Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 17 Milljónir Frakka í verkfalli FIMM milljónir opinberra starfs- manna lögðu niður vinnu í Frakk- landi í gær og tóku tugþúsundir þeirra þátt í útifundum í 80 bæj- um og borgum landsins þar sem efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- ar Alains Juppe var mótmælt. Sljórn Juppe hefur ákveðið að ráðast gegn halla á fjárlögum og minnka ríkisútgjöldin með því m.a. að banna kauphækkun til opinberra starfsmanna á næsta ári. Það þótti tíðindum sæta, að öll sjö launþegasamtök ríkisstarfs- manna tóku þátt í mótmælafundi á Bastillutorginu í París í gær, en það er í fyrsta sinn í tæpan áratug sem þau sameinast um aðgerðir af þessu tagi. Þar sem almenningssamgöngur lágu niðri í frönsku höfuðborginni í gær, urðu margir að koma sér með öðru móti til vinnu, þar á meðal hjólreiðamaðurinn sem hér hjólar framhjá sigurboganum. Arap Moi hótar Leakey ákæru Nairobi. Reuter. DANIEL arap Moi, forseti Kenýu, sakaði í gær stjórnarandstæðinginn Richard Leaky um ófrægingarher- ferð gegn Kenýu og sagði hann eiga á hættu að verða sóttur til saka fyrir uppreisnaráróður. Leaky er hvítur náttúruverndar- maður og var neyddur til að segja af sér formennsku í Náttúrulífs- þjónustu Kenýu (KWS) í fyrra. Hann stofnaði síðan nýjan flokk sem hefur það að markmiði að beij- ast gegn spillingu og sameina stjórnarandstöðuna, en hann hefur ekki enn fengist skráður sem lög- legur stjórnmálaflokkur. Moi sakaði Leaky og fjármála- manninn Robert Shaw um að hafa rægt hann og Kenýu í dagblöðum landsins og erlendis. „Þeir eru að segja fólki að veita ekki Kenýu aðstoð, þegar venjulegt fólk hefur hag af slíkri aðstoð. Svo kann að fara að þeir verði saksóttir fyrir uppreisnaráróður." Stjórn Kenýu og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hafa ekki enn náð samkomulagi um 200 milljón dala (13 milljarða króna) aðstoð við Kenýu á þrem árum til að koma á efnahagsumbótum, en hún myndi greiða fyrir frekari aðstoð frá Vest- urlöndum. Ríkisendurskoðandi Kenýu greindi frá því nýlega að fjármálaráðuneytið hefði eytt 268 milljónum dala á fjórum mánuðum í fyrra án samþykkis þingsins og stjórnarerindrekar telja að það tor- veldi stjórninni að tryggja efna- hagsaðstoðina. Dómsmálaráðherra Japans segir af sér Fékk stórt lán Tókýó. Reuter. hjá trúfélagi TOMOHARU Tazawa, dómsmála- ráðherra Japans, sagði af sér emb- ætti á mánudag vegna upplýsinga um, að hann hefði tekið stórt lán hjá trúfélagi án þess að skýra frá því. Er afsögn hans talin munu greiða fyrir samþykkt ríkisstjórnar- frumvarps um hert eftirlit með trú- félögum í landinu. Við dómsmálaráðherraembætt- inu hefur nú tekið Hiroshi Miy- azawa, yngri bróðir Kiichi Miy- azawa, fyrrverandi forsætisráð- herra, en hann er þingmaður fyrir Fijálslynda lýðræðisflokkinn. Tazawa kvaðst segja af sér til að viðskipti sín við trúfélagið stæðu ekki í vegi fyrir samþykkt frum- varpsins um hert eftirlit með trúfé- lögum en það er eitt mikilvægasta málið, sem nú er rætt um á jap- anska þinginu. Er það lagt fram í kjölfar þeirrá hryðjuverka, sem fé- lagar í söfnuðinum „Æðsta sann- leik“ hafa orðið uppvísir að. Yomiurí Shimbun, stærsta dag- blað í Japan, hóf þetta mál sl. föstu- dag þegar það sakaði Tazawa um að hafa gert leynilegan samning við stjórnarandstöðuna um að spyija ekkert um tveggja milljón dollara lán, sem hann hefði fengið hjá búddatrúarfélaginu Rissho Koseikai. Tazawa neitar því að hafa samið við stjórnarandstöðuna en viðurkennir að hafa fengið lánið og láðst að skýra frá því. Leynd yfir frið- arverð- launum Ósló. Reuter. MIKIL leynd hvílir yfir því hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár, en úthlutunar- nefndin tók ákvörðun þar að lútandi í síðustu • viku og komst að einróma niðurstöðu. Tilkynnt verður um það næstkomandi föstudag hver hlýtur friðarverðlaunin. Nefndin hafði úr nógu að moða því henni bárust til- nefningar um 120 einstakl- inga og 35 stofnanir. Meðal einstaklinga sem til- nefndir voru eru Jimmy Cart- er fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, Sergej Kovalev mann- réttindafulltrúi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, Albert Reynolds forsætisráðherra írlands og John Hume leið- togi hófsamra írskra þjóðern- issinna, kínverski andófs- maðurinn Wei Jingsheng, mexíkóski biskupinn Samuel Ruiz en tilnefningu hans fylgdu meðmæli hálfrar millj- ónar manna. Þá hafa tveir norskir stjórnmálamenn til- nefnt Atlantshafsbandalagið (NATO) fyrir að viðhalda friði í Evrópu á tímum kalda stríðsins. Vitnaleiðslur hefjast hjá stríðsglæpadómstólnum Fyrstu meintu stríðs- glæpirnir teknir fyrir Haag. Reuter. STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna hóf fyrstu vitnaleiðslurnar á mánudag og tveir múslimar lýstu því í gær hvernig tveir fangar dóu eftir að hafa sætt pyntingum sakbornings- ins, Dragans Nikolics, fyrrverandi fangelsisstjóra í norðausturhluta Bosníu, þar sem allt að 8.000 múslimar voru í haldi. Ákæran á hendur Nikolic er sú fyrsta sem stríðsglæpadómstóllinn fjallar um. Hann er ekki viðstadd- ur vitnaleiðslurnar og hefur verið á yfirráðasvæði Serba í Bosníu frá því hann var ákærður í nóvember í fyrra fyrir að drepa átta músl- ima, pynta tíu aðra og særa þijá fanga í fangelsi nálægt Vlasenica. Aðalsaksóknarinn í málinu, Richard Goldstone, kvaðst ætla að yfirheyra tíu vitni sem voru í Vlasenica á þessum tíma. Annað vitnanna í gær, þrftugur múslimi, kvaðst hafa heyrt öskur og stunur tveggja fanga sem Nik- olic hefði pyntað. Annar þeirra hefði ekki getað hreyft sig eða talað eftir pyntingarnar og dáið í klefa sinum um 20 mínútum síð- ar. Hitt vitnið sagði að fanginn Reuter DÓMARAR stríðsglæpadóm- stólsins í Haag í réttarsalnum þar sem fjallað er um ákæru á hendur meintuin stríðs- glæpamanni í Bosníu. hefði beðið Nikolic um að skjóta hann en fangelsisstjórinn hefði svarað: „Byssukúlan kostar eitt mark og þú ert einskis virði. Þú verður að þjást.“ Vitnaleiðslurnar í máli Nikolic jafngilda ekki réttarhöldum að honum fjarstöddum, þar sem slíkt er ekki heimilt samkvæmt reglum dómstólsins, sem öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna stofnaði í maí 1993. Komist dómstóllinn hins vegar að þeirri niðurstöðu að ástæða sé til að ætla að Nicolic hafi framið glæpina getur hann staðfest ákæruna og gefið fyrir- mæli um að hann verði handtek- inn. Búist er við að vitnaleiðslurn- ar taki viku. 42 Serbar ákærðir Dómstóllinn er fyrsti stríðs- glæpadómstóllinn frá réttarhöld- unum í Núrnberg og Tókýó eftir síðari heimsstyijöldina. 42 Serbar og einn Króati hafa þegar verið ákærðir en aðeins einn þeirrá, Bosníu-Serbinn Dusan Tadic, hefur verið handtekinn. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir honum hefjist í næsta mánuði. Búist er við að síðar verði fjall- að um ákærurnar á hendur leið- togum Bosníu-Serba, Radovan Karadzic og Ratko Mladic hers- höfðingja. Fordæmir skemmd- arverk BILL Clinton Bandaríkjafor- seti fordæmdi í gær skemmd- arverk sem unnið var á járn- brautarteinum í Arizona og olli því að lest fór út af spor- inu aðfararnótt mánudags. Kvaðst forsetinn reiður vegna atburðarins, sem varð einum manni að bana, og hét því að stjórnvöld myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hafa uppi á ódæðismönnunum. Mafíumorð í Corleone GLÆPAMAÐUR, sem talinn var tengjast einum af guðfeðr- um mafíunnar á Sikiley, Sal- vatore „Toto“ Riina, var skot- inn á götu í bænum Corleone í gær. Þá lýsti ítalska lögregl- an því yfir að henni hefði tek- ist að uppræta glæpahring sem hefði stundað peninga- þvætti fýrir mafíuna. Aukið traust fjárfesta ERLENDAR fjárfestingar í fyrrverandi sovétlýðveldum jukust mjög í fyrra, sem er til marks um aukið traust er- lendra fjárfesta á efnahags- batanum í ríkjunum, að mati sérfræðinga Sameinuðu þjóð- anna. Samkvæmt upplýsing- um þeirra jukust fjárfestingar í löndunum um 24% að jafnaði. Þýskir útg'ef- endur reiðir ÞÝSKIR bókaútgefendur réð- ust harkalega á breska starfs- bræður sína í gær fyrir að hætta samráði um bókaverð. Sögðu þeir að ákvörðun Bret- anna kynni að hafa slæm áhrif á bóksölu í gjörvallri Evrópu. Kom þetta fram í ræðu for- manns þýskra bókaútgefenda við setningu alþjóðlegu bóka- stefnunnar í Fi’ankfurt. Vill upplausn NATO FRANSKUR herforingi á eft- irlaunum, sem fór m.a. með stjórn herafla Sameinuðu þjóð- anna í gömlu Júgóslavíu, sagði í gær að Evrópa yrði aldrei fær um að sjá um eigin varnir svo lengi sem Atlantshafsbanda- lagið, NATO, væri til. Sagði herforinginn, Jean Cot, að ætti Vestur-Evrópusambandið að geta séð um varnir aðildar- ríkja sinna, yrði að leysa NÁTO upp, enda færu hags- munir Evrópuríkja og Banda- ríkjanna ekki lengur saman. Fangar vilja ekki burt ÍSRAELAR hófu í gær að láta lausa tæpiega 1.000 palest- ínska fanga samkvæmt friðar- samkomulagi þeirra og Frels- issamtaka Palestínu, sem undirritað var í Washington. Hópur fanga neitaði að yfir- gefa fangelsið þar sem Israel- ar hefðu ekki uppfyllt öll skil- yrði samkomulagsins, m.a. um að allar konur yrðu látnar lausar. í gær lokuðu ísraelar einnig fyrstu hernámsskrif- stofu sinni á Vesturbakkanum, samkvæmt samkomulaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.