Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fNhngmiWMbib 1995 KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER BLAÐ B f Gudlaug og Ólafur leikmenn ársins Morgunblaðið/Kristinn GUÐLAUG Jónsdóttir úr KR og Ólafur Þórðarson úr IA voru útnefnd bestu lelkmenn árslns í kvenna- og karla- flokki. Þetta var tllkynnt í lokahófi knattspyrnumanna á Hótel íslandi á iaugardagskvöld. Ingibjörg Óiafsdótt- ir, ÍA, og Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, voru kjörin efnilegust. ¦Nánar/ B3 Bibercic fer aftur til ÍA MIHAJLO Bibercic skrifaði undir félagaskipti úr KR í í A um helgina og leikur því með Skaga- mðnnum næsta tímabil. Bibercic fagnaði ís- lands- og bikarmeistaratitlinum með IA1993 og íslandsmeistaratitlinum 1994 og varð jafn- framt markakóngur deildarinnar í fyrra en hlaut bronsskóinn í ár með KR. Hann fór til Belgrad í fyrradag og stefnir að því að spila þar með liði í 2. deild í vetur. Pétur áfram meðKA PÉTUR Ormslev hefur verið endurráðinn þjálf- ari KA á Akureyri. „Við vorum mjög ánægðir með stðrf Péturs í sumar og því lögðum við áherslu á að fá hann aftur. Við gerðum við hann eins árs samning núna," sagði Arni Jó- hannsson, formaður knattspyrnudeildar K A. Hann sagði að Pétur kæmi norður í apríl. Þeir leikmenn KA sem eru í skólum í Reykjavík fá að æfa með Fram í vetur. Magnús Ver sterkastur MAGNÚS Ver Magnússon sigraði í keppninni „Sterkasti maður heims" sem fram fór á Ba- hama-eyjum um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann hlýtur þennan eftirsótta litil. Suður- Afríkumaðurinn Geret Badenhorst varð annar, sex stigum á eftir Magnúsi. Torfi Ólafsson tók einnig þátt i keppninni, en hætti eftir fyrstu grein vegna meiðsla. Geir og samherjar ætla áfram GEni Sveinsson gerði eitt mark fyrir Montpeili- er í 25:24 sigri gegn Dukla Prag í Evrópu- keppni meistaraliða í handknatt leik um helgina. Seinni leikurinn verður í Prag á sunnudag og sagði Geir við Morgunblaðið að þó forystan væri aðeins eitt mark kæmi ekki annað til greina en að sigra í seinni leiknum og komast þannig áfram í aðra umferð. „Við fórum illa að ráði okkar undir lokin," sagði Geir. „Við vorum með boltann í stöðunni 23:20 en klúðruðum þessu, skoruðum meðal annars ekki úr vítakasti, og þeir náðu að minnka muiiinn. Við spiluðum frekar illa en þó útiitið sé ekki bjart ætlum við áfram og draumurinn er að mæta Valsmðnnum." LÚKAS Luka Kostic, sem hefur þjálfað Grindvíkinga og kom þeim í 1. deild í fyrrasumar, tilkynnti stjórn knattspyrnudeildar UMFG í gærdag að hann hefði ákveðið að ganga aðtilboði KR-inga um að þjálfa liðið á næsta keppnistímabili. Tilkynnt verður á blaða- mannafundi ídag um þriggja ára samning sem KRgerir við hann. Ásamt því að hann hætti er Ijóst að þrír leikmenn hverfa á braut frá Grindavik, Þorsteinn Guðjónsson, sem fer líklega til KR, Þor- steinn Jónsson, sem fer annaðhvort til KR eða Leifturs, og Tóm- as Ingi Tómasson, sem á íviðræðum við KR þessa dagana. a; 8< i ¦ Lúkas Kostic sagði eftirfarandi við blaðamann Morgunblaðs- ins í gærkvöldi: „Eg er bæði dapur ¦¦¦¦¦¦ ug ánægður með Frímann þessa ákvörðun mína. Dapur yfír því að fara héðan frá Grindavík þar sem mér hefur liðið vel og þar sem ég hef unnið með fólki sem maður kynnist ekki á hverjum degi en um leið ánægður að fara til KR sem Ólafsson skrifar frá Grindavík er stór klúbbur og það er mikil ögrun að taka við liðinu. Ég vonast til að geta gert góða hluti með liðið þannig að ég lít björtum augum á framtíðina," sagði Kostic. „Ég setti sem skilyrði fyrir því að ég yrði áfram í Grindavík að lið- ið héldi öllum leikmönnum sínum en þegar ljóst var að Þorsteinn Guðjónsson færi til KR og Þorsteinn Jónsson annaðhvort norður til Leift- urs á Ólafsfirði eða til KR sem ég vonast eftir, tók ég ákvörðun. Ég vil ekki byrja upp á nýtt og alltaf með nýjan mannskap í liðinu. Ég vona að Grindavíkurliðinu gangi vel í framtíðinni og ég fer frá Grinda- vík með söknuð í hjarta mínu," sagði Luka eða Kóli eins og hann er kallaður. Reiðarslag fyrir okkur „Það er mikið reiðarslag fyrir okkur í Grindavík að missa Kóla [Lúkas Luka Kostic] frá okkur sem þjálfara og enn meira að hann skuli taka með sér þrjá leikmenn. Við höfðum gert okkur góðar vonir um að hann yrði áfram hjá okkur til að taka þátt í því uppbyggingar- starfi sem hófst þegar hann kom til okkar fyrír tveimur árum. Við erum að sjálfsögðu sárir yfir því að missa hann og okkar bíður þrot- laus vinna við að halda uppbyggingunni áfram en ég verð að játa að það er ekki bjart í augnablikinu," sagði Jónas Þórhallsson, stjórnarmaður í knatt- spyrnudeild UMFG, eft- ir fund sem stjórnin átti með Lúkasi í gærdag. „Við töldum okkur hafa gengið þannig frá málum að áframhald yrði á þjálfun hans hérna enda er hann frá- bær þjálfari og að margra mati sá albesti hér á landi í dag. Frá okkur fylgja bestu óskir um velgengni hjá KR honum til handa en við verðum að bretta upp ermarnar hér í Grindavík." Jónas bætti því við að það gerði uppbyggingastarf erf- itt fyrir hér á íslandi að þjálfarar ráði sig í svo stuttan tíma sem raun ber vitni, þetta eitt til tvö ár á hverjum stað og það sé erfitt að byggja upp framtíð- ina á því. „Menn verða að vita að hverju þeir ganga í uppbygginga- starfi, annars ganga hlutirnir ekki upp." Lúkas KR-ingar ánægðir „Það verður gengið frá þessu á morgun [í dag] og við erum mjög ánægðir," 'sagði Björgólfur Guð- mundsson, formaður knattspyrnu- deildar KR, við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Lúkas er mjög góður kostur fyrir okkur." I HANDKNATTLEIKUR: VALUR OG FRAM í 2. UMFERÐ EVRÓPUKEPPNINNAR / B4, B5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.