Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 41 NORR/ENA HÚSID efnir til opins málfundar um skólamál n.k sunnudaginn 15. október kl. 16.00. FOLKI FRETTUM ekki að horfa á viðtalið. Ef hann hefði haft eitthvað að segja Hefði hann átt að segja það í bláa stólnum (vitnastúkunni),“ segir systir Ronalds Goldmans, Kim. Goldman-fjölskyldan hafði áður lýst því yfir að hún ætlaði í einkamál gegn Simpson. „Tak- mark þessarar málshöfðunar er að réttlætinu verði náð,“ segir Robert Tourtelot, lögmaður fjöl- skyldu Ronalds Goldmans, sem myrtur var ásamt Nicole Brown fyrrverandi eiginkonu Simp- sons. > I einkamáli er sönnunarbyrð- in ekki eins ströng og í opinberu lúáli og þar að auki er þess að- eins krafist að 9 af 12 kviðdóm- endum séu sammála um niður- stöðuna. Ekki er hægt að krefj- ast fangelsisvistar í einkamáli, aðeins skaða- eða miskabóta. „Takmarkið er að 9 af 12, eða vonandi allir 12 kviðdómendur standi upp og segi: „Við dæmum herra Simpson ábyrgan á dauða Ronalds Lyle GoIdmans.“ Það er réttlæti. Þjóðin vill það og við viljum það,“ segir Tourtelot. „Goldman-fjölskyldan er ekki á höttunum eftir peningum. Þótt herra Simpson legði milljarð króna á borðið myndi Fred Gold- man (faðir fórnar- lambsins) ekki taka við honum.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson HILMAR Þorbjörnsson og Jakob Þórarinsson spjalla við eldri ökumenn. Restaurant NOTALEGUR VEISLUSALUR við flest tœkifœri fyrir 15-25 manna hópa. Upplýsingar i síma 18 Hafnarstræti 15 SSI 3340 Reynslunni miðlað LÖGREGLAN í Reykjavík bauð ökumönnum í Félagi eldri borgara í Reykjavík til kaffisamsætis síðast- liðinn laugardag á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Rætt var um um- ferðarmál út frá sjónarhóli eldri ökumanna, enda hefur sá hópur mikla reynslu í umferðinni. Lög- reglan og eldri ökumenn skiptust á upplýsingum sem vafalaust munu koma báðum aðilum til góða í fram- tíðinni. Lögreglan hyggst halda fleiri slíka fundi á næstunni ef áhugi verður fyrir hendi. Island þurfi einn valkost í vidbót í íslenska skólakerfið. a Q >ö C/pp/. i síma 551 7030 - kjarni málsins! Bjargað á alnetinu GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR.4.7S0 Viðbótarsæti til London frá kr. 16.930 ÞAU MIKLU tíðindi hafa nú gerst að Strandverðir, með Pa- melu Anderson og David Hassel- hoff í fararbroddi, hafa komið sér upp heimasíðu á alnetinu. Heimasíðan (http://baywatch. compuserve.com) inniheldur myndir og ævisögur leikaranna auk ýmiss konar vitneskju um þættina. David Hasselhoff, Pa- mela og fleiri leikarar munu síð- an spjalla við aðdáendur sína á alnetinu. Strandverðir eru sýndir á 200 bandarískum sjónvarpsstöðvum og eru vinsældir þeirra ekkert að minnka. 25. september síðast- liðinn voru Næturverðir, eða „Baywatch Nights“ frumsýndir, en þar bregður David sér í hlut- verk einkaspæjara sem herjar á næturklúbbana. Þeir þættir verða sýndir í 55 löndum frá og með næsta ári. - kjarni málsins! Við bætum við sætum í október og nóvember og bjóðurn sértilboð þann 16. október í 3 nætur á Great Eastem hótelinu á hreint ótrúlegu verði. Einfalt, gott hótel í gömlum stfl, staðsett í City rétt við lestarstöð sem gengur beint inn á Oxford-stræti. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og baði. Bókaðu meðan enn er laust Verð kr. 16.930 Aðeins flugsæti. Verð kr. 19.930 Verð m.v. 2 í herbergi, 16. október. Með sköttum. Austurstræti 17,2. Sími 562 4600. Hvenær er laust? 12. okt.- 2sæti 16. okt.- 18sæti 19. okt. - uppselt 23. okt. - 14 sæti 26. okt. - 12 sæti 30. okt. - 29 sæti 2. nóv. - 26 sæti 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.