Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 B 5 n möguleika 3 fjórum mörkum gegn Negótínó í Makedóníu Dómarar leiksins komu frá Lettlandi og annar þeirra snerist að sögn Einars mjög á sveif með heimamönnum og rak leikmenn Aftureldingar útaf og á síð- ustu tuttugu mínútum leiksins voru Mosfellingar útaf í samtals sextán mín- útur og í flestum tilfellum fyrir að mótmæla dómum og á þeim tíma misstu þeir heimamenn framúr sér, þá fengu heimamenn sjö vítaköst, en Afturelding ekkert. „Það er bara segin saga þegar farið er til Austur-Evrópu og leikið þar þá eru dómaranir ævinlega frá fyrrum austurblokkinni og þeir eru alltaf hlið- hollir heimamönnum. Þetta vissi ég fyrir leikinn og hafði farið yfír með mínum mönnum að það mætti ekki mótmæla hvað sem gerðist en því mið- ur gerðist það. Dómagæslan er okkur ekki nein afsökun fyrir tapinu.“ Þegar fimm mínútur voru eftir, og UMFA einum færri, fékk Bergsveinn Bergsveinsson markvörður Aftureld- ingar rautt spjald fyrir að mótmæla dómi. „Þrátt fyrir það tókst okkur að halda í við þá og forðast stærra tap. Ég er þokkalega bjartsýnn fyrir seinni leikinn á sunnudaginn kemur að Varmá. Ef umgjörðin verður rétt og við fáum góðan stuðning og leikmenn mínir koma vel einbeittir til leiks þá tei ég möguleikana vera góða. Makedóníul- iðið er blanda af yngri og eldri mönnum og leikur þess snýst mest um tvo leik- menn, Serbann Sukara Dragon, sem gerði átta irórk í leiknum, og heima- manninn Maslarkov Mile, en hann gerði sex mörk. Þá verðum við að stoppa til þess að eiga möguleika," sagði Einar Þoi-varðarson að lokum. Ingimundur Helgason, Páll Þórólfs- son og Róbert Sighvatsson gerðu flest mörk Aftureldingar, Ijögur hver, Gunn- ar Andrésson skoraði þijú, Bjarki Sig- urðsson tvö og Viktor B. Viktorsson eitt. Bergsveinn Bergsveinsson varði tólf skot og Sebastian Alexandersson tvö. artsýnn eftir eins marks tap gegn Víking ð komast áfram ekki nógu góð hjá okkur og markvarslan ekki heldur en vömin var ágæt á köfl- um. Ef við leikum eðlilega fyrir fullu húsi á sunnudaginn sé ég ekki betur en við séum komnir áfram,“ sagði Alfreð. KA menn byijuðu ilia á laugardaginn og heimamenn komust í 8:4 og 9:5, fyrst og fremst vegna góðrar markvörslu Steinars Ege í marki Viking. En norðan- menn hrukku í gang og minnkuðu mun- inn í eitt mark en voru 14:11 undir í leikhléi. KA jafnaði fljótlega í síðari hálfleik og komst þremur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. „Þá kom einhver værukærð yfir okkur og menn urðu kærulausir, hættu að leika agað og mis- notuðu mörg dauðafæri. Þeir náðu að jafna og eftir það var ailt jafnt,“ sagði Alfreð. Hann sagði að ferðin hefði verið þægi- leg, farið út á laugardagsmorgni og heim strax að leik loknum. „Þetta var bara eins og hver annar útleikur hér heima,“ sagði Alfreð. Hann sagði Jóhann G. Jóhannsson hafa leikið mjög vel í hæjgra horninu og Patrekur Jóhannesson átti einnig góðan leik. Hann gerði níu mörk, Jóhann sjö og Duranona fjögur, en aðrir minna. Hjá Viking var Rune Erland markahæstur og Ege markvörð- ur átti góðan leik. Öruggt hjá Frömurum Framstúlkur eru komnar í 16 liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir glæsta frammistöðu í 1. umferð gegn belgíska félaginu Meeuwen um helgina. Liðið gerðu 19:19 jafntefli í fyrri leiknum en Framstúlkur lærðu af mistökunum og sigruðu örugglega í seinni leiknum, 24:18, eftir að hafa verið þremur mörkum yfír í hléi, 12:9. „Við erum mjög kátar,“ sagði Guð- ríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fram, en seinni leikurinn var 20. Evrópu- leikur hennar og fór hún fyrir læri- sveinum sínum — gerði 10 mörk. „Við lékum undir getu í fýrri leikn- um, gerðum of mörg mistök og áttum ekki nógu góðan leik en síðan fórum við yfir leikinn, skoðuðum hann á myndbandi og lærðum af mistökun- um. Við vissum ekkert um mótheij- ana og í fyrri leiknum réðum við illa við pólska, hávaxna stúlku en þetta var aldrei spurning í seinni leiknum." Mörk Fram (seinni leikur i sviga): Kristín Hjaltesteð 4 (2), Guðríður Guðjóns- dóttir 3 (10), Hafdís Guðjónsdóttir 3 (5), Berglind Ómarsdóttir 3 (5), Ama Steinsen 2 (1), Þórunn Garðarsdóttir 2, Þuríður Hjartardóttir 2, Svanhildur Þengilsdóttir (1). Kolbrún Jóhannsdóttir varði níu skot í fyrri leiknum en fjögur í þeim seinni sem var jafnframt 22. Evrópuleikur hennar. Hún fór þá meidd af velli eftir stundarfjórðung en Erna María Eiríksdóttir fór í markið og varði 13 skot. MorgunDiaöið/lvnstmn GUÐNÝ Gunnsteinsdóttir fyrirliðið Stjörnunnar naut sín á línunni í Evrópuleíknum á laugardag- inn og brýst hér framhjá Scara Vasiliki, fyrirliða gríska iiðsins. Sljaman skein skært STJARNAN skein skært í Garðabænum á laugardaginn þegar Stjörnustúlkum sýndu sínar bestu hliðar og tókst með frábærum leik að vinna grfsku meistarana Anagenisi Artas 24:16 ífyrri leik liðanna íEvr- ópukeppni meistaraliða. Þó Garðbæingar fari með 8 mörk í nesti til Grikklands, þegar lið- in leika siðari leikinn 15. októ- ber, er ekki vfst að sé nóg. Strax í upphafi var ljóst að Grikkirnir kynnu eitthvað fyr- ir sér í handbolta en Stjörnustúlkur eru heldur engir ný- liðar og um miðjan hálfleik höfðu þær snúið dæminu úr 1:2 í 6:2. En þá breyttu Grikkir úr flatri vörn og settu „frakka“ á Herdísi Sigurbergsdóttir leikstjórnanda Garðbæinga svo að leikur þeirra riðlaðist. í upphafi síð- ari hálfleiks léku Stjörnustúlkur á als oddi og náðu tíu marka forskoti þrátt fyrir 5 stangarskot og héldu þeim mun fram á síðustu mínútu en Grikkjum tókst þá að minnka muninn með tveimur óþarflega auð- veldum mörkum. Stjörnuliðið naut þess að mót- hetjarnir þekktu ekkert til þess, til dæmis fékk línumaðurinn snjalli Guðný Gunnsteinsdóttir að leika lausum hala á línunni og leikkerfin sem íslenskir mótheijar hafa lært á undanfarin ár voru Grikkjum framandi. Það var samt stórleikur Fanneyjar Rúnarsdóttur í markinu og frábær varnarleikur sem lagði grunninn að sigrinum en Fanney varði 23 skot, oft úr opnum færum. Herdís átti einnig mjög góðan dag. Gríska liðið tefldi fram góðum markverði og tveimur stórum og stæðilegum skyttum en þær komust lítt áleiðis gegn snöggri og sterkri vörn Garðbæinga. Herdís Sigurbergsdóttir var markahæst Stjörnustúlkna, gerði 7/2 mörk , Guðný Gunnsteinsdóttir gerði 6, Ragnheiður Stephensen 4, Margrét Vilhjálmsdóttir 2, Sigrún Másdóttir 2, Inga Fríða Tryggva- dóttir 2 og Margrét Theódórsdóttir 1. Fanney Rúnarsdóttir stóð í mark- inu og verði mjög vel, 23 skot. Er í skýjunum „Ég er í skýjunum og rosalega ánægð með leik okkar sem var sá besti í vetur,“ sagði Herdís Sigur- bergsdóttir sem lék mjög vel á laug- ardaginn. „Við erum allar mjög sáttar, spiluðum frábæran varnar- leik með góðum sóknum og mark- vörðurinn var frábær en við hefðum svo sem getað nýtt fleiri færi þó að við séum ekkert að kvarta yfir því. Við vissum ekkert um lið þeirra fyrir leikinn, sáum bara í upphitun- inni en Ólafur þjálfari okkar sá þær á æfingum og hræddi okkur svolít- ið fyrir leikinn. Annars bjuggumst við við meiru en það er ekki alveg að marka því við áttum svo góðan leik. Auðvitað verður þetta miklu erfiðara úti en við ætlum áfram.“ Þaö býr meira í þeím „Það kom mér á óvart hvað þær voru hikandi því þær eru líkamlega sterkar og eiga meira inni, en þær sýndu betri leik í lokin ,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirliði Stjörnunnar. „Við gætum þess vegna tapað með meira en átta mörkum úti í Grikklandi því þær eiga eftir að koma grimmari til leiks þar og það býr meira í þeim.“ Hef trú á níu marka sigri okkar „Við hefðum getað gert betur en eigum þó leikinn í Grikklandi eftir og ég hef trú að við getum unnið með meira en níu mörkum heima,“ sagði Karampinas Ioanis þjálfari grísku stúlknanna. „Við sáum fyrst til mótherja okkar í upphituninni. Þær voru snöggar og vörnin var mjög góð en ef þær hefðu ekki haft þennan markvörð, hefði örugg- lega farið á annan veg. Við sam- þykktum líka að nota dómara frá Skandinavíu en þeir voru okkui mjög erfiðir.“ Stefán Stefánsson skrifar itórskyttð Mórgunblaðið/Bjami úr Val kom sínum mönnum áfram í »ví að skora beint úr aukakasti eftir imhjá rússneska varnarmúrnum. Valsmenn sióu CSKA Moskvu úr Evrópukeppninni Olafur skoraði úr aukakasti VALSMÖNNUM tókst hið ómögulega um helgina er þeir slógu rússnesku meistarana CSKA Moskva út úr Evrópu- keppninni íhandknattleik, en liðin léku báða leikina í Þýska- landi. Valur sigraði f seinnj leiknum 21:20 og tryggði Ólaf- ur Stefánsson liðinu sigur með því að skora beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Strákarnir ætluðu að stilla upp fyrir mig, en ég rak þá í burtu,“ sagði Ölafur í samtali við Morgun- blaðið. „Ég hafði ákveðnar hug- myndir um hvernig ég ætlaði að taka aukakastið. Þeir eru það há- vaxnir að það þýddi ekkert að reyna að skjóta yfir þá þannig að ég þótt- ist ætla að skjóta undirhandarskot meðfram veggnum og við það opnað- ist múrinn aðeins. Við það sá ég glufu og skaut í gegnum klofið á ysta varnarmanninum og inn,“ sagði Ólafur. Hann sagði að Valsmenn hefðu farið að átta sig á því eftir fyrri leik- inn að þeir ættu möguleika á að komast áfram, en fyrirfram var ekki búist við því. „Við áttum ekki von á að komast áfram en við lékum miklu betur en við höfum verið að gera í deildinni og núna vorum við í fyrsta sinn í hlutverki músarinnar og það kom adrenalíninu á fulla ferð hjá okkur. Þetta er dæmigert rúss- neskt lið sem leikur fínan leik og agaðan. Við klipptum hálfpartinn út aðalmanninn hjá þeim í síðari hálfleik og það gafst vel, en mikið rosalega var maður þreyttur eftir leikinn," sagði hetja Valsmanna. Nú hefur oft verið sagt að því lengra sem menn komast í handbolt- anum því dýrara sé það fyrir félög- in. Var formaðurinn ekkert fúll? „Nei, nei. Við fórum í síðari leik- inn til að vinna og komast áfram og það tókst og auðvitað eru allir ánægðir með það. Nú verðum við bara að vinna úr því hvernig við kljúfum næstu umferð," sagði Ólaf- ur. Jón Kristjánsson, þjálfari og leik- maður Vals var að vonum ánægður með sigurinn. „Síðari leikurinn þró- aðist um margt eins og sá fyrri. Þeir höfðu frekar undirtökin í fyrri hálfleik og voru 12:10 yfir í leikhléi en í síðari hálfleik réðum við ríkjum og náðum þriggja marka forystu, en þeir náðu að jafna og við fengum síðan aukakastið í síðustu sókninni,“ sagði Jón. Hann sagðist telja að betra liðið hafi komist áfram. „Menn gerðu sér ekki háar vonir áður en við fórum út, en eftir fyrri leikinn sáu menn að þetta var hægt, eða vonuðu það, þó svo við værum ef til vill að hugsa um að þeir hafi vanmetið okkur. Við vorum mjög ósáttir við dómgæsluna í síðari leiknum og því má segja að réttlætið hafi sigrað,“ sagði Jón. Ólafur Stefánsson gerði 8 mörk, Valgarður Thoroddsen 6, Jón Krist- jánsson 3, Sigfús Sigurðsson 2, Dagur Sigurðsson 1 og Sveinn Sig- finnsson 1. Guðmundur Hrafnkels- son stóð í markinu og varði mjög vel að sögn þjálfarans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.