Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA jnmcgmMtítíí^ 1995 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER BLAÐ c Morgunblaðið/Ásdís Lewis vill breytta dagskrá í Atlanta ALÞJOÐA frjálsíþróttasambandið greindi frá því í gær að það hefði fengið bréf frá Joe Douglas, fram- kvæmdastjóra Carls Lewis, þar sem hann óskaði eftir að 200 metra hlaup, 400 metra hlaup og Iang- stökk sköruðust ekki á Olympíuleikunum í Atlanta næsta sumar svo Lewis gæti tekið þátt í ölluin grein- unum. Lewis sigraði einmitt í þeim á Ólympíuleikun- um í Los Angeles 1984 og var jafnframt í sigur- sveit Bandaríkjamanna í 4x400 m boðhlaupi en hann hefur alls átta sinnum fagnað sigri á Ólympíuleikum. Michael Johnson, sem sigraði í 200 m og 400 m hlaupi á heimsmeistaramótinu í Gautaborg á liðnu sumri, hefur lengi unnið að því að fá dagskránni í Atlanta breytt svo hann geti keppt í báðum greinun- um og hefur verið tekið vel í óskir hans. Douglas gat þess í bréfi sínu og óskaði jafnframt eftir að nauðsynlegar breytingar yrðu gerðar til að Lewis gæti verið með í ölliun þremur fyrrnefndum grein- um. Enginngróði og formaðurinn sagðiafsér SÆNSKA frjálsíþróttasambandið haf ði áætlað að hagnaður af Heimsmeistarakeppninni í frjálsíþrótt- um í Gautaborg í sumar yrði um 140 miUjónir króna en útlit er fyrir að sambandið fari slétt út úr móts- haldinu og jafnvel að tap verði á keppninni. Bernt Groon tók á sig áfallið og sagði af sér sem formað- ur sambandsins í gær. Groon sagðist vera ábyrgur fyrir hvernig fór. Gert hefði verið ráð fyrir góðum hagnaði en vonbrigðin væru mikil. Bengt Westerberg, sem tók við forystunni til að byrja með, sagði að vegna þessa yrði að skera nið- ur kostnað á öllum sviðum á næsta ári og nefndi um 70 milljónir króna í þvi sambp U. Unglingurféll aftur á lyfjaprófi 14 ÁRA frjálsíþróttastúlka frá Suður-Afríku, sem var dæmd í fjögurra ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi fyrr á árinu, féll aftur á lyfja- prófi fyrir skömmu og fannst sama efnið í bæði skiptin. Talið er að efnið sem fannst í apríl hafi enn verið til staðar þegar stúlkan var kölluð í lyfjapróf í lok september og verður málið rannsakað betur. Þrótturflytjií Laugardalinn BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um að formlegar viðræður verði teknar upp við Knattspyrnufélagið Þrótt um flutn- ing á statfsemi félagsins í Laugardal. Þátttakendur í viðræðunum fyrir hönd borgarinn- ar verða fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs og skipulagsnefndar. Næst að hefna? SEINNI leikur íslands og Tyrk- lands í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu fer fram á Laugardals- velli í kvöld og hefst klukkan 20. Tyrkir unnu 5:0 í Istanbúl fyrir ári og eru íslensku strákarnir staðráðnir í að hefna ófaranna en Tyrkir leggja allt kapp á sig- ur sem tryggir þeim sæti í úr- slitakeppninni í Englandi. Arnar Gunnlaugsson og Hlynur Stef- ánsson voru „frískir" á æfing- unni í gær en Jjóst er að mikið mun mæða á Arnari í fremstu víglínu í kvöld. ¦ Leikurinn / C2 MANNVIRKI 50 metra innisundlaug byggð í Grafarvogi BO RG ARRÁÐ samþykktí í gær að tiliögu íþrótta- og tóm- stundaráðs að nú þegar verði sett af stað vinna við undirbún- ing, forsögn og kostnaðaráætlun að 50 metra yf irbyggðri sund- iaug sem rísa muni við íþróttamiðstöðina i'Grafarvogi. Þar var fyrirhugað að byggja 25 metra yfirbyggða sundlaug fyrir skólasund, sundfélög og almenning. 3 samþykkt íþrótta- op tóm- stundaráðs um málið kemur fram að við afgreiðslu fjárhags- áætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1995 hafi verið gert ráð fyrir fimm milljóna króna framlagi til undirbúnings að byggingu 50 metra yfirbyggðrar sundlaugar. Ljóst sé að ef umrædd sundlaug eigi að verða tilbúin fyrir Smá- þjóðaleikana í Reykjavík 1997 verði undirbúningsvinna að hefjast sem fyrst. Tveir staðir þóttu koma til greina fyrir umrædda sundlaug, Laugardalur og Grafarvogur. I samþykkt ÍTR segir ennfremun „Með 50 metra yfirbyggðri sundlaug við íþróttamiðstöðina í Grafarvogi skapast möguleikar á nýtingu íþróttamannvirkis fyrir sundkennslu skóla í Grafarvogi og Borgarholtshverfum, æfingar og keppnir sundmanna og aðstöðu fyrir almenning. Þá er ljóst að rekstur slíks mannvirkis á þessum stað verður mjög hagkvæmur vegna þeirra mannvirkja sem fyrir eru á staðnum og möguleika á samrekstri með þeim. Þessi val- kostur mun einnig leiða til þess að mun fyrr en áætlað hefur verið rís veglegt sundlaugarmannvirki S Grafarvogi." KNATTSPYRNA: TYRKIR HRISTU ÚR SÉR KULDAHROLLINN / C3 t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.