Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 48
wm alltaf á Miövikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 1995 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Aukin bjartsýni á lausn Smugudeilu eftir fundi með Rússum og Norðmönnum í Finnlandi Reynt til þrautar í Moskvu eftir viku HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra ræddi í gær um lausn Smugudeilunnar við þá Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, og Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi Barentsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi. Halldór segir fundinn árangursríkan og áfram verði unnið að lausn deilunnar: „Við vorum sammála um að reyna til hins ýtrasta á fundi embættismanna ríkj- ►anna þriggja í Moskvu í næstu viku,“ segir hann í samtali við Morgunblað- ið. Á fundinum í Moskvu, sem verður á fimmtudag og föstudag í næstu viku, verður rætt um fiskveiðar ís- lendinga í Barentshafi fyrri daginn á þríhliða fundi, eftir að sendinefnd- ir Noregs og Rússlands hafa ráðið ráðum sínum. Daginn eftir er gert ráð fyrir að fundað verði um veiðar í Síldarsmugunni, en ekki er búizt við árangri þar nema kominn verði ^samkomulagsgrundvöllur í Smugu- deilunni. Enn nokkurt bil Halldór vill ekki nefna tölur um kvótakröfur íslendinga í Smugunni, en segir að enn sé nokkurt bil á milli þeirra og þess, sem Norðmenn og Rússar séu reiðubúnir að bjóða. Hann segir að stærð kvótans hljóti að tengjast til dæmis veiðisvæðum, sem um yrði samið, en íslendingar hafa lagt áherzlu á að fá að veiða kvóta sinn víðar en í Smugunni, þar sem aðstæður eru um margt erfið- ar. „Við erum auðvitað að ræða um að geta náð því magni, sem við fáum, með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Halldór. Hann segir að jafnframt sé nú rætt um skipti Norðmanna og ís- lendinga á veiðiheimildum, en ekki hafi verið rætt um bein kaup á afla yfir borðstokk af Rússum. „Við telj- um þó að þegar þessi samningur hafi verið gerður, opnist ýmsir sam- starfsmöguleikar við Rússana,“ seg- ir Halldór. 20.000 tonn raunhæfur kvóti Jóhann A. Jónsson, formaður út- hafsveiðinefndar Landssambands útvegsmanna, segir að hann telji raunhæft að semja um 20.000 tonna kvóta í Smugunni. Jóhann hefur áður lagt til að íslendingar tækju sér 60.000 til 100.000 tonna kvóta. Bjorn Tore Godal segir í norska blaðinu Aftenposten í dag að með ábyrgri og framsýnni fiskveiðistjórn- un sé nægur fiskur handa öllum í_ Barentshafinu. Aðspurður hversu stóran kvóta íslendingar geti fengið, segir hann aðeins: „Hóflegt magn.“ Betra samband við Rússa Utanríkisráðherra segir að betra samband hafi náðst við Rússa en áður á fundi hans og Kozyrevs. Rússar hafa undanfarin misseri lagt hömlur á sölu fisks til íslands vegna Smugudeilunnar, en Kozyrev lét nú í ljós mikinn vilja til að bæta sam- skiptin. Halldór segir Kozyrev hafa boðið Islendingum til ráðstefnu, sem á að halda í Murmansk um næstu mánaðamót, um fjárfestingarmögu- leika í Rússlandi, þar sem ráðherr- ann verður staddur. „Við eigum þarna ýmsa möguleika ef niðurstaða næst í Smugudeilunni, en ég er þeirr- ar skoðunar að við höfum misst af ýmsum tækifærum vegna hennar," segir Halldór. Pressfoto/Pekka Abo Ráðherrar í Rovaniemi HALLDOR Asgrímsson, utanrík- isráðherra íslands, átti í gær við- ræður við Björn Tore Godal, utan- ríkisráðherra Noregs, um Smugu- deiluna í bænum Rovaniemi í Finnlandi. Þar fer nú fram ráð- stefna utanríkisráðherra Norður- landanna og Rússlands um Bar- entshafið. Á myndinni eru Hall- dór og Godal á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær, ásamt ut- anríkisráðherra Finnlands, Tarja Halonen. Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR Baldursson, loðdýrabóndi í Kirkjuferju í Ölfusi, og Einar E. Gíslason, sauðfjárbóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, hlýða á umræður á aukabúnaðarþingi á Hótel Sögu í gær. Andstaða bænda við að birgð- ir fari á innlendan markað MIKLAR umræður urðu á aukabún- aðarþingi sem hófst á Hótel Sögu í fgær, þar sem fjallað var um nýgerð- an samning um framleiðslu sauðfjár- afurða, um hvernig leysa mætti birgðavanda sauðfjárframleiðslunn- ar og hversu mikið fjármagn þyrfti til að afsetja birgðir en flestir ræðu- menn sem tóku til máls lýstu yfir að ekki kæmi til greina að setja kjöt- ið á innlendan markað. Mikill ágreiningur kom fram á þinginu um hvernig standa ætti að Meirihluti fulltrúa á Búnaðarþingi vill samþykkja búvörusamning á fundinum afgreiðslu samningsins af hálfu bænda. Meirihluti þingfulltrúa sem til máls tóku í gær töldu að þingið ætti sjálft að afgreiða samninginn með atkvæðagreiðslu, m.a. vegna þess að ekki mætti dragast lengur að hrinda ákvæðum hans í fram- kvæmd. Aðrir ræðumenn töldu af- dráttarlaust að gefa ætti bændum um allt land kost á að greiða at- kvæði um samninginn en talið er að það tæki minnst þrjár vikur. 39 þingfulltrúar sitja þingið og voru mjög skiptar skoðanir um ágæti samningsins en fram kom i máli meirihluta ræðumanna að þótt margt mætti betur fara væri skyn- samlegast að samþykkja samning- inn. Talsverðar deilur urðu um ein- stök ákvæði samningsins milli tals- manna búgreina en fyrir þingið var lagt erindi sem stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hafði samþykkt fyrr um daginn, þar sem mælt er eindreg- ið með því að Búnaðarþing sam- þykki nýgerðan búvörusamning. I gærkvöldi var umræðum frestað en þeim verður haldið áfram kl. 9 í dag. Deilt um/6 Samheiji Samstarf rætt við Þjóðveija TEKNAR hafa verið upp samninga- viðræður milli Samhetja hf. og eig- enda þýzka útgerðarfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union GmbH & Co. í Cuxhaven um þátttöku Sam- heija í hinu þýzka fyrirtæki. Viðræð- urnar eru vel á veg komnar og reikn- að er með því að þeim ljúki í byrjun næsta mánaðar. Fyrirtækið á nú og rekur þijá verksmiðjutogara og eitt skip sem gert er út á ísfiskveiðar. Rekstur DFFU hefur gengið erfiðlega undan- farin ár og hefur það' leitt til þess að félagið hefur þurft að fækka starfsfólki og seija skip. Félagið hefur veiðiheimildir í Bar- entshafi, við Grænland og í Norð- ursjó. Þar er um að ræða fisktegund- ir eins og þorsk, ufsa, síld og makr- íl. Ef samningar munu takast, verð- ur hlutur Samherja í félaginu um- talsverður. Samherji íhugar/Bl ♦ » ♦------- Kostnaður við tjón margfaldur KOSTNAÐUR íslensku tryggingafé- laganna vegna tjóna í umferðarslys- um og óhöppum er tvö- til þrefalt hærri en sambærilegur kostnaður á hinum Norðurlöndunum. Tjóna- kostnaður er stærsti útgjaldaliður tryggingafélaga vegna bílatrygg- inga og ræður því mestu um iðgjöld- in. Erfitt er að skýra þann mun sem fram kemur á kostnaði við tjón. Þó eru ákveðnar vísbendingar um að hér séu bætt mun fleiri tjón og að líkamstjón séu dýrari. Þetta er ekki einvörðungu rakið til fleiri slysa heldur einnig mismunandi reglna og vinnubragða milli landa. Kemur þetta meðal annars fram í miklum fjölda minniháttar líkamstjóna sem íslensku tryggingafélögin bæta. Rekstrarkostnaður íslensku bif- reiðatrygginganna er hins vegar lægri en víðast hvar í nágrannalönd- unum. ■ Þrefalt dýrari tjón/20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.