Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 23 BÍLATRYGGINGAR ; 1 v M vmm 'Mi - ' á '-t mí • '■ i 1 ^ IJ| 'mi •| j i, 4 é 2* ' f |if | ■ ■ -• 'Á'HvÍ ISLENDINGAR ganga frá málum beint við tryggingafélögin. Miðlarar vilja nú komast þar að. Miðlarar vilja komast inn í viðskiptin ÖKUTÆKJATRYGGINGAR Morgunblaðið/Þorkell Rekstrarkostnaður bílatrygginga íslensku trygg.félaganna 1994 Hlutfall af iðgjöldum ársins . ■ : § 15% Sjóvá-Alm. 16% Trygg.midsl. ;■ 1 12% Tryggingl : 16% | Skandia 36% 1 Ábyrgö 12% I MEÐALTAL: Kostnaður við rekstur bílatrygginga 1993 Hlutfall af útgjöldum Þýskaland l -W,13.1% írland FsWB 15,5% Island [~ ■■ 19% Bretland I '“8 22,3% Auslurríki I ■■■‘aiKH 23,0% Sviss C Italía I Spánn I Grikkland l Frakkland I Holland Portúgal Belgía 23,7% I 25,7% \ 28,9% \ 29,3% | 29,5% é 29,7% I 31,8% - 38,6% að greiða þóknun lögmanns eða hvort heimilt sé að greiða hana samkvæmt vinnutímaframlagi. Eitt slíkt mál er fyrir dómstólun- um. Varð það niðurstaða héraðs- dóms að tryggingafélagi bæri að greiða lögmanni samkvæmt gjald- skrá en þó ekki samkvæmt ítrustu kröfu lögmannsins. Málinu var áfrýjað til Hæsta- réttar og er búist við að það verði flutt rétt eftir miðjan þennan mán- uð. Þá fæst væntanlega úr því skorið hvort tryggingáfélögin nái að lækka þennan hluta tjónakostn- aðarins. Hver er skýringin? Þegar farið hefur verið yfir svið- ið virðist ekk-i þurfa að deila um að tjónakostnaður íslensku trygg- ingafélaganna er margfalt hærri en tryggingafélaga í nágranna- löndunum. Öllu erfiðara er að meta ástæður þess. Þó margt bendi til að umferðaróhöpp séu hér raunverulega fleiri en á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að afgreiða málið með því einu að segja að íslendingar séu svona lélegir ökumenn. Kostnaður við slys á fólki er meiri í hveiju einstöku tilviki og virðist það skýrast að einhveiju leyti af greiðslum fyrir tiltölulega lítil meiðsli. En þetta nægir varla til að skýra þennan mikla mun á tjónakostnaði. Bótareglur og bótagrundvöllur er með svipuðum hætti hér og á hinum Norðurlönd- unum en vísbendingar eru þó um að hann geti verið heldur víðtæk- ari hér. Loks má staldra við þá skýringu að matsaðferðir og vinnubrögð lækna leiði til þess að fleiri fái metna varanlega ör- orku eftir umferðarslys en þekkist í nágrannalöndunum. Ólafur Ól- afsson landlæknir staðfestir að þetta hafi gerst þegar háís- hnykksfaraldurinn reið yfir. Þetta hafi verið nýtt fyrir læknana. Reynslan hafi svo sýnt að áverk- arnir eru ekki eins alvarlegir og í upphafi virtist. Þá er afar erfitt að skýra það að slösuðum einstaklingum ijölgar á sama tíma og árekstrum fækk- ar, án þess að fleiri séu í hveijum bíl. Auðvitað geta árekstramir ver- ið harðari. Varla er fólk svona mikið linara en áður var. Þá virðist ljóst að ásókn í bætur hefur aukist mikið og fólk er orðið meðvitaðra um rétt sinn. Hálshnykksfaraldur- inn er lýsandi dæmi um það. Áhrif skaðabótalaganna fara senn að koma betur í ljós. Félögin virðast hafa lagt ríflega til hliðar vegna óvissunnar um afleiðingar þeirra á uppgjör líkamstjóna. Er þá komið að enn einni skýringunni á háum tjónakostnaði hér. Trygg- ingafélögin hafa verið að byggja upp bótasjóði sína sem -höfðu brunnið upp vegna þess að iðgjöld ábyrgðartryggingar og slysa- tryggingar fylgdu ekki bættri vá- tryggingarvernd 1988 og hol- skeflu bótakrafna í kjölfarið. Framlög í bótasjóði, einnig upp- bygging öryggisálags fyrir fram- tíðina, teljast til tjónakostnaðar ársins. Það breytir þó ekki þessari mynd í neinum grundvallaratrið- um. Nú eru að koma fram vísbend- ingar um að meðaltjón séu að lækka vegna áhrifa skaðabótalag- anna, fólk geti ekki lengur unnið í happdrætti með því að lenda í slysi og vera með í hálskragatísk- unni. A móti eru greiddar hærri bætur til alvarlega slasaðra. Að síðustu er rétt að rifja það upp að bætur til slasaðs fólks og viðgerðir á bílum eru lang stærsti kostnaðarliður vegna bílatrygg- inganna, þó fleira komi þar til, eins og framlög í bótasjóði og kostnaður við rekstur og sérfræð- inga. Ymis lög og reglur koma einnig mikið við sögu. Til þess að lækka iðgjöldin þarf að taka á öllum þessum hlutum, en mest myndi muna um að fækka slysun- um. Við þurfum ekki sérfræðinga til að segja okkur það. KOSTNAÐUR við að reka bíla- tryggingar er minni hér á landi en í flestum öðrum löndum Evr- ópu. Virðist mest muna um um- boðslaunagreiðslur sem hér eru afar litlar en í mörgum löndum eru greiðslur til vátryggingamiðl- ara verulegur kostnaðarliður og hleypir kostnaðarhlutfallinu upp. Þess vegna eru íslensku trygg- ingafélögin treg til að taka upp samvinnu við þá mörgu vátrygg- ingamiðlara sem hér eru að hefja störf. Auk tjónakostnaðar ræður rekstrarkostnaður því hvað ið- gjöld bílatrygginga eru há. Það skiptir því máli fyrir bíleigendur hvernig tryggingafélögin eru rek- in. Ekki er ágreiningur um það milli FÍB og tryggingafélaganna að rekstrarkostnaður íslensku tryggingafélaganna er tiltölulega lítill miðað við nágrannaþjóðirnar. Kostnaður Skandia 36% Skrifstofu- og sljórnunarkostn- aður og greidd umboðslaun sams- vöruðu 16% af iðgjöldum öku- tækjatrygginga á síðasta ári. Kostnaðurinn hefur verið að lækka smám saman, var til dæmis 19% árið áður. Kostnaður er nokkuð misjafn milli félaga. Litlu félögin virðast ekki vera með meiri kostnað hlut- fallslega en þau stóru, nema Skandia. Stóru félögin tvö, VÍS og Sjóvá-Almennar, eru með kostnað á bilinu 15-16% af iðgjöld- um, Trygging hf. sömuleiðis. Tryggingamiðstöðin og Ábyrgð eru með minni stjórnunarkostnað, eða 12-13%. Aftur á móti er kostn- aður Skandia 36% af iðgjöldum og var reyndar 56% á árinu 1993. Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Skandia, segir að félagið sé í örum vexti og hafi byggt sig upp miðað við stærri markaðshlutdeild. Segir hann út- lit fyrir 50% aukningu í bókfærð- um iðgjöldum á þessu ári miðað við það síðasta, án þess að kostn- aður vaxi að ráði. Gunnar Felix- son, framkvæmdastjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar, segir að bílatryggingarnar njóti þess að stjórnunarkostnaður félagsins í heild sé tiltölulega lítill vegna þess hvað stór hluti starfseminnar er í sjótryggingum. 25-30% á Norðurlöndunum Algengast er að rekstrarkostn- aður við bílatryggingar á Norður- löndunum sé 25-30%, á sama tíma og hann er 16-19% hér á landi. Niðurstöður samanburðar Sam- bands evrópskra tryggingafélaga á kostnaði í mörgum Evrópulönd- um árið 1993 sýna að kostnaður- inn er ákaflega misjafn milli landa, eða frá 13% í Þýskalandi og upp í 38% í Belgíu. Það ár var kostnaðurinn hér 19% og voru það aðeins þýsku bílatryggingafélög- in og þau jrsku sem sýndu lægri kostnað. I sumum löndum slaga umboðslaunin upp í heildarkostn- aðinn hér. Kostnaður hefur þó víða verið að lækka. Erlendur Lárusson, forstöðu- maður Vátryggingaeftirlitsins, telur að skýringanna á tiltölulega litlum kostnaði íslensku trygg- ingafélaganna sé helst að leita í því að hér fer salan mest fram á aðalskrifstofum tryggingafélag- anna. Víða annars staðar, til dæm- is í Svíþjóð, sé mikill fjöldi sölu- manna á ferðinni. Þá eru vátrygg- ingamiðlarar oft milliliðir og þurfa þóknun fyrir störf sín. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga, segir að íslensku tryggingafélögin hafi verið fyrri til að tölvuvæðast en félög í nágrannalöndunum og komi það þeim til góða nú. Þá sé að skila sér ávinningur af samein- ingu tryggingafélaganna. Miðlarar krefjast þóknunar Vátryggingamiðlarar eru að hasla sér völl hér á landi. Nokkr- ir eru komnir með löggildingu og fleiri eru að vinna að þeim mál- um. Víða annast miðlarar sölu og öll samskipti við vátryggingataka, jafnt einstaklinga sem fyrirtæki, og tryggingafélögin greiða þeim þóknun. Islensku tryggingafélög- in hafa hafnað því að greiða miðl- urunum fyrir milligöngu um gerð tryggingasamninga. Gísli Maack, fulltrúi brésku vátryggingamiðlunarinnar NHK International, segir að í Bretlandi séu 5.000 miðlarar og fari við- . skiptin mikið til í gegn um þá. Hann segir að vátryggingamiðlari hafi miklar skyldur við vátryggin- gatakann og semji oft trygginga- skilmála. Hann segir að starfsem- in hafi gengið vel hjá NHK eftir að hún hófst hér á landi. Tekist hafi að bjóða viðskiptavinum verulega lægri iðgjöld en þeir greiddu áður. En Gísli segist líka hafa komið að lokuðum mörkuð- um þar sem engu máli skipti hvað lág iðgjöld eru boðin, trygginga- takinn geti ekki fært sig vegna þess að hann sé orðinn háður ú’yggmgafélaginu með lánafyrir- greiðslu, eignatengslum eða á annan hátt. NHK bauð tryggingafélögun- um þjónustu sína og að útvega jafnframt erlend viðskipti en að- eins eitt þeirra hefur sýnt áhuga á að ræða málin, að sögn Gísla. Sýnist honum að samstaða sé meðal félaganna að útiloka váa, tryggingamiðlara. Slíkt hafi verið reynt í nágrannalöndunum en ekki tekist. Gísli segir að vátrygg- ingamiðlarar þurfi að fá ívið hærri þóknun en umboðsmenn tryggingafélaganna úti á landi, sem fái 7-14% umboðslaun. En miðlarar myndu einnig létta mik- illi vinnu af aðalskrifstofum félg- anna, við sölu, innheimtu, milli- göngu um (jón og fleira. Ekki þörf á miðlurum Örn Gústafsson, framkvæmda- stjóri einstaklingstrygginga hjá VIS, segir að vátryggingamiðlar- ar yrðu milliliðir og hefðu óhjá- kvæmilega einhvern aukakostnað í för með sér því tryggingafélögin gætu ekki lagt niður markaðs- setningu, sölu og þjónustu, þó þeir kæmu til sögunnar. Þar sem þetta fyrirkomulag væri við lýði mættu tryggingafélögin ekki koma nálægt viðskiptavininum og hugnast Erni það ekki. „Það er einkenni íslenska markaðarins að fólk getur komið beint á skrif- stofu tryggingafélaganna. Við teljum ekki þörf á atbeina vá- íryggjngamiðlara tilað ganga frá tryggingum," segir Örn. I Bretlandi hefur mesti vöxtur- inn á bílatryggingamarkaðnum verið hjá tryggingafélögum sem sjálf setja sig í samband við bíleig- endur, án milligöngu miðlara. Verðkannanir hafa sýnt að hægt er að gera betri kaup hjá þessum félögum. Þau voru komin með 15% markaðarins árið 1993 og hefur hlutdeild þeirra vaxið síðan. Gamalgróin tryggingafélög eru sum hver að vakna upp við það að þau eru illa samkeppnisfær, þau þekkja ekki viðskiptavinina og eru með meiri kostnað en fyr- irtækin sem selja beint. Færa má rök fyrir gagnsemi milligöngu vátryggingamiðlara enda eru þá líkur á meira jafn- ræði með tryggingatakanum og tryggingafyrirtækinu. Hann myndiauðvelda leit að hagstæð- asta tryggingakosti. Það mun hins vegar kosta sitt eins og tölur um kostnað við rekstur bílatrygginga í öðmm löndum sýna. Það myndi ekki falla í góðan jarðveg að hækka iðgjöldin og gera þau enn dýrarien í nágrannalöndunum. Því má búast við að miðluninum gangi illa að komast inn i einstaklings- tiyggingamar. Þeirra bíða hins vegar örugglega þó nokkur verk- efni á sviði atvinnurekstrartrygg- inga, þar sem málin em flóknari og hærri fjárhæðii- í spilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.