Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BILATRYGGINGAR móti sé reynt að nálgast sanngjarna niðurstöðu. Áhrif skaðabótalaganna ekki komin fram Skaðabótalög voru sett árið 1993. í athugasemdum með frum- varpinu var talað um að skaðabæt- ur yrðu gerðar réttlátari en áður var. Dánarbætur voru hækkaðar svo og bætur fyrir örorku sem í raun skerðir getu tjónþola til að afla vinnutekna. I upphaflegri gerð frumvarpsins átti á móti að lækka eða fella niður bætur fyrir minni háttar örorku sem ekki hefði áhrif á ijárhag viðkomandi í fram- tíðinni. Fram kemur í athuga- semdum með frumvarpinu að búist var við að þetta leiddi til þess að kostnaður þjóðfélagsins í heild af skaðabótum myndi lækka og al- menningur myndi njóta góðs af, meðal annars með lækkun iðgjalda bílatrygginga. Frumvarpinu var breytt á undirbúningsstigi og í meðförum Alþingis, þannig að meðal annars var fellt út ákvæði um að örorka þyrfti að ná 15% til að hinn slasaði ætti rétt til skaða- bóta. Þó skaðabótalögin hafi tekið gildi 1. júlí 1993 eru áhrif þeirra fyrst að koma í ljós á þessu ári, því í flestum tilvikum er ekki hægt að meta áhrif varanlegrar örorku fyrr en eftir tvö til þijú ár frá slysi. Forsvarsmenn trygg- ingafélaganna vilja því spara sér yfirlýsingar um endanleg áhrif laganna. Einar Sveinsson á frekar von á því að heildarbætur hækki en lækki, vegna þess hve miklar breytingar urðu á frumvarpinu frá fyrstu gerð þess þar til það varð að lögum. Örn Gústafsson hefur ekki trú á því að tjónagreiðslur VÍS muni breytast mikið þegar á heildina er litið. „Það sem við höfum séð nú þegar er heldur til lækkunar á meðaltjóninu,“ segir hann. Er það vegna þess að lögin gera ráð fyrir því að fjárhagslegar afleiðingar örorku séu metnar og fólki sem ekki slasast mikið hefur því geng- ið verr að sýna fram á tekjutap. Áður var gengið út frá því að tekjumöguleikar fólks skertust í hlutfalli við læknisfræðilegt ör- orkumat. Örn segir að það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin verði á bótagreiðslur í stærri slys- unum, á það hefði lítið reynt. Tryggingafélögin megi þó búast við því að bótafjárhæðir margfald- ist í sumum tilvikum, fólk sem áður hefði fengið innan við tug milljóna kr. muni í ákveðnum til- vikum fá tuga milljóna króna bætur vegna líkamstjóns. „Þó svona mál séu sem betur fer fá, höfum við ekki þorað að gera ráð fyrir lægri tjónakostnaði í heild- ina,“ segir Örn. Getur leitt til hækkunar iðgjalda Lögmenn gerðu margar athuga- semdir við frumvarpið á sínum tíma og héldu því áfram eftir að það var orðið að lögum. Það leiddi til þess að allsheijarnefnd Alþingis tók málið aftur upp. Meirihluti nefndar dómsmálaráðherra komst að þeirri niðurstöðu að hækka bæri margföldunarstuðla til út- reiknings bóta. Samkvæmt lögun- um ber að margfalda árslaun tjón- þola með 7,5 og síðan með örorkustigi, en nefndin vill hækka þá í 10. Mennirnir tveir sem stóðu að þessu áliti, ___________ Gestur Jónsson hæsta- “ réttarlögmaður og Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari, vinna nú að endurskoðun á reglum frum- varpsins, meðal annars um hækkun stuðlanna. Sigmar Ármannsson segir að við setningu skaðabótalaganna hafí verið við það miðað að heildar- bætur hækkuðu ekki, bætur til þeirra sem slösuðust alvarlega hefðu hækkað, en lækkað á móti til þeirra sem ekki biðu mikinn ÖKUTÆKJATRYGGINGAR Tjónakostnaður á hvern skráðan bíl á Norðurlöndunum nn Lögboðnar ökutækja- tryggingar Island Nor. Danm. Svíþj. Finnl. $ Tíðni bótaskyldra tjóna Fjöldi slasaðra á hverja 100.000 skráða bíla Island Noregur Sviþjóð Frakkland Kostnaður við hvert slys Meðaltal greiddra slysabóta á hvern slasaðan Island Noregur Svíþjóð Skipting eignatjóna og slysa- tjóna á Norðurlöndunum 1993 57,5% ■ 32,7% I;; 32,0% 67,3% ■ 68,0% Island Finnland Noregur Svíþjðð Danmörk Fjöldi slasaðra og fjöldi munatjóna hjá VÍS1986-94 'ýfFjö'di munatjóna 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Heimild: VÍS Fjöldi bótaskyldra umferðarslysa hjá íslenskum vátryggingaf élögum 1986-94 2663 2549 1067 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Heimild; Samband íslenskra tryggingafélaga Fjöldi þeirra sem fengið hafa metna varanl. örorku hjá VÍS vegna umferðarslysa 1986-93 Örorkumal er ekki hægt ad framkvæma fyrren aðþrem árum liðnum 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Heimild: VÍS fjárhagslegan skaða af slysum. Bendir hann jafnframt á að marg- földunarstuðlar íslensku laganna séu mun hærri en þeirra dönsku, eða 7,5 á móti 6, og ekkert lág- mark sé á bótarétti með tilliti til örorkustigs. Ef áform um enn frekari hækkun margföidunarst- uðla næði fram að ganga myndu tryggingaiðgjöld hækka, meðal annars lögboðin iðgjöld bílatrygg- inga sem fólk væri skyldugt að kaupa. Lögmenn hafa heldur ekki farið dult með þá skoðun sína að fremur ætti að hækka iðgjöldin en lækka bæturnar. „Þetta hefði sjálfsagt gengið fyrir tuttugu árum, en ekki lengur. Ef skaða- bótaskylda er úr takti við það sem gengur og gerist í ná- Iðgjöld hækka grannalöndunum, rýrir ef Stuðull hækkar það samkeppnisstöðu fyrirtækja og lífskjör al- ________ mennings," segir hann. Talsmenn trygginga- félaganna treysta sér ekki til að áætla viðbótarkostnað félaganna ef margföldunarstuðull skaðabóta- laganna verður hækkaður í 10. Einar Sveinsson ségist giska á að heildarbætur vegna ábyrgðar- tryggingar bíla gætu hækkað við þetta um 7-15%. Slík hækkun myndi óhjákvæmilega leiða til ein- hverrar hækkunar iðgjalda. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif-. reiðaeigenda, segir að félagið hafi verið hlynnt skaðabótalögunum eins og þau voru. Það hafi veitt umsagnir um þau og breytingar á umferðarlögunum og oft átt sam- leið með tryggingafélögunum í því efni. Hann segir að félagið hafí ekki tekið afstöðu til kröfunnar um hækkun margföldunarstuðla en segir það sína skoðun áð lög eins og þessi þurfi að vera í stöð- ugri endurskoðun. Sérfræðikostnaður telst til tjóna Til tjónakostnaðar telst ekki einungis kostnaður við viðgerð á bíl og bætur til hins slasaða. Allur kostnaður við tjónið færist á þenn- an lið í bókhaldi trygg- _______ ingafélaganna. Til við- bótar bótum má nefna kostnað við læknismeð- ferð og sjúkraþjálfun. Þar færist einnig sér- fræðikostnaður, til dæmis þóknun til tryggingastærðfræðings, lækn- is vegna örorkumats og lögmanns tjónþola, Á árinu 1991 var kostnaður vegna tryggingastærðfræðinga og lækna vegna uppgjörs líkamstjóna áætlaður samtals 45 milljónir kr. og þóknun til lögmanna 120 milljónir kr. Með nýju skaðabóta- lögunum er almennt ekki talin þörf á þjónustu tryggingastærð- Læknar of mátu háls- hnykkina UMFERÐIN Osló Aftanákeyrsl- umfækkað NOKKUR ný neðanjarðargöng hafa verið tekin í notkun í Osló á undanförnum árum. Við það hefur aftanákeyrslum fækkað mikið. Fækkun umferðarljósa hefur átt sinn þátt í þessari þróun. Eg er þeirrar skoðunar að umferðarmenning í Osló sé á mun hærra plani en í Reykjavík. Minni streita er í umferðinni og menn sýna meiri tillitssemi. Erlingur Jóhannsson H e I s i n k i Liðkað fyrir strætó MENNINGIN í umferðinni er svipuð og í Reykjavík. Helsti mun- urinn er að hér eru allskonar tak- markanir í miðborginni til þess að greiða strætisvögnum, spor- vögnum og leigubílum leiðina í umferðinni. Lars Lundsten fræðings og vonast er til að kostn- aður við örorkumat lækki með til- komu sérstakrar opinberrar nefnd- ar, örorkunefndar, sem gefur álit á örorku- eða miskastigi sam- kvæmt reglum laganna. í athuga- semdum með frumvarpinu segir jafnframt að gera megi ráð fyrir því að kostnaður vegna þóknunar lögmanna lækki. Reynt að lækka lögmannskostnað Tryggingafélögin hafa verið að reyna að lækka tjónakostnað í bílatryggingunum með því að minnka greiðslur til lögmanna. Telja ekki þörf á atbeina þeirra í einfaldari málum, en þegar þeirra er þörf eigi að greiða þeim samkvæmt vinnu- tímaframlagi. Þóknun sem reiknuð er eftir vin- nutíma er mun lægri en þegar hún er ákveðið hlutfall af bótafjárhæðinni sam- kvæmt gjaldskrá. Lögmenn brugðust hart við þessu og hafa unnið að því að fá þessum nýju vinnureglum hnekkt. Nú hefur Vátryggingaeftirlitið gefið tryggingafélögunum fyrir- mæli um að þau kynni tjónþolum þann rétt sinn að kalla til lögmann og tekið þannig undir með lög- mönnum. Eftirlitið tekur hins veg- ar ekki afstöðu til þess hver eigi Ziirich Slys á gang- brautum MIKIL umferð er í Ziirich en hún er nokkuð vel skipulögð. Strætis- vagnar og sporvagnar eiga alltaf réttinn og geta verið dálítið hættulegir. Þó nokkuð er um hjól- reiðamenn, brautir þeirra eru sumstaðar merktar en annars staðar ekki. Þeir bera Iitla virð- ingu fyrir umferðarreglum og maður þarf að vara sig á þeim. Gangandi eiga réttinn á gang- brautum í Sviss síðan í sumar. Það hefur valdið þó nokkrum slysum, því keyrt er á þá á gang- brautum eða aftan á þá sem virða regluna. Hraðahindrunum (bugðum) hefur fjölgað í Ziirich eftir að vinstri menn komust til valda fyrir fimm árum. Eg bý til dæm- is í hverfi þar sem hraði hefur verið takmarkaður við 30 km frá því um mánaðamót. Mér finnst auðveldara að aka í Zíirich en í Reykjavík af ein- hverri ástæðu. Kannski af því að ég reikna fastlega með að bíl- stjórarnir virði umferðarregl- urnar. Eg treysti Islendingum ekki alveg í umferðinni. Anna Bjarnadóttir Evrópa Bílþjófnaðir vandamál BÍLÞJÓFNAÐIR eru mikið vandamál í Evrópu og hækka verð á kaskótryggingum. Sem dæmi má nefna að þeir eru lang- stærsti kostnaðarliðurinn í hálf- kaskó hjá Svíum og íbúar í þeim héruðum Þýskalands sem liggja að Póllandi þurfa að bera hærri iðgjöld en margir landar þeirra, aðallega vegna tíðra bílþjófnaða. Bílþjófnaðir eru algengir í London. Samkvæmt nýlegri könnun eru Bretar flinkustu bíla- þjófar í Evrópu. Þar, eins og annars staðar, hverfa bílarnir stundum alveg en einnig getur verið um að ræða skemmtireið, það er að segja að þjófarnir leggi bílnum eftir til dæmis nætur- langa notkun. Þá er talsvert um að útvörpum sé stolið og bilarnir skemmdir við að ná tækjunum úr. í Lúxemborg eru dýrir bílar í mestri hættu fyrir bílþjófum, svo sem Volkswagen Golf, Mercedes Benz, Audi, BMW og Alfa Romea, en einnig Lada - merkilegt nokk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.