Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 15 VIÐSKIPTI Hlutabréfasjóðurinn hf. Skipting verðbréfaeignar: mmmmÉummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmu—mmamm Erlend verðbréf Skuldabréf Hlutabréf Raunávöxtun hlutabréfa: Síðastl. 5 árí~m 6% Síðastl. 4 áilES 5% Síðastl. 3 ár\ Síðastl. Síðastl. 1 ái S.l. 6mán. S.l. 3 mán. Ýmsar upplýsingar: Fjöldi hhithafa, tæpl. 4.000 69% Hlutafé 356.117.000 kr Heildareignir 1.190.000.000 kr 1995 1994 1993 1992 1991 1990 1989 1988 Greiddur arður 8% 0% 4% 8% 12% 10% 10% 10% Útgefin jöfnun 0% 0% 0% 0% 10% 25% 20% 20% Hlutabréfasjóðir sameinaðir HLUTHAFAFUNDIR Hlutabréfa- sjóðsins hf. og HVÍB hf. samþykktu í gær sameiningu sjóðanna og verð- ur hún miðuð við 1. júlí sl. Samein- aði sjóðurinn verður rekinn undir nafni Hlutabréfasjóðsins og mun VIB sjá um reksturinn. Hér er 'um að ræða langstærsta hlutabréfasjóðinn á íslenskum markaði, með um 1.200 milljóna króna heildareignir og á fjórða þús- und hluthafa. Er þetta íjórða fjöl- mennasta almenningshlutafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði. Sjóðurinn leitast við að fjárfesta í hlutabréfum í svipuðum hlutföllum og þau eru á hlutabréfamarkaði. Þessi stefna á að tryggja að ávöxt- un hlutabréfaeignarinnar sé svipuð og á markaðnum í heild. I stjórn Hlutabréfasjóðsins voru kjörnir þeir Baldur Guðlaugsson, formaður, Jón Halldórsson, Kristján Óskarsson, Rafn Johnson og Stan- ley Pálsson. Varamenn eru þeir Haraldur Sumarliðason og Ragnar S. Halldórsson. Lækkun í Wall Street veldur óróa íEvrópu London. Reuter. LÆKKUN á verði hlutabréfa í Wall Street í gærmorgun vakti óróa á verðbréfamarkaði í Evrópu og leiddi einnig til lækkunar þar. Bréf- in hækkuðu þó á ný er líða tók á daginn, en of seint til að það kæmi evrópskum mörkuðum til góða í London nam lækkun við lokun 1,43% eða 50 stigum. Skýringin var sögð uggur um að meiri sala hluta- bréfa í tæknifyrirtækjum í Wall Street kynni að leiða til nýrrar lækkunar Dow-vísitölu. Lækkun Dow-vísitölunnar um 60 stig vakti minningar um hrunið í október 1987, en miðlarar kváðu ekkert fát hafa gripið um sig. Þeg- ar leið á daginn hækkuðu hlutabréf nokkuð í verði í New York á ný og sérfræðingar sögðu að uggur manna um hag tæknifyrirtækja hefði trúlega verið óeðlilega mikill. Lækkun átti sér einnig stað á frönskum verðbréfamarkaði þrátt fyrir jákvæð áhrif af aðgerðum til stuðnings frankanum á mánudag. Lækkunin nam þó ekki nema 7,5 stigum við lokun. Sigurður E. Guðmundsson á ársfundi Húsnæðisstofnunar ríkisins Opinbert lánakerfi tryggir jafna byggingarstarfsemi _ ^ # Morgunblaðið/Kristinn FELAGSMÁLARÁÐHERRA greindi frá stefnu og* aðgerðum í húsnæðismálum á komandi vetri á ársfundi Húsnæðisstofnunar. Er m.a. í ráði að kanna kosti þess að flytja húsnæðiskerfið til bankakerfisins. ÖFLUGT opinbert húsnæðislána- kerfí hér á landi hefur tryggt nokk- urn veginn jafna og samfellda hús- byggingastarfsemi hérlendis undan- farin 7 ár, samtímis því sem einka- rekin húsnæðislánakerfí í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku hafa engan veginn ráðið við að halda uppi jafn öflugri íbúðabyggingastarfsemi og áður var, meðan þau voru ríkisrekin, sagði Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn- unar ríkisins á ársfundi hennar í gær. Vitnaði hann þar til nýrrar skýrslu um þróun byggingarstarf- semi og framvindu á fasteignamark- aði árin 1988 til 1994 sem Jón Rún- ar Sveinsson tók saman fyrir stofn- unina. Kemur þar og fram að árin 1990 til 1994 hefur nýbyggðum íbúð- um fækkað um rúm 50% í Dan- mörku, um tæp 60% í Finnlandi og um_ 63% í Svíþjóð. Á ársfundinum fluttu erindi auk Sigurðar þeir Páll Pétursson félags- málaráðherra, Hákon Hákonarson formaður stjómar Húsnæðisstofn- unar og Stefán Thors skipulags- stjóri. í máli félagsmálaráðherra kom fram að hugmynd er uppi um að lækka viðmiðun lána vegna end- urbóta á húsnæði í um 500 þúsund krónur úr rúmri milijón. Þá er verið að undirbúa stofnun leiðbeining- arstöðvar fyrir fólk í fjárhagserfið- leikum sem aðilar vinnumarkaðarins, opinberir aðilar, sparisjóðir, lífeyris- sjóðir, Þjóðkirkjan og fieiri eiga aðild að. Þá sagði hann í undirbúningi lagafrumvarp um skuldaaðlögun. Ráðherra sagði það skoðun sín að endurskoða þyrfti félagslega hús- næðiskerfið, þar sem það hefði ekki reynst efnalitlu fólki það skjól sem því var ætlað. Hákon Hákonarson sagði að sú ákvörðun félagsmálaráð- herra að gefa íbúðarkaupendum kost á húsbréfum til 40 ára væri af tveim- ur orsökum þýðingarmikil. Annars vegar að greiðslubyrði dreifðist á lengri tíma og hins vegar mætti vona að fjárfestar sæju sér hag í að kaupa þessi 40 ára bréf. Taldi hann þetta skref í þá átt að styrkja innlendan fjármagnsmarkað og lækka vexti á skuldabréfum til lengri tíma. Þá kom fram í máli Hákonar að sveitarfélög- um hefur ekki tekist að selja um 200 félagslegar eignaríbúðir og að 60 þeirra stæðu auðar en þær væru yfirleitt dýrar miðað við markaðsverð á viðkomandi stöðum. Hefur þú áhuga á viðskiptum við Portúgal? Dagana 24.-25. nóvember nk. munu 400 portúgölsk fyrirtæki kynna vörur sínar og samstarfsmöguleika á sýningu í Portúgal undir nafninu Europartenariat. Hér er ekki um að ræða hefðbundna vörusýningu heldur eru skipulagðir fundir með fulltrúum portúgölsku fyrirtækjanna fyrirffam. Fyrir Europartenariat er gefinn kostur á að kynnast portúgölsku fyrirtækjunum í tölvubanka eða riti sem gefið er út í tilefni fundarins eftir að hafa kynnt sér fyrirtækin í gegnum þar til gerðan bækling eða tölvubanka. Kynning Til að kynna verkefnið og sýninguna í Portúgal í nóvember n.k., efnum við til hádegisfundar á Grand Hótel Reykjavík í fundarsalnum Dal, 13. október nk. kl. 12:00 -13:00. Tilkynnið um þátttöku í fundinum í síma 587 7000 hjá Ingibjörgu Maríu. O Iðntæknistofnun 11 FÉLAC LCKÍGII.rKA bll HI IDASAI A BÍLATORG FUNAHÖFDA T S: 587-7777 FÉLAG LÖCGILTKA BltKLIDASALA VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN OG A SKRA - FRIAR AUGLYSINGAR - RIFANDI SALA Toyota Landcruser VX árg. ‘93, ek. 76 þús. km., grár, sjálfsk., m/öllu. V. 4.480.000. Ath. skipti. Nissan Sunny 1,4 LX árg. ‘95, ek. 6 þús. km., rauður. V. 1.140.000. Ðein sala. 2 VW Golf GL 1800 árg. ’94, ek. 34 ® þús. km.. sjálfsk., 5 dyra, dökkblár. .g V. 1.350.000. Ath. skipti. •«5 Ford Econoline Club Wagon árg. 8 '93, ek. 98 þús. km., vínrauður/grár, •2 7,3 dísel, 14 manna. V. 2.650.000. ‘£ Ath. skipti. fMazda 323F árg. '92, ek. 51 þús. ^ km., hvítur, sjálfsk. V. 990.000. Ath. | skipti. S Toyota Double Cap árg. '92, ek. H 114 þús. km., grænn. V. 1.580.000. pc Ath. skipti. MMC Lancer 1500 EXE árg. '92, blásans., sjálfsk., ek. 58 þús. km. V. 990.000. Skipti. Nissan Sunny 1600 SR árg. '93, hvltur, ek. 51 þús. km. V. 950.000. Skipti. Mercedes Benz 200E árg. '90, vln- rauður, sjálfsk., sóllúga, álfelgur, hleðslujafnari, læst drif, ek. 99 þús. km. V. 2.590.000. Skipti - skuldabréf. MMC Lancer GLXi árg. '93, hvltur, sjálfsk., ek. 44 þús. km. V. 1.180.000. Skipti. Hyundai Pony 1500 GSi árg. '92, hvítur, sjálfsk., ek. 44 þús. km. V. 690.000. MMC Colt 1300 EXE árg. '92, rauður, fallegur bíll, ek. 71 þús. km. V. 730.000. Skipti. FÉLAG LÖGGII.rRA Biiri.idasai.a NYJA BILAHOLLIN FUNAHOFDA V S: 567-2277 Ffcl-AG LÖGtai l K/\ BirKl lDASAl A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.