Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 7 FRÉTTIR Funda í Kanada um fiskveiði- stjórnun SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR ríkja við norðanvert Atlantshaf sitja ráðstefnu i Kanada um miðjan mán- uðinn, þar sem rætt verður um fisk- veiðistjórnun á Norður-Atlantshafi. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sækir ráðstefnuna fyrir Islands hönd og er búizt við að flest- ir sjávarútvegsráðherrar ríkja, sem stunda veiðar á hafsvæðum í norð- anverðu Atlantshafi, komi til Kanada. . Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er ekki gert ráð fyrir formlegum fundum Þorsteins með t.d. norskum eða rússneskum starfs- bræðrum hans vegna Smugudeil- unnar, en ráðherrarnir munu ræða saman með óformlegum hætti. ----------» ♦ «----- Atta sóttu um stöðu rektors MH ÁTTA sóttu um stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð, en staðan var auglýst laus til umsókn- ar 4. september síðastliðinn. Umsækjendur um stöðuna eru Lárus Hagalín Bjarnason, konrektor við Menntaskólann við Hamrahlið, Sigurður Þór Jónsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Sverrir S. Einarsson, kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands, dr. Sölvína Konráðs, sálfræðingur, dr. Vésteinn Rúni Eiríksson, kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, Wincie Jóhannsdóttir, kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, Þór- unn Klemensdóttir, kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, og auk þess óskaði einn umsækjandi eftir nafnleynd. ------» » »---- Háfell með lægsta tilboðið HÁFELL hf. Hafnarfirði átti lægsta tilboð í Bláfjallaveg um Húsafells- brunna, tæplega 43,7 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins hljóðaði upp á rúmar 107 milljónir og er tilboð Háfells því aðeins um 41% af kostnaðaráætlun. Tólf tilboð bárust í verkið og voru öll undir kostnaðaráætlun. Völur hf. í Reykjavík var með næstlægsta til- l)oð 55,6 milljónir króna. Á mánudag voru einnig opnuð tilboð í Ólafsvíkurveg um Urriðaá og Kálfá. Fjórtán tilboð bárust. Lægsta tilboð kom frá Bjarna Vig- fússyni Kálfárvöllum og Sigurði Vigfússyni, 20,7 milljónir króna. Tilboðið er um 53% af kostnaðar- áætlún Vegagerðarinnar. Næst- lægsta tilboðið kom frá Rögnvaldi Árnasyni Sauðárkróki, 23 milljónir. 236 % söluaukning á árinu, annaö áriö í röö! Opel Astra frá kr. 1.167.000 Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17 • Opel bílar eru allir fáanlegir meb 4ra gíra sjálfskiptingu sem er með sportstillingu og spólvörn. • Opel bílar eru allir fáanlegir meö úrvals díselvélum. Opel Omega gullna stýrib Flaggskip flotans frá Opel. • Tveir loftpúbar • ABS hemlabúnaöur • Fullkomin þjófavörn • Sjálfskipting meb sportstillingu og spólvörn □PEL Opel Astra station Kr: 1.315.000.- Opel Omega BiLHEIMAR 4ra dyra fullbúinn m/sjálfskipt. kr. 2.680.000.- 5 dyra statiomfullbúinn m/sjálfskipt. kr. 2.755.000.- Fosshálsi 1110 Reykjavík Sími 563 4000 1. október Klukkan Hva 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 04 breytist í 155. POSTUR OG SIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.