Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 B 7 ________________GREINAR Skömmtunarstofurnar NÝLEGA sá ég því haldið fram að Háskóli Islands væri nokkurs konar verksmiðja sem framleiddi lögfræðinga og viðskiptafræðinga á færibandi. Ekki veit ég hvort vís- indaleg rannsókn liggur að baki ofannefndrar fullyrðingár en sjálf- um finnst mér ýrhsar vísbendingar benda til þess að nokkuð sé til í henni. Hafið þið tekið eftir hversu gífur- legur fjöldi laga og reglugerða streyma frá Alþingi og ráðuneytum þessarar þjóðar? Og hafið þið tekið eftir hversu mörg þessara laga fjalla um hlutfallslega skiptingu gæða, prósentur og þök sem miðast við þarfír reikniiíkana? Það ætti að vera öllum ljóst að mönnum er nærtæk- ast að vinna með þeim verkfærum sem þeir hafa yfir að ráða. Og því er svo komið að á meðan efnaðar stórþjóðir og stórfyrirtæki erlendis leita sér að heimspekingum, eðlis- fræðingum og mannfræðingum til að stjórna eru íslendingar að fylla stjórnkerfi sitt af offramleiðslu Há- skólans og árangurinn er eftir því. Þéttriðið net laga og reglugerða Stöðugt þéttriðnara net laga og reglugerða heftir athafnafrelsi ein- stakiinganna og dregur úr sköpun- armætti þjóðarinnar. Ráðuneytin hafa breyst í skömmtunarstofur. 100 tonn af þorski, 20 tonn af ýsu, 10 tonn af lambakjöti, 5 tonn af kjúklingalærum, 1 tonn af svissneskum osti o.s.frv. Stjórnmálamennirn- ir sem eiga að setj^ þegnunum almennar leikreglur eru orðnir skömmtunarherrar með allri þeirri klíku og spillingu sem því er fylgjandi og ef áætlan- imar ganga ekki upp er ástæðanna leitað meðal þegnanna, þeir kunna ekki að hlýða og þá er um að gera að herða löggæsluna og eftirlitið og stækka fangelsin. Og þá ætti öllum að vera ljóst hvar ímyndaður ávinn- ingur af ofstjórnuninni muni lenda. Er þröngsýnin systir sérfræðinnar? í rúman áratug hafa íslendingar búið við fískveiðistjórnkerfi sem leiðir til 20-30% sóunar. Kerfi þetta, kvótakerfíð, byggir meðal annars á þeirri trú Hagfræðistofn- unar Háskóla íslands að það muni fyrr eða síðar leiða til kjörsóknar í hina ýmsu fiskistofna. Skólabræður hagfræðinganna, fiskifræðingarnir, leggja síðan til módel sem eiga að líkja eftir flóknu sam- spili lífríkisins. í hafinu. Á forsendum þess- ara upplýsinga og módela eru síðan gerð- ar áætlanir.sem aldrei standast. Skyldi nokk- urn undra? Fastir dán- arstuðlar í sveiflu- kenndri náttúm, ekk- ert tillit tekið til breyti- legs eðlis sjómanna undir breyttu stjórn- kerfi, ekkert tillit tekið tii mismunandi áhrifa veiðarfæra á lífríkið og breytilegra áhrifa þeirra á stofnstærðir burtséð frá veiðiafköst- um og síðast en ekki síst engar kröfur um að kerfíð upp- fylli upprunaleg markmið sín. Allri gagnrýni er á hrokafullan hátt vísað á bug og hún stimpluð sem fáfræði eða hagsmunapot. Hví- iík þröngsýni! Hversu langur tími mun líða þar til sérfræðingarnir öðlast kjark til að viðurkenna að sóunin sem leiðir af kvótakerfínu er orðin stærri en þeir fískistofnar sem kerfinu er ætlað að takmarka aðgang að! Hvenær munu stjórn- málamennirnir átta sig á að það verður dýrara að framfylgja kvóta- kerfinu með eftirliti og refsingum en nemur þeim ávinningi sem verið Sveinbjörn Jónsson Stöndum saman NÚ VERÐA menn að betjast og ef ekki dugir þá hunsa þau lög sem brjóta stjórnarskrána okkar og önnur mannréttindalög. Það virðist allir sammála 10 tonna reglunni hans Garðars. Ég legg til að við spilum þennan kvótaleik með ríkis- stjórninni meðan hann er við lýði. En við líðum ekki lengur að láta traðka okkur niður í svaðið sem er margbúið að gera. Það er marg- búið að bijóta stjórnarskrána á okkur og það er líka margbúið að bijóta mannréttindasáttmála. Héð- an í frá skulum við vinna sam- kvæmt ofantöldu og ekki víkja frá því. Hvað viljum við? 1. 10 tonn (á hvert brúttótonn stærðar báts) af slægðum þorski. Hafa það öruggt að það sé gefið upp í prósentum talið af heildar- þorskkvóta landsmanna. 2. Sleppa öllum banndögum. Já, líka tveggja mánaða stoppinu (vont veður er ekkert verra í desember og janúar en í öðrum mánuðum). Einnig er engin ástæða fyrir banndaga eftir að búið er að setja kvóta á alla krókabáta og það stenst heldur engin lög ef út í það yrði farið. 3. Leiðréttingu á nýsmíðalögun- um með að það þurfi að afskrá 50% fleiri rúmmetra en bátinn sem smíða á. Þetta bara stenst ekki svo einfalt er það. Það eiga að gilda sömu lög yfír öll skip og báta með nýsmíði, annað væri brot á mann- réttindum og það er gert við okkur hvað eftir annað sem eigum króka- báta. Ég skora á menn að fara í málaferli og það strax hafi þeir lent í hremmingum út af þessum nýju lögum. 4. Kvóti sé framseljanlegur eins og. á öðrum kvótabátum og skipum. Annað væri líka brot á mannrétt- indum. Það kemur- engum við hvort einhver selji eða leigi kvóta sinn og það er ekki lengur hægt fyrir stjórnvöld eða félagasamtök að skipta sér af persónulegum málum. 5. Ríkissjóður taki allan fisk sem bátur veiðir og ekki er til kvóti fyrir, útgerð að kostnaðarlausu. Krókabátamenn vilja ekki henda fiski í hafið eins og gert er á öðrum skipum. 6. Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er það bara ekkert meira sem við viljum en þetta. Ég spyr því af hveiju lenda þá okkar litlu mál alltaf í hasar hjá ykk- ur á þinginu eins og í vor og yfír árin? Svarið er kannski ein- falt. Okkar litlu mál eru ekki lítil, þau eru öll þjóðin í hnotskum. Við erum sjómenn. Við erum þingmenn. Við erum iðnaðar- menn. Við erum verkamenn. Við erum kennarar og aðrir menntamenn. Við erum bændur. Já. Það eru líka húsmæð- ur, hin þögla en sterka stétt í landinu, smábáta. Þessi útgerð mun fylgja__________________ fólkinu í landinu um aldir. Já. Við Höfundur er sjómaður. KENNSLA . Þurrkun fiskafurða Þann 19. þessa mánaðar heldur Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins námskeið í þurrkun fiskafurða. Fullbókað er á það námskeið. Þann 24. október verður haldið þriðja nám- skeiðið í þessari vinnsluaðferð og ættu því flestir að komast að. Á námskeiðunum verður fjallað um eðlis- eiginleika lofts, uppbyggingu þurrkbúnaðar, orku- og massavægi og gæða- og örveru- breytingar við þurrkun á saltfiski, harðfiski, skreið og þorskhausum. Námskeiðin hefjast klukkan 10 og lýkur klukkan 16 samdægurs. Leiðbeinendur verða Sigurjón Arason og Grímur Valdimarsson. Þátttökugjald er 6.600 kr. Námskeiðsgögn og léttar veitingar innifaldar. Skráning og nánari upplýsingar eru gefnar í síma 562 0240. íf Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4. Valdimar Samúelsson gera út gerum öll út báta, -ekki ota okkur saman í pólit- ískum tilgangi. Við erum fyrirtæki eins og önnur fyrirtæki hér á landi. Hættið að draga okkar mál þar til allir eru orðnir hundleiðir þarna á þinginu á öllum seinagangi sem veldur því að við endum alltaf sem kaup kaups vara fyrir önnur mál. Þið gerðuð mikla skyssu í vor og þið verðið að leiðrétta hana strax. Þið eruð með þjóðina í ánauð án þess að gera ykkur grein fyrir því. er að sækjast eftir? Hver er framtíð- arsýn þeirra fyrir hönd einstaklings- frelsis og þjóðar? Sjávarútvegsráðuneytið með klædda poka Nýlega vann sjávarútvegsráðu- neytið stórsigur á erkiféndum sín- um, trillukörlum. Trillukarlar sem búið höfðu um nokkurt skeið við veiðibann rúmlega ‘/3 hluta ársins voru nú þvingaðir til að velja á milli viðbótarhafta sem annarsvegar kall- ast aflahámark í þorski og hinsveg- ar fijálsir sóknardagar (örfáir). Þeir sem völdu aflahámarkið urðu marg- ir hveijir að sætta sig við 40-50% skerðingu og ætti því öllum að vera ljóst að þeir reikna með að skerðing sóknardagakerfisins verði ennþá meiri þegar fram líða stundir. Ég fæ ekki betur séð en að við- hald banndagakerfísins við hlið hinna nýju hafta sé skýlaust brot á þeim þáttum stjórnarskrárinnar sem fjalla um athafnafrelsi einstaklinga. Er ekki augljóst mál þegar búið er að takmarka aðgang manna í þá tegund sem talin er ástæða til að vemda með því að setja aflaþak á hvern bát, þjóna banndagar sem dritað er niður á árið eingöngu þeim tilgangi að eyðileggja hugsanlega rekstrarhagkvæmni viðkomandi báts og auka slysahættu í sókn. Sama hlýtur að gilda um bát sem úthlutað hefur verið ákveðnum sóknardagafjölda. Ef það er skilningur stjórnenda þessa lands að þeim sé heimilt að beita lagasetningu sem hefur engan annan tilgang en að hefna sín á einhveijum hluta þegnanna er illa komið fyrir virðingu stjórnarskrár- innar. Énginn verndari og enginn stjómlagadómstóll virðast vera til staðar í landinu og þegnunum því aðeins sá kostur fær að sýna borg- aralega óhlýðni til að ná fram rétti sínum. Höfundur er sjómaður á Súganda- firði KVUTABANKINN Vantar þorsk, karfa og grálúðu til leigu Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Kvóti Kvótamiðlun og markaður alla daga Látið skrá kvótann hjá okkur. Höfum ávallt kaupendur og leigjendur að öllum tegundum kvóta. Áralöng reynsla, þekking og þjónusta. Skipasalan Bátar og búnaður, Kvótamiðlun, sími 565-2554 og símbréf 552-6726. Fiskiskip til sölu Höfum á söluskrá yfir 400 fiskiskip. Hér eru nokkur sýnishorn: FJölveiðiskcp Rækjufrystiskip Mle. 38,45 m. Mbr. 9,60 m/1988. Nóta- og togveiðiskip Mle. 65,13 m. Mbr. 10,00 m/1972 og 1989. Vantar allar gerðir skipa til útflutnings og til sölu innanlands, með eða án kvóta. • skipasala • tjármálaþjónusta • viðskiptaráðgjöf Suðurlandsbraut 50, R sími 588 2266 fax 588 2260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.