Morgunblaðið - 11.10.1995, Side 1

Morgunblaðið - 11.10.1995, Side 1
64 SÍÐUR B/C/D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 231. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 Bosníu-Serbar draga samþykki vopnahlés «* nít * m- - 1 1 i .. Reuter RAFMAGNSLJÖS loguðu á ný í Sarajevo í gærkvöldi og svo virtist sem vopnahlé væri í nánd í Bosníu. Sarajevu. Reuter, The Daily Telegraph. RAFMAGN og gas komst á í Sarajevo í gær í fyrsta sinn í sjö mánuði og kváðust stjómvöld í Bos- níu reiðubúin til að gera vopnahié við Serba. Samningamenn Samein- uðu þjóðanna, Bosníu-Serba og stjómar Bosníu ræddust fyrsta sinni við á flugvellinum í Sarajevo til að komast að því hvort öll skilyrði fyrir því að vopnahlé gæti hafist hefðu verið uppfyllt. Stjórn Bosníu þrýsti á um að lýst yrði yfir vopnahléi eina mínútu yfir miðnætti í nótt, en samn- ingamenn Bosníu-Serba kváðust ekki hafa umboð til að samþykkja það. Þeir kváðust myndu gefa SÞ svar sitt klukkan 18:00 í dag. Her Bosníu- Serba viðurkenndi í gær að hafa misst mikilvægan bæ í vesturhluta Bosníu, Mrkonjic Grad, og sagði að hann hefði fallið í hendur króatíska stjómarhernum. Nicholas Burns, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði að umræður deiluaðila myndu hefjast í Bandaríkjunum 31. október. Ken Bacon, talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins, sagði að friðar- gæsluáætlun, sem búist er við að Atlantshafsbandalagið samþykki í dag, geri ráð fyrir því að nokkur þúsund hermenn verði sendir til Bos- níu „innan nokkurra daga“ frá því að friðarsamkomulag næst. Gas berst til Sarajevo frá Rúss- landi og á mánudag varð að fresta vopnahlénu vegna þess að ekki hafði verið opnað fyrir gasstraum til borg- arinnar. Serba var einnig farið að lengja eftir vopnahléi eftir harða bardaga í norður- og vesturhluta Bosníu og loftárás Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á mánudag. Her Bosníu-Serba hörfar „Her okkar hörfaði frá Mrkonjic Grad í morgun eftir stanslausar sprengjuárásir og var draugabær þar Blackpool. Reuter. SÚ ÁKVÖRÐUN Alans Howarths, fyrrverandi ráðherra, að segja skilið við breska Ihaldsflokkinn og ganga til liðs við Verkamannaflokkinn setti mark sitt á landsþing íhaldsmanna sem hófst í Blackpool í gær. Ræðu- menn á þinginu reyndu að snúa vörn í sókn með loforðum um skattalækk- anir og árásum á Evrópusambandjð (ESB). Fulltrúar á landsþinginu stóðu upp og klöppuðu Michael Portillo varnar- málaráðherra lof í lófa eftir að hann hét því að breska stjórnin gæfi sig aldrei „evrópsku sambandsríki" á vald. „Við látum ekki Evrópusam- bandið ráða stefnu okkar í varnar- málum,“ sagði Portillo. „Stefnaþessa lands í utanríkis- og vamarmálum verður ekki ákveðin með meirihluta til fastaher Króata fór inn í hann,“ sagði heimildarmaður innan hers Bosníu-Serba í samtali við Reuter- fréttastofuna. Vegur, sem tengir Bi- hac við Sarajevo, liggur um bæinn og er talinn hafa hernaðarlegt gildi. í króatíska útvarpinu sagði að hermenn Bosníu-Króata hefðu her- tekið bæinn. Starfsmenn SÞ segja að sést hafi til króatískra hermanna á leið yfír landamæri Bosníu nærri Bihac, en hvergi nærri jafnmarga og Bosníu-Serbar halda fram. atkvæða í ráðherraráði Evrópusam- bandsins." Norman Lamont, fyrrverandi fjár- málaráðherra, sagði í gær að enginn vafi léki á því að íhaldsflokkurinn væri að snúast á sveif með íhalds- þingmönnum sem hafa lagst gegn áformum um frekari samruna ESB- ríkjanna. Brian Mawhinney, formaður íhaldsflokksins, sagði í ræðu sinni að flokksmenn mættu búast við skattalækkunum fyrir næstu kosn- ingar. Verkamannaflokkurinn er með 30% forskot á íhaldsflokkinn, samkvæmt skoðanakönnunum, og margir breskir íhaldsmenn telja að eina von flokksins um sigur í næstu þingkosningum felist í skattalækk- unum á næstu tveimur árum. Rafmagn komst á hér og þar t Sarajevo í gær og þegar skyggja tók kviknuðu ljós víða í borginni fyrsta sinni í sjö mánuði eftir að starfsmenn SÞ höfðu gert við rafmagnslínur, sem liggja um svæði á valdi Bosníu- Serba. Akashi kvaddur heim í gær var tilkynnt að Yasushi Akashi, sérlegur sendiboði SÞ í gömlu Júgóslavíu, hefði verið kvadd- ur á braut og við af honum tæki Reuter Dansandi lögga NIKORN Phasuk, lögregluþjónn í Bangkok, sýnir listir sínar á götuhorni í borginni, ökumönn- um eflaust til ómældrar ánægju. Lögregluþjónum í Bangkok hef- ur verið fyrirskipað að stíga dans er þeir sljórna umferð í borginni til að bæta ímynd lögreglunnar. Kofi Annan, stjórnarerindreki frá Ghana, sem hefur haft friðargæslu- mál stofnunarinnar undir höndum. Akashi hefur legið undir ámæli fyrir að beita sér ekki og láta hjá líða að fylgja eftir samþykktum SÞ. í yfir- lýsingu frá Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra SÞ, sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin „að vandlega athuguðu máli með tilliti til vandasamra tíma, sem framundan eru í aðgerðum SÞ á svæðinu". Stjórn Bosníu fagnaði þessari ákvörðun SÞ. Aukin spenna í Tsjetsjníju Moskvu. Reuter. TVEIR rússneskir hermenn biðu bana og þrír særðust í sprengjutil- ræði í Grosní í Tsjetsjníju í gær, nokkrum dögum eftir að yfirmaður rússneska hersins í landinu særðist alvarlega í sams konar tilræði. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í gær hafa áhyggjur af vax- andi spennu í Tsjetsjníju en lýsti þó ekki yfir neyðarástandi eins og her- inn og ríkisstjómin óska eftir. Sprengjutilræðið í gær varð aðeins fjórum dögum eftir tilræðið við Ana- tólíj Romanov hershöfðingja. Fyrst titil- inn og nú peningana New York. Reuter. GARRY Kasparov tryggði sér í gær- kvöldi bróðurhluta verðlaunafjárins, sem í húfi var í einvígi hans við Wisnawathan Anand, áskoranda hans, eftir að hafa nælt sér í heims- meistaratitil Alþjóðasambands at- vinnuskákmanna (PCA) á mánudag. Þeir sömdu um jafntefli eftir aðeins tólf leiki og sagði Anand að það væri til lítils að reyna að knýja fram sigur með svörtu mönnunum. Kasp- arov kvaðst hamingjusamur og sagði að þetta hefði „verið erfitt einvígi". Kasparov fékk 10,5 vinninga gegn 7,5 vinningum Anands. Hann vann fjórar skákir, en Anand hafði aðeins einu sinni betur. Kasparov hefði hald- ið titlinum þótt hvor hefði fengið 10 vinninga í 20 skáka einvígi. Þá hefði verðlaunaféð hins vegar skipst jafnt. Eftir jafnteflið í gær er ljóst að Kasp- arov fær eina milljón dollara (um 65 millljónir kr.) að launum og Anand hálfa (um 32 milljónir kr.). ■ Kasparov /13 Kensington-steinn- inn ekki blekking BANDARÍSKUR vísindamaður heldur því fram að umdeild stein- tafla, sem fannst í Kensington í Minnesota árið 1898 og talin er vera frá árinu 1362, sé ekta og beri því vitni að víkingar hafi búið í Ameríku og flakkað um meginlandið. Fram til þessa hafa sérfræðing- ar haldið því fram að Norður- landabúar í Minnesota hafi falsað steininn á síðustu öld og þar sé að finna orðalag, sem ekki var notað á fjórtándu öld. Robert Hall, prófessor í málvís- indum við Comell-háskóla í New York-ríki, hefur hins vegar rann- sakað bæði áletranirnar á steinin- um og hvernig fund hans bar að og komist að þeirri niðurstöðu að efahyggjumennirnir séu á villigöt- um. „Eg get sagt með vissu að hann er ekta,“ sagði Hall um Kensington-steininn í samtali við danska blaðið Berlingske Tidende. „Það er útilokað að hann hafi verið falsaður. Það getur enginn hafa haft þessa þekkingu. Þetta skiptir miklu máli fyrir Ameríku. Nú getum við sagt að hópar Norðurlandabúa hafi flakk- að um meginlandið. Við getum ekki lengur lokað augunum fyrir þeirri staðreynd að vitneskja um Ameríku var útbreidd löngu fyrir daga Kólumbusar.“ Hall kvaðst telja að víkingarnir hefðu komið frá Grænlandi, farið inn í Hudson-flóann, siglt niður Nelson-fljót, yfir Winnipeg-vatn og áfram niður Rauða fljót þar sem nú eru miðvesturríki Banda- ríkjanna. Á töflunni er greint frá árás indíána á byggð víkinga á þessum slóðum. Flokksþing breskra íhaldsmanna Boða lægri skatta og gagnrýna ESB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.