Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR F/skverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja ni 1 Alls fóru 55,5 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 14,3 tonn á 97,49 kr./kg. Um Faxamarkað fóm 2,3 tonn á 103,01 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 38,9 tonn á 131,34 kr./kg. Af karfa voru seld alls 47,8 tonn. í Hafnarfirði á 78,63 kr. (2,61), á Faxagarði á 74,00 kr./kg (51) og á 74,79 kr. (40,11) á Suðurnesjum. Af ufsa vom seld alls 95,7 tonn. í Hafnarfirði á 69,32 kr. (3,61), á Faxagarði á 56,00 kr. (2,11) og á 70,12 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (89,91). Af ýsu voru seld 88,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 93,2 kr./kg. Fiskverð ytra Ekki bárust upplýsingar um sölur í Bretlandi í síðustu viku. Þorskur mmmmmm Karfi mmmmm Ufsí mmmmmm Eitt skip, Dala-Rafn VE 508, seldi afla sinn í Bremerhaven, Þýskalandi í síðustu viku. Hann seldi 148,3 tonn á 108,57 kr./kg.. Samtals voru 131,3 tonn af karfa á 108,52 kr./kg og 8,5 tonn af ufsa á 86,18 kr./kg. Heimsafli jókst en framboð á neyslufiski hefur minnkað Verð á kaldsjávarrækju hefur líklega náð hámarki Fiskframleiðsla í heiminum var 106 milljónir tonna á síðasta ári, sem er nýtt met, og er ástæðan annars vegar aukinn ansjósuafli við Perú og Chile og hins vegar vöxtur í fiskeldinu í Kína. Kemur þetta fram í nýjum tölum frá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Jókst framleiðslan um 4,7 milljónir tonna frá 1993 og þar af var eldis- fiskaukningin tvær millj. tonna. Kemur aukningin í veiðum á óvart með tilliti til ástands flestra stofna en FAO segir, að framboð á fiski til manneldis sé samt á niðurleið og hafi minnkað um 100-200.000 tonn á síðasta ári. Um 5% aukning í fiskafla á síð- asta ári kemur öll frá Kína, Perú og Chile, sem nú eru mestu fisk- veiðiríki í heimi, en afli Japana og Rússa fer enn minnkandi. í Kína jókst fískframleiðsla úr 17,6 millj. tonna 1993 í 19,5 millj. tonn í fyrra og í Perú var aflinn 11,6 millj. tonn, 8,5 millj. tonn 1993, og 7,8 millj. tonn í Chile á móti sex millj. tonna 1993. Fiskfram- leiðsla Japana fór aftur á móti í 7,3 millj. tonn úr 8,1 1993 og samanlagður afli Samveldis sjálf- stæðra ríkja, aðallega Rússa, fór úr 4,5 millj. tonna 1993 í 3,5 millj. tonn á síðasta ári. Flest bendir til, að fiskafli á þessu ári verði ekki jafn mikill og í fyrra en þó líklega yfir 100 millj- ón tonn. Til dæmis er það talið ólíklegt, að ansjósuafli við Perú verði sá sami nú og í fyrra. Mlkll eftlrspurn eftir rækju Á síðasta ári var framboð á rækju minna ,en eftirspum og verðið hækkaði á öllum mörkuð- um, einkum í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það sló rækjuinnflutn- ingur til Japans nýtt met og raun- ar einnig til Bandaríkjanna. í Evr- ópu hafði staða gjaldmiðlanna mikil áhrif á söluna. Innflutningur jókst til ríkja með sterkan gjald- miðil en stóð í stað annars staðar, til dæmis á Ítalíu og Spáni. Framleiðsla eldisrækju náði sér nokkuð á strik á síðasta ári en þó aðeins í Tælandi, sem nú er stærst í framleiðslunni með 225.000 tonn 1994, 75.000 tonnum meira en 1993.1 Kína er enn mikið um sjúk- dóma í eldinu og aðra erfiðleika og var framleiðslan í fyrra 35.000 tonn, 40% minni en 1993. Rækjuinnflutningur til Japans var 303.000 tonn á síðasta ári Úthafsveiðar og var hlutur Indónesa stærstur. Innflutningur frá Tælandi minnk- aði hins vegar í fyrsta skipti á milli ára. Lágt gengi á dollaranum og hækkandi verð virtust ekki hafa nein áhrif á ásókn Banda- ríkjamanna í rækjuna og þar var slegið nýtt met í innflutningi, 350.000 tonn eða 4,2% aukning frá 1993. Blelka rækjan sæklr á Svo virðist sem verð á kald- sjávarrækju hafi náð hámarki og engar líkur taldar á frekari hækk- un. Þar kemur líka til, að bleika rækjan frá Tælandi er sífellt að auka hlutdeild sína á markaðnum á kostnað kaldsjávarrækjunnar og gæti það valdið framleiðendum við Norður-Atlantshaf erfiðleikum þegar fram í sækir. Markaðurinn fyrir kaldsjávarrækju í Japan hef- ur verið að aukast ár frá ári en nú er búist við nokkrum sam- drætti og það hefði aftur þau áhrif, Pólverjar í vanda POLSKU úthafsveiðifyrirtækin eiga nú í miklum erfiðleikum eftir að lokað var á veiðar í Smugunni í Okhotskhafi. Þau mega hins vegar veiða innan rússnesku efnahagslögsögunnar gegn gjaldi og á því hafa þau lítil ráð. Pólsku fyrirtækin þrjú, sem um ræðir, Gryf, Odra og Dalmor, veiddu mikið af Alaskaufsa í Okhotsksmugunni en nú mega skipin 28, sem þau gera út á þesu svæði, aðeins veiða 75.000 tonn innan rússnesku lögsögunnar. Það er helmingi minna en þau geta veitt og næstum fjórum sinnum minna en Pólveijar veiddu áður í Smug- unni. Verða veiðileyfin að hluta greidd með fjárfestingu Pólveija í pólsk-rússneskum samstarfsfyrirtækjum. Veiðarnar innan rússnesku lögsögunnar hafa auk þess verið minni en í Smugunni og Dalmor, sem hefur aðeins 26.000 tonna kvóta, hafði ekki verkefni fyrir skipin nema fram í miðjan septem- ber. f Póllandi óttast margir, að tími úthafsveiðanna verði brátt liðinn þar í landi. að framboðið í Evrópu ykist og verðið lækkaði. Þorskveiðin í Barentshafi var um 760.000 tonn á síðasta ári eða 42% meiri en 1993. Var afli Rússa 316.000 tonn, Norðmanna tæp- lega 300.000 tonn og síðan kom Smuguafli íslendinga í þriðja sæti, um 37.000 tonn. Fiskifræðingar telja, að heildar- afli Alaskaufsa muni minnka í eina milljón tonn á næstu árum en aukast síðan aftur eftir aldamótin. Vegna þessa útlits stefna Rússar að aukinni fullvinnslu í ufsanum og útflutningur þeirra á hausuðum og slægðum físki fer minnkandi en flakaútflutningur vaxandi. Framboð á lýsingi frá Argentínu og Úrúgvæ í Evrópu hefur minnk- að mikið og er ástæðan aðallega sú, að Brazilía er að verða helsta markaðssvæðið fyrir þennan fisk. Minna framboA af „hvítum flskl" Almennt er útlit fyrir, að fram- boð á bolfiski eða svokölluðum hvítum fiski fari minnkandi. Auk samdráttar í þorskveiðum Evrópu- sambandsríkja, Kanada og íslands bendir ýmislegt til, að þorskveiðin við Noreg verði heldur minni á næstu árum. Þá hefur heildarafl- inn í Alaskaufsa sífellt verið að minnka en lýsingurinn stendur hins vegar nokkuð vel. Framleiðsla eldislax var 440.000 tonn á síðasta ári en það er um það bil þriðjungur af öllu laxframboðinu. Bjuggust sumir við nokkurri verðlækkun á laxi en það fór á annan veg og verðið hækkaði heldur þegar leið á árið. Á þessu ári er búist við, að laxeld- ið fari í allt að 570.000 tonn og enn er því spáð, að verðið muni lækka. Á móti því vegur þó, að búist er við minni laxveiði við Al- aska á þessu ári en í fyrra. 90 80 0 Japan - Innflutningur á rækju Aðrir 70 indónesía 60 50 40 30 20 10 Tæland Indland Vietnam Kína '91 '92 '93 '94 '91 '92 '93 '94 '91 '92 '93 '94 '91 '92 '93 '94 '91 '92 '93 '94 '91 '92 '93 '94 Veröldin Heimsframleiðsla á eldisrækju þús.tonn 800 700 600 500 400 300 200 100 0 - 10 Verð I dollurum 31 ($) fyrir hvert kg. '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 Eldisrækjan alls ráðandi FRAMLEIÐSLA á eldisrækju í heiminum hefur vaxið gífurlega á síðustu 10 árum, þó nokkurt bakslag hafi komið í framleiðsl- una síðustu misseri. Árið 1986 var framleiðslan alls um 350.000 tonn, en hún náði svo sögulegu hámarki 1992, þegar framleidd voru 840.000 tonn. Samdráttur- inn í framleiðslunni stafar fyrst og fremst af sjúkdómum og mengun í rækjueldi í þeim lönd- um, sem áður framleiddu mest. Þar má nefna Kína, en nær al- gjört hrun varð í rækjueldi þeirra á síðustu misserum. Það er Þessi rækja, sem er skæðasti keppinautur kaldsjávarrækjunn- ar, sem veiðist hér við land. Framleiðendur Helstu framleiðsluþjóðir eldisræTíCfyC. 800þús.tonn 700 600 500 400 300 200 100 0 Aðrir Ekvador fnlai _ | Kína H » Tæland I II '92 '90 '91 '93 '94 HELZTU framleiðendur eldis- rækju í heiminum eru Tæland, Ekvador, Indónesia og Kína. Tæland er nú með um fjórðung heildarframleiðslunnar, en fyrir þremur árum bar Kína höfuð og herðar yfir alla rækjufrmaleið- endur í veröldinni. Mengun og sjúkdómar lögðu eldi þar nánast í rúst, en sama óáran gekk yfir Tævan fyrir nokkrum árum og Indónesíu sömuleiðis. Þetta hrun hefur haft mikil áhrif á heims- markaðinn og meðal annars auk- ið eftirspurn eftir kaldsjávar- rækju og verð hefur hækkað í kjölfarið. Heimild: Útflutningsráð ís- lands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.