Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 33 MINIMINGAR FRÉTTIR Svanur kvæntist Gunnþórunni I.R. Stefánsdóttur frá Arnarstöðum í Núpasveit. Börn þeirra eru Sonja, Lárus og Halldór. Svanur frændi minn var þúsund- þjalasmiður, allt lék í höndum hans og hann gat gert við hvað sem var frá því fínasta til hins grófasta. Hann las vel upp úr bókum og gaman var þá heima þegar hann las upp. Hann var músikalskur og spilaði m.a. á harmóníku og banjó. Skrautritari var hann góður eins og hann átti kyn til en faðir hans séra Lárus var skrifari við Lands- bókasafn íslands. í mörg ár tók myrkrið völd í lífi Svans og reyndist það oft erfitt fjöl- skyldu hans og einnig elsku ömmu en Svanur var hennar eftirlæti enda eini sonurinn, sem eftir var. Böm hans áttu sterka móður Gunnþórunni (Tótu), sem ól þau vel upp þrátt fyrir erfið veikindi. Þau eru öll mannkostafólk og vel af guði gerð og hafa reynst föður sínum vel. En svo kom að myrkrið vék fyrir ljósinu og átti hann góð síðustu 20-25 ár ævi sinnar. Svanur var lokaður maður og var ekki að flíka sínum tilfinningum. Ég heimsótti hann þegar hann lá bana- leguna og sagði honum hvað mér þætti vænt um hann, hann hafði ekki krafta til að tala en gat þó gert mér skiljanlegt, að hann bæri sama hug til mín. Eg votta börnum hans og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð mína. Guð veri með þeim öllum. Ég mun ætíð minnast þín, Svanur minn, og kveð þig með þessu ljóði Steins Steinars: Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Þín frænka, Margrét Erla Einarsdóttir. Nú þegar Svanur móðurbróðir minn er farinn þangað sem við förum öll, langar mig að rifja upp gamlar minningar frá því fyrir meira en hálfri öld. Þá bjuggu þau saman amma mín og Svanur vestast í Vest- urbænum. Þá komum við mamma frá Ameríku og auðvitað var nóg pláss fyrir okkur í íbúðinni, sem var tvö herbergi og eldhús. Þama kynnt- ist ég fyrst ættingjum mínum á ís- landi og mikið var það gott fóik, sem allt vildi fyrir mann gera. Svo var það hann Svanur sem gat allt. Hann gat smíðað bæði úr tré og jámi og hveiju sem var og ekki nóg með það, hann gat líka sett saman flókin tæki eins og manni fannst t.d. út- varpið vera þá. Hann fór reyndar að vinna hjá Ottó B. Arnar, sem var í fremstu röð á sínu sviði þá. Alltaf gátu allir beðið Svan að gera við hlutina, það var alveg sama hvað það var. Allt var sett í stand og kom eins og nýtt úr höndum hans. Ég hef oft hugsað um það seinna að Svanur hefði getað orðið listamað- ur, sem hann nú reyndar var, á svo mörgum sviðum að það var leitun á öðru eins. Við frænkumar, ég og Erla, áttum hauk í homi þar sem frændi okkar var og ef eitthvað þurfti að bæta eða laga þá var ekki mikill vandi að fá bætt úr því. Eitt er þó ógleymanlegt en það var þegar hann Svanur bjó til, já, ég sagði bjó til, hjól handa mér upp úr gömlum hlutum af hjól- um, sem aðrir vom búnir að henda. Þetta hjól var svo „flott“ að í dag kæmist það í flokk með fínustu hjól- um sem em í verslunum. Þegar búið var að koma öllum hlutunum saman og smyija og fínpússa, þá var farar- tækið lakkað og sprautað svo stirndi á það frá öllum hliðum. Ég gleymi aldrei þessari gjöf. Hún er eitt af því sem alltaf stendur upp úr minn- ingunum, hvað sem maður verður gamall. Seinna fluttum við út á land og því miður rofnuðu tengsl við ætt- ingjana í Reykjavík enda litlar sam- göngur nema á sjó og tók þá minnst tvo sólarhringa að komast til borgar- innar. Að lokum þakka ég þessa góðu tíma og sendi öllum ættingjum mínar innilegustu samúferkveðjur. Angela. INGUNN JÓNSDÓTTIR + Margrét Ingunn Jónsdóttir var fædd í Reykjavík 13. október 1919. Hún lést í Borg- arspítalanum 18. september síðastliðinn og fór útförin fram 26. september. ÉG VAR ekki há í loftinu þegar ég kynntist Ingunni eða „ömmu Mar- gréti“ eins og ég kallaði hana alltaf. A þeim árum bjó ég í Frostaskjóli og varð þá svo lánsöm að hún Sigga, dótturdóttir Ingunnar, bauðst til þess að gæta mín á daginn. Þetta varð til þess að ég varð nær daglegur gestur á heimili ömmu og varð það ein aðaiástæða þess að hún fékk nafngift sína. A Kaplaskjólsveginum varð mitt annað heimili um árabil og þar undi ég mér afskaplega vel enda alltaf gott að koma til ömmu. Ekki spillti fyrir að amma var mikill kattavinur og á heimilinu var köttur að nafni Lilli og seinna kom annar til. Ég minnist þess er ég sat við eld- húsborðið hjá ömmu og drakk kalda mjólk og borðaði ylvolgar kleinur eða flatbrauð sem hún hafði bakað en amma sat í ruggustólnum og pijón- aði lopahúfur eða eitthvað annað fallegt. Við ræddum um heima og geima og þá gat ég nú látið gamm- inn geisa og grunar mig að oft hafi verið þreytandi að hlusta á mig síma- landi. Amma Margrét var myndarhús- móðir og það fannst mér mikil skemmtun að fá að „aðstoða" hana við kökubakstur. Rétt fyrir jólin fékk ég svo að skera út piparkökur að ýmsum gerðum og stærðum og skreyta þær með allskyns mynstri og glassúr. Alltaf var amrna reiðubú- in til þess að aðstoða mig og kenna mér réttu handbrögðin. Er ég varð eldri og fluttist úr Frostaskjólinu hélt ég enn sambandi mínu við ömmu, Dinnu, Ella og Siggu. Var ég t.d. viðstödd giftingu Siggu og jafnframt gætti ég barna hennar einstöku sinnum eftir að þau komu í heiminn. Er árin liðu urðu heimsóknir mínar til ömmu sífellt færri og færri en þó hef ég engu gleymt og er mér oft hugsað til henn- ar. Ég kveð ömmu Margréti með söknuði en jafnframt minnist ég allra þeirra gleðistunda sem við áttum saman. Þær dýrmætu minningar mun ég varðveita að eilífu. Amma mín, ég veit að einn góðan veðurdag þegar ég hitti þig á ný fyrir handan munt þú taka á móti mér með kleinur og mjólk og kisurn- ar við hlið þér og þá munum við sannarlega hafa margt að ræða um. Ég votta Diddu, Ella, Siggu og börnum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Níní. GUÐNÝ EINARS- DÓTTIR + Guðný Einarsdóttir fæddist í Hrísey á Eyjafirði 28. apríl 1938. Hún andaðist á Landspít- alanum í Reykjavík laugardag- inn 30. september síðastliðinn og fór útförin fram 6. október. KVEÐJA til vinkonu, með kvæði eftir langafa minn. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Páll J. Árdal. ída. Ur dagbók lögreglunnar Mannmargt en ró- legt í miðborginni 6. - 9. október 1995 UM helgina eru 397 bókanir í dagbók. Af þeim eru m.a. tíu inn- brot, sjö þjófnaðir og 27 skemmd- arverk. Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt og tíu ökumenn, sem lögreglan þurfit að hafa afskipti af, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfeng- is. Tilkynnt umferðaróhöpp eru 50 talsins, en það er óvenju mörg óhöpp um eina helgi þegar aðstæð- ur eru eins og best verður á kosið. Meiðsli á fólki urðu í fímm tilvik- um. Þá varð banaslys um helgina þegar karlmaður lést eftir árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi gegnt Gunnarshólma á sunnu- dagsmorgun. Bókanir vegna brota á áfengis- lögunum eru 36 talsins. Langmest eru þau vegna ölvaðs fólks, sem ekki kunni fótum sínum forráð. Vista þurfti 41 einstakling í fanga- geymslunum vegna ýmissa mála. Um 3.500 manns voru í mið- borginni þegar mest var aðfara- nótt iaugardags. Veður var milt. Talsvert bar á eldra fólki, sem virt- ist hafa gert sér ferð í miðbæinn til að skoða hvernig þar er um- horfs að næturlagi um helgar. Lögreglumenn þurftu ekki að hafa nein afskipi af unglingum undir 16 ára aldri. Þrátt fyrir nokkra ölvun virtist yfirbragð mannlífsins hafa verið þokkalegt. Það telst til tíðinda að þessa nótt þurftu lög- reglumenn ekki að handtaka einn einasta mann vegna slagsmála. Aðfaranótt sunnudags voru um 4.500 í miðborginni þegar mest vart eftir að vínveitingastöðunum var lokað. Lögreglumenn þurftu einungis að hafa afskipti af þrem- ur einstaklingum. Af þeim reyndist nauðsynlegt að vista einn í fanga- geymslunum. Maður var sleginn í Hafnarstræti og þurfti að flytja hann á slysadeild með sjúkrabif- reið. Unglingar undir 16 ára aldri sáust ekki í miðborginni eða í ná- lægð hennar þessa nótt. Síðdegis á föstudag voru þrír piltar staðnir að því að hnupla í verslun í Austurborginni. Þeim var ekið heim til sín og rætt var við foreldra þeirra um málið. Skömmu eftir miðnætti á föstu- dag var kvartað yfir unglingasam- kvæmi í fjöibýlishúsi í Austurborg- inni. í samkvæmið höfðu mætt fleiri „kunningjar" en reiknað hafði verið með. Þeim var vísað út. Um helgina þurftu lögreglu- menn tvisvar að hafa afskipti af bifreiðastjórum á sendibifreiðum, sem voru að flytja fólk gegn gjaldi. Um miðjan dag á laugardag valt bifreið á Vesturlandsvegi við Háls í Kjós. Tveir farþegar voru fluttir á slysadeild með minnihátt- ar meiðsli. Aðfaranótt laugardags aðstoð- uðu lögreglumenn við að færa mann og konu á slysadeild eftir að þau höfðu fallið og skorist. Konan hafði fallið við Hverfísgötu og skorist í andliti og maðurinn hafði dottið á Ingólfstorgi og hlot- ið skurð á höfði. Aðfaranótt Iaugardags veittu lögreglumenn ölvuðum ungum manni athygli á Laugavegi þar sem hann gerði sér það að leik að sparka í ruslakassa, sem þar eru á staurum, og valda á þeim skemmdum. Tilgangurinn virtist fyrst og fremst hafa verið sá að skemmta félögum sínum, en kass- arnir eru ætlaðir til að fólk á leið um götuna geti losað sig við rusl. Pilturinn var handtekinn og vistað- ur í fangageymslunum. Aðfaranótt laugardags höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur ölvuðum piltum eftir að þeir höfðu tekið niður auglýsingafána við verslun ejna. Fánunum höfðu þeir troðið irin á sig. A sunnudagsmorgun kærði kona erlendan mann fyrir nauðgun um_ borð í togara við höfnina. Á fundi fulltrúa lögreglunnar á Suðvesturlandi í Keflavík í síðustu viku var ákveðið að næsta sameig- inlega verkefni lögreglunnar á svæðinu verði að leggja sérstaka áherslu á efírlit með akstri um gatnamót, sbr. ákvæði umferðar- laganna, ljósabúnað ökutækja og stefnumerkjagjöf, sem fundar- menn voru sammála um að þyrfti nauðsynlega að huga sérstaklega að. Þetta sameiginlega verkefni verður dagana 24.-26. október nk. að báðum dögum meðtöldum. Starfsdagur unglinga- ráða félags- miðstöðva HINN árlegi starfsdagur unglinga- ráða félagsmiðstöðva ÍTR verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 12. október, kl. 13-17 í Hinu hús- inu. Fyrri hluti starfsdagsins verður hefðbundinn fræðslupakki um ungl- ingalýðræði og starf unglingaráða en seinni hluti dagsins muns svo fara í umræður og og tilögugerð. Kl. 17 verður efnt til opinberrar móttöku í ráðhúsinu þar sem ungl- ingarnir móta tillögur sem afhentar verða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, borgarstjóra, og Steinunni Val- dísi Óskarsdóttur, formanni íþrótta- og tómstundaráðs. Tillög- urnar verða síðar lagðar fyrir ÍTR. Munu unglingaráðin fylgjast með málsmeðferð og kynna málalok í sinni félagsmiðstöð með auglýsing- um þar. Tilgangurinn með þessu er að unglingarnir skilji betur ferli ákvörðunartöku, hvemig brugðist er við þörfum unglinga í Reykjavík og að þeir finni að þeir geti haft áhrif. -----» ♦ ♦----- Fundur um búvöru- samninginn SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna stendur miðvikudaginn 11. október fyrir morgunverðarfundi um nýjan búvörusamning og mis- munandi hugmyndir manna um hvort og þá hvernig haga eigi stýr- ingu í landbúnaði í framtíðinni. Fundurinn verður haldinn í húsa- kynnum Sjálfstæðisflokksins í Val- höll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst kl. 8 og lýkur kl. 9.30. Prummælendur verða: Árni Mathiesen, alþingismaður, Egill Jónsson, alþingismaður, Kjartan Ólafsson, ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Búnaðarfélags íslands. Allir velkomnir. I.O.O.F. 9= 17710118'/2 = G.H. I.O.O.F. 7 = 17710108V2 =l. □ GLITNIR 59951111191 1 Frl. □ HELGAFELL 5996101119 IV/V 2 FRL. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumenn: Jóhannes Tómasson og Ástráð- ur Sigursteindórsson. Hildur og Rúna syngja. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. SltlO auglýsingar Dagsferð sunnud. 15. okt. Kl. 10.30 Forn frægðarsetur, 2. áfangi. Helgarf erð 14.-15. október Kl. 8.00 Fimmvörðuháls. Ath.: Stofnfundur jeppadeildar kl. 20.30 fimmtud. 12. október í stofu 101 í Odda við Háskól- ann. Farið yfir jeppaferðir vetrar- ins og kynnt drög að ferðaáætl- un Útivistar 1996. Reynir Jóns- son, Þorgrímur Árnason og Sig- urður Sigurðarson, jeppa- og fjallamenn, flytja erindi í máli og myndum um jeppaferðir. Útivist. FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 11. október Myndakvöld Ferðafélagsins Fyrsta myndakvöld vetrarins í nýjum og glæsilegum sal í Mörk- inni 6 (gengið inn um miðbygg- ingu) og hefst það kl. 20.30. Myndefni úr vinsælum ferðum frá í sumar o.fl. Fyrir hlé sýnir Ólafur Sigurgeirsson myndir úr ferðinni Vestfjarðastiklur (m.a. Isafjarðardjúpi, Æðey, Kaldalóni, Grunnavík, Klofningsheiði o.fl.) og fallegar myndir frá Land- mannalaugum, Álftavatni og Sprengisandi. Eftir hlé sýnir Höskuldur Jónsson úr ferðinni Vestfirsku „alparnir" (Haukadalur I Dýrafirði, Lokinhamradalur, Svalvogar og Kaldbakur). Góðar kaffiveitingar í hléi. Fjölmennið. Allir velkomnir, félagar sem aðrir. Helgarferð 14.-15. október Haustferð í óbyggðir Brottvör laugard. kl. 08.00. Gönguferðir. Góð gisting í sælu- húsi F.l. Öræfin skarta sínu feg- ursta á haustdögum. Laugardagur 14. október Kl. 10.30 Haustganga Hornstrandafara Gengið á Selfjall, austan Reykja- fells og með Ingólfsfjalli að Efstalandi í Ölfusi (kvöldverður í Básum). Söngur og gaman. „Skoller tríó" mætir. Verð er aðeins kr. 2.000 fyrir ferð og mat (geri aðrir betur). Horn- strandafarar F.l. og aðrir eru velkomnir. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.