Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 1995 Morgunblaðlð/Þorkell TVEIR starfsmanna Marels, Lárus S. Ásgeirsson og Kristján Þ. Davíðsson, svæðissölustjóri fyrir Noreg, við nokkra af átta flokkurum sem sendir voru til Noregs á miðvikudag. Stefnir í metár hjá Marel í sölu á búnaði til Noregs MAREL hefur samið um sölu á Smugudeilan spillir ekki fyrir viðskiptum átta flokkurum fyrir saltfisk og heilagfiski til fiskvinnslufyrirtækja í Noregi fyrir um 40 milljónir króna samtals. Smugudeilan hefur haft lítil sem engin áhrif á markaðsstöðu fyrirtækisins í Noregi og stefnt er að metári í sölu á fiskvinnslubúnaði upp á rúmar 300 milljónir króna til Noregs. „Mikill uppgangur er í norskum fisk- iðnaði vegna aukinna veiða í Barents- hafí og löndunar rússneskra skipa í Noregi," segir Lárus Ásgeirsson hjá Marel. „Það hefur leitt til þess að umsvif fiskvinnslunnar, sérstaklega í Norður-Noregi, hafa aukist, sem hefur kallað á fjárfestingar í tækjum og bún- aði. Áframhaldandi vöxtur í norsku vörumerki og vitaskuld verði. Niður- staðan varð sú að Marel varð fyrir valinu, sem er fyrirtækinu mjög mikil- vægt. Það er núna einn stærsti flokk- araframleiðandi sem selur til fisk- vinnslunnar í Noregi." Aðeins byrjunin á viðamiklum fjárfestingum ur Marel verið að selja vogir, hugbún- að og fiskvinnslukerfi til Noregs. „Það er ekki um að ræða samkeppni við norsk fyrirtæki, heldur keppum við fyrst og fremst við fyrirtæki í Evrópu sem bjóða flokkara á móti Marel.“ Smugudeilan hefur ekki haft merkj- anleg áhrif á markaðsstöðu Marels í Noregi að sögn Lárusar: „Við verðum varir við það að menn eru ósáttir við það að'ekki hafi fundist lausn á þess- ari deilu, en í aðeins einu tilviki hefur hún haft áhrif á viðskiptin. Þá fékk umboðsaðili okkar bréf frá norsku fyr- irtæki þar sem tekið var fram að ekki yrði um önnur viðskipti að ræða en viðhald á þegar keyptum tækjum með- fiskeldi, og með því aukin vinnsla á laxi, hefur einnig haft sitt að segja fyrir aukna sölu Marel á Noregsmark- aði.“ Átta f lokkarar seldlr tll Noregs ð 40 milljónir Hann segir að um langa hríð hafi þorskvinnsla verið af skornum skammti í Norður-Noregi og því lítið um fjárfestingar. Nú séu þær að lifna við og Marel hafi notið góðs af, enda með sterkan umboðsaðila á þessu svæði. „Við erum núna að afhenda átta flokkara fyrir saltfisk og bolfisk til fískvinnslunnar í Norður-Noregi.“ Að sögn Lárusar um um veruleg verðmæti að ræða: „Þetta eru flokkar- ar af ýmsum stærðum og gerðum og andvirði þeirra er um 40 milljónir sam- tals. I þessu tilfelli sameinuðust marg- ar norskar fiskvinnslur og óskuðu eftir tilboðum í þennan pakka. Þar var mest lagt upp úr gæðum, þjónustu, Hann segist telja að þetta sé aðeins byijunin á viðamiklum fjárfestingum í norskri fiskvinnslu, en til viðbótar hef- an á deilunni stæði. Að öðru leyti hefur okkur verið tek- ið vel í Noregi og eins hafa fulltrúar úr norskum sjávarútvegi komið til Is- lands á vegum Marel og farið í heim- sóknir í fiskvinnslu og skoðað sjávarút- vegsfyrirtæki á Island. I þeim heim- sóknum hefur aldrei borið á neinu ósætti." Fiskvinnslubúnaður tll Noregs fyrir 300 milljónir Lárus segir að þetta sjáist best af vaxandi viðskiptum við Noreg að und- anförnu: „I ár verður enn eitt metárið, en við gerum ráð fyrir að velta Marel verði rúmlega 1 milljarður og viðskipti við Noreg muni nema u.þ.b. 300 millj- ónum króna, sem eru um 30% af velt- unni. Noregur og Norður-Ameríka hafa verið aðalmarkaðir Marels, en vegna mikillar sölu á flokkurum, ásamt sölu á vinnslukerfum og skurðarvélum, þá gerum við ráð fyrir að Noregur verði okkar stærsti markaður í ár.“ FÓLK Jóhann K. heiðraður • JÓHANN K. Sigurðsson hefur verið kjörinn heiðursfé- lagi í Utvegsmannafélagi Austurlands. Jóhann hef- ur verið for- maður fé- lagsins í 16 ár, en sat nú síðast í vara- stjórn. Hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í vara- stjórn, þar sem hann lætur af störfum sem fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs Síldarvinnslunnar i Nes- kaupstað um næstu áramót, en þar hefur hann starfað áratugum saman. Við starfi Jóhanns við útgerðarstjórn tekur Freysteinn Bjarnason, en hann er nú verksmiðju- syóri í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar. Stjórn Útvegsmannafélagsins skipa nú Eríkur Ólafsson, Fá- skrúðsfirði, formaður, Adólf Guðmundsson, Seyðisfirði og Emil Thorarensen, Eskifirði. Varastjórn skipa Freysteinn Bjarnason, Norðfirði, Ragn- heiðiur Kristjánsdóttir, Eski- firði og Gísli Garðarsson, Norðfirði. Helgi í forsæti norrænna vél- stjóra • HELG/Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, var kjörinn forseti Norðurlanda- samtaka vél- stjóra á Norður- landaþingi samtakanna, sem haldið var í Reykja- vík í lok síð- ustu viku. Helgi verður forseti samtakanna næstu þijú árin, en hann leysir Færeyinginn Eli Davidsen af hólmi. A þinginu snerust umræður að mestu um kaup- skipaflotann og það ódýra erlenda vinnuafl sem þar kemur inn á vinnumarkaðinn. Að sögn Helga Laxdal hafa Danir gert ráðstafanir til að mæta þessu með því að gefa eftir skatta á sjómenn, sem lækkar laun um 37%, en það virðist ekki duga lengurtil. „Vinnumarkaðurinn stendur frammi fýrir ákveðnum vandamálum," segir Helgi. „Eina lausnin er sú að menn reyni að breyta sínum vinnu- brögðum og verða hagkvæm- ari, þannig að hver Norður- landabúi skili meiri afköstum heldur en Filippseyingar og Pólverjar." Jóhann K. Signrðsson Kvótabókin komin út • KVÓTABÓKIN 95-96 er nú komin út, en þetta er þriðji árgangur bókarinnar. Það er Skerpla sem gefur bókina út en ritstjóri hennar og höfundur texta er Ari Arason. í bókinni er kvóti allra skipa á íslandi, stórra og smárra; Listi yfir krókabáta og þorskaflahá- mark þeirra; Reglugerðir um fiskveiðar í atvinnuskyni; Samaburður á kvóta nokkurra síðustu ára; Orðasafn úr al- fræði íslensks sjávarútvegs; Fiskaflinn, fiskiskipaflotinn og umreiknistuðlar, Kvóti ver- stöðva og fyrirtækja í nokkur ár; Fiskveiðistjórnin og ýmsir fleiri þættir. í inngangi bókar- innar segir ritstjóri hennar Túnfiskveiði dræm JAPÖNSKU túnfiskskipin Kinsho Maru og Koei Maru gerðu stutta viðdvöl í Reykjavíkurhöfn í vikunni til að afla sér eldsneyt- is og vista. „Þeir gefa ekkert upp um aflatölur eða nákvæmar staðsetningar á veiðunum," segir Magnús Ármann, fram- kvæmdastjóri Skipamiðlunar Gunnars Guðjónsonar, sem hefur umboð fyrir skipin á íslandi. Hann hefur þó eftir þeim að veiði hafi verið frekar dræm, en annars velti hún mikið á veðri. Skip- in hafa verið um tvo mánuði að veiðum á Norður-Atlantshafi allt að 200- sjómílunum umhverfis ísland eða frá því þau lögðu af stað frá Las Palmas á Kanaríeyjum. meðal annars svo: „Kvóta- bótin kemur nú út í þriðja sinn. Það markmið var sett í upphafi að þróa hand- hæga bók með nauðsynlegum upplýsing- um fyrir atvinnumenn í sjávar- útvegi og gagnlegum fyrir þá fjölmörgu sem áhugasamir eru um þróun atvinnugreinarinn- ar. Til að ná því markmiðið varð meðal annars að fá leið- beiningar frá notendum bókar- innar og hefur ekki staðið á tillögum um nýjungar og end- urbætur á því efni, sem fyrir var. Kvótabókin hefur því breyst og er mun efnismeiri en í fyrra." stórlúða EKKI er hörgull á fiskiuppskriftum frá höfuðstað Norðuriands. Núna fylgir Verinu fjórða uppskrift Þor- m'TlTfíff* móðs Guðbjartssonar, matreiðslu- kiAifcliMUl jiM manns, en á milli þess sem hann hripar niður uppskriftir fyrir lesendur Versins eldar hann ofan í viðskiptavini Bautans/Smiðjunnar. Það sem þarf i fiski- réttinn er að þessu sinni: 4 lúðukótilettur 1 dl hunangs BBQ-sósu í meðlæti: dvergmais rauða papriku lauk svepp Grænmeti skorið í strimla. Lúðunni velt upp úr liveiti og ristuð á pönnu. BBQ sósunni smurt á beggja vegna og grænmetið steikt ásamt dvergmais. Gott er að hafa með ferskt salat og djúpsteikta kartöflubáta með lúð- unni. ■'v-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.