Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tindrandi björt stemmning Sinfóníuhljómsveit íslands efnir til tónleika í Háskólabíói annað kvöld. Orri Páll Ormarsson kynnti sér efnisskrána o g ræddi við einleikara kvöldsins, Öm Magnússon píanóleikara. Morgunblaðið/Kristinn ÖRN Magnússon píanóleikari kemur í fyrsta sinn fram sem ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit íslands annað kvöld. Fyrir- lestur um leirlist LEENA Maki-Patola flytur kynningu á list sinni: Working with iron net, clay and flame, í dag kl. 16.30 - 17.30. í Barmahlíð, Skipholti 1. Maki-Patola mun sýna nokk- ur verk og ræða um listsköpun sína undanfarinn áratug, með sérstakri áherslu á þróun tækni og hugmyndafræði síðustu tveggja ára. Maki-Patola kemur hingað til lands sem styrkþegi á vegum Norræna félagsins og menn- ingartengsla Islands og Finn- lands. Hún hefur starfað að og sýnt leirlist víða í Finnlandi undanfarinn áratug og vinnur nú í Varkaus. Vetrar- starf hjá Grímni HJÁ leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi eru nú hafnar æfingar á íslenska ærsialeikn- um „Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveit- unga hans“, eftir Ónnu Krist- ínu Kristjánsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Verkið var frumflutt af áhugaleikfélaginu Hugieik í Reykjavík árið 1991, og hlaut góðar viðtökur gagn- rýnenda jafnt sem áhorfenda. Mikið er sungið í leikritinu, - sem gerir góðlátlegt grín að lífi í íslenskri sveit fyrr á öld- um. Leikarar eru alls ellefu, sex konur og fimm karlar frá Stykkishólmi. Leikstjóri er Vigdís Jakobs- dóttir, og stefnt er að frumsýn- ingu í nóvember. „ÞETTA er dýrlegt tækifæri enda eitt af mínum uppáhaldsverkum," segir Öm Magnússon píanóleikari sem mun flytja píanókonsert nr. 4 eftir Ludwig van Beethoven ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíói annað kvöld. Á efnisskrá verða einnig Sinfónía nr. 4 eftir Josef Haydn og Ljóðræn svíta eftir Pál ísólfsson. Osmo Vánská mun halda um tónsprotann. Örn segir að píanókonsertinn þyki eitt fallegasta tónverk píanó- bókmenntanna. „Þetta er bæði vin- sælt verk og fagurt. Það er í G-dúr sem er mjög björt tóntegund og það er tindrandi björt stemmning í verk- inu.“ Öm hefur ekki í annan tíma kom- ið fram sem einleikari með Sin- fóníuhljómsveit ísiands á tónleik- um. Fyrir átta ámm var hann hins vegar í hlutverki einleikara þegar hljómsveitin hljóðritaði píanókon- sert í d-dúr eftir Haydn. „Þetta er mjög spennandi og gefandi verkefni. Osmo Vánská er að mínu mati einn allra besti stjórn- andi sem starfað hefur hér á landi og er þá ekki á neinn hallað. Sin- fóníuhljómsveit íslands er heppin að njóta krafta hans og það verður spennandi að fá að vinna með hon- um.“ Aftur í klassíkina Örn kveðst standa á ákveðnum tímamótum á sínum listamannsferli um þessar mundir. „íslensk tónlist hefur átt hug minn allan undanfar- in ár og ég hef meðal annars gert tvær geislaplötur með íslenskri pí- anótónlist; síðast með píanóverkum Jóns Leifs fyrir ári. Þegar því var lokið var mig hins vegar farið að langa til að snúa mér aftur að klass- íkinni. Þó þótt ég hafi verið að leika íslenska tónlist undanfarin ár er ég, eins og aðrir píanistar, alinn upp í klassísku hefðinni. Beethoven hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og svo skemmtilega vildi til að mitt í þessum hugrenningum var mér boðið að spila þennan konsert með Sinfóníuhljómsveit íslands. Þetta hefði ekki getað komið á betri tíma.“ Örn kveðst aftur á móti síður en svo hafa gefíð íslenska tónlist upp á bátinn þótt hann hyggist einbeita sér að klassíkinni á næstunni. Örn hlaut sína fyrstu tónlistar- menntun á Ólafsfirði en þar er hann fæddur. Hann lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 1979 og stundaði síðan fram- haldsnám í Manchester, Berlín og >Jjondon. Örn hefur víða komið fram sem einleikari, meðal annars í Jap- an, Bretlandi, á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu. Beethoven samdi píanókonsert- ana sína fímm á árunum 1795 til 1809 en á þeim árum samdi hann mörg af sínum kunnustu verkum. Konsertinn nr. 4, sem tileinkaður var Rúdolf erkihertoga af Austur- ríki, var fyrst fluttur opinberlega á sögulegum tónleikum í Theater an der Wien. Ólíklegt er talið að flutn- ingurinn hafi notið sín en Beethov- en — sem lék sjálfur einleikshlut- verkið — skipaði hljóðfæraleikurun- um meðal annars að hætta í miðjum klíðum og byija upp á nýtt. Þetta atvik kom hins vegar ekki í veg fyrir að konsertinn næði síðar hylli áheyrenda. Haydn áberandi í vetur Nafn Josefs Haydn verður ofar- lega á baugi hjá Sinfóníuhljómsveit íslands í vetur. Meðal annars verða fluttar eftir hann þijár sinfóníur en af nógu er að taka þar sem tón- skáldið samdi 109 sinfóníur á ferlin- um. Haydn fæddist árið 1732 en upphafíð af tónlistarferli hans má rekja til þess þegar hann var ráðinn tónlistarstjóri við hirð Morzins greifa í nágrenni Pilsen árið 1759. Sama ár var Sinfónía nr. 4 samin. Haydn lést árið 1790. Páll ísólfsson var mikill áhrifa- maður í íslensku tónlistarlífí og sennilega er hann þekktastur fyrir starf sitt sem organisti við Dóm- kirkjuna í Reykjavík á árunum 1926 til 1968. Páll var jafnframt skóla- stjóri Tónlistarskólans í Reykjavík frá stofnun hans árið 1930 til 1957 og tónlistarráðunautur Ríkisút- varpsins frá 1930 til 1959. Hann var einn af hvatamönnum að stofn- un Sinfóníuhljómsveitar íslands ár- ið 1950. Auk tónleikahalds lagði Páll stund á hljómsveitarstjórn, kórstjórn og tónsmíðar. Eftir hann liggur fjöldi tónsmíða, svo sem hljómsveitarverk, kórverk, leikhús- tónlist, orgelverk og mörg af ást- sælustu sönglögum þjóðarinnar. Framlenging augnabliksins ÚT ER komin hjá Jap- is geislaplata með píanóleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Á plötunni leikur hún píanókonsert í a-moll eftir Edvard Grieg ásamt Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjórn Stefans Sand- erling og einleiks- verkin svítu nr. 1 úr Pétri Gaut eftir Grieg og Söng Sólveigar úr svítu nr. 2, og Kind- erszenen (Úr heimi barna) op. 15 eftir Robert Schumann. Aðdragandi útgáf- unnar er sá að í apríl síðastliðnum lék Steinunn píanó- konsert í a-moll eftir Grieg á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Islands. Daginn eftir var konsert- inn hljóðritaður og í kjölfarið var Steinunn hvött til að gefa hann út á geislaplötu. „Hijóðritunin þótti takast vel og ég ákvað því að slá til. Þetta er einnig spenn- andi fyrir þær sakir að píanókon- sert með íslenskum einleikara ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands hefur aldrei áður verið gefinn út á geislaplötu," segir Steinunn. Á brattann að sækja Steinunn segir að hljóðupptaka sé oft gerð daginn eftir að íslensk- ir einleikarar komi fram með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Fólk geti síðan keypt rétt til eftirgerðar að upptöku. Steinunn er hins vegar fyrsti píanóleikarinn sem nýtir sér þann möguleika með þessum hætti. „Það er á brattann að sælqa fyrir íslenska flylj- endur sem hyggja á útgáfu enda er slík starfsemi tiltölulega ný af nálinni hér á landi," segir Stein- unn. Hún vill hins veg- ar ekki ræða frekar um hina fjárhagslegu hlið útgáfunnar. Að sögn Steinunnar er það mjög mikil- vægt fyrir flytjendur sígildrar tónlistar að geta gefið út plötu sem þessa. „Hlutföllin eru svo ójöfn hjá okk- ur. Það tekur kannski ár að æfa verk sem tekur hálftima í flutn- ingi. Þegar maður leggur mikið á sig er það mikils virði að verkefn- ið lifi áfram og geislaplata er mun áþreifanlegri og varanlegri en augnablikið á tónleikunum sem líður á svipstundu. Það er því eins gott að vera sáttur við útkomuna." Steinunn kveðst hafa valið hin verkin sem eru á plötunni með hliðsjón af píanókonsert Griegs. Hvað sem er henti ekki með hon- um. „Mér fannst svítan úr Pétri Gaut og Kinderszenen eiga vel við enda eru Grieg og Schumann að mörgu leyti skyld tónskáld." Platan var hljóðrituð í Háskóla- bíói og íslensku óperunni og var tónmeistari Bjarni Rúnar Bjarna- son. Málverk á kápu er eftir Vigni Jóhannsson sem einnig sá um hönnun bæklings. Steinunn vonar að platan hvetji íslenska einleikara til dáða á vett- vangi geislaplötuútgáfu. „Við eig- um marga fullboðlega einleikara og það er fyllsta ástæða til að gefa leik þeirra út á geislaplötu." Steinunn hefur lengi verið í fremstu röð islenskra píanóleik- ara. Hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum eftir að hafa lok- ið einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Árna Kristjánssonar. Að því loknu starfaði hún um skeið sem einleikari á Spáni og vann meðal annars til „Gran Podium“ verðlaunanna sem veitt eru af „Juventuts del Musicals" i Barce- lona. Steinunn hefur haldið fjöl- marga tónleika á Spáni, í Lett- landi, Bandaríkjunum, Þýska- Iandi, Englandi og á íslandi. Steinunn er ekki að þreyta frumraun sína í geislaplötuútgáfu. Hún hefur áður gert geislaplötur með Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Auði Hafsteinsdóttur. Þá hefur hana um hríð langað til að leika verk eftir Schubert inn á plötu og væntanlega verður það næsta verkefni hennar á þessum vett- vangi. Steinunn starfar nú við tónlist- arflutning og upptökur ásamt píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún hefur í mörg horn að líta um þessar mundir og hygg- ur meðal annars á tónleikahald með Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara annars vegar og Zil- ia-kvartettinum — píanókvartett sem hún stofnaði nýverið — hins vegar. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Orðum tilfinningar BOKMENNTIR Ljóö ÞEGAR NÓTTIN GLEYPTI MIG eftir Bjöm Harðarson. Reyhjavík 1995.64 bls. HÉR er á ferðinni fyrsta ljóða- bók ungs höfundar og inniheldur hún fjörutíu ljóð. Á bókinni er greinilegur byijandabragur sem sést meðal annars af því hvemig skáldið nálgast yrkisefnið. Fyrsta ljóð bókarinnar ber heitið Tilgangur lífsins. Hér er glímt við hinstu rök tilver- unnar á einlægan ög jafnvel barnslegan hátt. Spurt er stórra spurninga í örfáum línum: Hver er til- gangurinn með lífínu? Er tilgangur með dauðanum? Er tilver- an aðeins blekking, aðeins hugarburður? Skáldið leggur sig lítt fram um að tempra tilfínningar eða fínna endilega orð við hæfi. Þegar verst lætur bólgn- ar hugsunin í ljóðunum langt út úr því formi sem lesanda kynni að þykja sómasamleg. Sjálfið heit- ir síðasta Ijóð bókarinnar þar sem mælandinn virðist ganga gegnum snögga sjálfskoðun sem hefur samt enga skírskotun til lesand- ans; hún kafnar í uppskrúfuðum freudisma og lýkur ljóðinu á þeirri fullyrðingu að innra og ytra sjálf mælandans búi hjá tiltekinni stúlku sem er um leið hugarfóstur hans. Kynlíf er viðfangsefni nokkurra ljóða. Þar kemur fyrir að kynlífí og dauða er teflt saman sem hlið- stæðu og andstæðu í senn. Þetta minnir dálítið á lífshvöt og dauða- hvöt í fræðum Freuds og vísast engin tilvilj- un því höfundur er við nám í sálfræði. í ljóði, sem heitir einfaldlega Kyniíf, er dauðinn sagður vera hámark fullnægingarinnar og sjálfsfróunin sjálfs- morð. Þótt hætt sé við að einhver myndi andæfa svo afdráttar- lausum fullyrðingum má sjá frumleika og einurð í yfírlýsinga- gleði af þessu tagi. í heild má sjá viss- an frumleika í þessu verki og engin vafi er á því að lýsingar á tilfinningum spretta af reynslu. Hins vegar vinnur orðgnóttin oft á tíðum gegn tilgangi sínum; vaðallinn ber fínar hugmyndir ofurliði. Ingi Bogi Bogason Bjöm Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.