðar rúður í þak! SL-línan kom fyrst á markað 1989 og hefur unnið til margra Hraðastillir sem tak- markar hraðann við 30 km á klst verðlauna fyrir útlitshönnun. Nú kemur bíllinn Utillega breyttur með nýjum fram- og afturstuðurum, nýju grUH og hvítri hlíf yfir stef nuijósum. Þá hafa verið gerðar breytingar að innan, m.a. á stýri og sætum. Þá verður hægt að veHa á mUli _______ glertopps með skyggni eða áltopps í V8 og V12 bílana sem hingað til hefur ein- vörðungu verið í boði í SL. Glertoppurinn er settur saman úr fjórum lituðum rúð- um sem hleypir í gegnum sig aðeins uml5%af yósi. V8 og V12 vélarnar í SL og S línunum er endurbættar með tilliti til minni útblástursmeng- unar og eyðslu. SL 500 eyðir t.a.m. aðeins 11,1 lítra í blönd- uðum akstri og tekist hefur að draga úr eyðslu SL 600 um 10%. Mercedes-Benz býður nú við- skiptavinum sínum að sérpanta ýmsar útfærslur af innrétting- um og lit á yfirbygginguna á SLbíIa. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.