Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Hvers eiga bændur að gjalda? NU LIGGUR fyrir nýr búvörusamningur. Ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir hann og verið er að kynna bændum innihald hans. Ljóst er að um hann eru skiptar skoðanir. Það vekur athygli í umræðunni að það er ekki bara þessi óheyri- legi ijáraustur sem vekur menn til um- hugsunar, heldur telja menn þá hagspeki sem samningurinn grund- vallast á í meira lagi vafasama. Fjáraustrin- um eru menn farnir að venjast, þótt nú hafí verið seilst mun dýpra niður í vasa skattborgaranna en áður,svo djúpt að helst minnir á sjálftöku. Hefðu þó ýmsir haldið að þetta væri ekki heppilegástí tíminn til þess. Það er einkum tilgangsleysi þessarar sóunar á fjármunum sem ■ ofbýður skynsemi fólks. Með reynsl- una af fyrri búvörusamningi í huga fjölgar þeim sífellt sem efast um að samningurinn geti leitt til nokkurrar þeirrar niðurstöðu sem einhver að- standenda hans getur sætt sig við. Menn sem beita ónothæfri hug- myndafræði á vandasamt viðfangs- efni lenda gjarnan í þannig ógöngum. Óljós markmið og misvís- andi leiðir kalla fram niðurstöðu sem enginn veit hver verður. Gamli búvörusamningurinn Þegar síðasti búvörusamningur var samþykktur á vormánuðum árið 1991,fullyrtu aðstandendur hans að hann ætti að leysa oframleiðslu- vandann og eitt meginmarkmið hans var að „koma á og viðhalda jafnvægi í framleiðslu og sölu mjólkur-_ og sauðfjára- furða“. í því skyni var fundið upp svokallað greiðslumark sem var tiltekið magn kinda- kjöts sem ákvarðaði beinar greiðslur úr rík- issjóði til bænda. Til að aðlaga of mikla framleiðslu minnkandi markaði var heimilt að skerða heildargreiðslu- markið. Hugmyndafræðin sem að baki bjó var að miðstýra . fjáreign bænda og framleiðslumagni búvara. Niðurstaðan var sú að miðstýringin leiddi til samdráttar sem var óháður afkomu búanna og getu þeirra og leiddi til mikilla þrenginga margra bænda, því þeim voru allar bjargir bannaðar og gripu því til ólöglegrar heimaslátrunar. Þrátt fyrir niður- skurð hljóp markaðurinn langt á undan framleiðslunni og skildi eftir 2200 tonna iambakjötsbirgðir nú í haust. Neytendur voru sviknir um lægra vöruverð og gripu til atkvæðaseðils síns - buddunnar - og kusu aðrar neysluvörur í stað sauðfjárafurða. Þessi samningur skildi eftir sig rjúk- andi rúst hvert sem litið var . Engum markmiðum var náð vegna þess að leiðirnar voru rangar. Sumir stjórnmálamenn og for- ystumenn bænda töldu þennan samning þó á sínum tíma allra meina bót, ekki hvað síst fyrir þá sök að beitt var svokölluðum félagslegum lausnum til að leysa vandann. Fang- Búvörusamningurinn er byggður á þeim mis- skilningi, segir Þröstur _ Olafsson, að hægt sé að beita félagslegu handafli til að sveigja framleiðsluna í farveg sem enginn veit hvert liggur. elsisdómnum var því fullnægj. yfir öllum. Og bændur létu blekkjast af félagslegum fagurgala. Nýi búvörusamningurinn Nú er aftur höggvið í sama kné- runn. Leiðakerfi nýja búvörusamn- ingsins er ennþá ruglingslegra og vanhugsaðra en í fyrri samningi. Hagfræðispeki hans stenst ekkþinn- tökupróf í lélegasta háskóla. Á ný er farið af stað með það að mark- miði „að ná jafnvægi milli fram- leiðslu og sölu sauðfjárafurða" og „auka hagkvæmi (...) til hagsbóta fyrir sauðfjárbændur og neytendur." Engin framleiðnimarkmið eru sett fram eða áfangar sem stefna skuli að. Leiðirnar sem farnar verða eru annarsvegar að gera á tilraun með að kaupa upp 30 þús. fjár til að fækka veturfóðruðu sauðfé, hins- vegar er framleiðsla kindakjöts gefin frjáls. Þó eru settar inn ákveðnar hömlur gegn því að bændur auki bústofn sinn næstu tvö árin. Ljóst er að höfundar samningsins hafa Þröstur Ólafsson gert sér grein fyrir því að þessar tvær aðferðir eru í andstöðu hvor við aðra. Þær eru þversögn sem leiða mun frá settum markmiðum, þótt óljós séu. Því er enn gripið til gamla ráðsins. Beita skal félagslegri refs- ingu til að hamla á móti of mikilli framleiðslu. Bændur eru allir gerðir samábyrgir fyrir erfiðleikum sem einstaka bændur kunna að valda. Haustuppgjör sláturhúsanna til bænda skal skert sem nemur áætl- aðri útflutningsþörf. Um er að ræða sameiginlega,flata skerðingu með undantekningu fyrir smæstu búin. Ekkert tillit er tekið til aðstæðna, hagkvæmni eða framleiðslu búanna að öðru leyti. Mönnum er refsað fyrir að vera heiðarlegir. Eru líkur á því að þetta leiði til samdráttar í framleiðslu. Nei, því miður þvert á móti. Eina leiðin fyrir einstaka bændur til að sleppa við refsingu er að allir framleiði of mik- ið því allir bera ábyrgð. Heimaslátrun mun heldur ekki minnka. Bændur eru ekki svo rúnir sjálfsbjargarviðleitni að þeir kjósi frekar að afhenda umframkjötið til afsetningar á óskilgreindum útflutn- ingsmarkaði fyrir verð sem nægir ekki fyrir sláturhúskostnaði heldur en selja það framhjá opinbera kerf- inu fyrir gott verð. Þá má bæta við að líklegt er að bændur muni haga ásetningi að hausti með tilliti til út- flutningsskerðingarinnar haustið á undan, svo að þeir eigi fýrir væntan- legri skerðingu næst, og reyni þann- ig að sleppa við skerðinguna. Niður- staðan af þessu verður óskapnaður. í stað þess að láta markaðnum það eftir að framkalla samdrátt í fram- leiðslu vilja forystumenn bænda handstýra honum á sambærilegan hátt og í síðasta samningi og þeir munu fá svipaða niðurstöðu. Við verðum ekki í betri sporum um mitt samningstímabilið en við erum nú í. Það eru ekki markmiðin sem stefnt er að heldur aðferðin sem þarna er beitt sem er ónothæf. Handstýring eða markaðsstýring ? Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú að við séum enn á ný að leggja af stað með búvörusamning sem engum árangri mun skila. Hann er byggður á þeim mis- skilningi að hægt sé að beita félags- legu handafli til að sveigja fram- leiðsluna í farveg sem enginn veit hvert liggur. Þetta er ekki félags- hyggja heldur bara léleg hagfræði. Ef bændur óttast að verða settir fyrir framan aftökusveit ef opnað er fyrir frjálsan markað þá er það rangt og þennan ótta verður að taka frá þeim. Eina leiðin út úr ógöngunum er að sannfæra bændur um að þeir verði að fara að framleiða undir handleiðslu markaðsins. Það er eng- in önnur leið til nema menn telji sér trú um að geta sólundað áfram skattpeningum almennings til að halda uppi framleiðslukerfi sem engum þjónar nema rangsnúinni, pólitískri hugmyndafræði. En hags- munum bænda hefur svo sem áður verið fórnað á altari hennar. Eftir ógöngur opinberrar fram- leiðslustýringar hér á landi, svo ekki sé minnst á Austur-Evrópu, ætti ekki að þurfa að ræða skipulagsum- gjörð atvinnuveganna með þessum hætti lengur. Það ætti ekki að þurfa að rökræða lengur hvor leiðbeinir framleiðendum betur, markaðurinn eða opinber skrifstofa.En kannski er það misskilningur að menn læri af reynslunni. Hér á undan hefur ekkert verið minnst á neyténdur enda ekki til- efni til þess, því samningurinn fjall- ar ekkert um stöðu þeirra. Þeir eru ekki aðilar að þessum samningi. Verðlagningarákvæði samnings- ins eru þó vissulega til bóta án þess að stefnt sé að fijálsri verðlagningu, enda samræmist hún ekki þessu framleiðslukerfi. Það er hinsvegar vonandi að bændur geri sér grein fyrir því að íslenskir neytendur hljóta að taka vel eftir því, hvort bændur treysta sér til að selja útlendingum kjöt á helmingi þess verðs sem Islendingar geta keypt það á. Þetta er bændum óhagstæður samningur sem þeir ættu að fella. Höfundur er hagfræðingur. Búvörusamningiiriim BÚVÖRUSAMNINGURINN sem nú liggur fyrir er afar skrýtinn. Hann er auðvitað skrýtnastur fyrir þær sakir að hann skuli yfirleitt vera gerður, en fyrir því eru söguleg- 'ar forsendur sem byggjast á yfir 60 ára afskiptum ríkisvaldsins af ís- lenskum landbúnaði. Það sem er hinsvegar verst í samningnum er að á fyrrihluta gild- istímans getur hann ekki náð mark- miðum sínum nema að fyrirsjáanleg- ar forsendur um innanlandsneyslu og útflutning breytist stórkostlega frá því sem nú er eða þá að verðlag- skerfi samningsins brotni algerlega niður. Þessu til viðbótar er samning- urinn of dýr fyrir ríkissjóð og hægt er að ná markmiðum samningsins á öruggari, fljótvirkari og ódýrari hátt en samningurinn gerir ráð fyrir. Gallar samningsins Gallar samningsins eru fyrst og fremst þeir að hann tekur ekki mið af þeirri þróun sem verið hefur í neyslu á lambakjöti innanlands eða þeirri þróun sem verið hefur í verði á lambakjöti erlendis. Það þýðir að miðað við svipaða framleiðslu, að teknu tilliti til fyrirhugaðra upp- kaupa, og svipaða þróun í innan- landsneyslu verður að flytja út 2-3.000 tonn á ári. Útflutningur síð- asta árs var hinsvegar um 1.000 tonn og jafnvel þótt ágætt markaðs- starf skili árangri er ekki hægt að .gera ráð fyrir að hann dugi til þess að svara þessari þörf. Ef svo væri þá er engin ástæða til þess að gera búvörusamninginn. Neysla á lambakjöti hefur minnk- að ár frá ári og mun halda áfram að minnka. Bæði er það vegna breyttra lífshátta og eins vegna þess að verðlagskerfi sauðfjárræktarinn- ’ar hefur verið ósveigjanlegt og þar af leiðandi ekki getað brugðist við samkeppni frá öðrum matvörum. Þessu er breytt að hluta til en ekki til fulls frels- is. Verð til bænda verður enn bundið til ársins 1998, hinsvegar verður sveigjanleiki í heildsölu- verði sem gefur afurða- stöðvum færi á sam- keppni sín á milli. Þetta mun hinsvegar leiða til þess að sterk- ustu afurðastöðvarnar munu hafa betur í sam- keppni við hinar veikari sem leiða mun til verð- skerðingar, ef ekki eitt- hvað þaðan af verra, hjá þeim bænd- um sem skipta við þær afurðastöðv- ar sem veikast standa. Samningur- inn er samt sem áður gerður undir því yfirskini að verð til bænda verði tryggt enn um sinn og að bændur hafi af því skjól fyrir samkeppninni. Það yfirbragð skjóls fyrir samkeppni á milli bænda sem samningurinn hefur, ásamt því að uppkaupa tilboð- ið er ekki nógu gott fyrir bændur sem vilja hætta og takast á við önn- ur óskild störf, gengur þvert á það að markmið uppkaupanna náist. Hvers -vegna skyldu menn hætta núna ef þeir eiga áfram að vera í skjóli fastrar verðlagningar til bænda til ársins 1998? Tímasprengjan í nýjasta hefti Vísbendingar gerir Markús K. Möller hagfræðingur grein fyrir þeirri hættu á aukinni framleiðslu sem felst í því fyrirkomu- lagi að taka hluta af framleiðslunni og flytja á erlendan markað á sam- eiginlega ábyrgð bænda og kallar hann fyrirbærið tímasprengju. Ég er honum algerlega sammála og sýnist mér að þetta kerfi muni virka á svipaðan hátt og kerfi ESB með „int- ervention prices" og vil biðja áhugamenn um inngöngu í ESB að íhuga það vandlega. Hvernig þetta kerfi mun virka í raun fer eftir því hver heildar- framleiðslan verður, hvernig hún skiptist hlutfallslega á innlend- an - og erlendan mark- að og hvert erlenda verðið reynist vera. Ef heildarframleiðslan dregst ekki meira saman en nemur uppkaupunum, útflutningurinn nær ekki þeim 2-3.000 tonnum sem þá verða nauðsynleg og á betra verði en fæst að jafnaði í dag þá mun innlenda markaðskerfið springa. Þá mun í raun verða „fijáls“ markaður með skerðingum til þeirra bænda sem leggja inn hjá veikari afurða- stöðvunum sem neyðast munu til undirboða á markaðnum bara til þess að losna við afurðirnar. Þetta ástand verður verra fyrir bændur heldur en heiðarlega og fyr- irsjáanleg fijáls verðlagning og fijáls samkeppni. Það má vera að ákvæði í samningnum um takmörk- un ásetnings og sá möguleiki að hægt sé að komast undan útflutn- ingsþátttöku með takmörkuðum ásetningi „bjargi í horn“ eins og sagt er á knattspyrnumáli. Þessi ákvæði eru afar ógeðfelld, nánast nýtt kvótakerfi og með sömu ókosti og vandamál og núverandi kerfi hefur. Þessu til viðbótar bætast ásetningsákvæðin sem eru skilyrði fyrir beingreiðslunum og til samans Það var hægt að gera betri búvörusamning, segirArniM. Mathiesen, með því að fylgja tillögum „sunnlenzkra bænda“. bjóða þessi ákvæði heim þvílíku svindli að efni er í aðra blaðagrein. Kostir samningsins Það er sem betur fer ekki svo að búvörusamningurinn hafi ekki ein- hveija kosti. Samningurinn gefur í raun framleiðsluna fijálsa þó bein- greiðslurnar séu háðar því að þeir sem þær þiggja eigi 0,6 kind fyrir hvert ærgildi. Staðan getur hinsveg- ar verið sú hjá mörgum að það sé hagkvæmara að hafna beingreiðsl- unum og auka framleiðsluna því varla gilda áse’tningstakmarkanir um þá sem ekki þiggja fé samkvæmt samningnum. Annar mjög mikilvæg- ur áfangi er að frá árinu 1997 bera bændur en ekki ríkissjóður ábyrgð bæði á ráðstöfun vaxta- og geymslu- gjalds og ullarniðurgreiðslum. Það hefði auðvitað verið betra að færa þessar upphæðir inn í greiðslumark- ið og hver og einn bóndi hefði borið ábyrgð á þessum viðskiptum sínum við afurðastöðvar en eitt skref er betra en ekkert. Samningurinn kveður jafnframt á um fijálsa verðlagningu frá árinu 1998 og ásetnings takmarkanir falla niður frá árinu 1997. Þetta er auðvit- að gríðarlega mikilvægt þegar litið er til lengri tíma og raunverulega stefnumarkandi hvað verðlagningu á búvörum varðar. Því má draga þá Árni M. Mathiesen ályktun að búvörusamningurinn fari ekki að virka fyrr en við fijálsa verð- lagningu til bænda árið 1998 svo fremi að bændur verði búnir að átta sig á þeim hættum sem felast í út- flutningsfyrirkomulaginu og hegði sér samkvæmt því. Á þessum sama tíma hefði eldri búvörusamningurinn runnið út hefði hann gilt áfram án breytinga Og því um nokkurn sigur að ræða fyrir stuðningsmenn fijálsrar verðmynd- unar og fijálsra viðskipta. Betri búvörusamningur Það hefði verið hægt að gera mun betri og ódýrari búvörusamning en þann sem nú hefur verið undirritað- ur. Slíkur samningur hefði þurft að byggjast á tillögum landbúnaðar- nefndar Sjálfstæðisflokksins sem reyndar eru samstofna við svo kall- aðar tillögur „sunnlenskra bænda“. Þær tillögur felast í því að færa sem mest af þeim fjármunum sem í bú- vörusamninginn fara 1 beinar greiðsl- ur til bænda ótengdar framleiðslu, nota allt að einum milljarði (dreift á fimm ára tímabil samningsins) í það að leysa birgðavandann eins og hann verður eftir sláturtíð nú í haust, gefa framleiðslu og verðlagningu fijálsa frá haustinu 1996, láta útflutning vera á ábyrgð útflytjenda sjálfra og gera bændum sem vilja reyna fyrir sér á öðrum vettvangi tilboð um ein- greiðslu sem næmi afvöxtuðum bein- greiðslum tiltekins árafjölda. Þessar tillögur hefði verið hægt að útfæra á árangursríkari og ódýrari hátt en núverandi samning sem hefði verið betra bæði fyrir bændur og neytend- ur. Þetta sést m.a. á því að væri sama upphæð og ætluð er í búvöru- samninginn notuð til að reikna út tillögur sjálfstæðismanna skv. grein Markúsar K. Möllers hagfræðings í Mbl. 8.10.95. væri uppkaupa tilboðið til bænda þriðjungi hærra en samn- ingurinn gerir ráð fyrir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanes- kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.