Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Mótmæli skyggja á heimsókn Chiracs JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, segist sannfærður um að Frakkland verði á meðal stofnríkja Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu,_ EMU. „Ég er sannfærður um að Frakk- land mun uppfylla skilyrðin, sem sett eru um frammistöðu í efnahags- málum, á tilsettum tíma,“ sagði Chirac, sem lauk í gær opinberri heimsókn á Spáni. Hann vildi ekki tjá sig um veika stöðu franska frankans. Chirac sést hér með Felipe Gonz- alez, forsætisráðherra Spánar, í Moncloa-höll, þar sem leiðtogamir ræddu saman. Mótmæli gegn kjarn- orkutilraunum Frakka í Suður- Kyrrahafi vörpuðu nokkrum skugga á heimsóknina. A minni myndinni sést hvar skrifað hefur verið á glugga franskrar ferðaskrifstofu: „Mururoa fyrir Mururoabúa“. ruiis Mun myntin heita mna? • KRÍTVERJAR leggja til að sameiginlega Evrópumyntin, sem á að ganga í gildi árið 1999, heiti mna. Mna var grunneining hins forna, gríska myntkerfis. Krít- veijar segja eyju sína vöggu evr- ópsks menningar- og viðskiptalífs og mna sé þar að auki orð, sem auðvelt sé að bera fram á öllum Evrópumálum. Ekki megi heldur gleyma því að Evrópa, sem getið er í grískum goðsögnum og álfan dregur nafn sitt af, hafi gifzt kónginum á Krít, Asteriosi. Yfir- völd í borginni Hania á Krít hafa gefið út litprentaðan bækling með tillögum að útliti mna-seðla og myntar, sem byggðar eru á göml- um grískum peningum, sem með- al annars sýna brottnám Evrópu frá Fönikíu, sem nú er Líbanon. • ÞÝZKA verður í fyrsta sinn kennd við Evrópuháskólann í Brugge í Belgíu á námsárinu, sem er nýhafið. Skólinn hefur ævin- lega kennt á frönsku og ensku, auk þess sem hann hefur hvatt nemendur til að læra flæmsku til að geta bjargað sér í Brugge. Nú mun stúdentum hins vegar leyfast að tala þýzku í umræðum og á sumum ráðstefnum, sem skóiinn efnir til. Þjóðveijar hafa þrýst á að þýzka verði notuð meira í Evr- ópusamstarfinu, en franska og enska hafa langmest verið notað- ar. • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur lagt til að 8.500 spænskum og portúgölskum fiskimönnum, sem verið hafa at- vinnulausir eftir að fiskveiði- samningur ESB við Marokkó rann út í apríl, verði veittar bætur að fjárhæð um tveir milljarðar ís- lenzkra króna. Flynn vill breytt hugar- far á vinnumarkaði Brussel. Reuter. PADRAIG Flynn, sem fer með fé- lagsmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, hvetur vinnuveit- endur og verkalýðsfélög í Evrópu til að breyta um hugarfar og starfs- hætti, í því skyni að ýta undir hag- vöxt og fjölgun starfa. Verkalýðsfélög verða að breytast í ræðu, sem Flynn hélt í spænsku borginni Sevilla, sagði hann að vinnuveitendur yrðu að horfa vítt yfir og gera sér grein fyrir því að þátttaka þeirra í lausn félagslegra vandamála væri áþreifanleg fjár- festing, en ekki bara til útgjalda og óþæginda. C Flynn sagði sömuleiðis að verka- lýðsfélög væru mikilvæg, en þau yrðu jafnframt að breytast og tak- ast á við ný verkefni, viðurkenna ný vinnuferli og miklu fjölbreyttara eðli vinnu og launþega en áður hefði tíðkazt. Hann hvatti verka- lýðsfélögin til að einblína ekki á launakröfur. „Þau verða að einbeita sér betur að því hvernig framleiðni- aukning getur skapað verðmæti sem Ieiða til fjölgunar starfa, og að því hvernig Við þróum mannauð- inn bezt — í stað þess að horfa ein- göngu á launin,“ sagði Flynn. ERLEIMT Fimm fyrrverandi þjóðarleiðtogar þinga Deilt um áhrif geim- varnaáætlunarinnar Colorado Spríngs. Reuter. FIMM fyrrverandi þjóðarleiðtogar, sem voru við völd þegar kalda stríð- ið leið undir lok, körpuðu á mánu- dag um árangurinn af geimvarna- áætlun Bandaríkjamanna og sam- einingu Þýskalands á fundi Alþjóða- stjórnmálastofnunarinnar sem efnt var til í Colorado Springs. Af öðrum málum sem bar á góma má nefna vaxandi þjóðernishyggju og hver staða Kína yrði í framtíðinni. Alþjóðastjórnmálastofnunin er samband sérfræðinga í utanríkis- málum. Sóttu 93 fund leiðtoganna og greiddi hver 5.000 dali, um 320.000 kr. ísl. í aðgangseyri. Þeir sem ræddu málin voru fyrr- verandi leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Kanada, Sovétríkjanna og Frakklands, þau George Bush, Margaret Thatcher, Brian Mulron- ey, Míkhaíl Gorbatsjov og Francois Mitterrand. Thatcher gagnrýnir Þýskaland Thatcher reyndist á öndverðum meiði við hina leiðtogana í flestum málum, m.a. í Evrópumálum. Réðist hún harkalega á sameinað Þýska- land, sem hún sagðist leitast við að stjórna Evrópu. Er talið barst að Evrópumálunum minnti hún Evjrápuþjóðir á að þær hefðu „ekki látið Þjóðveija kasta akkeri við Evrópu, heldur hafið þið lagt Evr- ópu við festar á æ ráðríkara Þýska- landi.“ Þá deildu leiðtogarnir um stjömustríðsáætlun Bandaríkja- manna, sem Thatcher sagði hafa ráðið úrslitum um breytingarnar sem leiddu til hruns Sovétríkjanna. Var Gorbatsjov ósáttur við þessa yfirlýsingu og sagði að umbóta- stefnan hefði verið farin að krauma undir niðri löngu áður en ógnin af áætluninni hefði komið til. Þá minnti Gorbatsjov á vaxandi þjóðernishyggju. Sagði hann að heimurinn yrði að feta varlega þá braut sem lægi á milli þess að viður- kenna hinar ólíku þjóðir, menningu og tungumál, og að kiofna upp í alltof mörg smáríki. Robert Lucas fær hag- fræðiverðlaun Nóbels Stokkhólmi. Reuter. ROBERT Lucas, 58 ára gamall hagfræðiprófessor við Chicago-há- skóla, hlýtur Nobelsverðlaunin í hagfræði í ár, að því er tilkynnt var í Stokkhólmi í gær. í mörgum ríkjum hefur verið stuðst við kenn- ingar hans við mótun peninga- stefnu og ákvörðun efnahagsráð- stafana til að stemma stigu við verðbólgu. í tilkynningu konunglegu vís- indaakademíunnar sagði, að ákveðið hefði verið að úthluta Luc- as verðlaununum þar sem hann hefði „umbylt þjóðhagfræðigrein- ingu og skilningi á hagstjórn“. „Kominn tími til kynslóðaskipta" Lucas er yngsti hagfræðingur- inn sem hlýtur nóbelsverðlaunin en hingað til hafa þau fallið í skaut mönnum sem sett hafa fram kenn- ingar sínar á fimmta og sjötta ára- tugnum. „Það var kominn tími til kyn- slóðaskipta," sagði Svenska Dagbladet um ákvörðunina í gær. Blaðið hafði eftir hagfræðingnum Hans Soderstrom, að úthlut- unin ætti eftir að orka tvímælis því hagfræði- heimspeki Lucas stangaðist á við boð- skap þeirra sem vildu að seðlabankar beittu virkri peningastjórn til þess að hafa áhrif á gengismál. í raun mætti skilgreina af- stöðu Lucas á þann veg að ekki ætti að grípa inn í á sviði peninga- mála. í tilkynningu sænsku akadem- íunnar sagði, að Lucas hefði út- fært hugmyndir frjálshyggju- mannsins Miltons Fri- edmans, sem kunnur er fyrir andstöðu sína við þá viðteknu skoð- un á sjötta áratugn- um, að fjármálastefna sem leiddi til þenslu myndi skapa aukna atvinnu. Samkvæmt yfirlýs- ingu sænsku akadem- íunnar sýndi Lucas fram á það með rann- sóknum 1972, að efnahagsstefna, sem tryggja ætti stöðug- leika, gæti ekki haft varanleg og markviss áhrif á at- vinnustigið. „Reynslan frá áttunda og níunda áratugnum hefur sýnt, að aukin verðbólga leiðir ekki til varanlegrar hækkunar atvinnu- stigsins, sem staðfestir tilgátur Lucas,“ sagði í frétt akademíunnar. Robert Lucas Reuter Dulur einfari á hersýningu Banatilræðið í Skopje Gruna glæpa- samtök Skopje. Reuter. LÖGREGLUYFIRVÖLD í Makedón- íu telja hugsanlegt, að glæpamenn hafi staðið að baki banatilræðinu við Kiro Gligorov, forseta landsins, í vikunni sem leið. Um Makedóníu hafa eiturlyf verið flutt til Vestur- Evrópu og þar er einnig stundað mikið peningaþvætti. Sérfræðingar frá Bretlandi, Þýskalandi og. Bandaríkjunum vinna nú að rannsókn málsins ásamt makedónsku lögreglunni en í sprengjutilræðinu lést ökumaður Gligorovs og vegfarandi en sjálfur særðist hann alvarlega. Gligorov hefur barist hart gegn glæpasam- tökum í landinu. Haft er eftir heimildum innan lögreglunnar í landinu, að hún telji glæpasamtökin líklegust til að vilja Gligorov feigan en vestrænir stjórn- arerindrekar í Skopje, höfuðborg- inni, hallast enn að því, að öfgasinn- aðir þjóðernissinnar hafi verið að verki, menn, sem vilji engar sættir við Grikki og Serba. MILLJÓN manna safnaðist sam- an á Torgi Kims Il-sungs í mið- borg Pyongyang í tilefni af 50 ára afmæli kommúnistaflokks Norður-Kóreu í gær. Kim Jong- il, sonur Kims Il-sungs sem lést í fyrra, var viðstaddur hersýn- ingu í tilefni afmælisins og fjöl- miðlar fóru fögrum orðum um hann sem leiðtoga flokksins, rík- isins og hersins. Ekki var þó gefin út formleg tilkynning um að Kim hefði tekið við embættun- um af föður sínum eins og búist hafði verið við. Myndin er af Kim á hersýningunni, en fátítt er að þessi duli einfari komi fram opin- berlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.