Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 13 HEIMSMEISTARAEINVÍGI Kasparov heldur títlínum ANAND (t.v.) samþykkir jafntefli og játar sig þar með sigraðan í einvíginu við Kasparov, sem verður heimsmeistari áfram. SKAK World Tradc Ccntcr, Ncw York: HEIMSMEISTARAEIN- VÍGI ATVINNUMANNA Einviginu lýkur í þessari viku. Að loknuni sautján skákum af tuttugu er þegar orðið ljóst að Kasparov heldur titlinum. Staðan er 10-7 honum í vil. ANAND áskorandi átti samt góðan dag á mánudaginn og tókst loksins að finna snöggan blett á tvíeggjuðu drekaafbrigði Ka- sparovs. Indverjinn komst út í hróksendatafl þar sem hann átti peði meira og frábærar vinning- slíkur. En hann lék of hratt og Kasparov náði jafntefli án teljandi vandræða. Þær fréttir hafa borist frá New York að aðstæður fyrir keppendur séu ekki upp á það besta og háv- aði frá áhorfendum berist inn í glerbúrið þar sem þeir tefla. At- vinnumannasambandið PCA hefur verið harðlega gagnrýnt af mörg- um stórmeisturum fyrir að hugsa ekkert um aðbúnað á keppnisstað og það sé tilbúið að fórna öllu til að reyna að höfða til áhorfenda og fjölmiðla. Enn á eftir að skera úr um það hvor standi uppi sem sigurvegari einvígisins, en Kasparov hlýtur að geta náð einu jafntefli úr þeim þremur skákum sem eftir eru. Á næsta ári stendur til að halda svo- kallað sameiningareinvígi PCA og Alþjóðaskáksambandsins FIDE, en það er ekki ljóst hver teflir það fyrir hönd FIDE. Það liggur heldur ekki fyrir hvort og hvenær einvígi Karpovs og Kamskys um FIDE-tit- ilinn fer fram og þeir eru báðir komnir upp á kant við samtökin. Sautjánda skákin var ein sú skemmtilegasta í einvíginu en hefði mátt vera tefld fyrr, áður en Anand tapaði fjórum af fimm skák- um í röð: Hvítt: Anand Svart: Kasparov Sikileyjarvörn, drekaafbrigðið 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — g6 6. Be3 - Bg7 7. f3 - 0-0 8. Dd2 - Rc6 9. Bc4 - Bd7 10. h4 - h5 11. Bb3 - Hc8 12. 0-0-0 - Re5 13. Bg5 Loksins lætur Anand reyna á vinsælustu leikaðferðina gegn drekanum. í elleftu skákinni lék hann 13. Kbl með lélegum árangri. 13. - Hc5 14. Kbl - He8!? 15. Hhel - Da5 16. a3 Engum hefur áður dottið þessi rólegi leikur í hug. I skákinni Bo- udre-Koch, franska melstaramót- inu 1987, fékk hvítur vinnings- stöðu eftir 16. f4 — Reg4 17. e5 — ,dxe5 18. Bxf7+! - Kxf7 19. Rb3 — Dc7 20. Rxc5 — Dxc5 21. Bxf6 - Rxf6 22. fxe5 - Bg4 23. exf6 — Bxdl 24. fxg7, en þetta er auðvelt að endurbæta, t.d. með 16. - Rc4. 16. - b5 17. Bxf6 - exf6 18. Rde2 - Hc6 19. Rd5 Býður upp á endatafl þar sem hvítur stendur ívið betur vegna hagstæðari peðastöðu sinnar. 19. - Dxd2 20. Hxd2 - Rc4 21. Bxc4 — bxc4 22. Hedl — f5 23. exf5 - Bxf5 24. Rd4 - Bxd4 25. Hxd4 - He2 26. H4d2 - Hxd2 27. Hxd2 - Kf8 28. Kcl - Be6 29. Hd4 - Bxd5 30. Hxd5 - Ke7 31. Hb5! Ke6 32. Hb7 Þrátt fyrir mikil uppskipti heldur hvítur ennþá vissu frumkvæði. 32. - a6 33. Kd2 - c3+! 34. bxc3 - Hc4 35. g3 - Ha4 36. Hb3 - f6 virðist nú eðlilegast, en í staðinn reynir Kasparov strax að ná mót- spili með peðsfórn. En honum hlýt- ur að hafa yfírsést hrókstilfærsla Anands í 35-36. leik. 32. - Hc5? 33. Hxa7 - g5 34. Ha8 - gxh4 35. He8+! - Kd7 36. He4! - c3 37. Hxh4 Hvítur er peði yfír en eins og oft í hróksendatöflum er erfítt að færa sér það í nyt. Anand hafði nægan tíma en tefldi samt hratt. Hér kom 37. b4 til greina, með hugmyndinni 37. — Hg5 38. Hxh4 —Hxg2 39. Kbl 37. - cxb2+ 38. Kxb2 - Hg5 39. a4 - f5 40. a5 - f4 41. a6 - Kc7 42. Hxf4 - Hxg2 43. Hf7+ - Kb8 44. Kc3! - h4 45. Kd3 - Hf2 • bcdafoh 46. c4?! Leikið að bragði en 46. a7+! virðist sterkara. Framhaldið gætið orðið 46. — Ka8 47. c4 — h3 48. Ke4 - Hc2 49. Hh7 - Hxc4+ 50. Kf5 - h2 51. Hxh2 - Kxa7 52. Ke6 og hvítur ætti að vinna. En jafnvel stöður með hróki og peði gegn hrók geta verið afar vand- metnar og svartur á fleiri vamar- möguleika. 46. - Ha2 47. Ke4 Svartur ætti einnig að halda jafntefli eftir 47. Hh7 — Hxa6 48. Hxh4 - Ha3+ 49. Ke2 (Ekki 49. Ke4 — d5+!! og gulltryggir Jafn- vægið) 49. — Kc7 50. He4 — Kc6 og næst d6-d5. 46. - Hxa6 48. Hh7 - Ha5! 49. f4 - Kc8 50. f5 - Kd8 51. Kf4 — Hc5 52. Kg5 — Hxc4 53. Kg6 - Hg4+ 54. Kf7 - d5 55. f6 - Kd7 56. Kf8+ Ke6 57. f7 - Hf4 58. Kg8 - d4 59. f8=D - Hxf8+ 60. Kxf8 - Ke5 61. Hxh4 - d3 62. Hh3 — Ke4 63. Hxd3 Jafntefli. Haustmót Taflfélags R^ykjavíkur Þröstur Þórhallsson hefur nú tekið forystuna á Haustmóti TR, en hann er sigurstranglegastur keppenda. Hann sigraði Magnús Örn Úlfarsson í frestaðri skák úr fyrstu umferð. Eftir hlé um helgina vegna deildakeppninnar heldur Haustmótið áfram S kvöld. Staða efstu manna í A flokki er þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 4 v. af 5 2—4. Sævar Bjarnason, Magnús Örn Úlfarsson og Arnar E. Gunn- arsson 3'/2 v. 5—7. Jón Garðar Viðarsson, Jón Viktor Gunnarsson og Sigurbjöm Bjömsson 3 v. Jón Viktor tapaði klaufalega fýrir Sævari í fimmtu umferð, en þar sagði reynsla alþjóðlega meist- arans til sín í endatafli. Arnar E. Gunnarsson er enn taplaus og virð- ist öflugur þessa dagana, hann sigraði t.d. Helga Ólafsson stór- meistara í deildakeppninni. Margeir Pétursson Má ekki bjóða þér kaffi? Á smurstöð Heklu er það tvennt sem hefur forgang: Viðskiptavinurinn og bíllinn hans. Bíllinn þinn nýtur þess að fá þjónustu fagmanna sem nota eingöngu smurefni og vélarolíurfrá Shell sem staðist hafa ströngustu kröfur bílaframleiðenda. Og þú máttvera viss um að kaffið og meðlætið, sem við bjóðum á meðan þú bíður, er einnig fyrsta flokks. Láttu þér og bílnum líða vel ásmurstöð Heklu. Þú pantar tíma í síma: 569 56 70 m _ Smurstöð - Laugavegi 174. HEKLA Simi: 569 5670 og 569 5500. Skógrækt með Skeljungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.