Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Á. Gunnarsson skipaður ráðuneytisstjóri Stefnumótun tekur við af dag- legum rekstri DAVÍÐ Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítal- anna, hefur verið skip- aður ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti frá 1. desember nk. Davíð Á. Gunnarsson sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að starf ráðuneytisstjóra væri án efa mjög spennandi, en hann ætti einnig eftir að sakna margra góðra samstarfsmanna hjá Ríkisspítulum. „Sem ráðuneytisstjóri mun ég starfa mikið að stefnumótun, í stað þess að fást við daglegan rekstur á stóru fyrir- tæki. Þá bætist einnig við málaflokk- ur almanna- og sjúkratrygginga, sem ég hef ekki fengist við sem forstjóri Ríkisspítala. Þessar breytingar leggj- ast hins vegar mjög vel i mig.“ Davíð er fæddur í Reykjavík 9. júlí 1944. Hann lauk stúdentsprófí frá MR árið 1964, prófí í vélaverk- fræði frá KTH í Stokkhólmi árið 1969, prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Stokkhólmi árið 1971 og prófi í þjóðfélags- fræði, þjóðhagfræði og stjórnmálafræði frá sama háskóla síðar sama ár. Hann stundaði fram- haldsnám í sjúkrahúsa- verkfræði við KTH í Stokkhólmi 1969-1970. Davíð Á. Gunnarsson hefur starfað á vegum Ríkisspítala frá árinu 1969, sem ráðgjafí frá 1969-1979, sem aðstoð- arframkvæmdastjóri frá 1973-1979, sem fram- kvæmdastjóri árið 1979 og sem forstjóri Ríkisspítalanna frá 1. janúar 1980. Hann var aðstoðar- maður heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og samgönguráðherra frá 1984-1985. Davíð A. Gunnarsson hefur setið í fjölda stjórna og nefnda á vegum heilbrigðisyfirvalda og Rík- isspítala og haft með höndum stundakennslu og fræðslu á sviði heilbrigðismála bæði hér á landi og erlendis. Davíð tekur við embættinu af Páli Sigurðssyni, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Utboði frestað VÆNTANLEGT útboð vegna smíði brúar yfir Gilsfrjörð hefur verið frestað í Ijósi niðurskurðar á vegafé á fjárlögum næsta árs. Áætlaður kostnaður við gerð brúarinnar er um 800 millj. kr. Niðurskurður á vegafé á íjárlögum næsta árs er um 500 millj. kr. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni verður málið yrði tekið upp á nýtt og end- urmetið í Ijósi þeirra fjárlaga sem samþykkt yrðu á Alþingi. Mikil umsvif í „happaleikjum“ Yelta nálægt 5 milljörðum Margir telja að happdrættis- og getraunafár ríki á íslandi. Aðrir fullyrða í samtali við Guðjón Guðmundsson að þátttaka í happa- leilqum af ýmsu tagi aukist til muna þegar illa ári í efnahagslífí þjóðarinnar. Foiystu- menn happdrættanna telja markaðinn þó ekki mettan. FORSVARSMENN Happdrættis Háskóla íslands, HHÍ, og Islenskrar getspár áætla að heildarvelta á happdrættismarkaðnum sé nálægt fímm milljarðar króna á ári. Hver Islendingur eyði að meðaltali rúm- lega 19 þúsund krónum á ári í happ- drætti eða talnaleiki. Þeir eru líka á einu máli um að svo virðist sem þessi markaður taki lengi við nýjum valkostum og sjá ekki að hann sé að mettast. Hins vegar hafa vin- sældir flokkahappdrættanna dalað. Happdrætti í landinu eru mörg hundruð ef spilakassar Rauða kross Islands eru taldir með. Þau skiptast í þrjá flokka, þ.e. hefðbundin flokkahappdrætti, talnagetraunir og skyndihappdrætti. Dómsmála- ráðuneytið gefur út leyfi til happ- drætta en engar upplýsingar var að fá úr ráðuneytinu um fjölda leyfa sem gefín hafa verið út á þessu ári. A síðasta ári voru gefin út á milli 70-80 leyfí og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa verið gefin út á bilinu 80-85 leyfi það sem af er þessu ári. Hvert leyfi kostar 5 þúsund kr. Samkvæmt tölum frá Þjóðhagsstofnun var heildarvelta á happdrættismark- aðnum 3,7 milljarðar árið 1993. Ragnar Ingimarsson, forstjóri HHÍ, segir að Islendingar séu í einu af efstu sætunum í Evrópu yfir sölu á happdrættis- og getrauna- miðum miðað við höfðatölu. HHI og íslensk getspá eru í 24. og 25. sæti en séu fyrirtækin tekin saman er salan hérlendis einna mest í Evrópu, og svipuð og hjá Dönum, Finnum og Norðmönnum sem eru Oddviti Svínavatnshrepps um aðalskipulag Hveravalla Innheimt fé ekki skilað sér til upp- byggingar JÓHANN Guðmundsson, oddviti Svínavatnshrepps, segir allt of snemmt að segja til um hvort gengið verði til samstarfs við > Ferðafélag Islands um rekstur þjónustumiðstöðvar á Hveravöll- um. Þegar lokið hafi verið við að vinna deiliskipulag og umhverfis- mat fyrir staðinn sé hægt að huga að uppbyggingu. „Svínavatnshreppur lét vinna aðalskipulag fyrir hreppinn fyrir nokkrum árum og varð fyrst dreifbýlissveitarfélagatil að láta vinna slíkt skipulag sem náði inn á miðhálendið," sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ástæða þessa var sú, að með bættum vegi yfir Kjöl hefur ferða- mannastraumur á Hveravöllum stóraukist og staðurinn hefur lát- ið á sjá. Þúsundir ferðamanna fara þarna um á hveiju sumri og umferð vélsleða og jeppa að vetr- arlagi eykst einnig. Þarna hafa verið innheimtar töluverðar fjár- hæðir af ferðamönnum, en þeir peningar hafa runnið annað. Við viljum hins vegar að þeir renni til uppbyggingar á staðnum, enda er hann náttúruperla, sem brýnt er að umgangast af virðingu og varkárni," segir Jóhann. Deiliskipulag Hveravalla gerir ráð fyrir að byggð verði þjónustu- miðstöð. Þá er gert ráð fyrir að skáli Ferðafélagsins, sem reistur var fyrir 60 árum, standi áfram, enda segir Jóhann skálann hafa öðlast sinn sess þar. Hins vegar gerir deiliskipulagið ráð fyrir að hefði tekið þátt í gerð aðalskipu- lagsins, þar sem gert hefði verið ráð fyrir að færa þjónustu við ferðamenn fjær hverasvæðinu á Hveravöllum og hann telji alla sammála um þá stefnu. „Deiliskipulag, sem er nánari útfærsla á skipulagi, er unnið af heimamönnum, en samkvæmt lög- um þarf að leggja umhverfismat á þjónustumiðstöðvar utan byggða,“ sagði Stefán. „Við höfð- um litið svo á að um eignarhald og rekstur á þessari nýju miðstöð yrði samkomulag milli heima- manna og Ferðafélags Islands. Það var ekki okkar skilningur að það ætti nánast að reka FÍ í burtu, enda ákveðin hefð myndast fyrir starfi þess á Hveravöllum. Skipu- lag ríkisins hefur hins vegar ekki afskipti af eignarhaldi og rekstri á þessum stað.“ Stefán sagði að framan af hefði hann haldið að nauðsynlegt sam- ráð hefði verið haft við Ferðafé- lagið. Hins vegar sýndist sér sem málið hefði ekki verið nægjanlega kynnt og skýrt fyrir Ferðafélag- inu. „Aðalskipulagið var hins veg- ar auglýst, eins og skylt er og sú auglýsing hefur farið framhjá Ferðafélagsmönnum." drættið um 380 milljónum kr., þ.e. i frá 1. maí 1994 til 30. apríl 1995. Þar af var veltan af Bingólottói um 200 milljónir kr. Á reikningsárinu 1993-1994 var veltan 186 milljónir kr. en þá rak DAS aðeins flokka- happdrættið. Ragnar Ingimarsson, forstjóri HHÍ, segir að Happ í hendi sé ekki nýtt happdrætti heldur framhald af skafmiðahappdrættinu. Því sé ekki beint gegn Bingolottói sérstak- lega. Hann bendir á að víða um I heim tíðkist að eitt happdrætti, j venjulega í eigu ríkisins, hafi einka- leyfi fyrir peningahappdrættum. íslensk getspá hefur nýlega hleypt af stað nýjum happaleik sem nefnist Kínó. Það er talnagetraun og er dregið í henni sex daga vik- unnar. Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri íslenskrar get- spár, segir að leikurinn hafí farið vel af stað. Hann telur ekki að þessi markaður sé mettaður. „Ég er ekki 1 viss um að markaðurinn sé mettað- j ur en það er ekki sama hvað er sett á markað. Það hefur sýnt sig á undanförnum ár. Það hefur ekki allt gengið jafnvel," sagði Vilhjálm- ur. Hann segir að ekki sé á döfínni að hleypa af stokkunum nýjum happaleik á næstunni en segir að íslensk getspá eigi þó efni sem hægt væri að spila út síðar. Þátttaka eykst með þrengri efnahag 98 milljóna kr. minni velta varð á síðasta reikningsári íslenskrar getspár en árið á undan, eða 1.153.600 kr. á móti 1.251.400 kr., en þó greiddi fyrirtækið því sem næst jafnmikið til eigendanna og reikningsárið þar á undan. Vil- hjálmur telur að aukin samkeppni | á þessum markaði skýri minni veltu. j Hann telur ekki íjarri lagi að þátt- taka í happaleikjum aukist heldur 1 þegar þrengir að í efnahagsmálum. skáli FÍ, sem reistur var 1980, víki. „Sá skáli og snyrting við hann, var reistur án bygginga- leyfis frá hreppnum. Eg vil ekki kasta rýrð á Ferðafélagið, en það verður að starfa í takt við tím- ann. Þegar deiliskipulag og um- hverfismat hefur verið afgreitt getum við hugað að uppbygging- unni og þá munum við afla okkur samstarfsaðila. Við ætlum að byggja mjög myndarlega upp þarna." Jóhann sagði alrangt að for- ráðamönnum Ferðafélagsins hafi ekki verið gert ljóst að verið væri að vinna að aðalskipulagi fyrir Hveravelli. „Fyrrverandi forseta félagsins, Höskuldi Jónssyni, var skýrt frá þessu á fundi, sem hald- inn var á skrifstofu hans og það var þvi Ferðafélagsins að gera athugasemdir." Jóhann sagði að Svínavatns- hreppur ætti allan rétt á Hvera- völlum og bæri jafnframt skyldur. „Eignarhald er víða óljóst á mið- hálendinu, en það á ekki við um Auðkúluheiði. Þvi til staðfesting- ar er afsal frá 1917, þegar hrepp- arnir keyptu heiðina af ríkinu." Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, sagði að Skipulag ríkisins hvað áfjáðastir Evrópuþjóða í happ- drætti af ýmsu tagi. Hjá þessum þjóðum er nánast öll happdrættis- og getraunamiðasala á einni hendi. Ragnar segir að eðlilegt sé að bera samanlagða sölu HHÍ og íslenskrar getspár saman við söluna f þessum löndum. Framtíð DAS í höndum dómsmálaráðuneytisins Sigurður Ágúst Sigurðsson, for- stjóri Happdrættis DAS, er þung- orður um ójafna samkeppnisstöðu flokkahappdrættanna og bendir á einkaleyfi HHÍ fyrir peningahapp- drættum. Sigurður segir að 13 happdrætti séu starfrækt hér á landi sam- kvæmt lögum og þrjú þeirra séu vöruhappdrætti, þ.e. flokkahapp- drætti SIBS og DAS og Bingólottó, öll önnur happdrætti séu í raun peningahappdrætti. Sigurður gagn- rýnir að HHI hafi einkaleyfi fyrir peningahappdrættum samkvæmt lögum frá 1923 og geti á sama tíma farið af stað með vöruhappdrætti í nýjum sjónvarpsleik, Happ í hendi, í samkeppni við Bingólottó sem DAS rekur. „Við eigum afskaplega erfitt með að sætta okkur við þetta og lesum ekki annað út úr þessu en að HHÍ ætli sér að gera út af við Happdrætti DAS. Við erum í skrúfstykki gagnvart HHÍ,“ segir Sigurður. Hann segir að HHÍ fái sérstaka meðhöndlun í hvert skipti sem þeir sæki um leyfi til reksturs happ- drætta hjá hinu opinbera. „HHI er með skafmiða, talnagetraunir og flokkahappdrætti en það er tómt mál fyrir okkur að reyna þetta. Við sóttum um að fá að hafa ríkis- skuldabréf í vinninga en fengum synjun hjá dómsmálaráðuneytinu. Okkur var einnig synjað um leyfi til að reka spilavélar áður en Rauði krossinn hóf rekstur slíkra véla. Við höfum sóst eftir því að fá að þróa okkar starfsemi en höfum ekki fengið leyfi til eins eða neins. Framtíð DAS er í höndum ráðuneyt- isins. Ef við fáum ekki að þróast eðlilega deyr Happdrætti DAS drottni sínum því salan í flokka- happdrættum er stöðugt að minnka," segir Sigurður. Á síðasta reikningsári velti happ-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.