Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ______AÐSEMPAR GREINAR_ Yfirgangnr Norð- manna á Norðurhöfum HINN 15. september birtist í íslenskum blöð- um fregn sem bar fyr- irsögnina: „ísland get- ur ekki krafist kvóta í Smugunni“. Höfundur þessara spaklegu orða var sjávarútvegsráð- herra Noregs, J. T. 01- sen. ' Það er með ólíkind- um hve sumir norskir ráðherrar virðast vera tornæmir á einföldustu atriði þjóðaréttar og jafnframt næsta fyrir- munað að læra af reynslunni. Raunar mun það þó varla vera skýringin á þessari furðulegu yfirlýsingu norska ráðherrans. Hitt er miklu sennilegra að hann hafi ekkert lært og engu gleymt frá þvi Smugudeil- an hófst milli þjóðanna tveggja 1993. Þá stóð hann og lagsbræður hans í norsku ráðuneytunum á því fastara en fótunum að íslendingar ættu engan rétt til fiskveiða á því úthafssvæði utan allrar norskrar lögsögu, sem fljótt fékk nafnið Smugan. Þeir höfðu einfaldlega ekki áttað sig á því að reglur Hafréttarsátt- málans, sem eru gildandi þjóðarétt- ur í dag, heimila ríkjum frjálsar veiðar á úthafinu svo fremi sem þau stundi þar ekki rányrkju. Við ís- lendingar bárum gæfu til þess að beita þessari þjóðréttarreglu, þótt nokkurt hik væri á mönnum í upp- .. hafi. Voru það ekki síst austfirskir útgerðarmenn sem stóðu þar fast á rétti okkar til fijálsra veiða. Hvílík- ur happadráttur Smuguveiðarnar hafa verið þjóðinni sést best á því að aflaverðmætið úr Smugunni er nú komið í rúma 6 milljarða króna. Augljóst er að hagvöxtur væri mikl- um mun lakari ef þær og úthafs- karfaveiðarnar hefðu ekki komið til. Þrátt fyrir stóryrt mótmæli í upphafi urðu norsk stjórnvöld fljót- lega að sætta sig við að þau höfðu á röngu að standa og ekki var unnt með neinum lögum að koma í veg fyrir Smuguveiðarnar. Sýndi það enn einu sinni að lögin eru ein besta vörn smáþjóða þegar í harðbakka . slær. V Skálkaskjól Úthafsveiðisamningsins En þrákelknin ríður ekki við ein- teyming í sjávarútvegsráðuneytinu. Enn reynir Olsen að halda því fram að íslendingar eigi þar engan rétt til veiðikvóta. í þetta sinn reynir hann þegar mát í taflinu hefur í þijú ár blasað við að halda því fram að Uthafsveiðisáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem gerður var í sumar, svipti íslendinga þar veiðirétti! Dap- urlegt er upp á það að horfa að norskur ráðamaður skuli telja sig knúinn til að beita slíkum blekking- um. I tilefni af því að fyrir dyrum standa viðræður íslensku og norsku utanríkisráðherranna um veiðar í Smugunni, er rétt að minna á hver réttur okkar þar er að alþjóðalög- um, og árétta að Norðmenn hafa engan einkarétt á því að skipta Barentshafinu gjörvöllu milli sín og Rússa. Fyrst um Úthafs- veiðisamninginn. Hann er reyndar ekki kominn í gildi en báðar þjóðirnar vilja virða hann í raun. Þegar um er að ræða fiskistofna sem ganga inn og út úr lögsögu ríkja (svo sem í Smugunni) skulu strandríkin og úthafs- veiðiríkin eiga sam- vinnu um vemdun og veiðar úr stofnunum á vettvangi svæðisbund- innar fiskveiðistjóm- unar, sbr. 8. gr. samn- ingsins. Norðmenn og Rússar hafa lengi haft með sér fiskveiðinefnd sem skipt hefur þorskstofninum bróður- lega milli þessara tveggja ríkja, 740.000 tonnum, látið EB ríkjunum smáræði í té en einni þjóð engan ugga, þ.e. íslendingum. Nú halda Norðmenn því fram að þessi einka- nefnd þeirra og Rússa sé sú fisk- veiðinefnd sem eigi ein að stjóma veiðum í Smugunni og úthluta þar náðarsamlegast öllum kvótum. Með því bijóta þeir freklega gegn því Mefflnverkefni íslenskr- ar utanríkisstefnu næsta misseri er að hnekkja yfirráðum Norðmanna á Sval- barðasvæðinu, segir Gunnar G. Schram, og fá í gildi ákvæði Svalbarðasamnings, sem ísland er aðili að. ákvæði samningsins (3. tölulið 8. gr.) að aðild að slíkum fiskveiði- nefndum skuli vera opin öllum ríkj- um á jafnræðisgnmdvelli, sem hafa „raunverulega hagsmuni" af við- komandi fiskveiðum, eins og skýr- um stöfum segir í samningnum. Æði erfitt mun reynast Norð- mönnum að halda því fram að ís- Iendingar hafi ekki „raunverulega hagsmuni“ af fiskveiðum í Smug- unni. Að neita íslendingum um að- ild að fískveiðinefndinni er því gróft brot á Úthafsveiðisamningnum, fyrir utan að vera lýsandi dæmi um sérstætt vinarþel norskra yfirvalda í garð norrænnar frændþjóðar. íslenska ákvæðið Til varnar þessari furðulegu stefnu sinni hafa lögfræðingar norska sjávarútvegsráðuneytisins reynt að halda því fram að þar sem íslendingar hafi aðeins fiskað í Smugunni í þijú ár séu þeir þar nýliðar sem ekki eigi rétt á sæti í norsk-rússnesku fiskveiðinefndinni. En ekki verður þessum snillingum fremur kápan úr því klæðinu, þótt reynt sé að beita slíkum spjótalög- um. Jafnvel þótt einhveijum dytti í hug að kalla Islendinga nýliða í veiðum í Barentshafi (og gleyma því þá að við hófum veiðar þar eft- ir fyrri heimstyijöldina) er skýrt ákvæði í 11. gr. Úthafsveiðisamn- ingsins sem veitir íslendingum rétt til veiða í Smugunni. Það er hið svo nefnda „íslenska ákvæði" sem með harðfylgni gegn áköfum mótmæl- um Norðmanna fékkst tekið inn í samninginn fyrir tæpu ári, einmitt til að tryggja Smuguveiðamar. Það er mér vel kunnugt þar sem ég átti nokkúrn þátt í gerð þessa mikil- væga ákvæðis. Kjarni þess er sá að við ákvörðun um fiskveiðiréttindi nýrra ríkja skuli m.a. taka tillit til „þarfa strandríkja sem byggja efnahag sinn að langmestu leyti á fiskveið- um“. Þetta íslenska ákvæði, eins og það var jafnan kallað á ráðstefn- unni, kemur nú í veg fyrir að Norð- menn geti haldið íslendingum úti í kuldanum, jafnvel þótt reynt sé að flokka íslenska sjómenn sem nýliða á þessum miðum, sem vitanlega er fáránlegt. Síldin og karfinn Norðmenn hafa þegar byijað við- ræður á laun við ESB um aðild bandalagsins að veiðum í Síldar- smugunni. Hefur sjávarútvegsráð- herra réttilega gagnrýnt harðlega slíkt ráðabrugg. Vart þarf að minna á sögulegan rétt íslendinga, Norð- manna, Færeyinga og Rússa til norsk-íslenska síldarstofnsins. Þar er sögulegur hlutur Islendinga sennilega a.m.k. þriðjungur. Sjálf- sagt og eðlilegt er að saman fari samningaviðræður um hagsmuni okkar í Smugunni og skiptingu síld- arstofnsins í Síldarsmugunni. Hér þarf á heildarlausn að halda og samkvæmt Úthafsveiðisáttmálan- um eru það þessar þjóðir sem eiga forræðið yfir þessum veiðum. Við þetta bætist að mikil nauðsyn er á að komið verði á stjórn úthafs- karfaveiðanna á Reykjaneshrygg þar sem hlutur íslendinga og Græn- lendinga er stærstur. Ekki er neitt réttlæti í því að útiloka þar aðrar þjóðir sem hafa raunverulega hags- muni af veiðum þar, eins og segir í Úthafsveiðisáttmálanum. En hitt er ljóst að bróðurparturinn hlýtur að falla í skaut þeirra tveggja þjóða sem fýrst voru nefndar. Stjórnun á þessum miðum hlýtur einnig að verða hluti af heildarlausn í samn- ingum við Norðmenn, enda mun utanríkisráðherra réttilega hafa gefið slíkt í skyn. Ólögmæt sjálftaka Norðmanna Að lokum skal á það minnt að við íslendingar verðum að halda vöku okkar í Svalbarðamálinu. Frá- leitt er að viðurkenna að Norðmenn hafi haft nokkra heimild til þess fyrir 18 árum að slá eign sinni á nær milljón ferkílómetra hafsvæði kringum Svalbarða, og hin auðugu fiskimið þar, með reglugerðarsetn- ingu sem nægilega lagastoð skort- ir. Um það nægir að vitna orðrétt í ummæli Geirs Ulfstein prófessors í þjóðarétti við háskólann í Osló og breska þjóðréttarfræðingsins Robin Churchill sem um þetta segja: „Röksemdafærsla Norðmanna get- ur augljóslega ekki réttlætt ríkisyf- irráð Noregs á 200 sjómílna svæð- inu við Svalbarða þar sem Sval- barði er meir en 200 sjómílur frá meginlandi Noregs.“ Það hlýtur að verða meginverk- efni íslenskrar utanríkisstefnu á næstu misserum að hnekkja einka- yfirráðum Norðmanna á Svalbarða- svæðinu og fá í staðinn í gildi ákvæði Svalbarðasamningsins sem ísland er m.a. aðili að. Beinasta leiðin til þess er mál- skot til hins nýja Hafréttardómstóls Sameinuðu þjóðanna. Höfundur er prófessor íjijóðarétti við lagadeild Háskóla Islands. IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ISVAI-3D8GA i-l/F HÖFÐABAKKA9-112 REYKJAVÍK - SlMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 Gunnar G. Schram Enginn á líf sitt einn Meðal annarra orða Ef við gefum okkur tíma til að hugsa um það, munum við trúlega fljótt fínna sann- indi þeirra orða, að enginn á líf sitt einn. Njörður P. Njarðvík segir okkur sífelldlega tengd öðrum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. FRÁ fyrstu andartökum er líf okkar óhjákvæmilega bund- ið öðrum. Frá upphafi vakir yfir okkur móðurumhyggjan, fórnfús og skilningsrík. Við gefum okkur henni á vald skilyrðislaust og af fullu trúnaðartrausti, enda getum við illa án hennar verið. Þá vitum við kannski ekki með skynseminni hversu við erum háð öðrum, enda þurfum við ekki heldur að vita það. Við finnum það ósjálfrátt og af eðlisávísun. Svo vöxum við hægt og bítandi inn í einstakling- seðli okkar og teljum okkur ekki lengur þurfa á hinni vakandi leið- sögn að halda. Við verðum „full- orðin“ sem kallað er, og það er í sjálfu sér merkilegt orð, sem tákn- ar að við séum „orðin heil“, full- sköpuð, sjálfstæð vitund er lýtur eigin vilja. Uppfrá því teljum við okkur ráða lífi okkar sjálf og geta gert það sem okkur sýnist. Oðrum komi það ekki við. Það er hins vegar blekking, sjálfsblekking, sem byggist annaðhvort á van- skilningi eða meðvituðu tillits- leysi. Því enginn á líf sitt einn. Skýrt dæmi ETTA er okkur ekki alltaf ljóst, og kannski einna síst fyrst í stað þegar við teljum okkur vera að bijótast undan foreldra- valdi til að öðlast eiginlegt einstakl- ingssjálfstæði okkar. Vonandi rennur það upp fyrir okkur þótt síðar sé, og ef til vill ekki fyrr en löngu síðar á ævinni. En ef við gefum okkur tóm til að hugsa um það, þá munum við trúlega fljótt finna sannindi þeirra orða, að eng- inn á líf sitt einn. Við erum sífelld- lega tengd öðrum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Oftlega er sagt, að frelsi eins manns takmarkist við frelsi ann- ars. í því felst að við megum ekki með athöfnum okkar skaða ann- an. Þar með er í senn gert ráð fyrir aðgreiningi einstaklinga og tengslum. En reyndin er sú, að við erum sífellt að hafa einhvers konar áhrif á aðra, hvað svo sem við gerum, hvernig svo sem við- horf okkar eru. Við erum tengd óijúfanlegum böndum ástvinum okkar, eiginkonu, eiginmanni, systkinum, börnum, foreldrum, vinum og vandamönnum, sam- starfsfólki. Líf okkar tengist lífi þeirra og því hafa athafnir okkar stöðugt áhrif á fólk okkur náið til gleði eða sorgar. í liðinni viku kom maður að máli við mig og hafði fundið eitur- lyf í fórum sonar síns á unglings- aldri. Honum var svo brugðið, að ég efast ekki um að hann hefði heldur viljað hafa orðið fyrir lík- amlegu slysi eða alvarlegum sjúk- dómi. Þeir sem hafa svipaða reynslu, vita vel hvers konar áfall það er. Fyrst vaknar sektarkennd, tilfinning fyrir því að hafa brugð- ist sem foreldri. Síðan birtist ein- hvers konar smánarkennd. Menn skammast sín fyrir að þetta skuli hafa komið fyrir í þeirra fjöl- skyldu. Og þá geta fyrstu viðbrögð orðið þau að fela vandann og jafn- vel afneita honum. Allt er þetta rangt, því að slíkur vandi getur birst hvar sem er og líka þar sem síst mætti ætla. Fyrir honum er enginn óhultur, þótt við höldum í venjubundnu hversdagslífi, að slíkt sé óralangt í burtu og komi aðeins fyrir aðra. En þó að slík viðbrögð séu ekki rétt, þá eru þau skiljanleg. Því málið er svo alvar- legt, að það getur varðað ham- ingju og framtíðarheill unglings- ins, og andartak uppgötvunarinn- ar er svo tilfinningaþrungið, að yfirveguð, rökleg hugsun hlýtur að víkja um sinn. Þetta er skýrt dæmi um áhrif athafna á annað fólk. Unglingur- inn veltir því tæpast fyrir sér í gáleysi sínu, að breytni hans geti valdið foreldrum hans alvarlegri hugsýki. í því feist sams konar gáleysi og í fyrstu skrefum hans inn í heim vímunnar, sem getur hneppt hann í fjötur andlegs þræl- dóms og skelfinga. Ósjálfrátt aðhald AÐ er ekki einungis ungling- urinn, sem þarf að hafa gát á sér og átta sig á afleiðingum gerða sinna. Þess er kannski síst að vænta af honum, sem er enn í mótun og því ekki orðinn „full- orðinn", þótt hann haldi það í óraunsæju sjálfstrausti sínu. Það er okkur öllum hollt að minnast þess að enginn á líf sitt einn. Ef sú hugsun er sífellt vakandi, þá hlýtur hún að veita okkur ósjálf- rátt aðhald. Annað atvik frá liðinni viku snertir ekki ungling. Ég var að aka heim til mín og þurfti að stansa við umferðarljós. Við hlið mér var lítill fólksbíll og í honum maður og kona á sjötugsaldri að því er mér sýndist. Ég veitti þeim athygli vegna þess að þau virtust vera í áköfum samræðum. Allt í einu tekur maðurinn sig til og slær konuna í andlitið með krepptum hnefa. Um leið og konan huldi andlit sitt í höndum sér, kom grænt ljós og maðurinn spanaði burt eins og ekkert hefði í skor- ist. Ég sat eftir agndofa og mátti þola hávært flaut óþolinmóðra ökumanna á eftir mér. Hvað hafði gerst þarna? Um orsakir veit ég auðvitað ekkert og ekki heldur hvað síðan hefur gerst. En það sem ég sá, skil ég sem fullkomna fyrirlitningu. Þar sem orðum sleppir tekur ofbeldið við. Og slíkt ofbeldi felur í sér stjórnlaust tillitsleysi sem ekkert virðir. Mér birtist þetta í rauninni aðeins sem mynd, leifturmynd sem enn lifir fyrir hugskotssjónum mér. Ég veit ekkert hvað gerðist í raun og veru. Ég veit aðeins, að ég varð miður mín af því einu að verða vitni að þessu atviki, um leið og ég fann til með konunni og aumkaði manninn fyrir lítil- mennsku hans. Og þarna vaknaði allt í einu þessi hugsun: Enginn á líf sitt einn, Allir vita að til er heilræði sem leysir öll samskipti, ef eftir þeim er farið: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra (Matteus 7:12). En þótt heilræði séu skýr og ein- föld, er ekki að sama skapi auð- velt að fara eftir þeim. Höfundur er prófessor í íslensk- um bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.