Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 43 ÁSBJÖRG Ellingsen, María Ellingsen og Hrefna Ólafsdóttir. BRAGI Ólafsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Litabók sýnd ►ÞORSTEINN J. Vilhjálmsson hélt á laugardaginn sýningu á síðum úr ljóðabók sinni, Litabók. Eintök bókarinnar, sem eru 11 talsins, eru öll handskrifuð af höfundi. Hún er einnig gefin út á hljóðsnældu. Morgunblaðið/Asdis JÓN Kaldal og Eiríkur Guðmundsson ræða við höfundinn um verk hans. Bjöm og Benny slá í gegn á ný GÖMLU skalla- poppararnir Björn Ulvaeus og Benny Andérsson, sem á sínum tíma voru í sænsku hljóm- sveitinni Abba, hafa sameinað krafta sína á ný. Þeir hafa samið söngleikinn „Kristina fr&n Duvemala“ sem byggður er á skáldsögu Vil- helms Mobergs, Vesturfararnir. Hún íjallar um Svía sem fluttust til Ameríku í byrj- un aldarinnar í leit að betra lífi. Söngleikurinn var frumfluttur í Svíþjóð um síðustu helgi og sænskir gagnrýnendur halda varla vatni. Þeir líkja lagasmíðum Björns við tónlist Schuberts og lofa textagerð Bennys í hástert. „Þeir hafa samið frábæran sænskan söngleik sem spyr stærstu spurninga samtimans," segir Mart- in Nyström hjá Dagens Nyheter. Eftir frumsýninguna, sem fór fram í suðurhluta Málmeyjar, klöppuðu HLJÓMSVEITIN Abba þegar hún var upp á sitt besta. áhorfendur stanslaust í 10 mínútur höfundunum til heiðurs. Björn og Benny hafa áður reynt sig á sönglerkjasviðinu. Þeir sömdu á miðjum níunda áratugn- um söngleikinn „Chess<l ásamt Tim Rice, sem reyndar er þekktur fyrir samstarf sitt við Andrew Lloyd Webber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.